Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 37

Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 37
Velvakandi 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand RJÓMA- ÍS RJÓMA- ÍS EN SÆTT ÉG HUGSA OFTAST EKKI ÚT Í ÞAÐ... VIÐ FÁUM ALDREI AÐ BORÐA MEÐ FÍNUM BORÐBÚNAÐI EN STUNDUM FER ÞAÐ Í TAUGARNAR Á MÉR ÉG ÆTLA EKKI Í SKÓLANN Í DAG ER ÞAÐ EKKI? NEI, ÉG ÆTLA AÐ VERA HEIMA AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ Í ALLAN DAG ÉG HEF GREINILEGA FENGIÐ RANGAR UPPLÝSINGAR ÞETTA GÆTI VERIÐ RÉTTI TÍMINN TIL AÐ TAKA FRAM NEYÐARROMMIÐ GRÍMUR, FÉKKSTU VINNU VIÐ AÐ SMAKKA HUNDAMAT HJÁ FYRIRTÆKI SEM NOTAR KLÓNAÐ KJÖT? JÁ MATURINN ER FÍNN! ÉG FINN EKKI FYRIR NEINUM ÓÞÆGINDUM VIÐ AÐ BORÐA HANN ...FYRIR UTAN ÞAÐ HVAÐ ÉG ÞARF AÐ BÍÐA LENGI TIL AÐ FÁ MÉR AÐ DREKKA HEYRÐU! HÆTTU AÐ ÝTA VILTU AÐ VIÐ SPILUM FYRIR FANGA Í FANGELSINU? AUÐVITAÐ! ÞEIM ÞÆTTI ÞAÐ FRÁBÆRT! ÉG HEF VERIÐ Í SJÁLFBOÐAVINNU ÞAR Í NOKKRA MÁNUÐI OG ÉG GET SAGT ÞÉR AÐ ÞETTA ERU FÍNIR STRÁKAR OG ÞESS VEGNA VORU ÞEIR LOKAÐIR INNI? ÞEIR YRÐU Í ÞAÐ MINNSTA GÓÐIR ÁHORFENDUR REYNDIR ÞÚ AÐ DREPA KÓNGULÓAR- MANNINN MEÐ BÍLASPRENGJU? JÁ, MÉR DATT EKKERT BETRA Í HUG HVAÐ ÆTLAR ÞÚ EIGINLEGA AÐ GERA VIÐ MIG? ÞAÐ KEMUR ALLT Í LJÓS FARÐU MEÐ MIG HEIM SKAL GERT Á Skólavörðuholti, fyrir framan Hallgrímskirkju, fer nú fram athyglisverð ljósmyndasýning, From Earth to the Universe, þar sem viðfangsefni stjarn- vísindanna er kynnt í máli og fallegum myndum. Þess má geta að árið í ár, 2009, er alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar. Morgunblaðið/Eggert Listaverk í stjörnunum Vítavert kæruleysi Stöðvar 2 Sunnudagskvöldið 23. ágúst kl. 19.15 hafði ég sent börnin mín fram í stofu til þess að fá frið við eldamennskuna, sem er í sjálfu sér allt í lagi nema hvað að ég heyri kvenmannsöskur í sjónvarpinu koma úr stofunni. Ég fer og lít á sjónvarpið þar sem börnin mín tvö, 2 og 6 ára, sitja agndofa. Í sjónvarpinu var ný- byrjaður þátturinn Réttur á Stöð 2. Við mér og börnunum blasti maður sem var að nauðga konu á húddi á bíl. Allt var sýnt og áður en ég náði að slökkva tók maðurinn höfuð kon- unnar og mölvaði framrúðuna með því og börnin mín voru eitt spurn- ingarmerki. Ég hringdi miður mín á Stöð 2. Þar svaraði mér ágætis stúlka. Þar lét ég í ljós viðbjóð minn á dag- skrárgerð Stöðvar 2 og spurði hvaða gerpi setji svona lagað á dagskrána þegar börn sitja enn í stofum lands- ins. Ég ætla að vona að þetta hafi verið hræðileg mistök hjá Stöð 2. Ef ekki, ætti að senda dagskrárstjóra Stöðvar 2 á námskeið í almennu sið- ferði. Mér þætti eðlilegt að forsvars- menn Stöðvar 2 biðji áhorfendur af- sökunar. Virðingarfyllst, Páll Hjaltalín Árnason. Ekki má vanmeta al-Qaeda ÞAÐ sem verður að hafa í huga þeg- ar um al-Qaeda er að ræða er að samtökin eru vel skipulögð. Al- Qaeda eru hryðjuverka- og hern- aðarsamtök sem leita og finna leiðir og þá bestu leiðirnar til að ná árangri. Al-Qaeda reyndu á sínum tíma að sprengja undirstöður annars tví- buraturnsins í NY. Með því átti að fella turninn og láta hann leggja hinn stóra turn- inn. Þetta mistókst. Nú lét al-Qaeda tím- ann líða. Frömdu á meðan nokkur hryðju- verk í Asíu og Afríku. Tíminn var notaður til að undirbúa þátttak- endur í næstu árás á Bandaríkin. Það tókst vel hjá al-Qaeda. Sigur samtakanna í árásinni varð stór. Lít- ið mannfall úr eigin röðum. Banda- ríkin og hagkerfi heimsins riðuðu á eftir. Al-Qaeda hafa framið nokkur hryðjuverk síðan 2001. Við munum helst eftir árásunum á Spáni og í Englandi. Bandaríkin hafa að mestu verið látin í friði. Hætt er við að með tímanum hafi máttur al-Qaeda gleymst og al-Qaeda hafi fengið tíma til að undirbúa næstu árás á Banda- ríkin. Al-Qaeda má ekki vanmeta. Margt hefur verið gert til að ögra, sérstaklega í Asíu og til að kynda undir illsku al-Qaeda og fleiri hópa. Njörður Helgason. Slæða tapaðist á Smáratorgi MÁNUDAGINN 24. ágúst týndist stór, bleik slæða á Smáratorgi. Skil- vís finnandi fær fundarlaun. Upplýs- ingar í síma 893-3903.        Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofur opnar kl. 9- 16, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9-16.30, bingó 11. sept. Dalbraut 18-20 | Söng- og harmonik- ustund kl. 13.30, umsj. hefur Lýður. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Skrán- ing hafin í aðventuferðina 3.-6. des. Uppl. í síma 898-2468. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur á sunnudag kl. 20 í Stangarhyl 4, Borgartríó leikur fyrir dansi. Laust í dagsferð, grillveisla í Goðalandi 9. sept. Uppl. í síma 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, matur, félagsvist kl. 20.30. Krummakaffi á morgun kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, ganga kl. 10, matur. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Matur og kaffi. Seinasti dagur skrán- ingar í tómstunda- og íþróttanámskeið á haustönn, félagsvist kl. 13. Myndlist- arsýning Höllu Har. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Ferð verður á Listasafn Árnesinga Hveragerði og Kaffi Klett í Bisk- upstungum, þriðjudaginn 1. sept. Lagt af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum. Skráning í síma 586-8014, e. hádegi og 692-0814. Félagsstarf Gerðubergi | Prjónakaffi kl. 10, létt ganga um nágrennið kl. 10.30, frá hádegi er spilasalur opinn. Mánud. 31. ágúst kl. 14.30 er fundur hjá Gerðu- bergskór. Þriðjud 1. sept. kl. 9 hefst gler- skurður og kl. 13 postulínsnámskeið. Fimmtud. 1. sept. kl. 10.30 er helgi- stund.S. 575-7720. Háteigskirkja Briddsæfingar og kennsla fyrir konur kl. 13-16, kaffi. Hraunbær 105 | Handavinna 9-12, mat- ur, bingó kl. 13.30, 200 kr. spjalið. Hraunsel | Brids kl. 13. Á morgun er pútt við íþróttahúsið að Ásvöllum kl. 10. Dansleikir hefjast 18. september og verða sex á haustönn, lifandi músík. Kanadaferð 10.-17. sept., haustlitaferð 28. sept., heimsókn í Þjóðminjasafnið 21. okt. og jólaljósaferð 7. des. Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir hádegi, hádegisverður, bingó kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Myndlist, veð- urhópur, skák, söngur, tónlistarhópur, postulín, tölvuleiðbeiningar, framsögn, útskurður, hannyrðir, bókmenntir, kvik- myndahópur, leikfimi, leiklist, línudans, Íslendingaspjall o.fl. Sími 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, matur, vist/ brids kl. 13, veitingar. Vesturgata 7 | Tréskurður 2. sept. kl. 13- 16, leiðbeinandi er Lúðvík. Skráning og uppl. í s. 535-2740. Handavinna kl. 9.15, matur, sungið v/flygilinn kl. 13.30, kaffi, dansað í aðalsal kl. 14.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.