Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 2

Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 2
Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ eru gömul sannindi og ný að bókvitið verður ekki í askana látið. En hvaða merkingu hefur þessi setning í reynd? Með henni er átt við að lær- dóm fenginn úr bókum sé ekki hægt að skammta mönnum, heldur verði þeir að hafa fyrir því sjálfir að afla sér hans. Og það eru stúdentar landsins svo sannarlega að gera þessa dagana, því nemar flykkjast sem aldrei fyrr í háskólana til þess að afla sér meiri vitneskju og lærdóms. Til marks um þetta var margt um manninn á nýnemadögum í Háskóla Ís- lands í vikunni. BÓKVITIÐ VERÐUR EKKI Í ASKANA LÁTIÐ 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is BREYTINGAR eiga sér stað í stjórn Nýja Kaupþings í kjöl- far samninganna frá því í gær. Erna Bjarnadótt- ir er nýr stjórn- arformaður bankans. Aðrir í stjórn eru Helga Jónsdóttir, Drífa Sigfúsdóttir, Jón- ína Sanders, Jóhannes Rúnar Jó- hannesson og Theodór S. Sigur- bergsson. Erna segir ljóst að mikil vinna sé framundan hjá bankanum, við uppbyggingarstarfið og að ljúka eigendamálum bankans. Erna er nýr formaður Ný stjórn tekur við hjá Nýja Kaupþingi Erna Bjarnadóttir GÓÐUR andi var í viðræðum íslenskra, breskra og hol- lenskra embættismanna á óformlegum fundi í Haag í fyrradag um nýsamþykkta fyrirvara Alþingis við Ice- save-samninginn. Þetta segir í tilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu. Fjárlaganefnd Alþingis fundaði í gær með fulltrúum forsætis-, fjármála- og utanríkisráðuneytis þar sem hún var upplýst um stöðu viðræðnanna. „Það voru í rauninni engar fréttir en þó það góðar að þær voru ekki neikvæðar heldur,“ segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar. „Engin viðbrögð voru komin – málið er ennþá á embættismannastigi og í eðlilegum farvegi. Fundurinn var haldinn af kurteisi við fjárlaganefnd sem hefur sett svona mikla vinnu í þetta, enda hafði verið óskað eftir að hún fengi að fylgjast með.“ Í tilkynningu forsætisráðuneytisins segir að fulltrúar landanna taki væntanlega upp þráðinn í næstu viku „í þeim tilgangi að ná fram sameiginlegum skilningi eins fljótt og auðið er“. Þá sendi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra breskum og hollenskum kollegum sínum bréf í síðustu viku þar sem óskað var eftir að þeir beittu sér fyrir far- sælli lausn á málinu. Í bréfinu var einnig fjallað um hugs- anlega fundi forsætisráðherranna þriggja. ben@mbl.is Taka upp þráðinn í viðræðum í næstu viku Góður andi á fundi íslenskra, breskra og hollenskra embætt- ismanna um Icesave-málið í Haag í Hollandi í fyrradag Morgunblaðið/Ómar Icesave Embættismenn ræða fyrirvara Alþingis. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÁFANGA í endurreisn Nýja Kaup- þings banka var náð í gær. Þá skrif- uðu fulltrúar bankans, ríkisins og skilanefndar Kaupþings undir samn- ing sem felur meðal annars í sér ákvæði um endurfjármögnun bank- ans og uppgjör milli gamla og nýja bankans. Tveir möguleikar um uppgjör milli skilanefndar Kaupþings og Nýja Kaupþings eru í stöðunni eftir und- irritun samninganna í gær. Annars vegar getur skilanefnd Kaupþings fyrir hönd kröfuhafa eignast um 87% hlutafjár í Nýja Kaupþingi á móti ríkissjóði, sem þá ætti 13% hlut. Skilanefndin hefur frest til 31. októ- ber næstkomandi til að taka ákvörð- un þar um. Hinn möguleikinn er að skilanefndin hafi kauprétt á allt að 90% hlut í Nýja Kaupþingi, sem yrði virkur á árunum 2011 til 2015. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Nýja Kaupþings, segir að end- urfjármögnun bankans og samning- arnir í gær séu mikilvægt skref í markvissri end- urreisn bankans til hagsbóta fyrir viðskiptavini og samfélagið í heild. Mikil áhersla hefur verið lögð á það af hálfu fjár- málaráðuneytis- ins að ljúka mál- inu sem fyrst, ekki síst vegna skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fjármögnun Nýja Kaupþings hef- ur verið tryggð, en gengið var frá samkomulagi þess efnis í síðasta mánuði. Eigið fé bankans verður 72 milljarðar króna. Kröfuhafar geta eignast Nýja Kaupþing fljótlega Gengið var frá samkomulagi um endurfjármögnun og uppgjör í gær » Stórir erlendir bank- ar meðal kröfuhafa » Geta eignast 87% hlut Finnur Sveinbjörnsson „Stjórnendur gera það sem gerlegt er að gera og við reisum ekki kröfur um- fram það,“ segir Ögmundur Jón- asson heilbrigð- isráðherra, sem í gær átti fund með forstöðumönnum heilbrigðisstofn- ana þar sem ræddar voru leiðir til að mæta fyrirsjáanlegum niðurskurð- arkröfum. Að sögn Ögmundar er margt sem má gera til góðs innan heilbrigðiskerfisins sem sparar pen- inga samtímis því sem það eflir kerf- ið. Segir hann ljóst að grípa þurfi til róttækra aðgerða. „Góðir stjórnendur nota þreng- ingar til að hugsa langt fram í tím- ann og reyna að skila kerfinu og sjálfum grundvellinum sem það hvíl- ir á þannig að við getum haldið áfram uppbyggingu inn í framtíð- ina.“ Forstjóri Landspítalans hefur boðað starfsmenn spítalans til funda í dag, þar sem kynna á stöðu spít- alans og fyrirhugaðan niðurskurð og aðgerðir í rekstrinum.| 8 Gæti eflt heil- brigðiskerfið til framtíðar Niðurskurðar- kröfur ræddar Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.