Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 4

Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 4
» Meiri vilji hjá Alcoa » Skoða alla möguleika » VG vill ekki álver » Rætt í ráðuneyti » 45 MW fyrir hendi » Athuga með gagnaver FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is VILJI er til þess hjá ríkisstjórn- arflokkunum, einkum Vinstri græn- um, að nýta jarðvarmaorkuna á Þeistareykjum og nágrenni í önnur verkefni en álver á Bakka við Húsa- vík, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Óformlegar viðræður hafa farið fram um þessi mál að und- anförnu en viljayfirlýsing ríkis- stjórnar Íslands, Norðurþings og Alcoa um rannsóknir á hagkvæmni þess að reisa álver á Bakka við Húsavík rennur út 1. október. Hjá Vinstri grænum stendur vilji til þess að reyna að finna kaupanda, sem ekki þarf á jafn mikilli orku að halda og álver, þ. á m. gagnaver. Á Þeistareykjasvæðinu er talið mögu- legt að útvega allt að 200 MW af raforku. Álverin þurfa umtalsvert meira af orku þótt stærð þeirra ráði því að lokum hversu mikil þörfin er. Gera má ráð fyrir að orkuþörf ál- vers yrði a.m.k. helmingi meiri en talið er mögulegt að afla á Þeista- reykjum. Forsvarsmenn Alcoa á Íslandi vilja halda áfram rannsóknum á svæðinu í samstarfi við Norðurþing og stjórnvöld. „Það er enn mikill vilji til þess hjá okkur að halda áfram með verkefnið og endurnýja viljayfirlýsinguna,“ sagði Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að halda áfram með málið. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa ýmsir möguleikar á því hvernig orkan á Þeistareykjum verður nýtt verið ræddir, m.a. innan iðnaðarráðuneytisins. Þannig fundaði ráðuneytisstjóri iðn- aðarráðuneytisins, Kristján Skarp- héðinsson, fyrir viku með Bergi Elíasi Ágústssyni, sveitarstjóra Norðurþings og stjórnarformanni Þeistareykja ehf., vegna stöðu mála. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði stefnt á að ræða málið frekar á næstu dögum og vikum. Hún sagði ótímabært að tjá sig um málin þar sem þau hefðu ekki verið fullrædd. Nú þegar hafa sex rannsóknarholur verið boraðar á Þeistareykjasvæðinu og eru þær taldar geta gefið 45 MW af raforku. Vilja nýta orkuna í annað en álver  Ríkisstjórnarflokkarnir vilja skoða aðra möguleika en álver á Bakka  Ríkur vilji hjá Vinstri græn- um  Forsvarsmenn Alcoa hafa enn áhuga á byggingu álvers og vilja endurnýja fyrri viljayfirlýsingu Viljayfirlýsing um hagkvæmniat- hugun vegna álvers á Bakka við Húsavík rennur úr 1. október. Rík- isstjórnarflokkarnir vilja skoða möguleika á að nýta orkuna í önnur verkefni. Morgunblaðið/BirkirHaraldsson Á Þeistareykjum Borunarvinna á Þeistareykjum hefur gengið vel. Ljóst er þó að hún mun ekki nægja ein og sér til að knýja álver á Bakka. „Þetta er algjör samgöngubylting“ Eftir Silju Björk Huldudóttir silja@mbl.is „ÞETTA er algjör samgöngubylt- ing,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbyggðar, um Mjóafjarðarbrú sem vígð var form- lega í gær. Raunar er um þrjár nýjar brýr að ræða, en Mjóafjarðarbrúin er lengst af þeim, 160 m löng. Brýrn- ar eru hluti af framkvæmdum á kafla á Djúpvegi milli Reykjaness við Ísa- fjarðardjúp og Hörtnár í Mjóafirði. „Með tilkomu Mjóafjarðarbrúar styttist vetrarleiðin um 30 km. Sum- arleiðin styttist ekki í km talið, en hún verður miklu fljótfarnari vegna þess að nú þurfum við ekki lengur að fara yfir fjallveg á gömlum og ónýt- um malarvegi. Þetta þýðir að það er komið bundið slitlag um allt Ísa- fjarðardjúp. Framundan er Arn- kötludalurinn milli Hólmavíkur og Króksfjarðarness sem mun stytta vetrarleiðina til viðbótar um 42 km,“ segir Halldór og tekur fram að þegar það verði í höfn verði bundið slitlag alla leið frá Reykjavík til Ísafjarðar. „Í heild stytta þessar vegabætur leiðina frá Ísafirði til Reykjavíkur um 72 km sem jafngildir um a.m.k. hálfum öðrum klukkutíma í akstri. Sumarleiðin styttist ekki í km en aksturinn um 30-45 mínútur.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Halldór ljóst að samgöngubótin komi til með að styrkja atvinnulífið á Vestfjörðum sem og ferðaþjón- ustuna. Segist hann vænta þess að flutningskostnaður til Vestfjarða muni nú lækka. „Það hefur verið aukaálag á flutningskostnaði þar sem flutningsaðilar hafa sagt að hér væri um erfiða vegi að fara. Nú er ekki lengur um erfiða vegi að fara, ekkert miðað við aðra landshluta.“ Styrkir atvinnulífið á Vestfjörðum sem og ferðaþjónustuna                                    Í HNOTSKURN »Á vegarkaflanum frá Eyrií Ísafirði að Hörtná í Mjóa- firði eru nú þrjár brýr, sam- tals 200 metrar að lengd. Verkið hófst árið 2005 og var unnið í þremur útboðsverkum. »Með tilkomu Mjóafjarð-arbrúar verður vegurinn öruggari og fljótfarnari, og ökumenn losna við hálfónýtan veg yfir Hestakleif og Mjóa- fjörðinn, sem þótt hefur sein- farinn og leiðinlegur. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Samgöngubót Hreinn Haraldsson vega- málastjóri og Kristján L. Möller sam- gönguráðherra vígðu Mjóafjarðarbrú með því að klipppa á borða. Í framhald- inu var umferð hleypt yfir brúna. 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 UNDIRRITAÐ hefur verið þríhliða samkomulag milli Reykjavíkurborg- ar, Háskólans í Reykjavík og Hjalla- stefnunnar ehf. þess efnis að Hjalla- stefnan byggi og reki tímabundið leik- og grunnskóla á svæði HR í Vatnsmýrinni. Hjallastefnan hefur rekið grunn- og leikskóla í Reykjavík síðustu misseri og mun eftir sem áð- ur reka leikskólann Laufásborg. Ráðgert er að taka húsnæðið í Vatnsmýrinni í notkun á allra næstu dögum, en samkvæmt upplýsingum blaðamanns er þetta fyrsti leik- og grunnskólinn sem byggður er eftir hugmyndafræði og þörfum Hjalla- stefnunnar. Samkvæmt upplýsingum frá borg- inni verður barnaskóli Hjallastefn- unnar í Reykjavík rekinn á grund- velli laga um grunnskóla og er gert ráð fyrir að í skólanum verði fjórar bekkjardeildir, fimm, sex, sjö og átta ára barna. Hugmyndafræði og kennsluhættir Hjallastefnunnar verða höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans auk þess sem náin samvinna verður við leikskólastig Hjallastefn- unnar. Samningur Reykjavíkur- borgar, HR og Hjallastefnunnar ehf. er til fimm ára og verður endurskoð- aður að þeim tíma liðnum. silja@mbl.is Byggðir eftir stefnu og þörf Skólar Hjallastefnunnar í Reykjavík flytja í nýtt húsnæði í Vatnsmýrinni „ÞETTA er stærra skref en halda mætti við fyrstu sýn. Með þessu erum við að ná fótfestu í höf- uðborginni, með öflugt tilboð fyrir bæði leik- og grunn- skólabörn,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar „Við væntum þess að svigrúmið í Vatnsmýr- inni geri okkur kleift að vaxa og dafna á næstu árum, enda færð- um við bæði borgarstjóra og rektor HR áritaða trékubba frá börnunum til marks um það að við ætlum að byggja áfram.“ Stórt skref einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is © IL V A Ís la n d 20 0 9 Er heitt á könnunni? Kaffikanna 9 bollar 1.995,- .................................... Kaffikanna 6 bollar 1.495,- .................................... Kaffikanna 3 bollar 995,- .............................

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.