Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ALLS mega 133 Írakar, sem leitað
höfðu hælis í Danmörku, búast við að
verða sendir aftur til heimalandsins
og að sögn Politiken hafa margir
þeirra nú farið í felur. 17 hælisleit-
endur, sem vísað var frá Danmörku
og héldu til á alþjóðaflugvellinum við
Bagdad í fyrrinótt af ótta við hand-
töku, héldu í gær til norðursvæðanna
í Írak. Þar ætla þeir að sögn að reyna
að fela sig með aðstoð fjölskyldu og
vina.
Alls voru 22 Írakar fluttir frá Dan-
mörku á miðvikudag en náðst hafði
samkomulag um flutningana við
stjórnvöld í Írak. Fimm Írakanna
voru hins vegar handteknir eftir að
danskir fylgdarmenn þeirra voru
farnir.
Lögfræðingur nokkurra Íraka í
Danmörku, Kåre Traberg Smith,
taldi í gær ástæðulaust að óttast
handtökuna um of. Sennilega væri
um það að ræða að verið væri að fara
yfir pappíra umræddra manna og
þeim yrði síðan sleppt.
Brottvísunin hefur vakið harðar
deilur í Danmörku, efnt hefur verið
til mótmæla við stjórnarbyggingar.
Ríkisstjórn Venstre og Íhaldsflokks-
ins er sökuð um að beita nauðung-
arflutningum til að losna við fólk sem
verði lífshættu í sínu gamla heima-
landi. Sumir Írakarnir hafa dvalið ár-
um saman í Danmörku. Danski þjóð-
arflokkurinn veitir ríkisstjórninni
stuðning á þingi. En stjórnarflokk-
arnir tveir saka hins vegar stjórn-
arandstöðu jafnaðarmanna og Sósíal-
íska þjóðarflokksins um að leika
tveim skjöldum. Annars vegar vilji
þeir ekki breyta landslögum sem ver-
ið sé að framfylgja en reyni síðan að
grafa undan sömu lögum með því að
hvetja til að allir Írakarnir fái hæli.
Danska ríkislögreglan segir að
núna séu 12 Írakar í Ellebæk-
fangelsinu fyrir hælisleitendur og
bíði þess að verða sendir til Íraks.
Fjölskyldum sé ekki sundrað
Tvo að auki í fangelsinu var ekki
hægt að senda á miðvikudag vegna
þess að stjórnvöld í Bagdad hafa
krafist þess að fjölskyldum sé ekki
sundrað í flutningunum. Þær verði
að fara saman til heimalandsins, að
sögn Birthe Rønn Hornbech, ráð-
herra aðlögunarmála. Konur og
börn, sem tengjast umræddum tveim
mönnum, eru þegar farin í felur, að
sögn danskra fjölmiðla.
Lögmaðurinn Kåre Traberg Smith
gagnrýnir harkalega aðgerðir
danskra stjórnvalda og segir að
menn hafi flýtt sér um of við að af-
greiða mál fólksins. Fullyrðir hann
m.a. að málsmeðferð hafi enn verið í
gangi. Ekki hafi verið orðið við ósk
hans um frest vegna þeirra sem var
ákveðið að vísa á brott.
Rønn Hornbech vísar á bug kröf-
um samtakanna Kirkjugriða, sem
hafa unnið fyrir Írakana, um að flest-
ir eða allir Írakarnir sem hafa fengið
nei við beiðni um hæli ættu í reynd að
fá landvist. „Ég hef ástæðu til að ætla
að þeir sem sendir voru á brott í dag
[miðvikudag] hafi þegar fengið neit-
un við beiðni um landvist af mann-
úðarástæðum,“ segir hún og bendir á
að mál allra Írakanna hafi þegar
fengið formlega umfjöllun.
Senda fleiri á brott
Dönsk stjórnvöld ætla að senda alls yfir 130 Íraka aftur til heimalandsins
Segja mál hælisleitenda fá vandlega afgreiðslu áður en gripið sé til þessa ráðs
Reuters
Ótryggt Aftöku einræðisherrans Saddams Husseins fagnað í héraðinu Najaf í Írak árið 2007. Þótt árásum og tilræðum hafi fækkað mjög í landinu á þessu
ári fer því fjarri að ástand öryggismála sé komið í viðunandi horf. Fjöldi manna telur sig eiga einhverjum grátt að gjalda og ekki er skortur á vopnum.
ÍRANSKA þingið
samþykkti í gær
Marzieh Vahid
Dastjerdi sem
heilbrigðis-
ráðherra og er
hún fyrsti kven-
ráðherrann í 30
ára sögu ísl-
amska lýðveld-
isins.
Dastjerdi var
meðal 18 ráðherra sem tóku sæti í
ríkisstjórn Mahmouds Ahmad-
inejads forseta. Hún er sögð hörð
íhaldskona sem m.a. hefur barist
fyrir aðskildu heilbrigðiskerfi fyrir
karla og konur. jmv@mbl.is
Fyrsti íranski
kvenráðherrann
Marzieh Vahid Da-
stjerdi
FEITUR matur er ekki eina ástæða
þess að við fitnum. Danskir vís-
indamenn reyna nú að útskýra mik-
inn leyndardóm: Hvernig stendur á
því að dönsk börn fædd 1942 og
1971 urðu allt í einu feit? Skýrslur
sýna að hlutfall feitra barna í 6.
bekk hélst svipað þar til kom að ’42
árganginum. Þá varð hlufall feitra
barna tíu sinnum hærra en áður.
Þetta var fyrir skyndibitabylt-
inguna svo hvorki var drukkið kók
né innbyrtir borgarar. Þyngd
barna verður svo eðlileg á ný í 20 ár
þar til tveir árgangar, 1971 og ’72
verða áberandi þungir án augljósra
ástæðna.
Vísindamenn klóra sér nú í höfð-
inu og skoða m.a. áhrif af brjósta-
gjöfum mæðra. En engin haldbær
svör hafa fundist enn. „Ef einhver
hefur tillögu viljum við gjarnan
heyra hana,“ segir Thorkild I.A.
Sørensen, prófessor í klínískri far-
aldsfræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla.
Hvað gerðist eig-
inlega árið 1942?
DREGIÐ hefur stórlega úr skógar-
eyðingu í Brasilíu og hún hefur
ekki verið minni í rúma tvo áratugi,
að sögn Carlos Minc, umhverf-
isráðherra landsins.
Minc segir að áætlað sé að skóg-
areyðingin hafi minnkað um 46% á
einu ári frá júlí í fyrra. Hann rekur
þetta einkum til herts eftirlits yf-
irvalda með regnskógunum. Stjórn
Brasilíu hafði lofað að minnka
skógareyðinguna um helming á tíu
árum. bogi@mbl.is
Segir að hægt hafi
á skógareyðingu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Í SUMUM löndum haldast völdin í sömu fjöl-
skyldunni mann fram af manni og Afríkuríkið
Gabon er enn eitt dæmið um það eftir að Ali
Bongo var lýstur sigurvegari umdeildra for-
setakosninga sem fram fóru um helgina.
Sumir Gabonar kalla hann Ali B en hann hef-
ur einnig verið uppnefndur „herra Sonur“ (eða
„Monsieur Fils“) til heiðurs föður sínum, ein-
ræðisherranum Omar Bongo Odimba, sem
stjórnaði landinu í 41 ár þar til hann lést í júní.
Omar Bongo varð einn af auðugustu mönn-
um heims og Frakkar, fyrrverandi nýlendu-
herrar Gabons, voru sakaðir um að halda
verndarhendi yfir honum til að tryggja eigin
viðskiptahagsmuni þrátt fyrir ásakanir um að
hann hefði gerst sekur um gegndarlausa spill-
ingu og kosningasvik.
Í Gabon er stór frönsk herstöð og um 120
frönsk fyrirtæki starfa í landinu, þeirra á með-
al olíurisinn Total. Um 10.000 Frakkar búa í
Gabon.
Mikil fátækt þrátt fyrir auðlindir
Þótt íbúar Gabons séu aðeins um ein og hálf
milljón er landið mjög mikilvægur hlekkur í
viðskiptaveldi Frakka í fyrrverandi nýlendum
þeirra í Afríku. Gabon er fjórði mesti olíufram-
leiðandi Afríku sunnan Sahara og næstmesti
timburútflytjandi álfunnar. Þrátt fyrir auð-
lindirnar er fátækt landlæg í Gabon, um 60%
íbúanna eru undir fátæktarmörkum.
Bongo-fjölskyldan hefur verið sökuð um að
hafa stjórnað landinu eins og það væri einka-
fyrirtæki í eigu hennar. Einræðisherrann fyrr-
verandi stórauðgaðist og keypti tugi glæsihúsa
í Frakklandi. Hann var sakaður um að hafa sól-
undað opinberu fé í hégómleg verkefni á borð
við marmaraforsetahöll og lítt notaðar járn-
brautir í stað þess að leggja vegi sem miklu
meiri þörf er fyrir.
Tryggði sér stuðning hersins
Ali Bongo fæddist 9. febrúar 1959 í kong-
ósku borginni Brazaville þegar faðir hans
gegndi þar herþjónustu í franskri herstöð.
Móðir hans, Patience Dabany, var söngkona og
flutti til Bandaríkjanna eftir að hún skildi við
einræðisherrann, um 20 árum eftir að hann
komst til valda.
Ali B fékkst við tónlist á yngri árum sínum
og gaf jafnvel út plötu, „A Brand New Man“
(Splunkunýr maður), árið 1977 með aðstoð
fyrrverandi umboðsmanns bandaríska soul-
söngvarans James Brown.
Ali Bongo var gerður að utanríkisráðherra í
ágúst 1989, þegar hann var þrítugur. Faðir
hans gerði hann síðan að varnarmálaráðherra
tíu árum síðar. Hann gegndi því embætti þar
til einræðisherrann lést – nógu lengi til að
tryggja sér stuðning hersins eftir forsetakosn-
ingarnar umdeildu.
Ali B tekur við af föður sínum
Deilt um valdatöku sonar nýlátins einræðisherra Gabons sem var við völd í rúma fjóra áratugi
Faðirinn sakaður um spillingu og fjársóun undir verndarvæng Frakka, gömlu nýlenduherranna
Herra Sonur Ali Bongo og stuðningsmenn
hans eru sakaðir um kosningasvik.
Í HNOTSKURN
» Óeirðir blossuðu upp í stærstu borg-um Gabons í gær eftir að tilkynnt
var að Ali Bongo hefði sigrað í forseta-
kosningum með 42% atkvæða.
» Tveir helstu keppnautar hans fengu25% hvor, samkvæmt opinberum
kjörtölum, og sökuðu Bongo-fjölskyld-
una um kosningasvik.
» Frönsk stjórnvöld, sem eru sökuðum að hafa stutt Bongo, hvöttu alla
Frakka í Gabon til að halda kyrru fyrir
heima hjá sér vegna óeirðanna.
SUMT af fólkinu sem sent hefur
verið aftur til Íraks á ættingja í
Norður-Írak en þorir ekki að hafa
samband við fólkið. Það sagði að
starfsmenn í flughöfninni í Bag-
dad hefðu talið hættulegt fyrir það
að fara inn í borgina.
„Það er vígahópur hér í Írak sem
sækist eftir lífi mínu svo að ég er
hræddur við að segja nokkrum hér
frá því að ég sé kominn,“ sagði
einn Írakanna, Shalaw Mohamed,
sem er 25 ára. „Ég er hræddur um
mitt eigið líf en ég er líka hræddur
við það sem getur komið fyrir fjöl-
skyldu mína og vini ef þau hjálpa
mér. Þeir [vígamennirnir] hafa áð-
ur drepið ættingja mína.“
„Sækist eftir lífi mínu“