Morgunblaðið - 28.08.2009, Page 48

Morgunblaðið - 28.08.2009, Page 48
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 240. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»  Sumum þykir talsvert mál að hlaupa maraþon- hlaup, sem er 42,2 km. Gunnlaugi Júlíussyni langhlaupara finnst þetta of stutt því hann vaknaði klukkan þrjú nóttina fyrir Reykjavíkurmaraþonið, borðaði morgunmat og hljóp svo af stað. Hann kom í mark um svipað leyti og aðrir lögðu af stað í hið eig- inlega maraþonhlaup, en Gunnlaugur hljóp síðan annan hring. Áður hafði Gunnlaugur komið við heima hjá sér, en hann býr við Miklubraut, og vakið son sinn sem hljóp hálft maraþon. Gunnlaugur tekur þátt í 90 km hlaupi í Bretlandi í næsta mánuði og leit á hlaupið um síðustu helgi sem æfingu. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Gunnlaugur hleypur tvöfalt Reykjavíkurmaraþon. Hljóp tvo hringi                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-.* +/0-10 **2-,1 +3-12. +*-**0 *0-4,* *+/-/4 *-.24+ *44-4+ *,+-,2 5 675 +0# 758 9 +//4 *+,-2+ +/,-/0 **0-*4 +3-2.1 +*-*04 *,-/.3 *+/-3. *-.0.+ +//-1+ *,.-.0 +.0-+,22 &  :; *+,-4. +/,-10 **0-1. +3-0/0 +*-+3* *,-/,0 *+/-00 *-.00+ +/*-*+ *,.-,, Heitast 16°C | Kaldast 8°C  Norðan 8-13 m/s, en yfirleitt hægari suð- austanlands. Hvessir heldur í kvöld. Hlýjast sunnanlands. »10 Kling og Bang gall- erí er þátttakandi í listahátíðinni Ham- borg Subvision sem opnuð var í fyrra- kvöld. »38 MYNDLIST» Á hátíð í Hamborg TÓNLIST» Til minningar um John Lennon 09.09.09. »41 Páll Steingrímsson sló þeim stærstu við og vann til verðlauna á kvikmyndahátíð í Japan fyrir Undur vatnsins. »45 KVIKMYNDIR» Undur vatnsins AF LISTUM» Forvitnileg mynd um það að eldast og hrörna. »40 ÍSLENSKUR AÐALL» Þórir Sæmundsson er öfundsjúkur. »39 Menning VEÐUR» 1. Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini 2. 17 ára stúlka játar 30 morð 3. Jackson lifandi? 4. Rænt fyrir 18 árum og gaf sig fram  Íslenska krónan styrktist um 1,7% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Von er á annarri sólóplötu tónlistar- mannsins og knatt- spyrnukappans fyrr- verandi, Ívars Bjarklind. Platan á sér nokkuð sérstaka forsögu því Ívar fékk vini og kunningja úr íþróttaheiminum til að styrkja gerð plötunnar gegn því að allur ágóði af sölu hennar rynni til styrktar Félagi krabba- meinssjúkra barna. Á meðal þeirra sem lögðu hönd á plóg má nefna Ólaf Stefánsson, Indriða Sigurðsson, Jóhannes Karl Guð- jónsson, Ívar Ingimarsson, Brynj- ar Björn Gunnarsson og Árna Gaut Arason, svo fáeinir séu nefndir. Ívar Bjarklind fékk fjölda íþróttamanna til liðs við sig  Ólöf Örvarsdóttir hefur verið ráðin skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, en ráðningin var sam- þykkt á fundi borg- arráðs í gær. Ólöf er arkitekt að mennt og stundaði nám við Arkitekthøgskolen í Osló og Politechnico di Torino á Ítalíu. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði skipulagsmála og hefur m.a. unnið á teiknistofum bæði hérlendis og á Ítalíu. Ólöf hóf störf hjá Borg- arskipulagi árið 2001 og tók við stöðu aðstoðarskipulagsstjóra árið 2007. Ólöf skipulagsstjóri Morgunblaðið/Heiddi Garpar Vaskir áttundubekkingarnir úr Norðlingaskóla skömmu áður en stigið var upp í rútuna í Laufafell. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is FJÖRUTÍU krakkar úr áttundu bekkjum Kópavogsskóla og Norð- lingaskóla lögðu í gær af stað í tveggja daga hjólreiðaferð um há- lendi Íslands. Krakkarnir hófu hjól- reiðatúrinn við Laufafell í gær og ætluðu að hjóla þrjátíu kílómetra þá og annað eins í dag. Nemur það sam- tals á bilinu tíu til tólf klukkustunda hjólreið. Börnin verða ekki ein á ferð, því fjórir kennarar, hjálparsveitar- maður og tveir rútubílstjórar verða með í för. Snæland-Grímsson leggur til rúturnar og bifreiðastjóra og tek- ur ekkert fyrir að ferja hjólakemp- urnar að byrjunarreitnum. „Krakkarnir eru ekki að læra ein- hver örnefni eða landafræði, þau fara til að styrkja hópinn og sjálf sig og upplifa þessa umhyggju sem verður til á fjöllum,“ segir Kristín Einarsdóttir, sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu ferðarinnar og kveður stefnt að ferðum á borð við þessa allt niður í yngstu bekkina síðar meir. Ferðirnar verði sniðnar að hverjum árgangi, léttari ferðir fyrir yngstu bekkina en þeir eldri munu jafnvel takast á hendur þriggja daga hjólreiðaferðir. Spenntir og bjartsýnir krakkar Það var ekki annað að heyra á krökkunum en að ferðin legðist vel í þau. Bjart var yfir hópnum skömmu áður en stigið var upp í rútuna inn úr haustveðrinu við Kópavogsskóla og flestallir voru sammála um að ferðin yrði erfið en umfram allt skemmti- leg upplifun. „Mér líst vel á að fara með bekkn- um svona upp á fjöll,“ segir Sigurjón Hólm Jakobsson, einn hjólreiða- garpanna, en telur víst að ferðin muni þjappa hópnum saman en einn- ig taka töluvert á hann. Ferða- félagar hans séu þó vel stemmdir og hjólin í toppstandi, allar rær og skúf- ur hertar til hins ýtrasta. „Þetta verður örugglega mjög erf- itt en gaman,“ segir Davíð Leví Ólafsson og er nokkuð brattur áður en lagt er í hann. „Ég held ég muni drukkna í ánum,“ grínast Haukur Jensson. Ferðin leggst vel í hann og hann kvíðir hjólreiðunum ekki þótt þær muni taka á. Bergdís Kjartans- dóttir og Gunnhildur Ýrr Jónas- dóttir taka í sama streng og segja ferðina kannski verða „pínu erfiða“. Þær eru spenntar fyrir ferðinni og segjast ekki kvíða mikið fyrir að tak- ast á við óblíða náttúruna á hálendi Íslands. Á ferð og flugi um hálendið Fjörutíu áttundu- bekkingar halda í ferð um hálendið Kempur Það var ekki nokkurn bilbug að finna á hjólreiðafólkinu þótt lang- ferð um óbyggðirnar á hálendi landsins bláa væri handan við hornið. „ÉG er búin að vera í tónlist heil- lengi, ég byrjaði að spila á bassa þegar ég var þrettán ára og stofn- aði Mammút fjórtán ára, tónlist hef- ur átt hug minn allan. Þegar ég fór fyrst í hljóðver með Mammút fannst mér þetta svo heillandi tækni og fann að þetta væri fyrir mig,“ segir Guðrún Heið- ur Ísaksdóttir sem er eina stelpan í tólf manna bekk í námi í hljóðtækni sem Tækniskólinn býður upp á í samstarfi við Stúdíó Sýrland. Auk þess að nema hljóðtækni spilar Guðrún á bassa með pönk- hljómsveitinni Viðurstyggð og hyggst hún taka upp plötu með hljómsveit sinni bráðlega. „Svo höf- um við Lovísa (Lay Low) vinkona mín verið að tala um að taka upp plötu með nýju efni frá henni með ljóðum eftir íslenskar konur. Ég hafði hugsað mér að hafa það sem lokaverkefnið mitt úr náminu.“ | 39 Morgunblaðið/Kristinn Við takkaborðið Guðrún Heiður Ísaksdóttir í hljóðveri Sýrlands. Tekur upp plötu með Lay Low og Viðurstyggð „ÞAÐ er alveg ljóst að taka verður á þessu, það hafa komið það mörg sjónarmið fram,“ segir Arnór Guð- mundsson, skrifstofustjóri í mennta- málaráðuneytinu. Hann segir vinnu við endurskoðun á innritunarferlinu í framhaldsskóla vera að hefjast. Samkvæmt nýjum grunnskólalög- um á að útfæra ákvæði um lok grunnskóla og útskrift í aðalnám- skrá. Hún kemur hins vegar ekki út fyrr en á næsta ári. | 9 Endurskoð- un að hefjast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.