Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 25

Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 EX PO ·w w w .e xp o. is Tilboð á þakefnum! Vnr. 0013256 Byggingartimbur Byggingartimbur, VI flokkur, 25x150 mm. Vnr. 53504031 Þolplast Þolplast,4 m x10 m. Vnr. 0024509 Burðarviður Burðarviður T1, heflað, 50x225 mm. 739kr./lm. Vnr. 0011251 Byggingartimbur Byggingartimbur 25x25 mm. 49 Fullt verð: 65 kr./lm. kr./lm. 249 Fullt verð: 324 kr./lm. kr./ lm. 6.990 Fullt verð: 9.538 kr. rúlla Vnr. 0234211 Þakpappi ICOPAL þakpappi 1500g, 1x20 m. 9.590kr./rúllan Vnr. 33196581 Þaksaumur GBO þaksaumur, 60x3,7 mm. 1.800 Fullt verð: 2.440 kr./pk. kr./pk. Pakkinn er 2,69 m2 29kr./stk. Vnr. 0212004 Renningur Masonítrenningur fyrir þakull. Vnr. 0212003 Þakull Þakull PL, 200 mm. Fullt verð: 39 Fullt verð: 6.378 kr./pk. 4.990 Vnr. 0231250 Bárustál Bárustál, alusink, klæðir 99 cm. 1.825 kr.lm ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA UNDANFARIÐ hef ég verið að fylgj- ast með þeim um- ræðum sem hafa átt sér stað um Ísland og fall bankanna, ekki síst með tilliti til al- manntengsla. Sú um- ræða hefur að mörgu leyti verið gagnleg og ljóst að við höfum mikið lært og getum notað þessa þekkingu til að gera betur. Fyrirtæki mitt, Nordic eMarketing, hefur nýtt sér miðla sína, IceNews, eNewsPR og eNewsWire UK, til að safna upp- lýsingum um hegðun blaðamanna og hagsmunaaðila eins og sam- keppnis- og ráðgjafarfyrirtækja. Hvað gera þessir aðilar þegar mikilvægar fréttir fara í loftið og hvað tekur það langan tíma fyrir þessar fréttir að komast á flug og ná til fjöldans? Heimsóknir á fréttaveituna Ice- news.is tuttugufölduðust á viku við fall bankanna. Nokkur þúsund heimsóknir urðu nær tvö hundruð þúsund. Það sem líka gerðist var að erlendir fjölmiðlar, þyrstir í fréttir frá Íslandi, komu ítrekað inn á vefinn. Fréttamiðlar eins og BBC, The Guardian, Reuters, Seattle og New York Times nýtu sér það efni sem þar var birt. Við fall bankanna fóru leitir eftir orð- inu Iceland upp um 400% sam- kvæmt Google og áhuginn á land- inu og því sem var að gerast þar var gríð- arlegur. Okkur var ljóst frá upphafi að hér gafst einstakt tækifæri til að kort- leggja leiðir frétta á Internetinu og hvern- ig fjölmiðlafólk og hagsmunaaðilar nota netið til gagnasöfn- unar. Samkvæmt Midd- leburg-könnun sem gerð var í Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir nokkru, nota blaðamenn Internetið mikið. 98% þeirra fara á netið daglega og 78% segjast finna fréttir og frétta- tilkynningar í gegnum internetið og styðjast við þær við skrif sín. Það sem ekki er vitað er sá tími sem það tekur frá því að efni fer út þar til að það er „pikkað upp“ og notað. Aðgangur að eNewsW- ire, Icenews og öðrum fréttadreifi- veitum, fall íslensku bankanna ásamt öðru fréttnæmu efni gaf okkur tækifæri til að rannsaka þann þátt. Ég ætla að rekja í stuttu máli tvö dæmi, sem reyndar koma bankakrísunni ekki beint við (hún þarf sér úttekt), þó annað sé af- leiðing hennar, en þau undirstrika hvernig þetta virkar. Nýrra dæmið, sem sýnir ferlið vel, var þegar flugvél frá United Airlines þurfti að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli. Icenews fékk fréttina fyrst og var sá netmiðill sem fjallaði fyrst um atburðinn. Um þetta voru skrifaðar tvær fréttir sem komu út með u.þ.b. 15 mín. millibili. Það tók Google News innan við sextíu sekúndur að pikka þá fyrri upp og rétt um tvær mínútur að taka við þeirri seinni. Réttum 28 mín. eftir að Google var komin með fréttina komu aðilar frá CNN inn á vefinn (CNN kom samtals 6 sinnum inn frá tveim mismunandi tölvum), stuttu seinna komu Chigaco Trib- une og Washington Post og innan 24 tíma voru nær 200 aðrir net- miðlar búnir að fjalla um málið. Ofan á þetta komu síðan ýmsir að- ilar sem málið varðaði, beint eða óbeint: Boeing komu inn á svip- uðum tíma og CNN, United komu inn og tengdu sig við Twitter próf- íl Icenews. Síðan var það sam- keppnin og hugsanlegir hags- munaaðilar; US Airways og Delta komu inn, sama gerði US Postal Service, Pentagon komu inn og einnig mátti sjá tryggingafélög auk auðvitað þúsunda frétta- þyrstra aðstandenda farþeganna í vélinni. Hitt dæmið er einfaldara og sýnir kannski tækifæri sem við áttum í brjálæðinu við fall bank- anna. Íslenskir bílasalar, sem sátu uppi með gríðarlegan lager lúx- usbíla þegar allar aðstæður breyttust í einu vetfangi, fengu þá hugmynd að flytja bíla út frá Ís- landi. Gengið var hátt og verðið í íslenskum krónum hagkvæmt. Í október fékk Icenews nálægt tvö hundruð þúsund heimsóknir, að- allega vegna frétta um fjármála- ástandið. Frétt sem skrifuð var um bílasöluna fékk þó nær fimm þúsund heimsóknir, þar af töluvert frá fjölmiðlum og þá sérstaklega finnskum og sænskum. Tele2 í Svíþjóð fjölluðu um málið og þeir sem lásu fréttina komu frá SKY, Reuters, Bloomberg og TV2 Nor- egi og meðal hagsmunaaðila sem komu mátti sjá Renault, Ford, Volvo, Danske Bank, SpareBank and Lehman Brothers. Flest gerð- ist þetta á innan við sólarhring. Dæmin tvö hér að ofan eru ekki einsdæmi og rannsóknir okkar, sem ekki hefur tekist að ljúka að fullu vegna þess gríðarlega gagna- magns sem safnast hefur, sýna að það er ákveðið hegðunarmynstur í notkun blaðamanna og hags- munaaðila á Internetinu við gagnaöflun. Rannsóknin gefur ein- staka innsýn inn í það hvernig þjóð eins og Ísland getur notað Internetið við að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og hagsmuna- málum og með því haft áhrif á þá umfjöllun sem landið fær og/eða sjónarmið almennings annarra landa. Í sumar hefur nemandi við þýska háskólann Hochschule Kempten í samvinnu við Nordic eMarketing og Icenews tekið sam- an ýmis gögn með áherslu á efna- hagshrun landsins þar sem farið er yfir hlutverk Internetsins í málinu. Þetta er mjög áhugaverð lesning, en sýnir þó aðeins hluta þess sem þarf að skoða. Hefur Nordic eMarketing nú leitað til bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Enquiro eftir frekari stuðningi við áframhaldandi rannsóknir, enda tækifærið einstakt. Viðbrögð blaðamanna og hagsmuna- aðila erlendis vegna bankahrunsins Eftir Kristján Má Hauksson »Heimsóknir á frétta- veituna Icenews.is tuttugufölduðust á viku við fall bankanna. Nokk- ur þúsund heimsóknir urðu nær tvö hundruð þúsund. Kristjan Már Hauksson Höfundur er ráðgjafi. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.