Morgunblaðið - 28.08.2009, Síða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
Þegar Guðmundur
Marinósson giftist
Þorgerði Einarsdótt-
ur, Deddu, kom hann
inn í stórfjölskylduna
sem kennd er við Hlíð-
arenda á Ísafirði og hefur verið hluti
af henni þau tæpu fimmtíu ár sem
síðan eru liðin. Þetta var sannarlega
stórfjölskylda þar sem mörk kjarna-
fjölskyldunnar voru ekki jafn skörp
og vanalegt er í dag. Búskapur og
önnur umsvif kölluðu enn á mikla
samhjálp, samvinna og samvera kyn-
slóðanna var mikil í önn hversdags-
ins. Guðmundur féll vel inn í þennan
hóp enda glaðsinna, hjálpsamur og
drífandi.
Það var ungt fólk sem horfði af
bjartsýni framan í lífsbaráttuna,
nítján ára foreldrar sem tóku til við
að koma sér upp heimili. Þau keyptu
sér íbúð og lagfærðu, sem krafðist
mikillar vinnu af þeim báðum. Ekki
miklu síðar byggðu þau hús sitt að
Hjallavegi 4 þar sem þau bjuggu
mest allt sitt líf. Þau Guðmundur og
Dedda voru miklir Vestfirðingar og
höfðu aldrei í hyggju að flytja annað.
Við erfiðar aðstæður kom þó að því
að Guðmundur hélt til Reykjavíkur í
atvinnuleit. Dedda flutti suður ári
síðar og þau komu sér upp fallegu og
hlýlegu heimili í Garðabæ þar sem
ættingjar og vinir voru ætíð vel-
komnir. Heimsóttu þau heimaslóð-
irnar „í faðmi fjalla blárra“ svo oft
sem þau gátu. Það einkenndi Guð-
mund hvað hann var duglegur og
vinnusamur en um leið samvisku-
samur og vandvirkur. Hann var mik-
ill smekkmaður og lagði hart að sér
að gera allt sem best og hafa allt í
sem bestu lagi. Hann var kröfuharð-
ur, ekki síst við sjálfan sig, hann vildi
hafa hlutina akkúrat, rétt skyldi vera
rétt. Guðmundur var kappsamur og
lundin gat verið ör en ef hann skipti
skapi var jafnfljótt rokið úr honum.
Hann var pólitískur og félagslyndur,
tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðis-
flokksins og fjölbreyttum öðrum fé-
lagsmálum. Það var Guðmundi ekki
að skapi að láta í minni pokann og
það sýndi sig vel í hinum erfiðu veik-
indum. Ekki síst tók hann nærri sér
að þurfa að hætta að vinna en vinnu-
félagar hans reyndust honum ein-
staklega vel og vitjuðu hans í veik-
indunum. Nú eru þessi líflegu og
dugmiklu hjón bæði látinn um aldur
fram. Það er sjónarsviptir að svo
kraftmiklu, kátu og duglegu fólki.
Þeirra er sárt saknað af okkur ætt-
ingjunum en minning þeirra verður
okkur áfram dýrmæt.
Elsku Ingibjörg, Gísli, Guðrún,
Rúnar og afadrengirnir Christian
Marinó, Arnar Már, Guðmundur
Ragnar, Ísak Einar og Þorri Geir.
Guð styrki ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Garðar, Ingibjörg Steinunn
(Steina), Guðmundur Sigurbjörn
(Bjössi) og Inga, Tryggvi og Þor-
gerður Arnórs.
Það var einn ágústdag árið 1965 að
tveir kunningjar mínir buðu mér
starf bassaleikara í hljómsveit B.G.
Þetta voru þeir Árni Sigurðsson
söngvari hljómsveitarinnar og Guð-
mundur Marinósson umboðsmaður
hennar. Varð þetta upphafið að nær
30 ára samfelldri veru minni í þeirri
ágætu hljómsveit. Það má segja að
Guðmundur hafi tekið mig í fóstur á
þessum fyrstu árum í hljómsveitinni,
hann lagði mér lífsreglurnar og
kenndi mér ýmsa góða hluti, hefur
mér æ síðan verið hlýtt til hans og
talið hann með mínum bestu vinum.
Hann kenndi mér t.d. að nota rak-
spíra enda maðurinn mikið snyrti-
Guðmundur
Marinósson
✝ Guðmundur Mar-inósson fæddist í
Reykjavík 16. júlí
1940. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 10.
ágúst sl. og var útför
hans gerð frá Foss-
vogskirkju 21. ágúst.
menni. Finni ég í dag
lykt af „Tabac“ eða
„Old Spies“ koma
þessi gömlu góðu ár
óðara upp í hugann.
Kostir Guðmundar
nutu sín vel í starfi um-
boðsmanns, hann hafði
leikið í hljómsveit í
nokkur ár og þekkti þá
hlið vel, svo var hann
mjög traustur og
áreiðanlegur, það má
segja að hann hafi ver-
ið 100 prósent maður
og stundum rúmlega
það. Sumir létu þessi umframprósent
fara í taugarnar á sér.
Allsstaðar þar sem hann valdi sér
vettvang voru honum falin ábyrgð-
arstörf sem hann rækti af mikilli trú-
mennsku og smekkvísi. Þá var hann
mikill fjörkálfur, hafði smitandi hlát-
ur og alltaf til í að sprella.
Á árunum um og eftir miðja síð-
ustu öld voru vegir harðir og holóttir
og rúturnar ekki eins þægilegar og í
dag. Á löngum og erfiðum hljóm-
sveitarferðalögum reyndist meðlim-
um oft nauðsyn að setja á veltitank-
ana. Sá Guðmundur um kaup á þar til
gerðum vökva fyrir mannskapinn og
á launamiðanum hét sá frádráttarlið-
ur „sound“ og vakti enga sérstaka
forvitni þegar fjölskyldumeðlimir
fóru yfir uppgjör helgarinnar. Þótt
Guðmundur starfaði ekki lengi með
hljómsveitinni áttum við félagarnir
við hann mikil og góð samskipti í
gegn um árin. Hann var lengi með
umboð fyrir hljóðfæraverslanir hér í
bæ, og þau ár sem B.G. flokkurinn
rak skemmtistaðinn Uppsali, var
hann í forsvari fyrir eiganda hússins,
Sjálfstæðisflokkinn og reyndist
ávallt traustur og áreiðanlegur í við-
skiptum. Þá kíkti hann oft inn á æf-
ingar hjá hljómsveitinni og ef honum
líkaði það sem hann heyrði sagð́ann
„strákar þetta sándar“, tók bakföll
og hló sínum hvella og smitandi
hlátri. Þá þóttumst við vissir um að
vera á réttri leið.
Eftir að hann flutti suður hefur
hann verið duglegur að koma vestur
að heilsa upp á vini og kunningja,
enda orðinn mikill Ísfirðingur eftir
áratuga dvöl, í „faðmi fjalla blárra“.
Ég þakka honum áralanga vináttu og
ræktarsemi, og sendi ástvinum hans
mínar bestu samúðarkveðjur.
Samúel Einarsson.
Góður vinur og starfsfélagi til
margra ára, Guðmundur Marinós-
son, er látinn. Andlátið bar ekki
óvænt að, öðru nær. Hann hafði af
karlmennsku og æðruleysi barist við
illvíga sjúkdóma um 6 ára skeið, enda
baráttujaxl sem átti hvorki til vol né
víl þótt fast blési á móti. Víst er að
mikinn baráttuanda þurfti til að
glíma við öll þau veikindi sem hann
hrjáðu. Marga orustuna vann hann
og mætti til leiks á ný en þá síðustu
vann sá sem ætíð vinnur að lokum.
Guðmundur hóf snemma að vinna
fyrir sér. Komu þá fljótt í ljós þeir
eiginleikar sem mörkuðu allt hans líf.
Hann var einstaklega vinnusamur,
vandvirkur og samviskusamur og
voru skyldurækni og trúmennska
meðal hans helstu eðliskosta. Fyrstu
manndómsárin starfaði Guðmundur
sem sölumaður og ferðaðist vítt og
breitt um landið. Söluferðirnar
leiddu hann oft til Vestfjarða og þar
fann hann ástina sína, hana Þorgerði
Sigrúnu Einarsdóttur, sem ávallt var
kölluð Dedda. Hún andaðist í mars
2006, langt fyrir aldur fram, eftir
stutt en erfið veikindi og var andlát
hennar honum mikill missir og sökn-
uðurinn djúpur enda voru þau afar
samrýmd.
Guðmundur var alla tíð fé-
lagslyndur. Hann var frímúrari og
starfaði í ýmsum öðrum félagasam-
tökum. Hann var og rammpólitískur
og vann mikið fyrir flokk sinn – Sjálf-
stæðisflokkinn – á Vestfjörðum.
Hann var músikalskur og barði
trommur í ýmsum hljómsveitum fyr-
ir vestan, hafði ávallt mikinn áhuga á
tónlist og fylgdist þar vel með. En
það er maðurinn sjálfur Guðmundur
Marinósson með öllum sínum kost-
um og göllum sem er okkur sam-
starfsfólkinu sérstaklega minnis-
stæður. Hann kom til dyranna eins
og hann var klæddur. Hann var mik-
ill skapmaður og stundum svo
þrjóskur og þver að gagnmerkara
eintak af innfæddum Vestfirðingi
fannst vart. En það sem einkenndi
hann öðru fremur var mikil hjarta-
hlýja sem m.a. lýsti sér í hjálpsemi,
örlæti og umhyggju fyrir þeim sem
erfitt áttu. Ekki spillti svo fyrir kímni
hans og góðlátleg stríðni.
Guðmundur fór ekki alltaf troðnar
slóðir og nýtti sér stundum reynsl-
una úr sölumannsstörfunum forðum.
Síðasti bíllinn sem hann keypti var
forláta amerískur Cherokee jeppi, en
hann átti einn 14 ára af þeirri tegund
og vildi yngja upp. Hann fann einn
slíkan á bílasölu en fannst verðið hátt
og hafði orð á því við bílasalann. Bíla-
salinn hafði samband við seljandann
sem féllst á að lækka verðið um 25%.
Ekki fannst Guðmundi það nóg og
ákvað að beita sölumannasálfræð-
inni. Fór í bankann tók út þá fjárhæð
sem hann vildi borga fyrir bílinn setti
fimmþúsundkalla-seðlafúlguna í gul-
an Bónusplastpoka og bað eigandann
að fara með sér í bíltúr. Bauð honum
svo innihald pokans í skiptum fyrir
bílinn en innhaldið var 20% lægra en
lækkaða verðið. Vissi Guðmundur
sem var að fáir standast fullan poka
af peningum og bíllinn varð hans.
Við vottum dætrum Guðmundar,
þeim Guðrúnu og Ingibjörgu,
tengdasonum, barnabörnum og að-
standendum öllum okkar innilegustu
samúð. Blessuð sé minning Guð-
mundar Marinóssonar.
F.h. samstarfsfólks á Skattstofu
Reykjanesumdæmis,
Guðmundur Ragnar Ingvason.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
LILJA ÓLAFSDÓTTIR,
Skólastíg 11,
Bolungarvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur sunnu-
daginn 23. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Hólskirkju Bolungarvík
laugardaginn 29. ágúst kl. 14.00.
Guðmundur Rósmundsson,
Jónína Guðmundsdóttir, Hörður Guðmundsson,
Benedikt Guðmundsson, Ingibjörg Sigurðardóttir,
Páll Guðmundsson, Valdís Hrólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eigin-
manns og föður,
ERLENDS SIGURÐSSONAR,
Skólatröð 3,
Kópavogi.
Svanborg Lýðsdóttir,
Jónína Þórunn Erlendsdóttir, Birkir Þór Bragason,
Lýður Skúli Erlendsson, Sigríður Lára Gunnarsdóttir,
Erlendur Örn Erlendsson, Lilja Björk Kristinsdóttir,
Hrafnkell Erlendsson, Sigurlaug Viktoría Pettypiece,
Aðalheiður Erlendsdóttir, Pétur Ólafsson,
Kristinn Erlendsson, Ásta Guðmundsdóttir,
Sigrún Erlendsdóttir, Sigurgestur Ingvarsson,
Guðrún Lísa Erlendsdóttir, Bragi Baldursson,
Þóra Þórhildur Guðjónsdóttir,
Elísabet Erlendsdóttir, Björn Á. Björnsson
og fjölskyldur.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG GEORGSDÓTTIR,
Bakkagerði 4,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 15. ágúst, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju mánudaginn 31. ágúst kl. 15.00.
Árni Magnússon, Sigfríður Þórisdóttir,
Björg Árnadóttir, Markús H. Guðmundsson,
Magnús Árnason, Rannveig Sigfúsdóttir,
Erla S. Grétarsdóttir, Gísli Þ. Arnarson
og barnabarnabörn.
✝
Elskulegi maðurinn minn, faðir og afi,
EINAR STRAND,
Hraunbæ 49,
Reykjavík,
sem andaðist sunnudaginn 23. ágúst, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
1. september kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent
á björgunarsveitir Landsbjargar.
Erla Strand,
Einar Þór Strand,
Ágúst Nils Einarsson Strand,
Ásgerður Erla Einarsdóttir Strand,
Ingibjörg Helga Ágústsdóttir.
✝
Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma,
HELGA JÓHANNSDÓTTIR,
Víðihlíð,
Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Víðihlíð í
Grindavík, þriðjudaginn 25. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jóhann Guðfinnsson,
Guðríður B. Guðfinnsdóttir,
G. Grétar Guðfinnsson,
Hallfríður H. Guðfinnsdóttir,
makar og barnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Greinar, sem berast eftir að útför
hefur farið fram, eftir tiltekinn skila-
frests eða ef útförin hefur verið gerð
í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar. Æviágrip
með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Engin lengdar-
mörk eru á greinum sem birtast á
vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn.
Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á netfangið
minning@mbl.is og láta umsjónar-
menn minningargreina vita.
Minningargreinar