Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 19

Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Bredgade 33 DK-1260 Kbh. K Tel +45 8818 1111 Mánudaginn 7. september kl. 13-18 á Hverfisgötu 29, 101 Reykjavík Bruun Rasmussen Kunstauktioner er stærsti uppboðshaldari Danmerkur. Sérfræðingar okkar bjóða þig velkominn til ókeypis mats á listmunum þínum án nokkurra skuldbindinga. Við bjóðum upp skartgripi, silfur, Georg Jensen listmuni, Flora Danica skartgripi, rússneska list, mynt, frímerki, vopn, bækur og vín árið um kring. Láttu okkur vita ef þú átt listmuni í þessum flokkum og einn af sérfræðingum okkar mun hafa samband við þig áður en þeir koma til landsins. Við erum einnig að leita að verkum eftir íslenska listmálara eins og: Jón Stefánsson, Olafur Eliasson, Ásgrím Jónsson og Jóhannes S. Kjarval og marga fleiri. Við bjóðum besta verðið á markaðinum ásamt skjótu uppgjöri. Hægt er að meta listmuni heima hjá fólki þann 6. eða 7. september. Vinsamlegast hafðu samband – með góðum fyrirvara – við Kasper Nielsen í síma +45 6035 1121 eða með tölvupósti: k.nielsen@bruun-rasmussen.dk Næstkomandi skoðanir og uppboð, sjá: www.bruun-rasmussen.dk Uppboð Matsdagur í Konunglega danska sendiráðinu Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „GULL, ekkert annað. Ég vildi sýna Þjóð- verjum og öllum heiminum að gyðingar væru ekki þetta hræðilega fólk, ekki svona feitir, ljótir, viðbjóðslegir, eins og gefið var í skyn. Ég vildi sýna að gyðingastúlka gæti unnið Þjóðverjana fyrir framan 100.000 manns,“ segir Gretel Bergmann sem árið 1936 var lík- lega besta hástökkskona heims. Í viðtali við vefsíðu Spiegel lýsir Bergmann því þegar henni var meinað að taka þátt í Ól- ympíuleikunum 1936. Í hennar stað tók Dora Ratjen þátt. Seinna kom í ljós að Ratjen var karl, dulbúinn sem kona. Fór aldrei nakin(n) í sturtu „Þannig var það. Ég deildi meira að segja herbergi með henni eða honum, hvað skal segja? Mig grunaði aldrei neitt, ekki eitt skipti. Við furðuðum okkur allar á því að hún færi aldrei nakin í sturtu, að hún væri enn feimin orðin 17 ára gömul, það var afkáralegt. Við hugsuðum bara: Hún er skrýtin, hún er furðuleg. Hún hafði einkabaðherbergi, við máttum ekki fara inn, bara Dora. En mig grunaði ekkert, ekki í mörg ár,“ segir Berg- mann um kynni sín af Ratjen í aðdraganda Ól- ympíuleikanna. Hermanni „Doru“ Ratjen var gert að dulbú- ast sem kona, með rakaða leggi og sítt hár, til að tryggja að Hitler yrði ekki fyrir þeirri nið- urlægingu að gyðingur ynni gull fyrir Þýska- land. Ekki tókst þó betur til en svo að Ratjen lenti í fjórða sæti. Í fyrsta sæti varð ungverski hástökkvarinn Ibolya Csák. „Gyðingur,“ segir Bergmann flissandi. „Ég vissi ekkert þar til árið 1966. Þá var ég hjá tannlækni og las í Time um hástökks- svindlið frá 1936. Ég skríkti og hló og allir á stofunni héldu að ég væri biluð. Ég skrifaði Doru bréf en fékk aldrei svar,“ segir Berg- mann. Gretel Bergmann hóf að æfa frjálsar íþrótt- ir 10 ára gömul, hún hljóp, stökk og kastaði en af því að hún var gyðingur var hún rekin úr íþróttaklúbbi heimabæjarins eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi 1933. Hún fluttist til Bretlands og varð fljótlega breskur kvennameistari í hástökki, stökk 1,55m. Undir lok árs 1934 þrýstu nasistar á hana að koma til Þýskalands til að keppa á Ól- ympíuleikunum þar sem Bandaríkjamenn höfðu hótað að draga þátttöku sína til baka yrðu þýskir gyðingar ekki meðal þátttakenda. Bergmann fór til Þýskalands þar sem hún ótt- aðist um afdrif fjölskyldu sinnar færi hún ekki. En þýskir gyðingar nutu lítils stuðnings í íþróttum sem varð til þess að þeir náðu ekki ólympíulágmarkinu; það var einmitt ætlunin. Gripið til örþrifaráða „Ég spurði mig á hverjum degi hvernig þeir myndu stöðva mig. Munu þeir fótbrjóta mig? Munu þeir drepa mig? En þá skildi ég hvað þeir ætluðu sér og þegar ég skildi um hvað málið snerist vissi ég að ég ætti enga mögu- leika og þyrfti heldur ekki að óttast um líf mitt,“ segir Gretel Bergmann. Þann 15. júlí 1936 kom bandaríska keppnis- liðið til Þýskalands og daginn eftir, þegar ljóst var að Bandaríkjamenn gætu ekki dregið til baka þátttöku sína, fékk Gretel Bergmann bréf frá þýska íþróttasambandinu: „Vegna ár- angurs yðar hafið þér líklega ekki gert yður vonir um þátttöku,“ sagði m.a. í bréfinu sem endaði á orðunum Heil Hitler! Bergmann hafði reyndar staðið sig vel og stokkið 20 sentimetrum hærra en næsta stúlka. Nasistar þurftu því að grípa til ör- þrifaráða til að Bergmann færi ekki á leikana og réðu Hermann Ratjen til verksins. Karlinn í kvenbúningnum hélt keppni áfram um stutt skeið og varð Evrópumeistari árið 1938. Hann var settur í keppnisbann skömmu seinna þegar læknir fann út að Ratjen hafði límt aftur kynfæri sín til að líkjast konu. Ratj- en var sendur í herinn og vann svo sem bar- þjónn í Hamborg. Hann lést í fyrra. Kynjasvindl á Ólympíuleikum  Besta hástökkvara Þýskalands var meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum 1936 af nasistum  Karl var fenginn til að dulbúast sem kona og keppa í stað gyðingastúlkunnar Gretel Bergmann Í HNOTSKURN »Gretel Bergmann fluttist til Banda-ríkjanna og vann þar meistaratitil í hástökki og kúluvarpi 1937 og í há- stökki 1938. »Bergmann er nú 95 ára og býrásamt manni sínum Bruno, sem var spretthlaupari, í New York. »Sýningar á kvikmyndinni Berlin 36hefjast í Þýskalandi í næstu viku en hún fjallar um ævi Bergmann. Hermann „Dora“ Ratjen Gretel Bergmann Heil! Ratje náði ekki gullinu fyrir Hitler.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.