Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
Biðin er á enda!
Dásamlega klikkuð fjölskyldusaga
um alvöru fólk, ljúfsár og fyndin í senn.
Lokasagan í metsöluþríleik
norsku skáldkonunnar
Anne B. Ragde er komin út.
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
„VIÐ erum þeirrar skoðunar að þeir
sem stýrðu fjármunum sjóðsins hafi
farið út fyrir sitt umboð með því að
fjárfesta í peningamarkaðssjóðum,“
segir Jóhann H. Hafstein, lögmaður
Styrktarsjóðs hjartveikra barna.
Áhættan þar hafi verið miklu meiri
en lagt var upp með í eignastýring-
arsamningi sjóðsins og bankans.
Í stefnu Styrktarsjóðsins á hendur
Landsbanka Íslands og Landsvaka
er farið fram á að bankinn greiði hon-
um 21,4 milljónir króna auk dráttar-
vaxta. Í rökstuðningi segir að
„stefndu hafi með athöfnum sínum
og athafnaleysi“, sem hafi verið sak-
næmt og ólögmætt, valdið sjóðnum
tjóni sem stefndu beri bótaábyrgð
vegna.
Í viðauka samnings um eignastýr-
ingu frá því í maí 2005 er fjallað um
fjárfestingarstefnu. Þar segir að
bankinn muni fjárfesta í íslenskum
og erlendum skuldabréfum og hluta-
bréfum. Viðmið fjárfestingarstefn-
unnar sé að áhættutaka í fjárfesting-
um skuli að 60% vera sambærileg og í
ákveðnum tegundum ríkisskulda-
bréfa, 30% í ákveðnum tegundum
ríkisvíxla og 10% í ákveðnum tegund-
um hlutabréfa.
Í stefnu segir m.a: „Sem líknar-
sjóður leitaðist stefnandi eftir
öruggri ávöxtun með lágmarks-
áhættu. Í samskiptum stefnanda og
stefnda, Landsbanka Íslands hf., var
öryggi sjóðsins (þ.e. Styrktarsjóðs
hjartveikra barna) ávallt áréttað og
var það sérstaklega tekið fram af
hálfu stefnda í kynningu á afkomu
sjóðsins í maí 2008 að hann væri
ávaxtaður með minnstri mögulegri
áhættu.“
Um mitt árið 2008 hafi stærstum
hluta af fjármunum Styrktarsjóðsins
verið ráðstafað til kaupa á hlutdeild-
arskírteinum í Peningamarkaðssjóði
Landsbankans, Peningabréfum ISK,
en sjóðurinn var rekinn af Lands-
vaka hf., sem var dótturfélag Lands-
bankans. Þann 6. október 2008, þeg-
ar sjóðnum var lokað fyrir innlausnir,
nam eignarhlutur Styrktarsjóðsins í
sjóðnum 68,5 milljónum króna, en við
slit hans fékk Styrktarsjóðurinn
greiddar 47,2 milljónir króna og var
þess getið í bréfi 28. október 2008, að
um fullnaðargreiðslu væri að ræða.
Skuldabréf fyrirtækja
Í stefnunni segir ennfremur: „Pen-
ingabréf ISK var fjárfestingarsjóður
samkvæmt lögum nr. 30/2003 um
verðbréfa- og fjárfestingarsjóði og
starfaði eftir reglum fyrir peninga-
bréf Landsbankans ISK. Samkvæmt
útboðslýsingu sjóðsins, dags. 23. júlí
2008, var markmið sjóðsins að ná
góðri ávöxtun og dreifingu áhættu
með því að fjárfesta í vel tryggðum
skammtímaverðbréfum, einkum rík-
is- og bankatryggðum víxlum og
skuldabréfum, víxlum og skuldabréf-
um sveitarfélaga og öðrum vel
tryggðum verðbréfum að mati
stjórnar stefnda, Landsvaka hf.
Við slit sjóðsins samanstóð hann af
60% skuldabréfum sem útgefin voru
af fjármálafyrirtækjum (þ.m.t. inn-
lán og varnir) og 40% af skuldabréf-
um sem útgefin voru af öðrum fyr-
irtækjum. Í síðarnefnda flokknum
voru meðal annars skuldabréf sem
útgefin voru af félögum á borð við
Baug Group hf., Eimskip hf., Samson
eignarhaldsfélag ehf. og FL Group
hf./Stoðir hf.
Við slit sjóðsins voru því engin
verðbréf eða aðrar kröfur með
ábyrgð ríkisins eða sveitarfélaga í
eignasafni hans enda þótt fjárfest-
ingarstefna hans gerði einkum ráð
fyrir verðbréfum af þeim toga.“
Áhættan miklu meiri
en lagt var upp með
Styrktarsjóður hjartveikra barna vildi örugga ávöxtun og
krefur Landsbankann og Landsvaka um 21 milljón króna
FULLTRÚAR meirihlutans í borg-
arráði Reykjavíkur styðja söluna á
hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS
orku en á fundi borgarráðs í gær var
ákveðið, að hún yrði tekin fyrir á
borgarráðsfundi í næstu viku og
endanlega afgreidd í borgarstjórn
15. september.
Meirihlutinn segir í ályktun sinni,
að niðurstaðan eftir rúmlega hálfs
árs söluferli sé góð fyrir OR og eig-
endur hennar. Með samkomulaginu
hafi verið orðið við kröfu samkeppn-
isyfirvalda um að OR minnkaði eign-
arhlut sinn í HS orku og um leið
bundinn endi á ágreininginn við
Hafnarfjarðarbæ.
Samningur metinn
á 12 milljarða króna
Tilboðið hafi verið fjárhagslega
hagkvæmt fyrir OR en samning-
urinn sé metinn á 12 milljarða króna.
Þá sé það fagnaðarefni, að erlendir
aðilar skuli hafa áhuga á að koma
með fjármagn inn í landið, sem unnt
sé að nota í jákvæða uppbyggingu.
Í ályktun meirihlutans segir, að
ekki sé verið að selja auðlindir.
Samningurinn sé aðeins um orku-
framleiðslu HS orku en taki hvorki
til eignarréttar á auðlindum né
einkaleyfisstarfseminnar.
Meirihlutinn segist vísa á bug
reikningsaðferðum Samfylking-
arinnar enda hafi ytri endurskoð-
endur Orkuveitu Reykjavíkur yfir-
farið og staðfest mat fjármálasviðs
OR á virði samningsins við Magma
Energy. Þar að auki hafi fjármála-
stjóri Reykjavíkurborgar bent á vill-
ur í reikningsaðferðum Samfylking-
arinnar. Salan hafi fengið ítarlega
umfjöllun í stjórn OR og söluferlið
verið langt, gegnsætt og vandað.
Hagstæð niður-
staða fyrir OR
Sala á hlut í HS orku afgreidd 15. september
EKKERT í samningi Styrktarsjóðs
hjartveikra barna og Landsbanka
Íslands um fjárfestingarstefnu fyr-
ir sjóðinn kveður á um lágmark í
kaupum á ríkisskuldabréfum, að
sögn Páls Benediktssonar, tals-
manns Landsbanka Íslands hf. For-
maður Neistans hafi einhliða tjáð
sig opinberlega í fjölmiðlum og
með því vegið að starfsmönnum
bankans.
Samkvæmt upplýsingum frá
bankanum hafi sjóðsstjórar haldið
fund með forsvarsmönnum Styrkt-
arsjóðsins og farið ítarlega yfir
samsetningu eignasafnsins í lok
maí 2008. Engar athugasemdir
hafi verið gerðar af hálfu stjórnar
styrktarsjóðsins. Á sama fundi
hafi fjárfestingarstefnan verið
endurskoðuð og ný undirrituð.
Stjórn sjóðsins hafi því verið vel
kunnugt um fjárfestingarstefnuna.
Loks hafi sjóðsstjóri eignasafnsins
skrifað stjórn sjóðsins ítarlegt
bréf í desember 2008 þar sem
staðreyndir mála voru útskýrðar.
Páll Benediktsson sagði í gær
að bankinn gæti ekki afhent samn-
ing um nýju fjárfestingarstefnuna,
um væri að ræða trúnaðarskjöl
meðan málið væri í dómi.
„Eftir fall bankanna þykir öllum
þetta óskaplega sárt og leiðinlegt,
en bankinn fór eftir reglum í einu
og öllu,“ sagði Páll. „Við teljum að
stjórn Styrktarsjóðsins hafi farið
rangt með og farsælast hefði verið
að bíða niðurstöðu dómstóla áður
en fjallað yrði um málið á opinber-
um vettvangi,“ segir Páll Bene-
diktsson.
Bankinn fór að reglum í einu og öllu
UMFERÐ á þjóðvegum landsins í
sumar hefur verið meiri en nokkru
sinni, síðan Vegagerðin hóf að fram-
kvæma slíkar mælingar.
Mælt er á 16 völdum stöðum á
hringveginum og reyndist umferðin
í nýliðnum ágústmánuði nokkru
meiri en árið 2007, sem var metár.
Júlímánuður var umferðarmesti
mánuður frá upphafi mælinga og á
hann drýgastan þátt í hinu nýja
sumarmeti. Spár um aukna umferð á
vegunum í sumar hafa því gengið
eftir, sérstaklega í júlí, segir á vef
Vegagerðarinnar.
„Í ljósi efnahagsástandsins verður
fróðlegt að sjá hver þróunin verður
seinni hluta ársins 2009, hvort veru-
lega dragi úr akstri eða hvort akst-
urinn muni fylgja hefðbundnu akst-
ursmynstri haustsins. Verði ekki
verulegar breytingar á akstri, það
sem eftir lifir árs, er ljóst að árið
2009 gæti orðið það stærsta hingað
til,“ segir ennfremur.
Nokkuð dró úr bílaumferð á þjóð-
vegunum árið 2008 og var það rakið
til mikilla hækkana á eldsneyti. Það
sem af er þessu ári hefur umferð á
öllu landinu aukist um 2,9%, miðað
við árið í fyrra. Austurland er með
mestu aukninguna, bæði fyrir ágúst,
eða 13,1% og svo það sem af er
árinu, eða 10,9%.
Á Suðurlandi hefur umferð aukist
um 5,7% milli áranna 2008 og 2009,
um 5,0% á Norðurlandi og 1,9% á
Vesturlandi. Þess ber að geta að
teljari á Holtavörðuheiði var bilaður
fyrri hluta ágústmánaðar, sem gæti
skýrt það hvers vegna umferð á
Vesturlandi eykst minna en í öðrum
landshlutum.
sisi@mbl.is
Umferðin í sumar
slær öll fyrri met
Mest aukning umferðar á Austurlandi
Morgunblaðið/Ómar
Metið slegið Það sem af er ári hefur umferðin aukist um 2,9% á landinu
öllu miðað við síðasta ár og hefur ekki áður verið meiri. Mest var hún í júlí.