Morgunblaðið - 28.08.2009, Page 36

Morgunblaðið - 28.08.2009, Page 36
36 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 Sudoku Frumstig 3 2 7 5 8 9 2 1 5 6 9 7 4 5 3 7 6 5 1 4 8 5 7 6 2 8 5 1 9 4 6 7 8 9 1 5 2 8 2 1 6 5 3 2 4 4 9 2 6 4 4 1 8 7 8 4 9 5 6 7 2 6 8 6 9 5 2 3 5 7 9 3 6 5 1 4 8 7 2 3 9 9 4 8 5 3 2 1 6 7 2 3 7 6 9 1 5 4 8 4 7 3 9 5 8 6 2 1 8 2 5 3 1 6 7 9 4 1 6 9 2 7 4 8 5 3 7 9 6 1 2 3 4 8 5 3 1 2 8 4 5 9 7 6 5 8 4 7 6 9 3 1 2 4 1 8 6 9 3 2 7 5 5 7 6 2 4 8 1 3 9 2 9 3 5 7 1 6 8 4 7 3 1 4 2 9 5 6 8 9 2 5 3 8 6 7 4 1 8 6 4 7 1 5 3 9 2 1 5 7 8 3 4 9 2 6 3 8 9 1 6 2 4 5 7 6 4 2 9 5 7 8 1 3 4 6 9 5 1 2 8 7 3 2 8 7 9 3 4 5 6 1 3 5 1 6 7 8 4 9 2 5 3 2 1 4 9 6 8 7 9 1 6 7 8 3 2 5 4 8 7 4 2 6 5 3 1 9 1 4 3 8 5 7 9 2 6 6 9 8 3 2 1 7 4 5 7 2 5 4 9 6 1 3 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 28. ágúst, 240. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Kostið kapps um að kom- ast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.) Þegar FH varð fyrsti Íslands-meistari kvenna í knattspyrnu 1972 hvarflaði ekki að nokkrum manni að Ísland ætti eftir að leika í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna- landsliða. Það var ekki einu sinni rætt um kvennalandslið og fyrsti landsleikurinn leit ekki dagsins ljós fyrr en 1981, en nú hefur landsliðið brotið ísinn. x x x Ísland hefur ekki riðið feitum hestifrá fyrstu tveimur leikjum sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi, byrjaði á því að tapa 3:1 fyrir Frakklandi á mánudag og svo 1:0 á móti Noregi í gær. Vonin um að komast upp úr riðlinum fauk þar með út í veður og vind. Þegar úrslitakeppnin nálgaðist greip um sig bjartsýniskast á meðal landsmanna. Landsliðshópurinn gaf tóninn með því að segja að fyrsta markmiðið væri að komast upp úr riðlinum. Þetta virtist eina hálmstrá- ið hjá þjóð í miklum efnahagsvanda og fólk stökk á vagninn. Í allri um- ræðunni gleymdist að Ísland var neðst á styrkleikalistanum og átti samkvæmt allri tölfræði enga mögu- leika í keppninni. Eftir tapið á móti Frakklandi var gripið til gamal- kunnugs ráðs, að kenna dómaranum um, og smjörklípan heppnaðist. Mis- tök Íslands í leiknum féllu í skugg- ann. x x x Víkverji er bjartsýnn að eðlisfariog þess vegna vill hann líta á björtu hliðarnar á þátttöku Íslands í keppninni. Í fyrsta lagi var frábær árangur hjá stelpunum okkar að komast í úr- slitakeppnina í Finnlandi. Í öðru lagi hefur framganga Ís- lands vakið verðskuldaða athygli landsmanna á liðinu og um leið aukið áhuga á kvennaknattspyrnu. Í þriðja lagi er landsliðshópurinn reynslunni ríkari og þessi reynsla á eftir að nýtast vel í framtíðinni. Jafnvel körlunum, því það sem einu sinni hefur tekist getur líka gerst aftur. FH er Íslandsmeistari karla eins og FH-stúlkur voru á árum áð- ur. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ungi lundinn, 4 eyja, 7 setur, 8 illa inn- rætt, 9 þrældómur, 11 hina, 13 glóandi aska, 14 kapítuli, 15 drepa, 17 úr- koma, 20 sjávardýr, 22 heyið, 23 opið, 24 setja í óreiðu, 25 deila. Lóðrétt | 1 kollótt ær, 2 útlimir, 3 hím, 4 trjá- mylsna, 5 lítill fingur, 6 rýma, 10 fjandskapur, 12 keyra, 13 málmur, 15 stúfur, 16 róin, 18 baun- in, 19 afkomenda, 20 sprota, 21 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 svipþungt, 8 kútur, 9 gæðin, 10 lóu, 11 purka, 13 renna, 15 spons, 18 sleit, 21 vik, 22 ginna, 23 julla, 24 greftraði. Lóðrétt: 2 vitur, 3 perla, 4 uggur, 5 goðin, 6 skap, 7 unna, 12 kyn, 14 ell, 15 segl, 16 ofnar, 17 svarf, 18 skjár, 19 eflið, 20 tían. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be7 8. Be2 O-O 9. O-O Be6 10. Dd2 Rbd7 11. a4 Hc8 12. a5 Dc7 13. Hfd1 Hfd8 14. De1 Dc6 15. Bf3 Rf8 16. Hac1 Rg6 17. Bg5 h6 18. Bxf6 Bxf6 19. g3 Re7 20. h4 b5 21. Rd5 Bxd5 22. exd5 Dd7 23. De2 Dc7 24. Bg4 Hb8 25. Rd2 Dxa5 26. Re4 Kf8 27. Df3 Rg8 28. Bh5 Ke7 29. c4 bxc4 30. Hxc4 Hbc8 31. Hxc8 Hxc8 Staðan kom upp á óopinberu heims- meistaramóti í atskák í Mainz í Þýska- landi. Þýski stórmeistarinn Arkadij Naiditsch (2.697) hafði hvítt gegn rúss- neska kollega sínum Ian Nepomni- achtchi (2.632). 32. Bxf7! Dd8 svartur hefði einnig tapað eftir 32. …Kxf7 33. Rxd6+. 33. Be6 Hc7 34. g4! De8 35. Bxg8 Dxg8 36. g5 hxg5 37. hxg5 Hc4 38. gxf6+ gxf6+ 39. Kf1 og hvítur vann skákina skömmu síðar enda manni yfir. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tvær leiðir. Norður ♠D9 ♥G763 ♦9742 ♣653 Vestur Austur ♠G52 ♠63 ♥854 ♥D1092 ♦ÁKD10 ♦653 ♣D92 ♣K874 Suður ♠ÁK10874 ♥ÁK ♦G8 ♣ÁG10 Suður spilar 4♠. Vestur tekur tvo slagi á tígul og spilar þeim þriðja, sem sagnhafi trompar og leggur á ráðin. Tveir leiðir koma til greina. Hverjar eru þær og hvor er betri? Sagnhafi væri í góðum málum ef hann gæti tvísvínað í laufi, enda vinnst þá spil- ið þegar austur á annað hjónanna eða bæði. Fyrirframlíkur á því eru 76%. En því miður vantar eina innkomu í borð – nema auðvitað ef ♠9 er svínað í djöfli. Við það skerðast vinningslíkur um helm- ing og verða 38%. Hin leiðin er að stóla á laufhjónin í austur eða háspil annað. Líkur á ♣KD réttum eru 24% og viðbótin (háspil ann- að eða blankt í austur) er upp á um það bil 9%. Sem tosar heildarlíkur upp í 33%. Þá hafa menn það, samkvæmt fræð- unum á að taka innkomusvíningu í trompi. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Atvinnumenn í íþróttum fá tæki- færi til þess að ná enn betri árangri núna. Þú skalt láta alla sjálfsmeð- aumkun lönd og leið. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þetta verður virkilega góður dag- ur. Varastu að láta aðra fara um of í taugarnar á þér og gefðu viðhorfum annarra gaum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Aðrir reyna að segja að þú sért ekki til í að fylgja öðrum, og viljir í raun bara gera það sem þér finnst skemmtilegt. Hafðu í huga að það þarf tvo til að deila. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Nú er nauðsyn að þú takir af skarið og nýtir forystuhæfileika þína. Vandkvæði tengd samgöngum að und- anförnu leysast. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ef þú heldur vel á spöðunum varð- andi ákveðið mál muntu sjá það leysast farsællega. Hún/hann kann að vera þar sem síst skyldi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Hlutverk þitt er mikilvægt. Forðastu glósur um annarra hagi, þeg- ar um saklausar venjur er að ræða. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Gott er að vita hverju maður áork- ar einn. Þér finnst ekki rétt að eyða jafn miklu í ferðalög og skemmtanir og þú hafðir hugsað þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú færð tækifæri til að breyta viðhorfum þínum til þess hvern- ig aðrir velja að lifa lífi sínu. Ef þú vilt ekki staðna verðurðu að sýna dirfsku. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuld- bindur þig til einhvers. Taktu ekki öllu sem sjálfsögðum hlut. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Sjálfsagi krefst þess að þú hafi hugann við markmið þín, þó að freistingarnar kalli á. Farðu þér hægt, val á vini er mjög vandasamt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vinnan verður tómt strit í dag og yfirmaðurinn einstaklega ön- ugur í viðmóti. Nýtt samband lofar góðu, en farðu varlega og taktu eitt skref í einu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Besta leiðin til þess að fara með samband í hundana er að ætlast til þess að manneskja tilheyri þér og engum öðrum. Stjörnuspá 28. ágúst 1818 Landsbókasafn Íslands er talið stofnað þennan dag. Það hét upphaflega Íslands Stiftis bókasafn og tók til starfa 1825. Jón Árnason þjóðsagnasafnari var fyrsti bókavörðurinn. Safn- ið var á lofti Dómkirkjunnar, síðan í Alþingishúsinu og í Safnahúsinu frá 1909. Lands- bókasafn og Háskólabókasafn sameinuðust í Þjóðarbókhlöð- unni í desember 1994. 28. ágúst 2008 Sigurbjörn Einarsson biskup lést, 97 ára að aldri. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Ís- lands sagði að Sigurbjörn hefði verið „áhrifaríkasti kirkjufaðir og trúarleiðtogi Íslendinga á síðari öldum“. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Halldór Stein- þórsson, Hamra- borg 26, Kópa- vogi, áður Fífuhvammi 37, er níræður í dag, föstudaginn 28. ágúst. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum eftir kl. 20 á afmæl- isdaginn, á heimili mágkonu sinnar í Lækjarbergi 48, Hafnarfirði. 90 ára Baldvin Þór Magnússon og Sverr- ir Gauti Svavarsson voru með tom- bólu til styrktar Rauða krossinum, fyrir utan Nettó í Salahverfi, Kópa- vogi, og söfnuðu kr. 7.383. Hlutavelta „Ég ætla að bíða með veisluhöld þar til dótt- ursonur minn kemur af fjöllum,“ segir Karl Guð- mundsson leikari sem á 85 ára afmæli í dag. „Dótt- ir mín ætlar að halda veisluna og hann Tristan hjálpar með veitingarnar. Hann er hálffranskur og afburða leiðsögumaður og matreiðslumaður og enga veislu hægt að halda án hans.“ Karl segist vera við ágæta heilsu, aki enn bíl og hjóli af kappi. „Það er mesta furða hvað rættist úr mér. Ég var svo kvellisjúkur krakki, alltaf hreint veikur, en svo öðlaðist ég góða heilsu á unglingsárunum og hef haldið henni.“ Karl vill sem fæst orð hafa um afmælisgjafir. Enginn eigi peninga og ekki vilji hann rúinera nokkurn mann. Þar að auki vanti hann ekki neitt. „Sem minnir mig þó á að ég verð að skipta um framlukt á bílnum mínum. En ég á nú ekki von á að nokkkurn mann langi til að gefa svo ótignarlega gjöf,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvort hann geri ekki eitthvað sér til hátíð- arbrigða í dag segist hann kannski hjóla í bæinn og bregða sér á kaffi- hús. „En langt er síðan líf og andi stóð við Laugaveg í blóma, orti Tómas Guðmundsson einu sinni. Þetta er gott ljóð og á kannski vel við,“ segir Karl að lokum. svanbjorg@mbl.is Karl Guðmundsson leikari er 85 ára í dag Hjólar kannski í bæinn í dag Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.