Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
✝ Sigríður AnnaMagnúsdóttir
fæddist í Húnakoti,
Þykkvabæ, Djúp-
árhreppi þann 30.
september 1919. Hún
lést á Landspít-
alanum, Hringbraut,
mánudaginn 24. ágúst
2009.
Foreldrar hennar
voru hjónin Magnús
Stefánsson, bóndi frá
Borg, Þykkvabæ, f.
15.5. 1892, d. 18.5.
1974 og Anna Péturs-
dóttir, húsfreyja frá Stóra-
Rimakoti, Þykkvabæ, f. 26.7. 1892,
d. 25.9. 1975. Sigríður var tekin í
fóstur af móðurforeldrum sínum,
þeim Önnu Benediktsdóttur og
Pétri Magnússyni, Stóra Rimakoti,
og ólst upp hjá þeim. Systkini Sig-
ríðar eru: Þorbjörg, f. 26.11. 1914,
d. 24.7. 1984, Una, f. 23.10. 1917, d.
3.2. 2005, Kristín María, f. 17.6.
1921, d. 14.1. 2005, Þóra, f. 19.3.
1923, d. 27.6. 2009, Pálína Sig-
urbjört, f. 3.11. 1926, d. 21.10. 2000,
Jóhann Kristinn, f. 18.12. 1933 og
Helga Karólína, f. 24.11. 1936.
Sigríður eignaðist soninn Hafliða
Kristján Pétursson, f. 7.5.1937, og
var hans faðir Pétur Jóhannsson, nú
látinn. Sigríður giftist 31.12. 1955
Hauki Oddssyni, sjómanni og mál-
börn eru Oddur Juhani, f. 2.3. 1984,
hans kona Elina Heikkonen, f. 2.11.
1982, Stefán Mikael, f. 6.4. 1992 og
Wilhelmina Sofia, f. 30.9 .1996.
Sigríður flutti til Reykjavíkur
með Hafliða ungan og var í vist á
Bjargarstíg hjá hjónunum Margréti
og Halldóri Kjærnested og var hjá
þeim í 2-3 ár þar til hún fór kaupa-
kona að Rauðalæk í Holtum og var
þar 2 sumur. Þá fór Hafliði í fóstur
til afasystkina sinna að Borg,
Þykkvabæ og ólst hann upp hjá
þeim. Eftir veruna á Rauðalæk
flutti hún til Reykjavíkur og leigði
íbúð með systrum sínum, þeim Þor-
björgu og Unu að Jófríðarstöðum
við Kaplaskjólsveg hjá Rebekku Ís-
aksdóttur og Viggó Jóhannessyni
og stofnuðu hún og Haukur heimili
sitt þar. Síðar fluttu þau á Sól-
vallagötu, þá Holtsgötu og stuttu
eftir andlát Hauks flutti Sigríður að
Ferjubakka í Breiðholti og bjó þar
til dánardags. Hún starfaði við þjón-
ustustörf á Gullfossi í Hafnarstræti
og á Hafnarbúðum við Tryggvagötu
og einnig vann hún við ræstingar í
Hagaskóla, Breiðholtsskóla og að
lokum hjá Ríkisútvarpinu við Skúla-
götu, en fyrst og síðast helgaði hún
sig heimilinu og börnum og síðar
barnabörnum.
Sigríður Anna verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju í dag, föstudag-
inn 4. september, kl. 13.
ara, f. 4.9. 1920, d.
16.5. 1968. Foreldrar
hans voru Rannveig
Margrét Guðmunds-
dóttir, f. 6.7. 1902, d.
11.7. 1955 og Oddur
Júlíus Tómasson mál-
arameistari, f. 14.7.
1897, d. 12.10. 1991.
Börn Sigríðar og
Hauks eru Arnar
Hauksson, f. 9.11.
1947, kona hans El-
inborg J. Björns-
dóttir, f. 26.2. 1954, d.
11.1. 2006 (skildu) og
eru börn þeirra Björn Önundur, f.
6.4. 1981, Sigríður Ösp, f. 4.6. 1983,
sambýlismaður Jón Kristinsson, f.
7.7. 1984, Haukur Júlíus, f. 13.12.
1989 og Arnar Vilhjálmur, f. 19.10.
1993. Arnar átti áður dótturina
Gunnþórunni, f. 29.6. 1969, hennar
móðir Þórdís Bjarnadóttir, f. 25.4.
1948, d. 5.10. 1995 og á Gunnþórunn
dótturina Nínu Margréti Michaelsd.
Larsen, f. 3.6. 2005. Vilhelmína
Hauksdóttir, f. 30.8. 1950, hennar
maður Þór Ragnarsson, f. 17.4.
1943. Sonur Vilhelmínu er Haukur
Baldvinsson, f. 6.11. 1969, hans fað-
ir Baldvin Jónsson, f. 22.1. 1951, d.
16.8. 2001. Tómas Reynir Hauksson,
f. 10.1. 1957, hans kona Silja Inkeri
Ketonen, f. 28.3. 1959 og eru þau
búsett í Turku, Finnlandi. Þeirra
Þegar ömmu og afa fæddist þriðja
dóttirin á 5 árum kom erfið ákvörðun.
Mamma var flutt í hauströkkrinu í
faðmi móðurömmu á næsta bæ og ólst
þar upp.
Mamma var harðdugleg, bráð-
greind, snögg til svara og skáldmælt.
Æskuáhugamál útreiðar. Átti ung
Hafliða og valdi vinnu m.t.t. þess en
þáði svo boð afasystkina að hafa hann.
Hún vann með 2 systrum sínum í
mötuneyti Breta og þær leigðu risíbúð
í Rvk. Kynntist þá pabba og ég kom
til. Unnu þegar vinna fékkst. Hún sá
um heimilið.
Alltaf var til matur og við fín til fara
enda mamma flink saumakona, ráða-
og bóngóð. Svo fæddist Mína og
mamma dreif í að gifta sig á gaml-
ársdag 1955. Loks kom Tómas Reyn-
ir.
Á yngri árum fóru þau á böll, oftast
á Borgina og þóttu glæsileg. Kjólana
saumaði hún sjálf. Frá 1959 vænkaðist
hagur þeirra, bæði með fasta vinnu og
1968 festu þau kaup á íbúð að Ferju-
bakka. Þá varð pabbi bráðkvaddur og
mamma ekkja 48 ára gömul með 3
börn og íbúð að borga af. Hélt mér
stúdentsveislu rétt eftir jarðarför og
1971 aðra slíka fyrir Mínu. Þá höfðu
bæst í fjölskylduna Gunnþórunn mín
og Haukur sonur Mínu sem var sem
einn af okkur systkinum. Tommi kom
með Silju sem fæddi Odd Juhani og
bjuggu fyrst hér en svo í Finnlandi.
Við Ella fórum til útlanda í nám og
Mína og Þór fóru að búa. Mamma
studdi okkur öll og hafði nú komið öll-
um börnum sínum til mennta. Þá fór
hún að ferðast erlendis með gjafir,
keypt og saumað, heilu rúmfötin. Kom
við fæðingu barnabarna og bauð að-
stoð svo nýfædd móðir gæti hvílst.
Nýtti öll tilefni til rausnargjafa, afmæl-
is, sumar- og vetrargjafir, próf, skóla-
lok ofl. Fékk ættargigt, hjartasjúk-
dóm, astma og beinþynningu og
nefndist þá amma sem er illt í bakinu
til aðgreiningar frá Siggu móður-
ömmu.
Systurnar hringdust á oft á dag,
leystu heimsmálin og deildu upplýs-
ingum um afkomendur. Héldu því
áfram alla tíð. Nú eru 6 farnar en eftir
lifa Helga og Jói bróðir. Mamma hafði
ótrúlegt minni, bæði nær og fjær, á
nöfn og orðaskipti. Hjálpaði bágstödd-
um, elskaði að taka á móti gestum með
nýbakað.
Börnin elskuðu ömmu og kökurnar
og kallaðist þá amma súkkó. Síðustu
árin fór heyrn og sjón að tapast, sem
rýrði lífsgæði. Hafði haft yndi af lestri,
fréttum og íþróttum, einkum Formúl-
unni.Var ómannblendin en ófeimin og
hrókur fagnaðar. Heimurinn var börn-
in, ættingjar og heimilið og bjó þar til
hinsta dags. Vildi ekki á elliheimili-
.Tókst þetta með hjálp Hadda sem bjó
hjá henni og var stoð og stytta og Mínu
sem sá um aðrar þarfir auk gjafakaupa
er hún komst ei sjálf. Mánuði fyrir and-
lát sat hún glöð veislu með Silja og Wil-
helmína og spilaði Ólsen næsta dag.
Mamma tókst oft á við dauðann og
hafði betur ofar skilningi margra. Allt-
af skýr og róleg, einnig í lokin er hún
ákvað að nú væri mál að deyja. Kvaddi
fumlaus og óhrædd. Var um margt lík
Skallagrími nema að hún lét ekki snú-
ast. Mamma var trúuð og hafði hvert
kvöld til fjölda ára hringt í börn sín að
bjóða góða nótt og biðja guð að geyma
þau.
Nú eru 90 ár að baki, oft erfið en
gæfurík og við systkinin með börnum
og barna- og tengdabörnum kveðjum
þennan öðling, sem gaf okkur lífið,
heilsu og hamingju af endalausum
nægtarbrunni sínum og elsku og sem
þrátt fyrir kröpp kjör virtist aldrei
tæmast. Guð gefi þér góða nótt,
mamma mín, eilífan frið og takk fyrir
allt.
Arnar Hauksson og fjölskylda
Elsku amma.
Það er erfitt að setja niður á blað allt
það sem við vildum geta sagt við þig.
Þegar við lítum yfir farinn veg
streyma fram minningar um yndislega
konu sem vildi allt fyrir okkur gera. Þú
varst gjafmild, góð og varst alltaf tilbú-
in að hjálpa okkur og leiða bæði í gleði
og sorg. Alltaf þegar við komum til þín
varstu búin að baka dýrindis kökur eða
elda einstakan mat, sem ekkert annað
jafnaðist á við. Þegar kalt var úti voru
áva°llt til hlýir sokkar á ofninum til að
verma kaldar tær og heitur ömmufað-
murinn til að verma lítinn kaldan
kropp. Þegar illa gekk var skammt að
sækja visku og góð ráð sem oft komu
fram í formi málshátta. Aldrei var
spöruð hvatning, né þá hrósið þegar vel
gekk og oft læddust lítil verðlaun með.
Minnið var pottþétt alla tíð og aldrei
gleymdust mikilvægir dagar eða at-
burðir. Framar öðru má þó nefna hvað
þú varst dugleg og drífandi allt þitt líf.
Þú hefur verið okkur öllum ómet-
anleg fyrirmynd.
Nú þegar komið er að kveðjustund
viljum við þakka þér fyrir þína styrku
hönd og ómælda ást og umhyggju í
gegnum árin. Við vitum að þú ert kom-
in á betri stað og ert umkringd ástvin-
um og erum sannfærð um að Haukur
afi hefur beðið eftir þér með opinn
faðminn. Við elskum þig og þú munt
alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum
okkar.
Björn Önundur, Sigríður
Ösp, Haukur Júlíus og
Arnar Vilhjálmur.
Nú hefur síðasta Valkyrjan í sínum
aldursflokki úr okkar sterku ætt sam-
einast við ættingjana handan við móð-
una miklu.
Er ég örugg um að það er glens og
gaman hjá þeim, nú þegar Sigga er
komin á móts við þau og manninn sinn.
Sigga varð ekkja snemma. Hún var
aðeins 48 ára þegar frændi minn Hauk-
ur Oddsson lést og hafði hún þá 4 börn
á framfæri.
Hún hefur ekki haft það létt, en
hennar styrkur, gamansemi og hlýja
hefur bjargað mörgum frá því að falla
saman. Og svoleiðis var Sigga. Ég tal-
aði við hana kvöldinu áður en hún dó og
var hún þá nýkomin úr öndunarvél og
það var ekki að heyra að hún væri á
nokkurn hátt veik. Furðaði ég mig
mikið á því. Glettnin kom strax fram í
röddinni hjá henni og spurðist hún fyr-
ir um mig og fjölskyldu okkar hérna í
Svíþjóð og hafði ég þá ekki hitt hana
síðan 1990.
Ég man vel eftir Siggu sem barn. Þá
var ég oft heima hjá henni vestur í bæ,
þykjast að heimsækja frænda minn
Arnar, sem er mánuði yngri en ég. En
það voru kleinurnar hennar sem drógu
mest, enda var Arnar bókaormur eins
og Sigga orðaði það.
Sigríður var meira en dugnaðar-
kona. Hún kom börnum sínum vel til
mennta. Börn hennar eru Hafliði sem
er elstur og síðan uppáhaldsfrændi
minn Arnar Hauksson kvensjúkdóma-
læknir (bókaormurinn) svo kom Vil-
helmína og síðastur var Tómas. Þessi
tvö síðustu nöfn eru sem rauður þráður
í gegnum ætt okkar og koma þau frá
langaafa og langaömmu sem hétu Vil-
helmína og Tómas.
Ég hef alltaf dáðst mikið að Siggu.
Hún hafði alltaf glettnina í augunum
og hún hafði einnig sérstaka rödd,
sem alltaf var full af glettni og gam-
ansemi og þó að ég hafi átt að mestu
leyti átt heima í Svíþjóð, þá hefur hún
alltaf fylgst með mér og vilja vita
hvernig ég hefði það. Þetta sýnir bara
hversu ættarböndin eru sterk í ætt
okkar. En það eru ekki margir sem
hafa getað gengið í hennar spor. Hún
var ákveðin,viljasterk og þrautseig.
Og eins og talsmátinn segir: Hlátur-
inn lengir lífið. Við höfum misst frá
okkar sjónum kvenmann sem virki-
lega á skilið nafnbótina valkyrja. En
til huggunar þá minnist maður á
hennar glettnislega andlit og hlýindi
hennar.
Nú kveð ég þig, Sigga mín, og óska
þér góðrar ferðar yfir móðuna miklu.
Hversu eigingjarn sem maður vill
vera og halda þér lengur, þá áttu
hvíldina skilið
Ég, Bára systir mín og börn okkar
vottum börnum Sigríðar okkar inni-
legustu samúð
Vilhelmína Ragnarsdóttir
Olsson.
Sem kona hún lifði í trú og tryggð;
það tregandi sorg skal gjalda.
Við ævinnar lok ber ást og dyggð
sinn ávöxtinn þúsundfalda,
og ljós þeirra skín í hjartans hryggð
svo hátt yfir myrkrið kalda.
Sem móðir hún býr í barnsins mynd;
það ber hennar ættarmerki.
Svo streyma skal áfram lífsins lind,
þó lokið sé hennar verki.
Og víkja skal hel við garðsins grind,
því guð vor, hann er sá sterki.
(E. Ben.)
Ég veit fáar konur sem kveðskapur
þessi rímar betur við en heiðurs-
konuna Sigríði Önnu Magnúsdóttur
sem ég vil minnast með nokkrum orð-
um.
Ég var ekki hár í lofti þegar ég hitti
Sigríði fyrsta sinni á heimili hennar í
Breiðholti. Sigríður var tengdamóðir
Elinborgar heitinnar systur minnar.
Heimili hennar var ekki stórt en þar
fann maður hlýju, gestrisni og örlæti.
Segja má að heimilið hafi endurspegl-
að persónu hennar, því hún var frekar
smávaxin, nett og fíngerð kona, en
faðmurinn hlýr og hjartað stórt. Það
var engum á kot vísað á heimili Sigríð-
ar. Nýbakaðar kökur og annað með-
læti var iðulega á borð borið og þar
fann ungviðið í fjölskyldunni athvarf
og skjól. Það er samdóma álit þeirra
sem best til þekktu,að súkkulaðikök-
urnar hennar hafi ekki verið þessa
heims, svo góðar voru þær.
Síðar komst ég að því að hún gekk
undir nafninu „Amma súkkulaðikaka“
af frændsystkinum mínum til aðgrein-
ingar frá hinni ættmóðurinni í fjöl-
skyldunni, því báðar heita þær Sigríð-
ur.
Sigríður var hvunndagshetja í besta
skilningi þess orðs. Hún varð fyrir því
áfalli að missa sálufélaga sinn og eig-
inmann, Hauk Oddsson, á besta aldri.
Eftir það tókst hún á við það erfiða
hlutskipti að ala börnin sín fjögur upp
ein síns liðs, á einu mesta erfiðleika
tímabili síðustu aldar, þegar atvinnu-
leysi og verðbólga herjuðu á íslenskt
samfélag í líkingu við það sem við upp-
lifum nú í dag. Það tókst Sigríði með
þeim sóma að öll eru börn hennar af-
burðafólk, heilsteyptir og sterkir ein-
staklingar. Fjársjóður Sigríðar var
ekki fólginn í hverfulum gæðum þessa
heims sem mölur og ryð fá grandað,
heldur í samskiptum sínum við fólk,
börn sín og aðra afkomendur sem hún
umvafði af nærgætni og ást.
Mér er kunnugt um að samband
Sigríðar og Elinborgar systur minnar
hafi verið einkar náið og gott meðan
hennar naut við. Nú á kveðjustund
ornum við okkur við þá tilhugsun að
nú séu þær sameinaðar ásamt öðrum
ástvinum, í faðmi Jesú Krists sem hún
var helguð í barnæsku.
Ég bið Guð að blessa minningu Sig-
ríðar Önnu Magnúsdóttur. Við Sús-
anna vottum Arnari mági mínum og
öðrum börnum og ástvinum samúð og
hluttekningu.
Björn Sveinn, Súsanna og
fjölskylda í Bandaríkjunum.
Sigríður Anna Magnúsdóttir
✝ Sólveig Vilhjálms-dóttir fæddist í
Torfunesi í Ljósa-
vatnshreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu þann
30. júní 1914. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Kjarnalundi á Ak-
ureyri 25. ágúst síð-
astliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Vilhjálms
Friðlaugssonar, f.
22.10. 1879 að Hafra-
læk í Aðaldal í Suður-
Þingeyjarsýslu, d.
13.6. 1964, og Lísibetar Indr-
iðadóttur, f. 20.4. 1873 í Vestri-
Krókum, Hálshreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu, d. 6.2. 1968. Systk-
ini Sólveigar voru: 1) Jónas, f. 16.1.
1909, d. 3.5. 1978, 2) Indriði Krist-
björn, f. 16. 1.1909, d. 3.5. 1924, 3)
Friðlaugur Hermann, f. 8.6. 1910, d.
2.12. 1998, 4) Björn, f. 12.3. 1913, d.
19.2. 1997, 5) Hallgrímur, f. 11.12.
1915, d. 14.9. 1981 og 6) Torfi, f.
20.3. 1918, d. 16.7. 1966.
Sólveig giftist 12. júní 1943 Árna
og Skúli, f. 18.8. 2008, b) Heimir, f.
17. 7. 1977, sambýliskona Vala Þóra
Sigurðardóttir, f. 27.2. 1977, börn
þeirra eru Dröfn, f. 25.5. 1999, og
Úlfar, f. 3.2. 2007, c) Sólveig Ása, f.
10.9. 1984. 3) Ingibjörg Bryndís, f.
18.1. 1953, börn hennar eru: a) Kol-
brún Inga, f. 2.6. 1971, sambýlis-
maður Egill Áskelsson, barn þeirra
Áskell, f. 15.12. 2006, dætur Kol-
brúnar eru Þorbjörg Una, f. 19.3.
2001, og Hrafnhildur, f. 22.12. 1989,
dóttir hennar er Tinna Ýr Brynj-
arsdóttir, b) Árni Brynjar Óðinsson,
f. 6.12. 1984.
Sólveig ólst upp í Torfunesi í
Köldukinn og stundaði þar almenn
sveitastörf þar til hún fór til náms
við Húsmæðraskólann að Laugum í
Reykjadal. Hún stundaði ýmis störf,
var í kaupavinnu að Húsafelli og
vann á saumastofu í Reykavík. Eftir
að hún fluttist til Akureyrar hélt
hún áfram að starfa við sauma, en
vann einnig hjá Útgerðarfélagi Ak-
ureyrar og á Fataverksmiðjunni
Heklu. Þótt Sólveig starfaði jafnan
utan heimilis var húsmóðurstarfið
þó ætíð aðalstarf hennar.
Útför Sólveigar fer fram frá
Höfðakapellu á Akureyri föstudag-
inn 4. september kl. 13.30.
Meira: mbl.is/minningar
Ingólfssyni frá
Skálpagerði í Kaup-
angssveit í Eyjafirði,
f. 21. mars 1918. Hann
lést 10.2. 2007. Þau
bjuggu fyrstu árin að
Strandgötu 9 á Ak-
ureyri, en frá árinu
1948 bjuggu þau sér
heimili að Víðivöllum
4 þar í bæ. Síðustu
æviárin dvöldu þau á
Dvalarheimilinu
Kjarnalundi. Börn
þeirra eru: 1)
Vilhjálmur Ingi, f.
12.10. 1945, synir hans og Helenu
Dejak eru: a) Vilhjálmur Ingi, f.
19.10. 1975, sambýliskona Erla
María Lárusdóttir, b) Árni Valur, f.
26.8. 1981, sambýliskona Sunna
Björg Birgisdóttir. Sonur Árna
Vals er Ægir Daði, f. 06.01.2001. 2)
Tryggvi, f. 27.9. 1948, kvæntur
Björgu Sigríði Skarphéðinsdóttur,
f. 7.5. 1950. Börn þeirra eru: a)
Vala, f. 26.3. 1975, gift Friðfinni
Gísla Skúlasyni, f. 27.7. 1972, börn
þeirra eru: Björg Elva, f. 17.7. 2002
Elsku mamma, nú ertu búin að fá
hvíldina sem þú varst búin að biðja
um. Langt er liðið síðan þú sagðir
hvenær þinn tími væri kominn til þess
að kveðja þennan heim.
Ég er viss um að þeir hafa tekið vel
á móti þér pabbi og bræður þínir allir
ásamt vinum sem farnir voru á undan
þér.
Ástvinir allir nú saman hér stöndum
og leitum að styrk, kæri Drottinn,
til þín.
Trú á þig bindi oss fastari böndum
nú að huggun í harmi við leitum
til þín.
Á kveðjustund við erum hér,
kæru vinir, frænkur og frændur.
Lífið kemur og lífið fer
en öll við hittumst um síðir aftur.
Nú kveðjum við þig, kæra vina
sem á förum ert í burtu hér.
En nú hittir þú alla ættmennina
sem farnir eru á undan þér.
(Höf.ók.)
Starfsfólki Kjarnalundar vil ég
þakka alla umönnun elskulegrar
móður minnar
og föður síðustu æviár þeirra.
Minningar um allar góðu stund-
irnar geymi ég með mér. Hvíl í friði,
elsku mamma mín.
Tryggvi.
Sólveig Vilhjálmsdóttir