Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 31

Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 Lágholtið þá segði ég líklega „Takk“ … takk fyrir að gefa okkur lausan tauminn til að leika okkur, takk fyrir allar þær þúsundir mál- tíða sem þú eldaðir ofan í okkur, takk fyrir að leiðbeina okkur með þolinmæði, fyrir að gera lífið spenn- andi, fyrir að kenna okkur gagnrýna hugsun, og að taka ekkert trúanlegt fyrr en við sannreynum það sjálfir. Ég hef ekki bara misst læriföður, Mosógúrúinn minn, heldur hef ég misst vin, og vinur minn missti pabba sinn, og mannkynið missti snilling. Bragi Páll Sigurðarson. Fallinn er frá einn ástsælasti kennarinn okkar í Klébergsskóla, hann Þorsteinn Broddason, og var það okkur öllum reiðarslag. Þor- steinn hóf kennslu við skólann fyrir tíu árum síðan um sama leyti og við fjölskyldan fluttum hingað á Kjal- arnesið. Líkt og Esjan var hann orð- inn órjúfanlegur hluti af litla sam- félaginu okkar hér. Þorsteinn átti miklum vinsældum að fagna meðal nemenda, foreldra og samstarfsfólks enda einstakt ljúf- menni og ætíð tilbúinn að rétta hjálparhönd. Eins og margir vita er kennarastarfið oft á tíðum erilsamt og álag mikið. En Þorsteinn var afar þolinmóður og góður við nemendur sína og haggaðist ekki hvað sem á gekk, húmorinn hans var einstakur og óborganlegar athugasemdir hrutu einatt af vörum hans. Góð- mennska og létt lund var honum í blóð borin. Það var sannarlega ekki hægt að láta sér leiðast í návist hans og eru slíkir samferðamenn gulli betri. Þorsteinn var vel gefinn og fróður eins og hann átti ættir til. Hann kenndi einkum náttúrufræði og ís- lensku en hefði í raun getað kennt hvað sem var. Við vorum samkenn- arar í unglingadeild síðustu ár. Er við nemendur mínir stóðum á gati varðandi eitthvert málefni var lausn- in sú að spyrja Þorstein sem var okkar viskubrunnur. Frá þeim tíma eru margar góðar minningar og Þorsteinn átti svo sannarlega sinn þátt í að gera skólann okkar að þeim góða vinnustað sem hann er. Síðasta vor varð ljóst að hagræða þurfti í starfsemi grunnskólanna og varð að segja okkur leiðbeinendum upp. Dóttur minni var brugðið og sagði þá nemendur eiga bágt sem ekki væru komnir í unglingadeild og myndu því aldrei fá að kynnast því hve góður kennari Þorsteinn væri. En einhvern veginn fannst mér að Þorsteinn hlyti að halda áfram, ann- að væri óhugsandi. Það kom mér því ekki á óvart er ég kom í skólann um daginn að mæta þar Þorsteini sem eins og ætíð heilsaði mér hlýlega með glettnisbros á vör. Hann var mættur aftur til starfa. Ég sagði honum draum sem mig dreymdi þá um nóttina. Þar var hann spariklæddur svörtum jakka- fötum og hvítri skyrtu og var tekinn við starfi skólastjóra. Þar tók hann við gullverðlaunum fyrir hönd skól- ans en um hvað þau snerust kom ekki fram í draumnum. Það er okk- ar að túlka en ég taldi drauminn merkja einhver konar upphefð eða umskipti fyrir Þorstein. Aldrei grun- aði mig svo afdrifarík umskipti er í hönd fóru. Þorsteinn kenndi þremur barna minna og var umsjónarkennari tveggja þeirra. Þau minnast hans með hlýju og eftirsjá líkt og aðrir nemendur skólans. Mörg atvik hafa sýnt einlægan hlýhug bæði núver- andi og fyrrverandi nemenda í garð kennara síns Þorsteins. Síðasta föstudag spiluðu tveir nemendur Tunglskinssónötuna í minningu hans og í skólanum hefur verið útbúið lít- ið altari með blómum og myndum. Þar stendur að sjálfsögðu kaffibolli Þorsteins sem var eitt hans aðals- merki. Á föstudag verður haldin minningarstund um vin okkar Þor- stein í Klébergsskóla. Við fjölskyldan mín vottum eig- inkonu hans, börnum, systkinum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Hrefna S. Bjartmarsdóttir og fjölskylda Með þessum orðum kveð ég Steina og þakka fyrir vináttu og þær góðu stundir sem við höfum átt saman í gegnum tíðina. Það má segja að með tilkomu Steina í líf Systu hafi margt breyst og varð hann fljótlega eins og einn af fjöl- skyldumeðlimunum. Líf þeirra saman var viðburðaríkt og fóru Steini og Systa oft sínar eigin leiðir og létu ekki ráðast af hefðum og siðum. Það má segja að snemma hafi myndast með okkur Steina sterk vinabönd þar sem við áttum það sameiginlegt að stökkva nokkuð oft út af hinni dæmigerðu línu lífsins. Á menntaskólaárum mínum naut ég ómetanlegs stuðnings þeirra Systu og Steina fyrir prófundirbún- ing. Sérstaklega minnisstæð er að- stoð Steina við próf í Háskóla Ís- lands í aðferðarfræði. Þarna var Steini á heimavelli og gat rætt um allar mögulegar leiðir heimspekinn- ar fram og aftur. Þó svo að ekki hafi náðst að komast yfir allt náms- efnið sem var til prófs varð þetta eitt af fáum prófum sem ég stóðst með sóma í Háskólanum. Í prófinu romsaði ég upp úr mér úrdrætti úr öllu því sem Steini hafði frætt mig um, hvort sem það átti við spurn- inguna eða ekki. Á fyrstu árum okkar Þóru í Hólmgarði 50 söng Systa í Kirkju- kór Bústaðakirkju. Eftir eina slíka messu komu Systa, Steini og for- eldrar mínir í heimsókn á aðfanga- dagskvöld. Það var notalegt og ljúft fyrir litlu fjölskylduna í Hólmgarði að fá þau öll í mat á jólunum og varð þetta að góðri hefð í nokkur ár. Steini var mikill áhugamaður um hesta enda mikill dýraunnandi. Hann hafði þó sérstakt dálæti á skagfirskum gæðingum. Ekki entist alltaf dagurinn til að stunda hesta- mennsku enda í mörg horn að líta við heimilishaldið í Lágholti. Það var ávallt glatt á hjalla þegar Steini kom í hesthúsahverfið og hóf lýs- ingar á hinum stórkostlegu gæð- ingum þeirra Systu. Þar voru engin venjuleg hross á ferð að hans sögn. Steini féll vel að þeirri veiðibakt- eríu sem fjölskyldan er þekkt fyrir. Steini gekk til rjúpna við Langá, skaut gæs í Skagafirði og veiddi bleikju í Kaldbaksvík sem var einn af hans uppáhaldsstöðum á landinu. Það er dapurlegt að hann hafi ekki getað notið fleiri ára við veiðar og útivist. Best naut Steini sín við veiðar þar sem aðstæður voru sem frumlegastar. Þorsteins kveðju- stund var þó með þeim hætti sem ég tel að hver útivistarmaður geti hugsað sér sem sína hinstu stund. Jóhannes Oddsson og fjölskylda í Hamraborg. Látinn er skyndilega æskuvinur og samstarfsfélagi til margra ára, Þorsteinn Broddason. Við kynntumst í Menntaskólan- um við Hamrahlíð haustið 1967 og urðum þar samferða í tvo vetur. Hann var töffari, klæddist vinnuföt- um þess vegna, þegar við hinir gengum um hálfhengdir með lakkr- ísbindi, var skemmtimaður, skáld- legur og með þessa dimmu hljóm- þýðu rödd. Okkur varð fljótt vel til vina. Þorsteinn hafði geysilega góða nærveru, það fylgdi honum einhver styrkur og öryggi, ára hans var hrein og í jafnvægi en hann var líka skemmtilega flippaður og til í allt. En þarna í Hamrahlíðinni voru dularfullir straumar í loftinu, það brakaði og brast í öllum hugmynda- kerfum kringum okkur. Óttalega ögrandi var að vera unglingur í slíku umróti. Í skólanum héldum við árshátíð helgaða stríði, settum upp Skemmtiferð á vígvöllinn eftir Arrabal og fleira í þeim dúr, við misjafnar pólitískar undirtektir. Tenglar, sjálfboðahreyfing ungs fólks, urðu hluti af lífi okkar. Og um sumarið ’68 framkvæmdum við Þorsteinn ásamt tveimur öðrum piltum þá ágætu en vondu hug- mynd að gefa út tímarit til að bjarga heiminum, Úthverfi hét það, nafngift Þorsteins minnir mig, al- varleg þjóðfélagsumræða lituð bylt- ingarkenndum ungmennafélags- anda. Sumarhýran fór í það, en varð okkur jafnframt ástæða til að kjafta langar nætur. Og veitti ekki af, stúdentaóeirðir vestanhafs og austan, sovétfasisminn afhjúpaði sig í Tékkóslóvakíu og lögreglubar- smíðar í Reykjavík. Þorsteinn varð svo með fyrstu mönnum fjöl- skyldumaður. Það kom ekki á óvart, hann var einhvern veginn þannig, traustur og með stóran faðm. Mikill barnakarl og húshald- ari í eðli sínu. Fáum mönnum treysti maður betur fyrir börnum en honum. Árið 1985 höguðu atvikin því þannig að verslunarmöguleikar opnuðust mér milli Íslands og Portúgals. Verandi algjörlega grænn í heimi viðskipta leitaði ég til gamalla vina um ráð og það varð úr að Þorsteinn tók slaginn með mér. Við stofnuðum fyrirtæki, Nidana, ásamt fleirum, hann á Ís- landi, ég í Portúgal. Starfið snerist um skipasmíðar og útgerðartengda starfsemi, nokkur fiskiskip voru smíðuð og við áttum náin tengsl við útgerðarmenn og sjómenn frá Patreksfirði, Suðurnesjum, Vest- mannaeyjum, Hornafirði og víðar, bæði heima á Íslandi og í Portúgal. Svona umbastarf felst í að forða árekstrum, endalausum redding- um, vera til taks og halda ró sinni. Að ýmsu leyti var Þorsteinn frá- bær í þessu starfi, af honum staf- aði góðvild og geðprýði, hann var spjallglaður og bóngóður og hafði góðan almennan sans á menn og málefni. Upp úr 1990 breyttust að- stæður, Þorsteinn fór að kenna en ég hélt áfram í Portúgal. Hann og Systa og Oddur voru hjá mér í nokkrar vikur um aldamótin, Odd- ur orðinn unglingur og strákarnir mínir að komast á legg. Það var ógurlega gaman, sumar og sól og söngur, sund og grillaður saltfisk- ur. Eftir að ég flutti til Íslands hafa Steini og Systa verið á mik- ilvægum brautum í mínu sólkerfi. Ég þakka góð kynni og samfylgd. Systu og krökkunum sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán Unnsteinsson. Dauðinn gerir stundum illyrm- islega vart við sig og því meir sem nær manni er höggvið. Við Þor- steinn, eða Steini Brodda, vorum stórfrændur, systrasynir og jafn- aldrar. Andlát hans var snöggt og óvænt, án fyrirboða, í miðju flugi lífsins. Við vorum enn á ný minnt á að ekkert er gefið í þessum heimi og lífslengd fer ekki eftir verð- leikum. Þeim sem stjórna gangi himintungla og sagðir eru ráða lífslokum okkar eru stundum held- ur betur mislagðar hendur. Við vorum á margan hátt sam- rýmdir í uppvexti, hittumst mikið og lékum okkur þar sem hús afa okkar og ömmu stóð við Marar- götu, og margir afkomendur þeirra bjuggu um lengri eða skemmri tíma. Við hittumst auk þess oft í ófáum gagnkvæmum heimsóknum en mikill samgangur var á milli fjölskyldna okkar. Steini missti móður sína mjög ungur. Það voru erfiðir tímar og fráfall hennar varð stórum systk- inahópi þungbært, ekki síst hon- um. Í því tilviki eins og svo mörg- um öðrum svipuðum reyndust upphafsorð Halldórs Kiljan í Brekkukotsannál um foreldramissi ein verstu öfugmæli íslenskra bók- mennta. Við frændur áttum margt saman að sælda á þessum árum. Steini var ætíð glaður og glaðbeittur, uppátækjasamur, og þroskaðist fyrr en við margir frændur og fé- lagar, varð fljótt fremstur meðal jafningja. Hann var leiðtogi í mörgu skemmtilegu sem við tókum okkur fyrir hendur. Við hlupum og stikluðum á háum garðveggjum í Vesturbæ með hávaða og látum, fullkomnuðum hina eðlu list bjöllu- ats, teikuðum bíla af kúnst, og átt- um í stórfenglegum skylmingabar- dögum þar sem heilu göturnar voru gerðar að vígvelli. Við gerð- um virðulegum borgurum lífið leitt, ekki síst þeim sem ekki vildu að við hlypum um garða þeirra, stundum í sakleysi þegar sækja þurfti bolta sem sparkað var inn í garðinn. Við stunduðum trjáklifur af ástríðu, en á þeim árum var ekki mörgum klifurhæfum hríslum til að dreifa í Reykjavík nema í Vest- urbænum. Við sáum fyrstu útgáfu hinnar merku bíómyndar King Kong rúmum tuttugu árum eftir að hún var gerð í nýju Laugarásbíói, líklega átta ára, ég man að mér var um og ó við að horfa á þennan stóra og ógnvekjandi apa á tjald- inu, en Steini lét sér fátt um finn- ast. Ég býst við að þessar lýsingar eigi við marga sem voru börn á þessum árum, en fyrir þessar stundir og minningar hef ég alltaf verið Steina stórfrænda mínum þakklátur. Því miður urðu okkar samskipti minni þegar við eltumst, og önnur viðfangsefni tóku við. Á því er of seint að ráða bót. Ég votta Guðríði Steinunni, börnunum þremur, barnabörnum Steina, systkinum hans, fjölskyld- um þeirra og Friðriku djúpa sam- úð. Missir okkar sem Steina þekkt- um er mikill, þeirra þó miklu meiri. Sigurður Guðmundsson. Fréttin af fráfalli vinar míns Þorsteins Broddasonar fyllti hjarta mitt miklum söknuði. Kletturinn sem ávallt var til staðar og veitti stuðning þegar á reyndi var fallinn en minningarnar um þennan mikla lífskúnstner eiga eftir að hjálpa mér og styðja í framtíðinni. Steini var einn af þessum gull- molum sem maður kynnist á lífsins braut. Maður sem vildi öllum vel og kom fram við aðra af nærgætni og virðingu. Hann lá þó engan veg- inn á skoðunum sínum heldur kom þeim frá sér með þeirri fimi í ís- lenskri tungu sem fáum er gefin. Leiðir okkar Steina lágu fyrst saman er hann kom fyrst til kennslu í Klébergsskóla fyrir um fimmtán árum. Fljótlega kom í ljós að hlýja hans og færni í mann- legum samskiptum skilaði nemend- um hans hæfari út í lífið, enda var það að hans áliti megintilgangur menntunar. Hann ávann sér virð- ingu samstarfsfólks, nemenda og foreldra og víst er að hans verður sárt saknað í skólasamfélaginu okkar. Ég vil þakka þér Steini fyrir all- ar góðu samverustundirnar í leik og starfi og votta Guðríði þinni og fjölskyldu samúð mína. Þinn vinur Snorri Hauks. Þær voru ófáar góðu stundirnar í Lágholtinu þar sem við fjölskyld- an vorum svo lánsöm að eignast frábæra nágranna og vini á 2b. Mikill samgangur var milli heim- ilanna og margt lærði maður af Steina enda fróður og vel mælandi maður. Þau eru einstaklega eft- irminnileg sumarkvöldin þar sem Steini labbaði yfir til okkar á 2a og lá í grasinu með kaffibollann, sagði lærdómsríkar sögur og endaði kannski heimsóknina með fimleika- hoppi. Elsku Steini, þín er sárt saknað og takk fyrir góðu stundirnar sem við áttum í þau 17 ár sem við bjuggum hlið við hlið. Við vottum Systu, Oddi Brodda, Daða og Vin innilega samúð og vonum að almættið veiti styrk í sorg ykkar. Hugurinn er hjá ykkur, Guðmundur granni og börn. Sú sorgarfregn beið okkar þegar við mættum til fyrsta skóladags þessa vetrar að Þorsteinn Brodda- son hefði látist kvöldið áður. Hann byrjaði að kenna við Klébergsskóla fyrir um fimmtán árum og starfaði samfleytt við skólann frá árinu 1999. Nemendur hans dáðu hann, samstarfsfólk hans elskaði hann og foreldrar virtu hann. Hann var frá- bær náttúrufræðikennari, skapandi og hugmyndaríkur. Erfitt verður að fylla í það skarð. Það var samt umsjónarkennslan sem Þorsteinn lagði mestan metn- að sinn í, að hjálpa öllum nem- endum til nokkurs þroska. Senni- lega var það köllun hans í kennslunni, að hugsa um andlega velferð nemenda sinna. Það þurfti ekki langt samtal við Þorstein um nemendur til að skynja það. Þor- steinn var kærleiksríkur umsjón- arkennari og hann bar djúpa virð- ingu fyrir nemendum sínum sem sjálfstæðum einstaklingum. Nem- endur Klébergsskóla munu ávallt hugsa til hans með hlýhug. Þegar hans nýtur ekki lengur við reynum við hin að halda merki hans í kennslunni hátt á lofti. Með því heiðrum við minningu Þor- steins Broddasonar. Við sendum Guðríði Steinunni og fjölskyldu Þorsteins innilegar sam- úðarkveðjur. F.h. nemenda og starfsmanna Klébergsskóla, Björgvin Þór Þórhallsson. Sigurgeiri Jóns- syni kynntist ég haustið 1983 þegar ég hóf störf í alþjóða- deild Seðlabankans sem hann veitti forstöðu jafnframt því að vera aðstoðarbankastjóri. Meginviðfangsefnið laut að því að afla ríkissjóði lánsfjár erlendis frá og fólst í þessu að hafa tengsl við erlenda banka og fjármálastofn- anir. Einnig féllu mál tengd Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum undir verksvið deildarinnar. Á þessum vettvangi kynntist ég vel mannkostum Sigurgeirs Jóns- sonar, íhygli hans og gætni sem gat verið blandin dirfsku. Áhersla hans í starfi var á vönduð vinnu- brögð í hvívetna. Hann hafði að orðtaki, við erum fagmenn, og meira þurfti í raun ekki að segja. Hann naut trausts þeirra sem við hann skiptu og mátti treysta því að það stóð sem hann sagði. Þarna lá lykillinn að árangursríku starfi með erlendum lánastofnunum að tryggja lýðveldinu lánsfé erlendis frá við misjöfn skilyrði. Sigurgeir var ágætur yfirmaður og minnist Sigurgeir Jónsson ✝ Sigurgeir Jónssonfæddist í Vík í Mýrdal 23. janúar 1934. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 16. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 25. ágúst. ég margra góðra stunda með honum og starfsfólki bank- ans á þessum árum. Eins minnist ég ánægjulegra ferða með honum í erind- um bankans víða um heim. Framhaldsnáms í hagfræði aflaði Sig- urgeir sér við Stan- ford-háskóla í Kali- forníu. Um fjögurra ára skeið var hann varafulltrúi í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Wash- ington DC. Hann hafði ágætar forsendur til að taka þátt í mótun stefnu í efnahagsmálum á starfs- ferli sínum og lagði þar margt gott til mála. Sigurgeir stóð traustum fótum í íslenskum jarðvegi, hafði áhuga á sögu lands og lýðs og honum voru átthagar sínir í Vestur-Skaftafells- sýslu kærir. Oft minntist hann for- feðra sinna og frændgarðs þeirra, presta mann fram af manni sem ýmist hétu Jón eða Þorvarður og þótti ekki minna til þeirra koma þó að sumir hefðu verið hneigðir fyrir öl og víf. Ævisaga síra Jóns Steingrímssonar, prests af öðrum ættmeiði, var honum löngum hug- stæð. Ég kveð Sigurgeir Jónsson með virðingu og þökk og flyt Ingi- björgu og fjölskyldu samúðar- kveðjur. Ólafur Ísleifsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.