Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 35

Morgunblaðið - 04.09.2009, Side 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009 efni. Því trúi ég allavega. Ég kveð þig, afi Kári, með söknuð í huga og hjartans þökk fyrir allt. Hvíl í friði. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Erla Ölversdóttir og fjölskylda, Grindavík. Elsku afi. Ég sit og hugsa til þín og reyni að setja á blað minningar um þig, elsku „litli afi“ eins og ég kallaði þig ætíð. Það koma margar hlýjar og góðar minningar upp í huga mér þegar ég hugsa til baka um þig. Sérstaklega eru þær minnisstæðar minningarnar sem ég á frá heimsóknum mínum á heimili ykkar í Heiðargerði. Sam- verustundir okkar þar voru margar og yndislegar, alltaf tóku þið „litla amma“ vel á móti okkur þar. Ekki minnkaði umhyggjan og gestrisnin þegar þið fluttuð síðar út á Granda. Mér er mjög minnisstæð öll vinnan sem þú lagðir í og við garðinn og um- hverfið í kringum húsið ykkar, ég man að oftar en ekki var girðing tekin niður og máluð. Þannig varst þú afi minn þegar kom að viðhaldi og fegr- un á umhverfinu í Heiðargerði, hús- inu sem þú og amma byggðuð ykkur fyrir heimili. Ekki má svo gleyma kjallaranum þar sem smíðaverkstæði þitt var og margur hluturinn var smíðaður eða betrumbættur þar. Þar niðri var allt í sérstaklega mikilli röð og reglu, allir hlutir áttu sinn stað hjá þér. Þannig varst þú afi minn, metn- aður þinn var alltaf svo mikill, hvort sem það var við vinnu, viðhald í garð- inum, við heimilið eða að hlúa að fjöl- skyldu þinni. Það gerðuð þið amma alltaf af hjartans lyst og mikilli inn- lifun. Það er erfitt að taka fram ein- hverja eina minningu yfir aðra þegar ég hugsa til þín og allra góðu stund- anna sem við áttum saman. Þegar fregnir bárust um andlát þitt vorum við Margrét nýfarin til útlanda og því miður höfum við ekki möguleika að vera við jarðarför þína. Þar munum við þó verða í huga okkar og hjörtum og komum við til að kveðja þig, elsku „litli afi“, þegar við komum heim. Afi, ég veit að þú ert hamingjusamur núna, þegar þið amma eruð sameinuð aftur himnum ofar eftir langan að- skilnað. Elsku afi, hvíl í friði, við munum ætíð geyma þig í hjörtum okkar. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu’ í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (Björn Halldórsson.) Kári Magnús og Margrét. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Elsku afi Kári, nú ertu kominn til ömmu Margrétar sem þú elskaðir og saknaðir mikið. Við munum geyma minningarnar um þig um ókomna tíð. Okkur langar einnig að minnast hennar ömmu Margrétar, og þakka ykkur báðum fyrir alla þá umhyggju og ástúð sem þið sýnduð okkur í hvert sinn er við hittumst. Amma var alltaf brosandi og hlý og af þér skein stoltið og metnaðurinn. Við munum minnast ykkar beggja með ást og virðingu. Við þökkum ykkur fyrir allt og biðjum ykkur Guðs blessunar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð blessi minningu þeirra. Ykkar langafadætur, Birgitta Hrund og Elka Mist Káradætur. Ég átti þess kost að vinna með Kára Ingvarssyni, á árunum 1982- 1984. Var það við Múlastöð Pósts og síma, en hann var þar þá húsvörður og ég einn næturvarðanna. Hann var þar frekar vinsæll og vel liðinn stjórnandi; og hafði gaman af að við- hafa vafasamar vísur eftir bæði sig og aðra. Var hann tilfinningaríkur, hlý- legur og örlátur heim að sækja. Hefi ég lengi séð fyrir að það myndi þykja eftirsjá að honum er hans tími kæmi. Múlastöðin var þá einn af fjöl- mennu og fjölbreytilegu vinnustöð- unum í borginni, með fólk sem vann við símtækni, talsamband, póstflokk- un og stjórnunarstörf; og virtist þar starfsandi góður. Voru þar einnig margir áhugamenn um blaðaskrifin mín. Nú þegar einn helsti tengilið- urinn þar, Kári húsvörður, er fallinn frá, og stofnunin orðin einkavædd og uppskipt, hlýtur mörgum gamalla kunningja minna þar að finnast að farið sé að fenna yfir sitt eigið líf. Vil ég því nota tækifærið hér til að kasta kveðju minni til þeirra. En þannig stóð á veru minni á þeim bæ, að ég hafði nýlokið við að kenna vetrar- langt við menntaskóla, að afloknu há- skólanámi, og vildi nú reyna fyrir mér með ritstörfum. Hugði ég að það myndi finnast mikið næði í nætur- varðarstarfinu til að sinna lestri og skriftum; og stunda lausablaða- mennsku meðfram. Gekk þetta eftir. Gerðist ég nú iðinn við greinaskrif í DV og Morgunblaðið. Varð þar einn- ig til undirbúningsvinnan að ljóð- skáldaferli mínum, og fjölluðu nokk- ur fyrstu ljóð mín þar um þann vinnustað. Birtist það lengsta í Les- bók Morgunblaðsins 1982, og heitir það Næturvörðurinn. Fleiri birtust í Stúdentablaðinu 1983. Þau birtust síðan í fyrstu ljóðabókinni minni, Næturverðinum, 1989 (og ljóðið um næturvörðinn birtist svo í enskri þýð- ingu minni í fjórðu ljóðabók minni, An Icelandic poet, 1998). (Það var raunar einnig endurbirt í Reykjavík- urljóðum, 1986, á vegum Heimdallar, í bók sem var ritstýrt af Ólafi Þ. Stephensen, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins!). Kári leysti mig að lokum út eftir þriðja sumar mitt í starfi, með gam- alli kersknisvísu um feitlagna stúlku á Borðeyri; en þangað var ég nú að halda til kennslu eftir að hafa bætt við mig kennsluréttindanámi við H.Í um veturinn. Hitti ég hann síðan einu sinni eftir það. Vil ég nú endurgjalda vísnakveðju hans með einu ljóða minna úr elleftu ljóðabók minni, Kvæðaljóðum og sögum (2008), sem er ort í bundnu formi, en það heitir: Dúfur tvær. Má segja að eitthvað leifi eftir af andblæ næturvörsluáranna í því; þó svo að þar sé einnig komin til nýlegri skírskotun til hugðarefna Ásatrúar- manna: Á morgni hverjum dúfur hvítar tvær hraða sér um skelliganga þrær; en áður báðar þó til enda ná einatt lykjast skelliklettar þá: önnur ferst en hin stéls fjöður missir; færir síðan Seifi helgar vistir. Seifur þakkar þessa lofgjörð svona: þrífur fuglinn, kreistir hann og togar þar til guðleg veig úr goggi drýpur. Sendir síðan fyglið út um gnípur. Tryggvi V. Líndal ✝ Guðmundur Jó-hannes Tómasson fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1954. Hann lést á heimili sínu, Hverfisgötu 125 í Reykjavík, 28. ágúst sl. Foreldrar hans eru Sjöfn Guðmunds- dóttir, f. 17. maí 1935, og Tómas Sigurpáll Jónsson, f. 28. ágúst 1933, d. 6. mars 1995. Þau skildu. Stjúpfaðir er Guðni Þórðarson, f. 6. september 1939. Systkini Guðmundar eru Guðrún Tómasdóttir, f. 21. febrúar 1960, Hulda Rós Guðnadóttir, f. 13. júní 1973, Sunna Jóna Guðnadóttir, f. 15. júlí 1975, maki Matej Hlavacek og Brynja Þóra Guðnadóttir, f. 9. sept- ember 1976, maki Andri Páll Páls- son. Guðmundur eignaðist soninn Þór- hall Skúlason, f. 21. nóvember 1971, sem síðar var ættleiddur af eig- inmanni móður sinnar. Sonur Þór- halls er Kristján Gabríel, f. 5. febrúar 2001. Guðmundur kvænt- ist Guðbjörgu Hug- rúnu Björnsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Þau skildu. Börn Guðbjargar Hugrúnar og Guðmundar eru Vega Rós, f. 30. nóv- ember 1977, maki Dyl- an Kincla, dóttir Ið- unn Nótt, f. 16. nóvember 2003, Sandra Guðrún, f. 21. janúar 1979 og Andreas, f. 25. maí 1984. Guðmundur er fæddur og uppal- inn í Reykjavík en gekk í skóla bæði í Héraðskólanum á Núpi og Mennta- skólanum á Akureyri. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 4. september, og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Grafarvogs- kirkjugarði. Meira: mbl.is/minningar Gummi bróðir okkar varð bráð- kvaddur föstudagsmorguninn 28. ágúst sl. þrem dögum eftir einstak- lega ánægjulega afmælisveislu sem hann hélt fyrir fjölskylduna í tilefni af 55 ára afmælinu sínu. Eftir tals- verða heilsubresti á undanförnum misserum sagði hann við mág sinn að honum hefði aldrei liðið betur. Það skein af honum sjálfsöryggið og ánægjan og er það okkur öllum huggun á erfiðum tíma, líka fyrir þau okkar sem misstum af afmæl- isfagnaðinum. Afi Guðmundur sagði einu sinni að nafni sinn væri langklárasta barnabarnið. Gummi var bráð- greindur en það endurspeglaðist í hnyttnum húmor og því hvernig hann tókst á við veikindi sín og þann missi sem hann varð fyrir í lífinu. Eftir situr það sem hann kenndi okkur og virðing fyrir honum sem óx samfara okkar eigin þroska og kynnum af áskorunum lífsins. Við kveðjum hann Gumma bróður okkar með ljóðinu Eyrarrósin, sem nafni hans og afi samdi eitt sinn fyr- ir löngu. Það var um haust, ég beið við bjarkargrein Og birtu sólar naut ei – ég var ein. Og laufin féllu’ af greinum, gul og bleik, ég grét og þráði vorsins yndisleik. Þá var það morguns mildi sunnanblær, um mína vanga strauk svo undur kær. Að tárin mín þau stöðvuðust um stund, uns stormur vetrar brátt mig lagði’ að grund. (Guðmundur J. Kristjánsson.) Hulda Rós og Brynja Þóra Guðnadætur. Gummi bróðir hefur nú kvatt þennan heim og eftir situr ljúf minn- ing um góðan mann. Mann sem háði, af æðruleysi, langa og stranga bar- áttu við erfiðan sjúkdóm meirihluta ævi sinnar. Frá því ég var lítið barn dáðist ég alltaf sérstaklega að Gumma fyrir það hversu ljúf og góð sál hann var. Þrátt fyrir að hann virtist oft vera fjarlægur vegna veik- indanna sem hömluðu honum á margan hátt þá sýndi hann manni aldrei neitt annað en væntumþykju og ljúfmennsku og það var einstak- lega auðvelt að elska svona yndis- legan bróður. Síðasta minningin sem ég á um Gumma bróður er mér núna sérstaklega kær en það var þegar við fjölskyldan fögnuðum með hon- um 55 ára afmælinu hans nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann svo kátur og hress og ánægður með að við værum þarna svona mörg með honum. Það var gott að sjá hann svona glaðan og sú minning hughreystir og yljar aumum hjarta- rótum á þessari erfiðu kveðjustund. Kæri Gummi, ég kveð þig með sorg í hjarta og þakklæti fyrir allt það sem þú kenndir mér um lífið með hugrekki þínu og ljúfmennsku. Ég mun hugsa til þín, elsku bróðir minn, meðal engla alheimsins og veit að þar mun þér líða vel. Þín systir, Sunna. Með þessu erindi vil ég kveðja og heiðra minningu elskulegs barnsföð- ur míns. Guð er eilíf ást engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl er bætt. Lofið Guð sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. (Stefán frá Hvítadal.) Guðbjörg Hugrún Björnsdóttir Guðmundur Jóhannes Tómasson var fyrsta barnabarn foreldra okk- ar, fæddur þegar við þrjú vorum enn í foreldrahúsum. Foreldrar hans, Sjöfn og Tómas, bjuggu þar líka með okkur og þar af leiðandi varð Guðmundur á sínu fyrsta æviskeiði eins og eitt systkina okkar enda stutt á milli hans og Guðjóns eða fimm ár. Við munum hann sem kát- an og fjörugan, uppátækjasaman og bráðgreindan. Hafði hann mjög gaman af tónlist, og dillaði sér oft undir útvarpstónlistinni. Það var engin lognmolla þar sem hann var. Síðar meir fékk hann áhuga á rokk- tónlist og John Mayell var í miklum metum hjá honum og átti hann mik- ið plötusafn með honum. Oft sofnaði hann til skiptis hjá okkur systkinun- um eftir að við höfðum sagt honum sögur eða sungið og skrafað við hann. Þá voru foreldrar okkar á besta aldri og voru þau dugleg að ferðast um landið, þótti þeim ekkert mál að taka alla fjölskylduna með. Við vit- um að Guðmundur átti margar minningar frá þessum ferðum okkar sem hann deilir með systur sinni Guðrúnu. Þetta var áður en hálf- systur hans fæddust. Þá var gist í litlum veiðihúsum hér og þar um landið, einnig oft í Munaðarnesi í fé- lagsbústað á vegum ríkisstarfs- manna og síðast en ekki síst í höll- inni okkar í Hítardalnum, gömlum áhaldaskúr sem nokkrar fjölskyldur áttu saman og var nefndur Skóg- arsel, og stóð við veiðiána Grjótá. Það var aldrei svo margt að ekki væri hægt að finna svefnpláss fyrir einn í viðbót. Eins var með bílana, alltaf hægt að koma einum fyrir. Þetta var var fyrir tíma bílbelta og barnabílastóla. Börnin fengu það hlutverk að bera vatn úr Grjótá fyrir ömmu sem stóð tryggan vörð við kolaeldavélina ef ekki að útbúa eitt- hvað notalegt fyrir hópinn, þá að skara í eldinn á nóttunni svo engum yrði kalt. Svo óx hann úr grasi, og kom að því að hann hitti unga stúlku, Önnu, og eignuðust þau soninn Þórhall. Leiðir þeirra skildi. Seinna giftist hann Guðbjörgu Hugrúnu. Guð- mundi þótti afar vænt um uppruna sinn og var stoltur af honum og var hann mjög tryggur við ömmur sínar og afa og fór hann oft með Guggu í heimsókn til þeirra. Gugga og Guð- mundur eignuðust þrjú mannvænleg börn. Eftir að Guðmundur veiktist skildi leiðir þeirra. Alltaf héldu þau góðu sambandi og fylgdist Guð- mundur vel með börnunum og var mjög stoltur af þeim þótt hann gæti ekki tekið þátt í uppeldi þeirra. 25. ágúst sl. varð hann 55 ára og var honum haldin veisla sem gladdi hann mikið, þar voru saman komin börnin hans og barnabarn, móðir hans og stjúpfaðir og systur hans tvær sem búa erlendis og eru stadd- ar hér á landi ásamt mökum sínum og börnum. Þriðja systirin kom til landsins nóttina sem hann dó. Hon- um leið vel, en nýlega hafði hann farið í hjartaaðgerð og sagði að sér liði svo miklu betur en áður. Gugga hafði orð á því að hann væri alveg eins og fyrrum, glaður og hress. Hann andaðist á afmælisdegi föður síns. Við trúum því að hann hafi fengið kærkomna hvíld og tökum undir með Guðrúnu systur hans að nú sé hann kominn til föður síns og hvíli þar í friði. Heba, Ágústína og Guðjón. Guðmundur Jóhannes Tómasson ✝ Eiginmaður minn, JAKOB J. HAVSTEEN lögfræðingur, Háteigsvegi 28, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 2. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnheiður Eggertsdóttir. ✝ Ástkær sonur minn og bróðir, JÓN INGI ÓSKARSSON, Álfaskeiði 51, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 1. september. Elsa Guðjónsdóttir, Þórhallur Frímann Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.