Morgunblaðið - 28.08.2009, Qupperneq 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
Atvinnuauglýsingar
•
Upplýsingar gefur
María Viðarsdóttir
í síma 569 1306/669 1306
eða marialilja@mbl.is
Umboðsmann
vantar á Ísafjörð
Umboðsmaður
Rafvirkjar
Fitjar Electro vantar rafvirkja til vinnu hjá
Akerstord (ath. landvinna). Kröfur eru sveins-
próf í rafvirkjun, reynsla í skiparafmagni eða
iðnaðarrafmagni. Laun 199 kr. norskar í
dagvinnu.
Fitjar Electro leggur til bíl og húsnæði.
Umsóknir sendist til Rafiðnaðarsambandsins
eða á netfangið: firmapost@fitjarelectro.no.
Frekari upplýsingar gefur Ásgeir B. Sævars-
son í síma 0047 4020 6074.
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Laxatunga 86, 231-3727, Mosfellsbæ, þingl. eig. Verklag ehf.,
gerðarbeiðandi Gluggasmiðjan ehf., þriðjudaginn 1. september 2009
kl. 13:30.
Laxatunga 141, 212629, Mosfellsbæ, þingl. eig. Asparhvarf ehf.,
gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., þriðjudaginn
1. september 2009 kl. 14:00.
Laxatunga 143, 212630, Mosfellsbæ, þingl. eig. Asparhvarf ehf.,
gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., þriðjudaginn
1. september 2009 kl. 14:30.
Vatnsveitu. Fákur, 205-3211, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Þórarinn
Kópsson, gerðarbeiðandi Byko ehf., þriðjudaginn 1. september 2009
kl. 10:30.
Þingvað 61, 230-1274, Reykjavík, þingl. eig. Byggingarfélagið saga
ehf., gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 1. septem-
ber 2009 kl. 11:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
27. ágúst 2009.
Tilkynningar
IN THE MATTER OF
COMMERCIAL UNION LIFE ASSURANCE COMPANY LIMITED
(“CULAC”)
and IN THE MATTER OF
CGNU LIFE ASSURANCE LIMITED (“CGNU Life”)
and IN THE MATTER OF
AVIVA LIFE & PENSIONS UK LIMITED
(“AVLAP”) (formerly known as
NORWICH UNION LIFE & PENSIONS LIMITED)
and IN THE MATTER OF
NORWICH UNION LIFE (RBS) LIMITED (“NUL(RBS)”)
(together the “Applicants”)
and IN THE MATTER OF PART VII OF THE FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000
Further to the publication of the notice of this insurance transfer in the Icelandic Official Legal Gazette on
10 June 2009, notice is hereby given that the Applicants presented an application to the High Court of
Justice in the United Kingdom on 1 May 2009 (the “Application”) for an order under section 111 of Part
VII of the Financial Services and Markets Act 2000 (the “Act”) sanctioning a scheme (the “Scheme”) for:
1. the transfer of the whole of the long-term business of CULAC to AVLAP;
2. the transfer of the whole of the long-term business of CGNU Life to AVLAP;
3. the transfer of the whole of the long-term business of NUL(RBS) to AVLAP;
4. the reattribution of the inherited estates of CULAC and CGNU Life; and
for an order under section 112(1) of the Act making ancillary provisions for implementing the Scheme.
Copies of the report by the Independent Expert (the “Report”) pursuant to section 109 of the Act and of a
statement setting out the terms of the Scheme and a summary of the Report may be obtained free of charge
by contacting Aviva, Fund Transfer Support Team, P O Box 3312, Surrey Street, Norwich NR1 3FE United
Kingdom in writing or by telephone on 0800 051 1300 (+ 44 1603 208808 if calling from outside the
United Kingdom) between Monday and Friday from 9:00am to 5:00pm from the date of publication of
this notice until the date on which the Application will be heard before the Court. These documents can
also be viewed on the website at www.aviva.co.uk/fundtransfer.
The Application will be heard before a Judge of the Chancery Division, Companies Court at the Roya
Courts of Justice, The Strand, London WC2A 2LL on 14 September 2009 and any person, including any
policyholder or any employee of the Applicants, who claims that he would be adversely affected by the
carrying out of the Scheme may appear at the time of the hearing in person or by Counsel. Any person
who intends to appear, and any person who dissents from the Scheme but does not intend to appear is
asked to give not less than 21 clear days’ prior notice in writing of such intention or dissent, and the
reasons therefore, to Clifford Chance LLP, 10 Upper Bank Street, London E14 5JJ, United Kingdom Ref
KAC/CMS.
Any affected policyholder may without any conditions cancel his or her policy in the event of a transfer
of an insurance portfolio from one insurance company to another, by a written notice of cancellation
within one month of the transfer date which is, subject to the High Court’s approval, anticipated to be
1 October 2009.
Dated: 28 August 2009
Félagslíf
Kaffi Amen í kvöld kl. 21
með lifandi tónlist.
Smáauglýsingar augl@mbl.is
Farðu inn á mbl.is/smaaugl
✝ Auður Sigurjóns-dóttir, fæddist 22.
jan. 1920 á Arnheið-
arstöðum í Fljótsdal,
N-Múlasýslu. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands fimmtu-
daginn 20. ágúst sl.
Foreldrar hennar
voru Guðlaug Þor-
steinsdóttir, f. 20.3.
1890 í Hrafnsgerði í
Fellahr. N-Múl., d. 24.
4. 1972, húsmóðir í
Kollsstaðagerði á
Völlum 1921-1944,
síðast búsett á Kópavogsbraut 83 í
Kópavogi, og Sigurjón Guðjónsson,
f. 4.5. 1884 á Eyvindará í Eiðahr.,
S-Múl., d. 1.5. 1943, bóndi á Brekku
í Fljótsdal 1920-1921 og í Kolls-
staðagerði 1921-1943.
Auður giftist 8.2. 1945, Bergi
Þórmundssyni, f. 27.10. 1915 í
Langholti í Bæjarsveit, Borg., d.
27.10. 1991, mjólkurfræðingi á Sel-
fossi. Foreldrar hans voru Þór-
mundur Vigfússon, búfræðingur
rafvirkjameistari og rafeindafræð-
ingur í Reykjavík. Kona hans er
Bríet Þorsteinsdóttir, f. 16.8. 1951
á Reykum á Skeiðum, Árn., skrif-
stofumaður í Reykjavík. Ólöf Helga
Bergsdóttir, f. 23.1. 1951 á Selfossi,
snyrtifræðingur á Selfossi. Maður
hennar er Smári Kristjánsson, f.
26.3. 1949 í Reykjavík, útibússtjóri
VÍS og hljóðfæraleikari. Arnlaug-
ur Bergsson, f. 30.10. 1954 á Sel-
fossi, kennari á Selfossi. Kona hans
er Guðný Ósk Sigurbergsdóttir, f.
27.9. 1958 í Vestmannaeyjum. Þór-
mundur Bergsson, f. 25.2. 1959 á
Selfossi, framkvæmdastjóri í
Reykjavík frá 1995. Kona hans er
Margrét Einarsdóttir Laxness, f.
29.12. 1961 í Reykjavík, grafískur
hönnuður og myndlistarmaður í
Reykjavík. Bergur Heimir Bergs-
son, f. 5.9. 1960 á Selfossi, íþrótta-
fræðingur í Reykjavík. Kona hans
er Þuríður Björnsdóttir, f. 10.7.
1962 á Akranesi, hjúkrunarfræð-
ingur í Reykjavík. Barnabörn og
barnabarnabörn Auðar eru nú 25
talsins búsett ýmist á Selfossi eða í
Reykjavík.
Auður verður jarðsungin frá Sel-
fosskirkju í dag, 28. ágúst, kl.
13.30.
og bóndi í Langholti
og Bæ í Bæjarsveit,
ráðsmaður barónsins
á Hvítárvöllum um
skeið, f. 26.2. 1875 á
Efri-Reykjum í Bisk-
upstungum, d. 19.7.
1949 í Reykjavík, og
Ólöf Helga Guð-
brandsdóttir hús-
móðir, f. 19.6. 1875 í
Kílhrauni á Skeiðum,
Árn., d. 4.2. 1946 í
Bæ. Sonur Bergs er
Sverrir Bergmann
Bergsson, f. 20.1.
1936 í Flatey á Skjálfanda, stúd.,
læknir í Reykjavík. Móðir hans var
María Helga Guðmundsdóttir, f. 2.
sept. 1914 í Krosshúsum í Flatey á
Skjálfanda. Auður og Bergur eign-
uðust sex börn. Sigurjón Bergsson,
f. 13.8. 1944 á Selfossi, raf-
eindavirkjameistari á Selfossi.
Kona hans er Pálína Ingibjörg
Tómasdóttir hjúkrunarfræðingur,
f. 25.1. 1943 í Kópavogi. Þórir
Bergsson, f. 11.6. 1948 á Selfossi,
Látin er í hárri elli elskuleg
tengdamóðir mín, Auður Sigurjóns-
dóttir.
Fram til síðustu ára átti Auður
hamingjuríkt líf, umvafin börnum
sínum og niðjum þeirra sem hún unni
svo mjög.
En að fá að lifa svo lengi með af-
komendum sínum er að sjálfsögðu
mikil Guðsblessun.
Heilsuhraust, dugmikil kona sem
aldrei féll verk úr hendi og ekki sízt
glaðlynd og skapgóð. Voru þau Berg-
ur og Auður ávallt mjög samrýnd í
öllum sínum verkum enda eins gott
ef koma átti krakkaskaranum til
manns!
Ég tengdist fjölskyldunni ungur
eða fyrir rúmum 40 árum og var mér
strax tekið sem einum af hópnum.
Voru þau Bergur heitinn, en hann
lézt fyrir tæpum 18 árum, og Auður
mér afskaplega góð og nánast eins og
foreldrar.
Var alla tíð mjög hlýtt og gott sam-
band okkar á milli.
Auður var þeim eiginleika gædd að
hún gat töfrað fram hvort sem var
dýrindis matar- eða kaffiveizlu án
þess að maður tæki eftir því. Skyndi-
lega var boðið til borðs og gestir
undruðust hvenær hún hafði eigin-
lega haft tíma því hún var jú allan
tímann að spjalla við þá!
Eins var það með hannyrðirnar.
Ekki var slegið slöku við þær frekar
en önnur heimilsstörf og voru ófáar
peysur, sokkar, vettlingarnir og önn-
ur plögg töfruð fram af prjónunum
hvort sem var fyrir börnin, barna-
börnin eða aðra ættingja og enginn
tók eftir því fyrr en flíkin lá fyrir full-
kláruð.
„Að muna tímana tvenna“ er sann-
arlega orðatiltæki sem vel átti við
Auði. Fædd nánast í byrjun síðustu
aldar og fylgdist með öllum þeim gíf-
urlegu framförum og byltingum sem
átt hafa sér stað; allt frá torfkofum til
tunglferða; öðlaðist tækifæri til þess
að ferðast fljúgandi um heiminn og
skoða sig um. Þau Bergur og Auður
fóru einmitt nokkrar ferðir til út-
landa og nutu þess í hvívetna. Einnig
voru þau dugleg að ferðast innan-
lands meðan heilsu Bergs naut við.
Margs er að minnast frá þessum
árum sem ég fékk að þekkja og lifa
með þeim elskulegu heiðurshjónum
Auði og Bergi í Bæ.
Læt hér samt staðar numið.
Börnum, tengdadætrum, barna-
börnum, barnabarnabörnum og öðr-
um ættingjum sendi ég samúðar-
kveðjur.
Guð blessi fallegar minningar um
Auði Sigurjónsdóttur.
Smári Kristjánsson.
Elsku tengdamamma!
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
full af kærleika,
skreytt gimsteinum
sem glitraði
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Takk fyrir allt, mín kæra.
Guðný Ósk.
Elsku amma,
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir.)
Lilja, Sindri og Elín Rós.
Auður Sigurjónsdóttir mikil sóma-
kona og mamma vina minna Domma
og Heimis er látin.
Frá því að ég var unglingur kom
ég oft á heimili þeirra heiðurshjóna
Auðar og Bergs í Bæ.
Þegar maður verður eldri finnur
maður hvað það er gott að eiga góðar
minningar um gott fólk og þannig
minningar á maður sannarlega um
Auði og fjölskyldu hennar.
Oftar en ekki var hlaðborð í eld-
húsinu sem Auður var búin að útbúa
og gestrisnin var mikil. Þessu fylgdi
svo alltaf skemmtilegt spjall.
Auður var þannig í viðmóti að mað-
ur fann að maður var velkominn.
Eftir að þeir bræður fóru að heim-
an héldum við Auður áfram góðu
sambandi, heimsóttum hvor aðra.
Hún kom færandi hendi þegar strák-
arnir mínir fæddust og eins er mér
minnisstæð heimsókn þeirra beggja,
hennar og Bergs, þegar við Tóti vor-
um nýflutt á Víðivellina.
Þau sögðu okkur frá þeim tíma
þegar þau fluttu hingað á Selfoss sem
þá var lítið þorp og allri þeirri breyt-
ingu sem orðið hafði á fáum áratug-
um. Þau voru meðal frumbyggja hér
á Selfossi og má segja að börnin
þeirra séu með fyrstu innfæddu Sel-
fyssingunum.
Allt heiðarlegt og gott fólk, sem
hefur gert bæinn okkar betri og gátu
þau Auður og Bergur verið stolt af
myndarlegum afkomendum sínum.
Fjölskyldu Auðar votta ég samúð
mína og megi minningin um þau góðu
hjón, Auði og Berg í Bæ, lifa.
Anna Guðmundsdóttir.
Auður Sigurjónsdóttir
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minn-
ingargrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út. Greinar, sem berast eftir að út-
för hefur farið fram, eftir tiltekinn
skilafrests eða ef útförin hefur verið
gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar. Æviágrip
með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Engin lengdar-
mörk eru á greinum sem birtast á
vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn.
Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargreinun-
um.
Minningargreinar