Morgunblaðið - 28.08.2009, Síða 39
Menning 39FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009
Opið hús verður í stóru leikhús-
unum tveimur, Þjóðleikhúsinu og
Borgarleikhúsinu, á morgun. At-
hygli vekur að dyr beggja húsa
verða opnar á sama degi, á nákvæm-
lega sama tíma, frá kl. 13 til 16.
Borgarleikhúsið hefur boðið fólki í
heimsókn síðasta laugardag ágúst-
mánaðar mörg undanfarin ár, og því
spurning hvort Þjóðleikhúsið hefði
ekki getað fundið annan dag til þess
arna. Af þessu má þó skilja að sam-
keppnin um athygli leikhúsgesta
verður afar hörð í vetur – jafnvel
harðari en nokkru sinni fyrr.
Hörð barátta um at-
hygli leikhúsgesta
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
ÁRLEGT Gróttuball verður haldið í íþróttahúsinu á Sel-
tjarnarnesi um helgina. Að þessu sinni skiptist hátíðin í
tvennt því í kvöld verður ball fyrir 13 til 17 ára þar sem
fram koma Jeff Who? Stuðmenn, Dikta og Hairdoctor,
og stendur það frá kl. 20 til 24.
Annað kvöld stíga Stuðmenn svo aftur á svið og verð-
ur það í tíunda skiptið í röð sem sveitin leikur á þessu
balli.
„Það verður ákveðið tyrkneskt þema hjá Stuðmönn-
um, enda er ég nýkominn frá Tyrklandi,“ segir Stuð-
maðurinn Jakob Frímann Magnússon. Líkt og vanalega
koma ýmsir gestir fram með Stuðmönnum á ballinu og
eru þeir ekki af verri endanum að þessu sinni: Megas,
Björn Jörundur, Megas og dansmeyjar frá Vegas
Skemmtistaðurinn Oliver við
Laugaveginn virðist risinn úr ösku-
stónni, ef svo má segja. Eins og
margir eflaust muna naut staðurinn
gríðarlegra vinsælda þegar góð-
ærið stóð sem hæst á Íslandi á ár-
unum frá 2005 til 2007, og var þá
langvinsælasti skemmtistaður
landsins. Um áramótin 2007/2008
fór hins vegar að halla undan fæti
og dvínuðu vinsældirnar til muna.
Síðustu mánuði hefur staðurinn
hins vegar sótt í sig veðrið og er nú
svo komið að nánast fullt er út úr
dyrum allar helgar. Stemningin er
hins vegar töluvert önnur en var á
tímum góðærisins því í dag er Oli-
ver sannkallaður „FM-staður“,
enda hljómar þar svokölluð „FM
957-tónlist“ allar helgar. Sú upp-
skrift virðist hins vegar svínvirka.
Andi góðærisins svífur
yfir vötnum á Oliver
Myndband við nýjasta lag Gus-
Gus, „Add This Song“, verður
frumsýnt á internetvídeó-rásum
Myspace UK á mánudaginn. Fregn-
ir herma að Daníel Ágúst komi
nakinn fram í myndbandinu, og
mun það því eflaust vekja athygli.
Nakinn Daníel Ágúst
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG var komin inn í SAE Institute
í hljóðtækni í Stokkhólmi en svo
varð bara bankahrun og námslánin
urðu alltof lág svo ég þurfti að
hætta við. Ég varð mjög fegin þeg-
ar ég kom auga á þetta nám og
sótti strax um,“ segir Guðrún Heið-
ur Ísaksdóttir sem stundar nú nám
í Hljóðtækni sem Tækniskólinn
býður upp á í samstarfi við Stúdíó
Sýrland.
Um áramótin var í fyrsta skipti
boðið upp á þetta nám hér á landi
og er það þrjár samfelldar annir.
Guðrún hefur því verið í skólanum í
sumar. „Ég hef verið í verklegum
og bóklegum tímum í sumar og svo
hef ég líka verið að taka að mér eig-
in verkefni.“
Spurð af hverju hún hafi ákveðið
að gerast hljóðmaður segir Guðrún
að hún hafi orðið heilluð af tækninni
í fyrsta skipti sem hún fór í hljóð-
ver. „Ég er búin að vera í tónlist
heillengi, ég byrjaði að spila á bassa
þegar ég var þrettán ára og stofn-
aði Mammút fjórtán ára, tónlist hef-
ur átt hug minn allan. Þegar ég fór
fyrst í hljóðver með Mammút
fannst mér þetta svo heillandi
tækni og fann að þetta væri fyrir
mig,“ segir Guðrún sem er eina
stelpan í tólf manna bekk í hljóð-
tæknináminu.
Með mörg járn í eldinum
Guðrún, sem er tvítug, var liðs-
maður í hljómsveitinni Mammút í
þrjú ár en leikur nú á bassa í pönk-
hljómsveitinni Viðurstyggð. „Systir
mín er á gítar og syngur og svo er
vinkona okkar á trommunum. Ég
stefni að því að taka upp plötu með
okkur bráðlega,“ segir Guðrún sem
hefur nóg að gera við að taka upp
plötur þó að hún hafi ekki lokið
náminu.
„Núna er ég að taka upp plötu
með hljómsveitunum HEK og We
went to space. Ég og Kata, söng-
konan í Mammút erum að búa til
tónlist saman sem ég vonast til að
hljóðrita. Svo höfum við Lovísa
(Lay Low) vinkona mín verið að
tala um að taka upp plötu með nýju
efni frá henni með ljóðum eftir ís-
lenskar konur. Ég hafði hugsað mér
að hafa það sem lokaverkefnið mitt
úr náminu,“ segir Guðrún sem hef-
ur augljóslega mörg járn í eldinum.
Alls kyns hljóðvinnsla
Hún segir hljóðtækninámið al-
gjörlega hafa staðið undir sínum
væntingum. „Tækniskólinn og
Stúdíó Sýrland leggja mikla áherslu
á að námið nýtist vel og sé mark-
visst. Við fáum t.d. töluvert að taka
upp tónleika og vinna þá í fram-
haldinu. Við tókum t.d. upp alla tón-
leika á Jazzhátíð Reykjavíkur og
fáum að vinna efnið. Það er mjög
mikilvægt að hafa þetta nám í boði
hérlendis, hingað til hefur bara ver-
ið hægt að læra hljóðtækni úti og
það er mun dýrara en þetta. Þörf
fyrir námið sýnir sig líka í því að
það komust aðeins tólf af sjötíu um-
sækjendum að þegar það byrjaði og
það hringja margir og spyrjast fyrir
um það,“ segir Guðrún sem á sér
þann draum að fá að vinna við allar
hliðar hljóðsins. „Mig finnst sjarm-
erandi tilhugsun að vinna hjá út-
varpi og leikhúsi, svo langar mig að
búa til aðstöðu heima hjá mér til að
taka upp. Annars fást þeir sem eru
með þessa menntun við alls kyns
hljóðvinnslu, ekki bara tónlist held-
ur einnig kvikmyndir, talsetningar,
upptökur, mix, rafmagnsfræði og
fleira,“ segir Guðrún.
Spurð hver sé listin við að vera
góður hljóðmaður svarar Guðrún
ákveðin að fyrir utan tæknilegu
hliðina og reynsluna skipti miklu
máli að skilja hvað tónlistarmað-
urinn vilji fá út úr upptökunum og
bera virðingu fyrir því.
Heilluð af hljóðtækni
Guðrún Heiður Ísaksdóttir er eina stelpan í bekk í hljóðtækninámi
Hyggst taka upp plötu með Lay Low og pönkhljómsveit sinni Viðurstyggð
Morgunblaðið/Kristinn
Hljóðmaður Guðrún Heiður hefur nóg að gera við upptökur og nám.
Hvar læturðu helst til þín taka á
heimilinu?
Í eldhúsinu. Ýmsum litlum verk-
efnum annars.
Getur þú lýst þér í 5-10 orðum?
Ég tala hreimlausa norsku og er
með bílpróf.
Á ekki að reyna að sjá eitthvað á
Artfart? (Spyr síðasti aðalsmaður,
Hannes Óli Ágústsson leikari)
Ég veit ekki hvað það er, en ég
skal athuga það.
Ert þú góður í fótbolta?
Ég er ekki eins góður og þeir
bestu, en ég gæti léttilega verið í
Sampdoria eða Olympiakos, því
leikstíllinn þeirra er svolítið svona
HM ’94. 4-5-1 kerfi. En ég er byrj-
unarmaður í liði Úngmennafélags
musteris Íslenzkrar túngu.
Hver er tilgangur lífsins?
Skora fleiri mörk.
Hvaða bók ertu að lesa?
Rokland og Minnisbók Sigga Páls.
Þetta var rétt hjá Hallgrími, þetta
gerðist, eða á eftir að gerast.
Sennilega rétt hjá Sigga líka.
Núna Kardemommubær. Brennu-
vargarnir. Magnað stöff.
Ertu ástríðufullur?
Á vorin.
Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Get farið ferða minna án þess að
vekja minnstu athygli.
Leikhús, kvikmyndir eða sjónvarp?
60%, 20%, 20%.
Hvaða áhugamál áttu þér?
Ég hef gaman af fuglum.
Hver er þinn helsti kostur?
Fljótur að aðlagast hlutum.
En ókostur?
Öfundsjúkur.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár?
Sem íbúa í frjálsu Íslandi.
Hver er skemmtilegastur?
Anna Kristín. Frank Hvam.
Hefurðu fundið fyrir kreppunni?
Ég skil ekki spurninguna. Á konu?
Færðu gæsahúð eða hroll
þegar þú heyrir minnst
á IceSave? Nei. Meira
svona væga kippi fyrir
aftan augað. Eins og
þegar maður hefur
tekið sjóveikistöflu.
Ert þú búinn að fara í
berjamó og búa til
sultu?
Nei, ég fæ þetta sent.
Ertu með spurningu
handa næsta viðmæl-
anda? Hvaða þrjá útrás-
arstráka myndirðu taka með
þér á eyðieyju?
HEFUR GAMAN AF FUGLUM
AÐALSMAÐUR ÞESSARAR VIKU HEITIR ÞÓRIR SÆMUNDSSON
OG FER HANN MEÐ HLUTVERK SKÁTANS DAVÍÐS Í SJÓNVARPS-
ÞÁTTUNUM UM ÁSTRÍÐI SEM SÝNDIR ERU Á STÖÐ 2. Aðall Þórir erástríðufullur á
vorin.
Björn Jörundur Friðbjörnsson, Lögreglukórinn og maga-
dansmeyjar frá Las Vegas.
„Þarna verður í fyrsta skipti framið á sviði sólóið úr „Para-
dísarfuglinum“ af Á bleikum náttkjólum sem Valgeir Guð-
jónsson samdi og var mikið framúrstefnu- og tímamóta-
sóló á sínum tíma. En svo tekur Lögreglukórinn undir
með bæði Megasi, Birni Jörundi og Stuðmönnum,“
segir Jakob, en sérstaka athygli mun án efa vekja
flutningur Björns Jörundar og Lögreglukórsins á
laginu „Lög og regla“ eftir Bubba Morthens. Þá mun
kórinn einnig flytja lagið „Born To Be Wild“ í nýrri
íslenskri þýðingu Kristjáns Hreinssonar.
Húsið verður opnað kl. 23 annað kvöld og fer miða-
sala fram í Íslandsbanka á Eiðistorgi og í íþróttahús-
inu. Miðaverð er 2.500 kr. en 1.500 kr. á unglingaball-
ið í kvöld. Meistararnir Megas og Björn Jr.