Morgunblaðið - 04.09.2009, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
Æft og æft Knattspyrnukapparnir okkar munu glíma við Norðmenn á morgun og hér er það líklega hann Emil Hallfreðsson sem kankast við knöttinn.
Ómar
Ómar Ragnarsson |
3. september 2009
Gróin íslensk hefð.
Í sumar hef ég þurft að
svara spurningum
margra erlendra fjöl-
miðlamanna varðandi
það séríslenska fyrir-
bæri, að virkjanir séu
forsendan fyrir því, að
hægt sé að stofna þjóðgarða og varð-
veita náttúruundur.
Útlendingarnir hafa átt mjög erfitt
með að skilja af hverju ekki hefur ver-
ið hægt að friða einstæð náttúru-
undur og skapa að þeim aðgengi eins
og gert er á sambærilegum svæðum
erlendis.
Meira: omarragnarsson.blog.is
Þórhallur Guðlaugsson |
2. september 2009
Drunur vegsældar!
Maður hefur verið frekar
hnugginn síðustu vikur
og mánuði. Allt virðist
vera í kyrrstöðu og lítið
að gerast í atvinnulífinu.
Menn gera jafnvel alvar-
legar athugasemdir við
fjárfestingar útlendinga hér á landi!
Það er eins og útlendingar eigi bara að
fá að kaupa það sem við höfum ekki
áhuga á að eiga.
Meira: thorgud.blog.is
STJÓRNMÁLA- og
kynlífsævintýri Silvios
Berlusconis, forsætis-
ráðherra Ítalíu, eru
efni fyrirsagna um all-
an heim og þær birtast
ekki bara í slúðurblöð-
unum. Þessar fréttir
væru lítið meira en
fyndnar – sem þær
eru vissulega – ef þær
væru ekki svona skað-
legar fyrir Ítalíu og af-
hjúpandi fyrir stöðnuð stjórnmál
landsins.
Því að þrátt fyrir linnulaus
hneyksli hefur „Þjóðar-Silvio“ („Il
Silvio Nazionale“) náð langmestum
vinsældum og árangri ítalskra
stjórnmálamanna (þótt velþóknun
á honum hafi nú farið niður fyrir
50% í skoðanakönnunum í fyrsta
skipti frá því hann sneri aftur í
embætti forsætisráðherra 2008).
Hluti af ástæðunni fyrir langlífi
Berlusconis þrátt fyrir að honum
verði hvað eftir annað fótaskortur
er menningarlegur. Líkt og í öðr-
um rómönskum og Miðjarðarhafs-
löndum með sterkar katólskar
hefðir lærði ítalskt samfélag fyrir
löngu að sætta sig með jafn-
aðargeði við líf tvöfeldni: annars
vegar sterk tengsl við kirkju og
fjölskyldugildi og hins vegar annað
líf – sem oft fer fram fyrir opnum
tjöldum – þar sem eru hjákonur
og aðrar „vafasamar“ tengingar.
Á okkar tímum lifa katólskir
stjórnmálaforingjar á Ítalíu iðu-
lega þannig lífi. Burtséð frá Ber-
lusconi gátu á undanförnum árum
aðrir fráskildir menn á borð við
Pier Ferdinando Casini, leiðtoga
Katólska miðjuflokksins, og Gian-
franco Fini, forseti þingsins, auð-
veldlega flutt eldheitar ræður á
morgnana um mikilvægi hinnar
hefðbundnu fjölskyldu og helgi
hjónabandsins, hlotið hjartnæma
áheyrn hjá páfanum síðdegis og
hraðað sér á kvöldin á fund ógiftra
maka sinna og mæðra nýjustu af-
kvæma sinna.
Ítalskt samfélag viðurkenndi
slíka hegðun í hljóði en sú við-
urkenning hefur á síðustu árum í
vaxandi mæli komið upp á yf-
irborðið, ef til vill
fyrir tilverknað Ber-
lusconis og hans út-
breiddu fjölmiðla. Á
áttunda áratugnum
var metnaður meðal-
verka-
mannafjölskyldu fyr-
ir hönd barna sinna
að þau lærðu, færu í
háskóla og yrðu
læknar eða lögfræð-
ingar.
Undir lok áttunda
áratugarins og sér-
staklega á þeim níunda og tíunda
settu einkareknu sjónvarpsstöðv-
arnar hans þrjár fram falskt og
blekkjandi líkan af skjótfengnum
metorðum líkt og sjá má í banda-
rískum sápuóperum á borð við
Dallas. Síðan á tíunda áratugnum
hafa rásirnar hans sýnt „Stóra
bróður“ og ítalska skemmtiþætti
þar sem fram koma karlkyns grín-
arar, vöðvabúnt og fáklæddar ung-
ar stúlkur, sem bera fram frétt-
irnar og þekktar eru undir heitinu
„veline“.
Á aðeins 30 árum hefur sjón-
varpsstöðvum Berlusconis tekist
að hamra inn þessa tálsýn vel-
gengni í ítalskt samfélag. Nú er
það metnaður margra ítalskra
mæðra í verkamannastétt að dæt-
ur þeirra nái árangri sem fá-
klæddar „velínur“, sem síðan tak-
ist að komast í slúðurdálkana með
því að daðra við vöðvabúnt, sem
orðið er að sjónvarpskyntákni, eða
upprennandi knattspyrnumann.
Það þykir ekki lengur til marks
um velgengni að útskrifast sem
læknir eða lögmaður.
Þrátt fyrir skort á vöðvum og
hári er Berlusconi holdtekning
þess konar velgengni. Kabar-
ettsöngvaranum fyrrverandi, sem
varð einn af ríkustu viðskiptajöfr-
um heims, hefur einnig tekist að
verða voldugasti stjórnmálamaður
Ítalíu – og einn af þeim litríkustu í
heimi. Þar til fyrir nokkrum vikum
leit meðal-Ítalinn á hann sem fyr-
irmynd, mann, sem hefði náð vel-
gengni á mörgum sviðum lífsins.
Nú hefur það breyst. Aðdáun
fólks á Berlusconi hefur minnkað
vegna þess að hræsnin hefur
gengið of langt. Það kann að vera
í tísku hjá ítölskum stjórn-
málamönnum að gera út á ímynd
Miðjarðarhafskarlmennsku, en það
verður fremur erfitt að kyngja
þeirri ímynd þegar forsætisráð-
herrann hleypir af stað herferð til
að þurrka út vændi á götunum og
viðskiptavinirnir gætu átt fangelsi
yfir höfði sér um leið og hann sef-
ur hjá launuðum fylgdarkonum.
Það hefur heldur ekki orðið til
að fylla Ítali trausti á ný að kom-
ast að því að Berlusconi tefldi
fram nokkrum frambjóðendum í
nýafstöðnum kosningum til Evr-
ópuþingsins sem virtust hafa það
eitt sér til framdráttar að vera fal-
legar, ungar stúlkur, sem mögu-
lega vörðu tíma í villu forsætisráð-
herrans á Sardiníu eða höll hans í
Róm.
Nú virðist nánast víst að Berlus-
coni verði aldrei kjörinn forseti, en
hann hefur alltaf þráð að komast í
það embætti. Að auki er nú altalað
að hans eigin flokkssystkin veitist
að honum fyrir hegðun hans. Sum-
ir halda því meira að segja fram
að Berlusconi verði neyddur til að
segja af sér áður en árið er á
enda.
Þessi orðrómur gæti ræst vegna
þess að nú snýst hneykslið um
upptökur af samtölum launaðrar
fylgdarkonu og Berlusconis að
skemmta sér í villunni hans í
Sardiníu í stóra rúminu, sem Vla-
dimír Pútín, starfsbróðir hans í
Rússlandi, gaf honum. Ekki einu
sinni sápuhöfundar á sjónvarps-
stöðvum Berlusconis hefðu getað
látið sér detta í hug fall þar sem
rúm í boði Kremlar væri í aðal-
hlutverki.
Eftir Arnold Cassola » Aðdáun fólks á Ber-
lusconi hefur minnk-
að vegna þess að hræsn-
in hefur gengið of
langt.
Arnold Cassola
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Evrópska græn-
ingjaflokksins og fyrrverandi þing-
maður á ítalska þinginu.
©Project Syndicate, 2009. www.proj-
ect-syndicate.org
Kynlíf, Berlusconi
og rúm Pútíns
BLOG.IS
ÉG HEF stundum
horft á hamstra í búri
stíga hring eftir hring í
tröppuhjóli og hugsað
með mér að varla gæti
verið til aumara hlut-
skipti nokkurrar skepnu.
Tilgangslaus hlaup og
engin leið út. Af ein-
hverjum orsökum dettur
mér þetta alltaf í hug
þegar ég hugsa um hlut-
skipti okkar lántakenda
hér á okkar fagra landi.
Aðstaða lántakenda er skelfileg þar
sem saman fara háir vextir og þjóð-
arskömmin verðtrygging sem við öll
þekkjum. Kannski hljóma 5 til 7 pró-
senta vextir húsnæðislána ekki svo illa
en þegar lán er tekið til 40 ára verða
upphæðirnar geysilega háar auk þess
sem verðbætur verðtryggingar leggj-
ast á höfuðstól sem aftur er grundvöll-
ur útreiknings vaxta og frekari verð-
bóta. Enda er það svo að fyrstu árin
eða áratugirnir fara í það að greiða
vexti án þess að höfuðstóll lækki neitt
að ráði, jafnvel í þokkalega eðlilegu
árferði (á íslenskan mælikvarða). Ef
ekki er greitt er hægt að taka eignina
og ef andvirði hennar dugar ekki situr
lántakandinn uppi með að skulda það
sem út af stendur.
Þetta hafa Íslendingar látið bjóða
sér lengi og hafa margir réttlætt það
með sjálfum sér með því að húsnæð-
isverð hækki alltaf smám saman og
því myndist eign í húsnæðinu með
þeim hætti þrátt fyrir að hægt eða
ekki gangi að greiða niður höfuðstól.
Þetta er hin stórsnjalla íslenska leið
sem er stjórnmálamönnum svo mikils
virði að vart er leyfilegt að ræða um
aðrar leiðir, hvað þá að benda á þá
staðreynd að svona er þetta ekki í ná-
grannaríkjum okkar sem telja sig vel-
ferðarríki.
Hér varð bankahrun og þar með
bresta öll plön. Þar með bresta öll
greiðslumötin sem gerðu ráð fyrir að
Seðlabankinn væri við það að ná verð-
bólgumarkmiði og að stöðugleiki væri
rétt handan við hornið. Á sama tíma
hríðfellur verð húseignarinnar, það er
að segja ef nokkur fæst yfirhöfuð til
að kaupa. Að auki hrundi gengi króm-
unar og innfluttar vörur hækka snar-
lega í verði. Vegna þess að nauðsynjar
eins og matur, elds-
neyti, rafmagn, hiti, föt
og Andrésblöð hækka
í verði, hækkar höfuð-
stóll lánanna okkar. Á
einföldu máli: Við
borgum meira í af-
borganir af lánum
vegna þess að nauð-
synjar hækka í verði
og höfuðstóllinn hækk-
ar.
Eftir stöndum við
með okkar raunhæfu
plön, plön sem bankar, stjórn-
málamenn og jafnvel forsetinn sögðu
okkur að væru góð. Eins og hamstrar
á tröppuhjóli, alveg á fullu að afla
tekna til að fleygja á verðtrygging-
arbálið. Þetta erum við minnt á um
hver mánaðamót með vandlega út-
reiknuðum greiðsluseðlum sem hvetja
okkur til dáða með hækkandi höf-
uðstól og afborgunum, undarlega ólík-
ir þeim útreikningum sem við sáum
þegar lánið var tekið og í raun fé sem
við aldrei sáum.
Er nema von að fólk ákveði að
hætta að greiða? Það er í raun tóm
vitleysa enda verið að hafa mann að
fífli af fjármálastofnunum sem ekki
kunnu sjálfar fótum sínum forráð fyr-
ir undra stuttu en eru nú komnar und-
ir hlýjan pilsfald ríkisins. Og hér er ég
ekki kominn að því að ræða um áhrif
þessa alls á líðan og heilsu fólks sem
þarf að ganga í gegnum þessa nið-
urlægingu um hver einustu mán-
aðamót.
Ég hef ekki áhuga á því að vera
hamstur, ég vil ekki hlaupa hring eftir
hring bara til þess að fá þær fréttir að
ég þurfi sífellt að hlaupa hraðar og
lengra til að komast hægar og styttra
áfram. Verðtryggingin verður að
hverfa – annað er óréttlæti gagnvart
öllum almenningi.
Líf mitt sem
hamstur
Eftir Hrein
Hreinsson
Hreinn Hreinsson
» Á einföldu máli: Við
borgum meira í af-
borganir af lánum
vegna þess að nauðsynj-
ar hækka í verði og höf-
uðstóllinn hækkar.
Höfundur er vefritstjóri og
vill helst ekki verða hamstur.