Morgunblaðið - 04.09.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.09.2009, Qupperneq 1
„ÞAÐ er kraftaverk að sjá þetta gerast og veitir manni mikinn innblástur,“ sagði Vladimir Ashke- nazy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, í gær þegar hann skoðaði sig um í tónlist- ar- og ráðstefnuhúsinu, sem er óðum að taka á sig mynd við hafnarbakkann í Reykjavík. Ashkenazy hefur sem kunnugt er barist fyrir byggingu tónlistarhússins um áratugaskeið og stjórnaði m.a. frægum tónleikum Lundúnafíl- harmóníunnar á níunda áratugnum að við- stöddum Karli Bretaprinsi og Díönu prinsessu, en þeir voru haldnir til styrktar uppbyggingu tónlistarhúss Íslendinga. Þetta er í þriðja sinn sem Ashkenazy skoðar byggingarsvæðið og hann segir aðaltónleikasalinn lofa góðu: „Ég held að hljómburðurinn verði mjög góður enda stýra færustu hljómburðarsérfræðingar heims- ins þeirri vinnu.“ Sjálfur segist hann vonast til að fá að stjórna fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í húsinu og að í framhaldinu verði hægt að bjóða þekktustu hljómsveitum heims til landsins að spila. „Ef þjóð hefur efni á því er mikilvægt að hafa bestu mögulegu aðstæður fyrir þau lista- verk sem mannkynið hefur getið af sér í gegnum aldirnar. Við erum hluti af evrópskri siðmenn- ingu og ef við getum verið í fremstu röð þá eig- um við að vera það. Vilji fólksins í þessu landi er mjög sterkur og ég er agndofa og þakklátur fyr- ir að það eigi að klára þessa byggingu, þrátt fyr- ir þau hrikalegu vandamál sem þjóðin glímir við í dag. Ég átti ekki alveg von á því, en ég er mjög glaður yfir því að húsið verði að veruleika.“ ben@mbl.is Eftirvænting Það var ekki annað að sjá en að Ashkenazy væri klár í slaginn að stjórna fyrstu tónleikunum sínum í tónlistarhúsinu þegar það er risið. Agndofa og þakklátur  Liszt skapar | 47 Morgunblaðið/Ómar F Ö S T U D A G U R 4. S E P T E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 239. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF FRÍKAÐUR FÖSTUDAGUR, TÚPERINGAR, TÍSKUBLOGGIÐ, HEIMURINN HANS SKÚLA OG STÆRSTA 90’S-PARTÍIÐ STJÓRNARFLOKKARNIR, Sam- fylkingin og Vinstri græn, vilja kanna möguleikana á því að nýta orkuna á Þeistareykjum á Norður- landi í önnur verkefni en álver á Bakka á Húsavík, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Viljayfirlýs- ing stjórnvalda, Alcoa og Norður- þings vegna rannsókna fyrir hugsanlegt álver á Bakka við Húsa- vík rennur út 1. október. Möguleik- arnir á annarri nýtingu hafa verið ræddir á óformlegum fundum, m.a. í iðnaðarráðuneytinu. Katrín Júl- íusdóttir iðnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fundað yrði frekar um málið á næstu vikum með sveitarstjórnar- mönnum á Norðurlandi. Forsvarsmenn Alcoa vilja end- urnýja viljayfirlýsinguna og vinna áfram að hagkvæmniathugun vegna mögulegra framkvæmda. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir Alcoa enn hafa áhuga á því að reisa álver á Bakka í samstarfi við þá sem að viljayfirlýsingunni standa. Vinstri græn vilja hins vegar frekar kanna aðra möguleika en ál- ver.  4 Skoða aðra orkunýtingu en til álvers Alcoa hefur enn áhuga á Húsavík Morgunblaðið/Birkir Haraldsson Orkuöflun Unnið að borun á Þeista- reykjasvæðinu á Norðurlandi. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ENDURSKIPULAGNING Byrs sparisjóðs er á lokastigi en allir helstu erlendir kröfuhafar spari- sjóðsins, alls nítján að tölu, hafa skrifað undir bindandi samkomulag sem felur m.a. í sér niðurfellingu verulegs hluta krafna þeirra á hendur sparisjóðnum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stærstu kröfuhafarnir eru þýsku bankarnir HSH Nordbank og Bay- erische Landesbank og austurríski bankinn RZB. Kröfuhöfunum bauðst að gerast stofnfjáreigendur í sparisjóðnum en völdu frekar að fá hluta krafna sinna greiddan strax. Sparisjóðurinn sótti um 10,6 milljarða króna stofnfjárframlag frá ríkissjóði sem bíður afgreiðslu hjá fjármálaráðuneytinu. Ef ráðu- neytið afgreiðir umsókn sjóðsins gæti það skilað sér í því að ríkis- sjóður eignaðist allt að helmings- hlut í sparisjóðnum, samkvæmt heimildum blaðsins. Verði það nið- urstaðan munu stofnfjárhlutir ann- arra eigenda þynnast út hlutfalls- lega í samræmi við það. Heildarfjárhæð niðurfellingar er- lendra kröfuhafa hefur ekki fengist upp gefin, en því meira af kröfum sem þeir gefa eftir því meira hækk- ar eigið fé sparisjóðsins. Því er ekki útilokað að verðmætarýrnun núver- andi stofnfjáreigenda verði tak- mörkuð. Ákvörðun Steingríms Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að vinna vegna umsóknar sparisjóðsins vegna stofnfjárframlags sé langt á veg komin. Hann segir að fulltrúar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið upplýstir um málefni Byrs. „Þeir [fulltrúar AGS] eru ekki ákvörðunaraðili um það hvort sam- þykki [verður veitt] eða ekki. Það ræðst af því hvort sparisjóðurinn uppfyllir skilyrðin. Það er ekki þannig að þeir hafi síðasta orðið. Það má segja að það sé ég sem end- anlega ræð því í þeim skilningi,“ segir hann. Einn liður í samkomu- lagi við AGS er endurreisn fjár- málafyrirtækja. „Óháð samstarfinu við AGS er þetta eitthvað sem við ætluðum að gera. Það er ekki þann- ig að einhver einstök skref í þessu séu skilyrði fyrir endurskoðun sjóðsins,“ segir Steingrímur. | 17 Íslenska ríkið gæti eignast helming í Byr  Endurskipulagning á lokastigi  Kröfuhafar fella verulegan hluta krafna niður » Byr sótti um 10,6 milljarða stofnfjárframlag » Erlendir kröfuhafar sparisjóðsins eru alls nítján » Hafa allir skrifað undir bindandi samkomulag  Norðurheim- skautið hafði kólnað í 2.000 ár áður en það tók að hlýna skyndi- lega fyrir u.þ.b. hálfri öld, sam- kvæmt rannsókn sem vísinda- tímaritið Science birti í vikunni. Vísindamenn frá Bandaríkj- unum, Kanada, Íslandi, Noregi og Finnlandi önnuðust rannsóknina. „Niðurstaða okkar er að síðasta hálfa öld hafi verið sú hlýjasta í að minnsta kosti 2.000 ár,“ sagði Darr- ell Kaufman, sem stjórnaði rann- sókninni. Vísindamennirnir sögðu kóln- unina stafa af því að jörðin hefði fjarlægst sólina og að þessi þróun hefði átt að halda áfram út öldina sem leið. Meðalsumarhitinn á norð- urheimskautinu væri um 1,4 stigum hærri en hann hefði orðið ef kólnun hefði haldið áfram. Niðurstöðurnar byggjast á rann- sóknum á botnseti vatna, trjá- hringum og ískjörnum. Norðurskautið kólnaði í 2.000 ár fyrir hlýnunina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.