Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 28

Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 ✝ Gunnar Haukssonfæddist í Reykja- vík 1. febrúar 1951. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Aðalbjörg Sig- urðardóttir, hús- móðir, f. 9.5. 1924, d. 28.5. 2005, og Hauk- ur Gunnarsson, fyrr- verandi versl- unarstjóri í Rammagerðinni, f. 18.7. 1921, d. 3.2. 2009. Systkini Gunnars eru: Ingibjörg, f. 18.9. 1945, d. 15.7. 1951. Sigurður, leir- kerasmiður, f. 20.1. 1952, kvæntur Hrefnu Steinsdóttur, deildarstjóra. Þau eiga tvo syni, Stein og Hann- es. Ingibjörg, fjármálastjóri, f. 4.9. 1957, gift Einari Sveini Ingólfs- syni, fjármálastjóra. Þau eiga tvo syni, Hauk Inga og Kára. 25.10, 1975 kvæntist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Geirs- dóttur, kennara við Fjölbrauta- unarstjóri Pennans á Laugavegi 178 í rúm tvö ár. Á árunum 1975- 1991 starfaði hann með föður sín- um í Rammagerðinni. Árið 1991 tók hann við Íþróttahúsinu Aust- urbergi og vann þar til dauða- dags. Hann var einnig for- stöðumaður Íþróttahúss Kennaraháskólans og Íþróttahúss Seljaskóla. Gunnar starfaði í mörg ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var formað- ur í stjórn Laugarneshverfis og síðar í Fella- og Hólahverfi. Hann var formaður Sjálfstæðisfélagsins Varðar í tvö ár. Gunnar var félagi í Skíðadeild Hrannar og formaður deildarinnar í mörg ár. Hann var einnig í sóknarnefnd og síðar for- maður í Fellasókn í Fella- og Hólakirkju. Gunnar var dyggur stuðnings- maður Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti. Ákveðið hefur verið að heiðra minningu Gunnars með því að stofna minningarsjóð og verður hlutverk hans að styrkja starf yngri flokka knattspyrnudeildar Leiknis. Útför Gunnars fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudag- inn 4. september og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar skólann í Breiðholti. Foreldrar hennar eru Ingveldur Guð- laugsdóttir, f. 31.1. 1928 og Geir Gunn- arsson, f. 9.4. 1916, d. 10.7. 1978. Börn Gunnars og Jóhönnu eru: 1) Aðalbjörg, handverkskona, f. 9.5. 1976. 2) Haukur, viðskiptafræðingur, f. 29.5. 1977, kvænt- ur Rakel Svans- dóttur, kennara, f. 29.7. 1977. Þeirra dætur eru Helena Bryndís. f. 20.4. 2001 og Hildur Telma, f. 27.10. 2004. 3) Valur, kennari, f. 14.1. 1982, sambýliskona hans er Ragn- hildur Sigurðardóttir, kennari, f. 7.6. 1982. Sonur þeirra er Gunnar Freyr, f. 1.1. 2009. Gunnar útskrifaðist frá versl- unardeild Verslunarskóla Íslands og stundaði síðan verslunarnám í London í eitt ár. Er heim kom hóf hann afgreiðslustörf hjá Silla og Valda. Hann var einnig versl- Elskulegur tengdafaðir minn, Gunnar Hauksson, er látinn aðeins 58 ára að aldri. Ég kynntist Gunnari fyrst fyrir rúmum 12 árum er ég hitti Hauk, son hans, fyrst. Síðustu daga höfum við Haukur rifjað upp margar góðar minningar á stærstu stundum fjölskyldunnar, m.a. þegar dætur okkar fæddust og brúðkaup okkar Hauks. Gunnar kenndi mér svo margt sem ég er svo þakklát fyrir og er setning sem hann sagði alltaf við okkur mjög minnisstæð: „Að taka hlutunum eins og þeir eru en ekki eins og við viljum að þeir séu.“ Ást og kærleiki einkenndi heimilið í Norðurfelli og þangað var alltaf gott að koma. Gunnar og Jóhanna voru eitt og hvernig þau töluðu saman og voru góð hvort við annað var yndis- legt að fá að fylgjast með. Gunnar var mjög vinmargur og hans jákvæða viðmót laðaði æ fleiri að honum. Gunnar var mjög hjálp- samur og var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa okkur. Gott var að leita til hans með vandamál sín, hann hafði gott lag á að hlusta og leiðbeina og opna augu manns fyrir hinum ýmsu leiðum sem hægt var að fara. Gunnar sinnti barnabörnunum af kostgæfni og hafði unun af að sitja í brúna stólnum inni í stofu og spjalla og spyrja um allt sem stelpurnar vildu ræða. Hann gaf þeim allan þann tíma sem þær vildu og var áhugasam- ur um allt sem tengdist þeim. Hann var ákaflega stoltur af þeim og mætti á allar sýningar og uppákomur sem þær tóku þátt í. Undir það síðasta gladdist hann mjög þegar hann vissi að eldri dóttir okkar hefði komist inn í Tónlistarskóla Garðabæjar og færi að læra á píanóið sem foreldrar hans höfðu átt. Manngæska, jákvæðni og bjart- sýni voru hans stærstu eiginleikar og munum við Haukur leggja okkur fram við að segja og sýna dætrum okkar hversu góðan mann afi þeirra hafði að geyma. Þessar minningar og miklu fleiri frábærar stundir mun ég geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég er afar þakklát að hafa kynnst honum þó tíminn hafi verið alltof stuttur. Þín tengdadóttir, Rakel. Elsku Gunni bróðir, tvíburi í 11 daga á ári, vinur og félagi, í dag kveð ég þig með miklum söknuði og tárvot- um augum. Ég var lánsamur að fá þig sem bróður, „lottó“. Gunni bróðir lést 26. ágúst sl. Það er skrítið að hugsa til þess að Gunni bróðir er ekki lengur til staðar, því hann hefur verið svo stór hluti af mínu lífi í 57 ár. Minning- arnar streyma fram við fráfall hans. Þær voru margar ánægjustundirn- ar sem við áttum saman sem börn, síðan með okkar konum og börnum. Við fórum saman í ferðalög, og allar veiðiferðirnar með börnunum, þá skipti ekki máli hvort það var hér heima eða í Danmörku þar sem þið heimsóttuð okkur eða í London þar sem þú þekktir allt, nú til Spánar þar sem við nutum spænskukunnáttu Jó- hönnu og allar þessar stundir lifa í minningunni. Með þig, bróðir, þú varst svo ljúfur, þú fannst alltaf það góða í öllum, alltaf tilbúinn að hjálpa. Gunni bróðir, manstu þegar við sáum hvert stefndi, og það fauk í mig og ég segi: Hvað er þetta, áttu að fara að leysa guð af tímabundið? Siggi, ekki segja þetta, en ég vona að ég verði ná- lægt honum. svo brostum við. Bróðir, þar sem þú ert tekinn snemma frá okkur ætla ég að trúa hinu. Þú varst besti frændi strákanna okkar Hrefnu. Þegar eitthvað stóð til og menn komnir í sparifötin og maður opnaði fyrir ykkur dyrnar, tókstu alltaf dansspor við húsfreyjuna og kysstir alla. Þú ert einn af síðustu „orginölonum“ sem heimsækja sína vini án þess að hringja. Þú bara birt- ist við hurðina og sagðir halló. Til mín komstu oft í viku, við höfðum sam- band svo til á hverjum degi. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að svona ræktaðir þú sambandið við alla. Miss- irinn er mikill fyrir Sigga bróður, Hrefnu, Stein og Hannes. Hvað þá fyrir Jóhönnu, Aðalbjörgu, Hauk, Val og tengdadætur og barnabörn. Guð blessi þig, farðu í guðs friði. Sigurður bróðir. Það er mér sem öðrum erfitt að horfa á eftir svila mínum sem svo skyndilega var kippt af vettvangi, manni sem stóð í svo mörgu og átti svo mörgu ólokið. Manngerð sem þjóð vor þarf svo sannarlega á að halda, nú og alltaf. Gunnar Hauksson var ein af fegurstu liljum vallarins. Í öllu falli í augum þeirra sem til hans þekktu, störfuðu með honum eða um- gengust af einhverjum ástæðum þennan raungóða og göfuga mann. Vonandi verða þeir margir sem taka sér hann sem fyrirmynd. Ára Gunnars var góð, nærvera hans því notaleg og göfgandi. Það skynjuðu ungir sem aldnir, ekki síst sá breiði hópur íþróttafólks sem hann daglega umgekkst og hvatti, kölluðu hann Gunna góða. Hann naut sinnar yndislegu fjölskyldu, sem hann sýndi fádæma umhyggju, nærfærni og feg- urð í öllum samskiptum, rétt eins og einnig stórum hópi vina og ættingja. Að ég tali nú ekki um stækkandi hóp fagurra barnabarna, sem mikið hafa misst. Enginn fyllir nú skarð hans. Þrátt fyrir þetta grunar mig að ein- hvern tímann hafi frú Jóhanna mátt bíða ögn með kvöldmatinn, því skyldurækni hans við störf sín var slík sem Sölva Helgasonar forðum. Gunnar tók að sér ýmis félagsleg störf í þágu íþrótta-, kirkju- og stjórnmála. Alls staðar tókst honum vel til, tæki hann eitthvað að sér, fór það vel úr hendi, enda samviskusemi og heiðarleiki honum í blóð borið. Eitt af aðaláhugamálum Gunnars voru fiskveiðar í undurfögrum ám og vötnum föðurlandsins. Þar átti hann marga friðsæla stund millum marg- þáttaðra verka sinna og trúnaðar- starfa. Í kyrrum kvöldsins hefur ef til vill annar veiðimaður einhverju sinni heyrt til hans kalla í ákafa: „Og koma svo, Leiknismenn.“ Þá kom hann oft heim með meiri fisk en fjölskyldan þurfti, en vinir nutu þess þá gjarnan, máttu í staðinn hlusta á veiðisöguna og það hvernig nýja flugan, sem hann sjálfur hafði hnýtt, laðaði til sín spik- feita bleikjuna. Líklega verður í framtíðinni nokk- uð sama hvar borið verður niður í handröðum sögunnar. Sé Gunnar Hauksson þar, er það vegna góðra verka hans um víðan völl á annars alltof stuttri ævi. Móttökur slíkra manna í nýjum félagsskap þekkjum við öll, þeirra er alls staðar vant. Far þú í friði, vinur minn, til fjar- lægra veiðilendna. Við hin komum til þín síðar. Fjölskyldu Gunnars óska ég alls hins besta um ókomna framtíð. Magnús Víkingur Grímsson. Frændi minn Gunnar Hauksson er látinn langt um aldur fram. Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að minn yndislegi, glaðværi og hjartahlýi frændi skuli ekki hafa fengið lengri tíma hér á jörð. Með ör- fáum orðum langar mig til þess að minnast hans. Við vorum systrabörn og samgang- ur mikill á æskuárunum á milli heim- ila okkar. Foreldrar hans voru alveg einstakt heiðursfólk og trygglynt í minn garð alla tíð. Þau Alla móður- systir mín og Haukur, foreldrar hans, voru auk þess miklir gleðigjafar svo ekki átti hann frændi minn langt að sækja þann einstaka hæfileika að hrífa fólk með sér bæði í leik og starfi. Sem lítil börn lékum við okkur sam- an, það var góður tími sem í endur- minningunni er fullur af sólskini, ærslum og gleði. Við vorum alltaf miklir og góðir vinir og sú vinátta hefur haldið alla tíð. Ekki spillti það heldur að börn okkar kynntust ung og eru vinir í dag svo í hvert skipti sem Gunnar frændi hitti þau var spurt frétta og faðmlagið var hlýtt eins og honum var einum lagið. Þau minnast hans með trega í hjarta. Þar sem við bjuggum í sama hverfi kom það ósjaldan fyrir að við rækj- umst á hvort annað og þá var alltaf stund til þess að spjalla og einatt var þessi góði frændi minn fullur af skemmtilegum sögum úr hversdags- lífinu og fullur af húmor. Þegar við kvöddumst leið manni alltaf einhvern veginn betur, bara við það að hitta hann, finna hlýjuna og væntumþykjuna sem hann einhvern veginn átti svo auðvelt með að gefa af sér. Ég harma lát hans, harma það að stundirnar okkar verða ekki fleiri, að við sitjum ekki lengur saman í nýárs- messu í kirkjunni okkar eins og við höfum gert svo lengi ásamt mökum okkar, já ég harma ótímabært lát ein- staks manns sem öllum þótti vænt um sökum fágætra mannkosta. Um hann er svo auðvelt að segja „Hann var drengur góður“. Að sama skapi gleðst ég yfir öllum fallegu minningunum sem hann skil- ur eftir í hjarta allra þeirra sem hon- um kynntust, þær eiga eftir að ylja um ókomin ár. Í einkalífinu var Gunnar lánsamur, átti yndislega konu, börn, tengdabörn og barna- börn sem hann talaði alltaf svo fal- lega um og fór ekki í grafgötur með það hversu stoltur hann var af sínu fólki. Þeirra er sorgin mest og viljum við Sigurjón og börn okkar senda þér, elsku Jóhanna, Aðalbjörg, Haukur, Valur og fjölskylda hug- heilar samúðarkveðjur, eins systkin- um Gunnars þeim Sigurði og Ingi- björgu og fjölskyldu þeirra. Við biðjum ykkur blessunar Guðs, megi minningin um einstakan eigin- mann, föður, afa og bróður vera ykk- ur öllum styrkur á erfiðum tíma. Frænda minn hjartahlýja kveð ég með miklum trega og bið honum góðrar heimkomu um leið og ég þakka fyrir trygglyndi hans og vin- áttu í minn garð alla tíð. Blessuð sé minning Gunnar Haukssonar. Margrét Þ. Blöndal (Systa.) Það er mikið tilfinningarót sem bærist innra með manni þegar einn af bestu vinunum fellur frá. Vinur sem setti svo sannarlega lit á lífið og sem maður hafði gengið að sem vísu að yrði til staðar inn í elliárin. Maður sveiflast á milli sorgar og reiði. Sá já- kvæðasti, kraftmesti og hressasti í vinahópnum hefur kvatt. Sá sem sá til þess að aldrei yrði dauður punkt- ur á þeim stundum sem félagarnir hittust, hvort heldur það var í þröng- um hópi „strákanna“ eða þegar mak- ar voru með í för. Ekkert verður eins. Sá sem öllu ræður hefur tekið ákvörðun og henni verður ekki breytt. Þegar frá líður mun reiðin víkja og spurningar hverfa, en eftir mun standa minningin björt um ljúf- an mann. Mann sem var einstakur fjölskyldumaður, eiginmaður af bestu gerð, besti vinur barnanna og sá sem hélt öllu saman í mótlæti sem meðlæti. Sá sem öldurnar brotnuðu á og sem ætíð færði fleyið til hafnar með bros á vör og jákvæðri lífssýn. Mikill er missir okkar vinanna, en mestur hans yndislegu fjölskyldu. Við Gunnar kynntumst fyrir ein- um 30 árum. Frá fyrsta degi duttum við í þann farveg að vera vinir. Við áttum svo margt sameiginlegt. Með sterka skoðun á því að sjálfstæði og frelsi einstaklingsins væri hverjum og einum fyrir bestu. Sú skoðun leiddi okkur til starfa í Sjálfstæðis- flokknum, báðir vorum við bindind- ismenn og það leiddi okkur saman til starfa hjá skíðadeild Hrannar og báðir vorum við KR-ingar. Ef maður veltir fyrir sér hvernig örlögin spinna þá höfum við báðir verið for- menn Fellasóknar, en ein 25 ár skildu þar á milli í tíma. Gunnar fylgdi sonum sínum eftir af lífi og sál í starfinu hjá Leikni. Hann leiddi mig til stuðnings við Leikni og nú er svo komið að fyrst athuga ég úrslit leikja hjá Leikni og þá hjá KR. Slíkur var máttur Gunn- ars í mannlegum samskiptum. Mak- ar okkar urðu vinir og með góðum hópi vina ferðuðumst við um landið, áttum góðar stundir saman í matar- klúbbnum okkar, í leikhúsferðum, eða bara í góðu spjalli heima í stofu. Ég veit að lífið heldur áfram og falleg minning um gæðadreng mun lifa. Í minningunni mun einnig lifa röddin í símanum sem sagði ósjald- an: Ég var að koma úr veiði í Þing- vallavatni, vantar ekki fisk á pönn- una? Gunnar náði ekki háum aldri og hann átti eftir margt ógert. Þegar upp er staðið er það ef til vill ekki takmark í sjálfum sér að lifa til hárr- ar elli, aðalatriðið hlýtur að vera hvernig lífi maður lifir og hvað hver og einn skilur eftir. Gunnar var sterkur hluti af fjöl- skyldumynstri mínu. Hann var ekki bara vinur minn, hann var vinur okk- ar allra og hans verður sárt saknað og þökkum við samfylgdina. Jó- hönnu, börnunum og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sveinn H. Skúlason og fjölskylda. Nú þegar við kveðjum Gunnar Hauksson leitar hugurinn til æsku- áranna þegar við, nokkrir litlir strák- ar við Kleppsveg og Selvogsgrunn, komum saman á laugardagskvöld- um, nestaðir kók og epli. Við köll- uðum það Fundi. Síðan hefur þessi hópur haldið kunningsskap og vin- áttu allt til dagsins í dag. Við brölluðum margt. Leiksvæðið var óravítt. Bófahasarinn var í Holt- inu, dúfnakofarnir við Melstað, æf- ingasvæði Fálkans á túnunum neðan Kleppsvegar og siglingar í skurðun- um og á Viðeyjarsundi. Við stund- uðum KFUM og dans, fórum á skíði og í hjólaferðir. Þetta voru dásam- legir tímar fyrir hressa stráka. Þarna var Gunnar fremstur í flokki og hrókur alls fagnaðar sem og ætíð síðan. Heimili þeirra bræðra, Gunna og Sigga, var á vissan hátt miðpunkt- ur okkar félaganna og segja má að heimili þeirra Jóhönnu og Gunnars hafi tekið við því hlutverki. Gunnar var sannur vinur og félagi og ræktaði vináttuna alla tíð. Hann hringdi eða mætti í stutta heimsókn, svona rétt til að athuga hvernig allir hefðu það og sagði nokkrar skemmtilegar sög- ur. Hann hafði kannski meðferðis nýveiddan silung að færa okkur. Við félagarnir áttum saman skemmtilega stund á Þingvöllum nú í lok júnímánaðar. Þar hittumst við ásamt konum okkar, en Þingvellir voru uppáhaldsstaður Gunnars. Þarna stóð hann keikur úti í miðju vatni og sveiflaði stönginni af öryggi. Síðar um daginn fór hann á kostum, lék á als oddi og sagði skemmtisögur þótt veikindin væru farin að taka sinn toll. Við félagarnir eigum eftir að sakna hans mikið. Minningin um hans einstöku hlýju og jákvæðni mun lifa. Hann var sífellt hvetjandi og ætíð bóngóður. „Þetta er ekkert mál, hún Jóhanna mín bjargar þessu,“ sagði hann svo oft. Við vott- um Jóhönnu, Aðalbjörgu, Hauki, Vali og fjölskyldum þeirra og systk- inum hans, Sigga og Imbu (Sigurði og Ingibjörgu), okkar innilegustu samúð. Valur, Kristján og Óskar Elvar. Gunni Hauks, æskuvinur minn og nágranni til margra ára, er fallinn frá langt um aldur fram. Þegar ég flutti á Selvogsgrunn þá voru Gunni og Siggi þeir fyrstu sem ég kynntist en þeir bjuggu í húsinu á móti nr. 6. Ekki var hægt annað en að nefna þá bræður samtímis enda ekki nema rétt rúmt ár á milli þeirra. Lífið var einfalt í þá daga, ekki sjónvarp þann- ig að við vorum mikið úti að leika, uppi í holti í bófa- og indjánaleik, niðri í Vatnagörðum á skautum eða fórum á skíði í nágrenninu eða í Jós- epsdal. Alla alltaf heima, en Haukur að vinna í Rammagerðinni, oft seint og um helgar að sinna erlendum ferðamönnum, en þá naut ég góðs af því að Gunni og Siggi fengu að koma með okkur pabba í bíltúra um bæinn. Gunni var einstakur ljúflingur sem sá aldrei nema það góða í fólki alveg frá því að ég kynntist honum. Til dæmis um þetta þá átti Guðjón bróð- ir minn hund sem Gunni var beðinn að halda í og passa meðan bróðir færi á bílnum eitthvað. Nema hvað hund- ur var háður bróður og þegar hann lagði af stað (Selvogsgrunn var ekki malbikað) þá tók hundur á stökk og Gunni, mjór og lítill, tókst á loft og lenti á maganum og þannig dró hundurinn hann langan spotta en ekki sleppti Gunni ólinni á hundinum þar sem hann hafði verið beðinn um að passa upp á hundinn. Og svo stóð hann upp og sagði Það er ekkert að mér, ábyrgðarfullur, eftir að hund- urinn hafði dregið hann á maganum út götuna. Við Gunni fórum mikið á skíði og vorum að minnsta kosti tvisvar í heila viku í Kerlingarfjöllum og á ég skemmtilegar minningar um þann tíma. Foreldrar okkar voru miklir og góðir vinir og var mikill samgangur á milli heimilanna ásamt því að þau fóru saman ótal sinnum til útlanda. Fjölskyldan er nú í annað skipti á árinu að ganga í gegnum mikla sorg, fyrst fylgdum við Hauk, föður Gunn- ars og nú ljúflingum Gunnari. Samúð mína sendi ég til Jóhönnu og barna hennar Hauks, Vals og Að- Gunnar Hauksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.