Morgunblaðið - 04.09.2009, Page 21

Morgunblaðið - 04.09.2009, Page 21
Daglegt líf 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Grunnskólanemendur í Reykjavík á aldrinum13-16 ára geta tekið gleði sína á ný því allar22 félagsmiðstöðvar ÍTR hafa nú tekið tilstarfa eftir sumarfrí. Að sögn Eyglóar Rún- arsdóttur hjá ÍTR ákveður hver og ein félagsmiðstöð sína dagskrá en hún er yfirleitt samsett af annars vegar föst- um, árvissum viðburðum og hins vegar af viðburðum eða uppákomum sem ung- lingum og starfsfólki dettur í hug hverju sinni. Eygló segir tvo meginþætti einkennandi fyrir fé- lagsmiðstöðvarnar. Annars vegar sé opið hús þar sem allir geta komið og sinnt sínum áhugamálum eftir því sem aðstaða og hugmyndaauðgi býður upp á og hins vegar sé hópastarf þar sem krakkar skrá sig í ákveðna klúbba sem eru starfandi í styttri eða lengri tíma. Að sögn Eyglóar standa um þessar mundir víðast hvar yfir kosningar í ung- lingaráðin en þau koma svo með hug- myndir um hvað gert verði í vetur. Allir unglingar á grunnskólaaldri eru hvattir til að koma við í félagsmiðstöðinni sinni. Einkum eru allir áttundubekkingar boðnir vel- komnir í starfið sem stendur þeim núna til boða í fyrsta skipti. Morgunblaðið/Ómar Gaman Í félagsmiðstöðvum geta unglingar hitt jafnaldra sína í klúbbastarfi, ráðum og nefndum eða á opnu húsi, tekið þátt í dagskrá miðstöðvarinnar eða komið hugmyndum sínum að skemmtilegum viðfangsefnum í framkvæmd. Félagsstarfið komið úr fríi KEPPTU AÐ GULLINU! Tónlistaruppeldið í Langholtskirkju hefur um árabil vakið verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana enda er mikill metnaður í starfinu. Síðastliðið sumar tóku tveir kórar sem vaxið hafa upp úr starfinu þátt í kóra- keppnum og unnu til verðlauna í öllum flokkum. Það segir sitt um starfið, gleðina og hvað hægt er að gera þegar viljinn er fyrir hendi. Er einhver þessara möguleika fyrir þig? KRÚTTAKÓR fyrir 4-7 ára. Einu sinni í viku. Sönggleðin virkjuð, rödd og framkoma þjálfuð. KÓRSKÓLI fyrir 7-10 ára. Markviss raddþjálfun, tónfræði, nótnalestur og samsöngur. GRADUALE FUTURI, barnakór fyrir 10-14 ára. Kórsöngur, einstaklingsbundin raddþjálfun. GRADUALEKÓR LANGHOLTSKIRKJU, unglingakór 14-18 ára. Metnaðarfullur kór sem gerir miklar kröfur og hefur unnið margsinnis til verðlauna. GRADUALE NOBILI, stúlknakór valinn úr hópi þeirra bestu sem sungið hafa með Gradualekór Langholtskirkju. Hefur margsinnis unnið til verðlauna og verið tilnefndur til tónlist- arverðlauna. KÓR LANGHOLTSKIRKJU, blandaður kór þrjátíu og tveggja manna, átta í hverri rödd. Tekst á við verk sem gera miklar kröfur og gefur kórfélögum mörg tækifæri til að koma fram sem einsöngvarar. Komið og njótið sönglífsins, ánægjunnar og árangursins með okkur í Langholtskirkju. Innritun og upplýsingar um áheyrnarpróf á klang@kirkjan.is og í síma 520 1300. – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 býður áskrifendum á völlinn Fyrstu 100 áskrifendur fá 2 miða á leik Íslands og Noregs í A karla - HM 2010. Sækja þarf miðana í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2. Klippið út auglýsinguna og framvísið við afhendingu. 5. september kl. 18:45 Laugardalsvöllur ÍSLAND - NOREGUR Allir geta komið og sinnt sínum áhugamálum. HÁRGREIÐSLUSTOFAN Barber theater mun í dag standa fyrir svo- kölluðum „freaky friday“. Eins og margir muna tíðkuðust þessir dagar hjá hárgreiðslustof- unni Gel en verið er að minnast þess að ár er liðið síðan stofan lagði upp laupana. Gamla gengið á Gel, Anna Sigga, Jón Atli og Stjúri, mun að sjálfsögðu halda um skærin en meðan viðskiptavinirnir sitja í stól- unum býðst þeim að horfa á 8 mm myndir í stað spegilmyndar sinnar. Þá verður spiluð skemmtileg tón- list en að þessu sinni mun Dirt- machine velja plöturnar á fóninn. Aldrei er að vita nema fleiri frík- aðir föstudagar verði haldnir en enginn vafi leikur hins vegar á því að Barber theater mun standa fyrir bíósýningum í vetur. Sýningarsal- urinn tekur aðeins 18 manns í sæti og er heimilislegri og góðri stemmningu lofað. Morgunblaðið/Golli Fríkaður föstudagur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.