Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 04.09.2009, Síða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 ✝ Erna María fædd-ist í Reykjavík 1. ágúst 1947. Hún lést á Líknardeild Landspít- alans þann 18. ágúst 2009. Foreldrar hennar voru Ludvig Leopold Hjálmtýsson, f. 1914, d. 1990, og Kristjana Pétursdóttir, f. 1918, d.1992. Bróðir Ernu er Pétur Ludvigsson, f. 1945, maki Nína Kristín Birgisdóttir, f. 1949. Sonur Ernu og Karls J. Steingrímssonar, f. 1947, er Pétur Albert, f. 1963. Erna María giftist 1966 Haraldi Schiöth Haraldssyni, f. 1940, sem ættleiddi Pétur. Eiginkona Péturs er Berg- lind Johansen, f. 1966, dætur þeirra eru Kristjana, f.1992, Karólína, f. 1995, og Erna Katrín, f. 2001. Börn Ernu og Har- alds eru 1) Unnur María, f. 1968, sam- býlismaður Helgi Bjarnason, f. 1962, sonur þeirra er óskírður, f. 2009, son- ur Helga af fyrra sambandi er Árni Freyr, f. 1995. 2) Har- aldur Ludvig, f. 1978, dóttir hans og Ingi- bjargar Jónu Jak- obsdóttur, f. 1980, er Viktoría María, f. 2006. Útför Ernu Maríu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 4. september, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Það er oft sagt að maður velji ekki fjölskyldu sína heldur vini. Fyrir mér var Erna fyrst og fremst vinur því betri tengdamömmu gæti ég ekki hafa valið mér. Hún hefur verið mér mikil fyrirmynd í einu og öllu frá okk- ar fyrstu kynnum sem spanna nú hartnær 30 ár. Hún var einstök manneskja, ynd- isleg að utan sem innan, með hjartað á réttum stað. Hún hafði einstakan húmor og dillandi hlátur sem sárlega verður saknað. Hún var bæði í senn góður ráðgjafi og hlustandi, skörp og áhugasöm, með púlsinn á öllu því sem var að gerast í kringum hana, hvort sem var í samfélaginu eða innan fjöl- skyldunnar. Í veikindum Ernu dáðist ég að kjarki hennar, þroska og styrk og æðruleysi í lokin. Ég kveð nú mína elskulegu tengda- móður í hinsta sinn með djúpri virð- ingu og þakklæti fyrir samleið okkar og vináttu sem lifir áfram í hjarta mínu sem og arfleifð hennar í dætrum mínum. Berglind (Linda). Þann 18 ágúst sl. lést Erna Lúð- víksdóttir mágkona mín og vinkona. Hennar er sárt saknað. Ég man þegar Harrý bróðir minn kom fyrst í heimsókn með Ernu þeg- ar hún var ung stúlka. Það var mikið í Ernu spunnið, sem fjölskylda mín fékk að kynnast í gegnum árin, góðmennska hennar, glaðlyndi og yfirvegun í öllu hennar fasi. Ég verð henni alltaf þakklát fyrir umhyggjuna sem hún sýndi foreldr- um mínum og ekki síst Elfari bróður í hans miklu veikindum. Alltaf var Erna gleðigjafi í vina- hópnum og þar er höggvið mikið skarð. Ég og fjölskylda mín vottum fjöl- skyldu hennar samúð okkar og barnabörnum sem eiga eftir að sakna bestu ömmu í heimi. Elsku Harrý minn, Erna var lífs- ljós þitt og það mun aldrei slökkna. Það mun loga áfram í minningu þinni, barna og barnabarna. Ég þakka Guði fyrir þann kjark sem hann gaf henni til að takast á við veikindi sín sem hún leit á sem verk- efni. Ég trúi því að hún muni taka á móti okkur sem á eftir komum með sínu fallega brosi. Elsa Haraldsdóttir og fjölskylda. Yndislega fallega mágkona mín, Erna, hefur kvatt þetta líf og haldið á vit eilífðarinnar. Eftir situr tómleiki og söknuður. Ég var heppin að eiga samleið með Ernu í tæp 40 ár, eða síðan ég giftist bróður hennar og eignaðist stóra systur eins og hún sjálf komst að orði í ræðu til okkar Péturs á brúðkaups- daginn. Hvorug okkar átti systur og mér hefur oft síðan verið hugsað til þessara orða. Ég vona að ég hafi stað- ið undir heiðrinum sem í þeim felst. Erna var lánsöm í lífi sínu. Hún eignaðist elskulegan eiginmann, sem var ávallt reiðubúinn, með bros á vör að gera allt fyrir Ernu sína og hann var vakinn og sofinn yfir velferð Ernu í veikindum hennar. Yndislegu börnin þrjú voru augasteinar móður sinnar og síðan komu englarnir fimm, barna- börnin. Fjórar yngismeyjar sem amma ræktaði vel og uppskar í stað- inn ríkulega virðingu, ást og um- hyggju. Þá kom prinsinn litli sem átti dýrmæta 14 daga samveru með ömmu sinni, litla kraftaverkabarnið sem beðið hafði verið eftir. Þetta var lífið fyrir Ernu, börnin og barnabörn- in. Þa var mikið áfall þegar Erna greindist með krabbamein fyrir tæp- um þremur árum, þann illvíga vágest sem vægir litlu. Hún var nýkomin heim úr frábærri siglingu með stór- fjölskyldunni, frænkum og frændum, en þurfti nú að horfast í augu við ólæknandi sjúkdóm. Erna tókst á við veikindi sín af ótrúlegri stillingu og húmor, sem ein- kenndi líf hennar alla tíð. Hláturinn ómetanlegi mun lifa í minningunni. Síðustu vikurnar var gott að koma til hennar á líknardeildina í Kópavogi í ró og frið og eiga góðar stundir með henni þar sem sólin skein. Nú skil ég orðið „æðruleysi“. Elsku Harrý, Pétur, Linda, Unnur, Helgi, Halli og allir litlu englarnir hennar Ernu, ég votta ykkur öllum innilega samúð. Megi góðar minning- ar umlykja ykkur og umvefja í þeim kærleika sem Ernu fylgdi. Megi guð vera með ykkur og gefa ykkur styrk á erfiðum tíma. Nína. Þær léku létt í huga hennar vís- urnar sem hún orti frændsystkinum sínum til heiðurs á tyllidögum. Vís- urnar, sem innihéldu húmorsríkar lýsingar með alvarlegu ívafi á viðkom- andi og umhverfi hans voru fluttar undir hennar stjórn af kór Frænku- félagsins við mikla kátínu. Ernu var það eiginlegt að gefa sér tíma fyrir aðra, þannig naut hún lífs- ins í faðmi fjölskyldu og vina. Virðing og þakklæti er okkur efst í huga þegar við í dag kveðjum frænku okkar, Ernu Maríu Ludvigsdóttur, hinstu kveðju. Erna er þriðja af barnabörnum ömmu Lucindu og afa Hjálmtýs sem kveður en áður eru farnir Hilmar V. Heiðdal og Sigurður Guðmundsson. Æskuárin voru Ernu áhyggjulaus í öruggum faðmi foreldra og bróður þar sem eiginleikar hennar fengu not- ið sín og döfnuðu vel. Þegar hún svo seinna varð móðir og gifti sig góðum dreng hélt hún hugrökk út í lífið sem hún leit ætíð björtum augum. Fjöl- skyldan stækkaði með árunum og var það farsæld Ernu hversu hún í móð- ur- og ömmuhlutverki var afkomend- um sínum bæði leiðbeinandi og vinur. Í ágúst fæddist lítill ömmudrengur sem hún dáði að sjá og snerta. Það var heillaspor í lífi okkar og foreldrum okkar til mikillar gleði þeg- ar við stofnuðum Frænkufélagið Túllu Hansen í september 1989, en fé- lagið er kennt við ömmu okkar Luc- indu. Í tilefni stofnunarinnar orti Erna brag þar sem hún lýsti hug sínum til framtaksins og fylgir annað erindi af sex hér: „Því það er synd að láta niður falla ættarbönd og samkennd alla. Í heimi sem að þarfnast hlýju og ástar já, kynnumst betur og stöndum saman fastar.“ (E.L.) Allt frá stofnun hefur félagið fært okkur hverja nær annarri og tengt fjölskyldur okkar sterkari böndum. Erna skipaði sæti í stjórn félagsins frá stofnun og stóð meðal annarra þar að undirbúningi og tilurð hinna ár- legu þorrablóta sem haldin eru með glæsibrag, söng og hlátri. Erna var ávallt tilbúin að skipuleggja eitthvað nýtt og spennandi eins og ferðir stór- fjölskyldunnar innanlands og var aldrei tímabundin ef fundur var í frænkufélaginu eða á vegum þess. Svo var það eftir árslangan og vand- aðan undirbúning að við fórum í sept- ember árið 2006, tuttugu og níu sam- an í siglingu frá New Jersey í Bandaríkjunum til Karíbahafsins. Siglingin færði okkur öllum ógleym- anlega ánægju og þegar henni lauk, heimsóttum við frænkur okkar úr fé- laginu búsettar í Connecticut þar sem við fengum höfðinglegar móttökur, ferðina enduðum við svo saman í New York. Veikindi Ernu gerðu vart við sig í ferðinni en hún lét eins lítið með það og hægt var og naut ferðarinnar í hvívetna. Nú á síðustu dögum júlímánaðar var hún heiðruð af okkur frænkunum þegar hún var gerð að þriðja heið- ursfélaga Frænkufélagsins Túllu Hansen, tók hún við viðurkenning- unni af mikilli gleði og því ótrúlega æðruleysi sem einkenndi hugarfar hennar og fas allt. Erna var glaðlynd, traust vinkona sem bar góðmennsku og glæsileika af mikilli reisn. Söknuðurinn er sár en minningarnar frá samverustundum verða vel varðveittar. Elsku Harrý, megi trygglyndi þitt í ykkar einlæga sambandi vera þér huggun harmi gegn. Við vottum þér, Pétri Albert, Unni, Halla og fjölskyld- um okkar innilegustu samúð. F.h. Frænkufélagsins Túllu Han- sen, Valgerður Sigurðardóttir. Elsku Erna frænka mín. Nú hefur þú kvatt okkur eftir bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Þegar ég rifja upp stundirnar sem ég átti með þér minnist ég alltaf þeirrar hlýju og gleði sem ríkti í kringum þig. Aldrei var húmorinn langt undan og þú gast alltaf séð það fyndna og skemmtilega við allar aðstæður. Úr æsku minni minnist ég einna helst ferðanna sem við fórum í berjamó og veiðiferðanna með afa Ludvig og ömmu Nönu þegar við vorum öll saman. Þegar ég var að skoða gamlar myndir um daginn rifj- aðist upp fyrir mér þegar við Halli fengum að búa til virki úr svefnsóf- anum heima hjá ykkur Harrý og her- bergið umturnaðist. Við áttum von á skömmum, en þú tókst þessu öllu með húmornum. Við bökuðum líka og skreyttum piparkökur fyrir jólin, en á seinni árum, eftir að við krakkarnir uxum úr grasi, hefur samgangurinn ekki verið eins mikill og áður, en þó ríkir alltaf hamingja og gleði þegar við hittumst hvort sem er á þorrablót- um, um jólin eða annars staðar. Síð- ustu vikurnar, eftir að þú lagðist á spítalann og ekki síst eftir að þú fórst á líknardeildina í Kópavogi, áttum við aftur góðar stundir saman þar sem þú hélst áfram að veita af elsku þinni og umhyggju. Æðruleysi þitt og styrkur í erfiðri baráttu var einstakur. Ég mun ávallt minnast þín með söknuði og virðingu. Við Þorri sendum Harrý, Pétri og Lindu, Unni og Helga og Halla og öll- um barnabörnunum samúðarkveðjur og hugsum með þakklæti til þess að Erna fékk að sjá litla kraftaverka- prinsinn áður en hún lést. Hildur Ólöf. Nú er haustið gengið í garð og runninn upp sá tími ársins sem hóp- urinn okkar horfði til með eftirvænt- ingu og gleði í hjarta. Þá var sprett úr spori og haldið út á land í „skemmti- helgarreisu“, sem við höfum farið í sl. 40 ár. Við höfum verði svo lánsöm að hafa átt Ernu að í þessum hópi, sem ávallt smitaði alla með sinni glaðværð, já- kvæðni, frásagnarhæfileikum, húmor og dillandi hlátri. Það er stórt skarð höggvið í þennan góða vinahóp við fráfall Ernu. Við sem þekktum Ernu vel vitum að það hefði ekki verið í hennar anda að vita af okkur leiðum og sorgmædd- um og þá er gott að ylja sér við góðar minningar um frábæra konu. Þær munu veita okkur styrk inn í framtíð- ina, en Ernu verður sárt saknað. Elsku Harrý okkar, börn og fjöl- skyldur. Missir ykkar er mikill og sorgin djúp. Megi Guð gefa ykkur styrk. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Valdimar Briem.) Ólafía, Hermann, Gerður, Gunnar, Snæfríður, Sæmundur, Erla, Garðar, Arnbjörg, Svein- björn, Þorgeir, Elsa og Kolbrún. Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig og vakna upp úngur einhvern daginn með eilífð glaða kringum þig. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. (Þorsteinn Erlingsson.) Að morgni dags hinn 18. ágúst sl. kvaddi Erna mín þessa jarðvist eins hljóðlega og fallega og hún hafði lifað lífi sínu. Þessi glæsilega kona og kær vinkona hafði lokið baráttu sinni við illvígan sjúkdóm. Hún bjó yfir aðdá- unarverðu æðruleysi og styrk til hinztu stundar og sem hefur einkennt hana alla tíð. Það var hún sem huggaði og sefaði sorgina sem bjó í hjörtum okkar sem þekktu hana og vissu að hverju stefndi. Lífið er söngur, syngdu hann. Lífið er gjöf, njóttu hennar Lífið er fegurð, dáðu hana. Lífið er áskorun, taktu henni. Lífið er sorg, sigraðu hana. Svo mælti Móðir Teresa m.a. þegar hún vitnaði til þeirra ótal gjafa sem líf- ið gefur en er okkar að vinna með og rækta. Fáa þekki ég sem kunni þá list betur en Erna. Veikindum sínum og stærstu áskorun lífsins tók hún með ótrúlegri yfirvegun. Hún kveður okk- ur á þeim árstíma sem hún mat hvað mest, þegar fagrir haustlitirnir birt- ast í landslaginu, m.a. í bláberjalyng- inu sem hún tíndi samviskusamlega á hverju ári, þurrkaði og kom fyrir í koparpottinum sínum. Erna var Guði þakklát fyrir gjafir lífsins, naut þeirra í ríkum mæli en kunni jafnframt að fara vel með þær. Henni tókst svo sannarlega að syngja söng lífsins fallega. Fjölskyldan öll var hennar stærsta gjöf sem hún hlúði að og varðveitti. Eiginmaðurinn, börnin þrjú, tengdabörn og barna- börn elskuðu hana og dáðu og þeirra er söknuðurinn mestur. Hún ræktaði vináttuna og var traustur hlekkur í stórum og tryggum vinahópum og sá til þess að keðjan slitnaði ekki. Glaðværð og húmor einkenndi Ernu alla tíð og sá hún oftar en ekki spaugilegu hliðarnar á málunum. Og hvað við gátum hlegið saman. Við vor- um sannfærðar um að hlátursköstin hefðu lækningamátt og hreinsuðu lík- amann af alls kyns óværu og er ég ekki frá því að það sé rétt. En oft er stutt milli hláturs og gráts. Lán mitt var að eiga hana að, því allt verður betra ef maður getur deilt því með góðum vini. Hún hafði svo góða og þægilega nærveru. Við nutum þagn- arinnar saman jafnt sem gleðistunda. Söknuðurinn er svo sár en þakk- lætið fyrir að hafa þekkt Ernu mína og átt með henni samleið verður það sem sigrar sorgina hjá mér og öllum þeim sem hana þekktu. Ótal ljúfar minningar, eftir nær 40 ára vináttu sem aldrei hefur borið skugga á, eru ómetanlegar og sefa. Ég þakka henni fyrir allt sem hún hefur verið mér og mínum og sakna þess að hafa hana ekki lengur, því við ætluðum svo sann- anlega að eyða ellinni saman og hafa það svo huggulegt og skemmtilegt. Ég sakna þess að geta ekki ýtt á Erna mín í símanum og átt okkar notalega morgunspjall. Ég sakna hlátursins. Ég sakna þess að fá ekki fleiri vís- ur. Ég sakna þín kæra vinakona. Erla Ólafsdóttir. Erna, mín hjartans vinkona, lést á fallegum sumardegi eftir erfið veik- indi. Við fráfall hennar hrannast upp ljúfar minningar um hana; konuna sterku með fallega brosið og heillandi framkomuna; jákvæðni og fágað fas voru hennar aðalsmerki. Við Erna kynntumst fyrir meira en fimmtíu árum og tengdumst strax sterkum vináttuböndum. Við deildum bæði sorg og gleði og gat ég alltaf treyst á vináttu hennar og styrk, sem ég verð henni ævinlega þakklát fyrir. Ég er stolt af því að hafa verið sam- ferðamaður hennar og góður vinur. Sorg og söknuður hreiðra um sig í hjartanu en minningin um elsku Ernu mína mun verma sálina nú þegar hún er gengin inn í ljósið bjarta laus við allar þjáningar. Elsku Harry, Pétur, Unnur, Halli, ömmustelpurnar Kristjana, Karólína, Erna María og Viktoría og nýfæddi fallegi drengurinn, tengdabörn, bróð- ir og aðrir ástvinir sjá nú á eftir ást- ríkri eiginkonu, móður og ömmu sem umvafði þau öll ást og umhyggju og bar ætíð hag fjölskyldunnar ofar öllu. Megi góður Guð gefa þeim styrk og vissu um endurfundi. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Hjálmar Jónsson.) Guð blessi elsku Ernu mina í nýjum heimkynnum. Helga Bjarnason. Kær vinkona, Erna María, er fallin frá langt um aldur fram. Síðustu daga sína dvaldi hún á líknardeildinni við voginn þar sem fuglarnir sungu í sum- argolunni og náttúran skartaði sínu fegursta. Þar var hún umvafin fjöl- skyldu sinni og vinum og yndislegt að hún skyldi lifa það að sjá yngsta barnabarnið, dóttursoninn, og fylgj- ast með honum fyrstu dagana í lífi hans. Minningar 60 ára vináttu streyma fram, ljúfar minningar frá barnæsku í Hátúninu þar sem við ólumst upp; bernskuleikir krakkanna í hverfinu, ferðir í Sjálfstæðishúsið þar sem pabbi hennar vann og þar máttum við fylgjast með revíuæfingum gaman- leikara þess tíma í gegnum lítil op, ný- stárlegu leikföngin sem pabbi minn keypti í Ameríku, áramótaboðin milli húsanna með tilheyrandi göngu á brennu, sunnudagsbíltúrar og ís, barnaguðsþjónustur í Laugarnes- kirkju, og fleira og fleira. Við eign- uðumst þrjú börn hvor, þau fyrstu í heimahúsum og nutum þeirra forrétt- inda að vera heimavinnandi og geta fylgst með börnunum okkar vaxa úr grasi. Við fylgdumst að í stóru og smáu, í gleði og sorg. Þegar horft er til baka finnst mér svo stutt síðan við vorum litlar stelpur en nú er komið að kveðjustund og vil ég þakka henni fyrir allt það góða sem hún gaf mér og mínum. Erna gaf mik- ið af sér sem skilar sér áfram til barna hennar, barnabarna og allra sem um- gengust hana. Hún gaf frá sér fegurð og hamingju, hún var glaðvær og vin- átta hennar var ósvikin. Betri ömmu gátu barnabörnin ekki átt. Ég rakst á góða lýsingu sem gæti svo vel átt við Ernu: „Flestar ömmur eru svolítið feitar, en þó ekki svo feitar að þær geti ekki reimað skóna manns. Þær nota gleraugu, þær geta svarað öllum spurningum. Ef þær lesa fyrir okkur, hlaupa þær aldrei yfir neitt. Ömmur eru þær einustu sem hafa tíma fyrir aðra.“ Hún dó þakklát fyrir lífið sem gaf henni svo margt gott; eiginmann sem Erna María Ludvigsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.