Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 17

Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ENDURSKIPULAGNING Byrs sparisjóðs er nú á lokastigi en allir erlendir kröfuhafar sparisjóðsins, alls nítján að tölu hafa skrifað undir samkomulag sem felur m.a. í sér niðurfellingu og afskrift krafna á hendur sparisjóðnum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stærstu kröfuhafarnir eru þýsku bankarnir HSH Nordbank og Bay- erische Landesbank og austurríski bankinn Raiffeisen Zentralbank Ös- terreich (RZB) sem er þriðji stærsti banki Austurríkis og var, eins og þýsku bankarnir, mjög virkur í lán- veitingum til Íslendinga. Byr nýtti sér ákvæði í neyðarlög- unum og sótti um 10,6 milljarða króna stofnfjárframlag frá ríkis- sjóði, en umsókn Byrs er ófrágeng- in í fjármálaráðuneytinu. Ekki liggur fyrir hversu stóran stofnfjárhlut ríkissjóður fær í Byr sparisjóði í staðinn. Ragnar Z. Guðjónsson, forstjóri Byrs, segir að starf þýsks banka- sérfræðings hafi skipt sköpum fyrir endurskipulagninguna. Ekki aðeins af þeirri ástæðu að helstu viðsemj- endur eru þýskumælandi. „Hann er mikill fagmaður og hann hefur komið að svona verkefnum margoft og það auðveldar öll samskipti.“ Endurreisn Byrs að ljúka Morgunblaðið/Kristinn Fagmennska Forstjóri Byrs segir að vinna þýsks bankasérfræðings hafi skipt sköpum. Stærstu kröfuhafar Byrs eru þýskir og austurrískir bankar.  Kröfuhafar fella niður kröfur sínar  Vinna Þjóðverjans skipti sköpum fyrir endurskipulagningu, segir forstjóri VÖRUSKIPTA- JÖFNUÐUR landsmanna í síðastliðnum mánuði var hag- stæður um 12,6 milljarða kr. Út- flutningur nam 44,1 ma. kr. og innflutningur 31,5 ma. kr. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar, sem bendir á að nú hafi vöruskiptin ver- ið hagstæð tólf mánuði í röð. Hag- stofan segir nú að afgangur á vöru- skiptum hafi verið ofmetinn um tæplega 8 milljarða króna fyrstu sjö mánuði ársins vegna vanskila á tollskýrslum. Á þessum tímapunkti sé hins vegar um að ræða meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og iðnaðarvara og minna verðmæti innflutts eldneytis í ágúst sl. miðað við júlí. IFS greining fjallar um vöru- skiptajöfnuðinn í pistli í gær. Þar segir að þrátt fyrir að útflutningur hafi verið ofmetinn á fyrstu sjö mánuðum ársins svari það ekki spurningum um veikingu krón- unnar. Fall krónunnar í sumar valdi áhyggjum og fáar haldgóðar vísbendingar um þá staðreynd séu finnanlegar. sbs@mbl.is Vöruskipta- jöfnuðurinn áfram í plús Fiskur Fluttur út fyrir gjaldeyri SKRÁNING hlutabréfa Öss- urar hf. í kaup- höll Nasdaq OMX í Kaup- mannahöfn hef- ur verið sam- þykkt. Hlutabréf Öss- urar verða op- inberlega skráð og tekin til við- skipta í dag, 4. september. Hluta- bréf Össurar verða áfram skráð í Kauphöll Íslands. Útgefið hlutafé Össurar er 423 millj. kr. og skiptist á jafn marga hluti. Í gær var gengi bréfa í Öss- uri 121,5 kr. og samkvæmt því er markaðsvirðið um 50 ma. kr. „Við munum áfram leggja metn- að okkar í að þjóna núverandi hluthöfum sem og nýjum,“ segir Jón Sigurðsson forstjóri Össurar á vefsetri fyrirtækisins. Þar segir að frá því félagið var skráð á hluta- bréfamarkað hafi sala þess tutt- ugufaldast og Össur sé nú al- þjóðlegt fyrirtæki. Skráning í Kaupmannahöfn er eðlilegt fram- hald. „Skráningunni er ætlað að auka viðskipti með hlutabréf í fé- laginu, stuðla að eðlilegri verð- myndun þeirra og styðja við fram- tíðarvöxt.“ sbs@mbl.is Össur á markað í Danmörku Jón Sigurðsson for- stjóri Össurar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.