Morgunblaðið - 04.09.2009, Qupperneq 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
unum. Eða eins og Hörður komst að
orði: „Þessi hænsnfugl er svo
heimskur að hann á ekkert betra
skilið.“
Á starfsævi sinni hafði Hörður
komið við á Vellinum hjá hinu góð-
kunna Íslandsvinafélagi Metcalfe-
Hamilton Company. Þar starfaði
hann sem strangur öryggisvörður
eða að eigin sögn, siðgæðisvörður,
með svartan borða á handlegg.
„Gamlar fataleifar frá þriðja ríkinu
hæfðu tilefninu,“ sagði Hörður. Eng-
inn kunni betur að meðhöndla amer-
ískar drossíur en hann, gamli leigu-
bílstjórinn. Allt frá því að aka
virðulega í heiðursröð upp í að snúa
þessum tveggja tonna ökutækjum
við á tíeyringi eins og kallað var,
með samspili bremsu og stýris.
Reyndar voru hálkublettir á Haga-
mel ekki akkúrat staðurinn til slíkra
æfinga. En förum ekki nánar út í
það.
Að leiðarlokum fljúga um hugann
ljúfar stundir.
Blessuð sé minning góðmennisins
Harðar Halldórssonar, vinar míns.
Steinþór Haraldsson.
Þær eru margar og góðar minn-
ingarnar af honum Herði Halldórs-
syni. Hann var sérlega barngóður og
minnugur en hafði einnig afar
skemmtilega og sérstæða kímnigáfu.
Hann var bæði natinn og eftirtekt-
arsamur og fylgdist vel með sínu
fólki. Enda nákvæmnismaður.
Hörður átti það til að mæta í
heimsókn með frábærar ljósmyndir
sem hann tók af fólki og færa við-
fangsefnunum að gjöf, skemmtileg
og
óvenjuleg iðja. Hann vissi hvað
börnin í fjölskyldunni hétu, hvað þau
voru gömul og hvað þau voru að
bjástra. Hann hafði nefnilega gaman
af því að tala við þau og talaði aldrei
niður til þeirra. Honum var annt um
sitt fólk og velferð þess. Hún var
bæði falleg og fyndin sagan sem
hann Guðjón bróðir minn sagði mér
af því þegar Hörður, fyrir nokkrum
árum síðan, hafði fyrir því að elta
hann út úr verslun og langt út á bíla-
plan til þess að ganga úr skugga um
að hann væri ekki á mótorhjólinu,
hann hafði nefnilega nýlega keyrt
framhjá mótorhjólaslysi, og bað
hann Guðjón lengstra orða að fara
nú varlega og brýndi fyrir honum
nokkur öryggisatriði. Sumir hefðu
nú tekið þetta sem nöldur, en stað-
reyndin var sú að honum stóð hrein-
lega ekki á sama.
Hann var vel að sér um menn og
málefni og alltaf gaman að hitta
hann í sundi og ræða við hann um
allt frá bílum að bókmenntum og
stílum. Það var gaman að heyra
Hörð segja frá, því sögurnar voru
vel skreyttar smáatriðum sem vörp-
uðu oft skondnu og nánara ljósi á
viðfangsefnið. En gott var að geta
sest niður því þetta gat tekið tíma,
sem betur fer því fátt er skemmti-
legra en að heyra góða sögumenn
segja góða sögu svo ekki sé minnst á
þessa miklu og hljómfögru rödd og
vald hans á íslensku máli sem var
hreint í sérflokki.
Mér er það enn í fersku minni
þegar ég sem stálpaður unglingur
varð fyrir þeirri reynslu að sjá sjálf-
an mig vera að spila eitthvert ap-
arokk
á hljóðfæri í sjónvarpinu og fannst
það hvorki gott né þægilegt, en þá
vildi svo skemmtilega til að Hörður
var staddur á staðnum, klappaði mér
á öxlina og sagði að bragði: „Hvaða
vitleysa, þetta er frábær músik!“.
Það var hressandi, og óvænt. Þetta
var nokkurn veginn það síðasta sem
ég bjóst við að heyra frá Herði,
manni af þessari kynslóð foreldra
minna, en hann var jú kominn
af listafólki og hafði góðan skiln-
ing á ýmsu sem maður hefði ekki
ætlað við fyrstu sýn því hann kom
oftar en ekki frekar formlega fyrir,
þótt undir niðri lægi bæði mikil
kímni og skilningur. Maður fann fyr-
ir því að honum var ekki sama.
Við kveðjum Hörð Halldórsson,
þann mikla karakter, með kærri
þökk fyrir góðar stundir og hlýja
frændsemi, og alúð.
Kæru Didí, Sigtryggur og Vildís,
hugur okkar er hjá ykkur.
Sigtryggur Baldursson.
✝ Ágúst Björn Hin-riksson fæddist á
Sólvangi í Hafnarfirði
hinn 6. nóvember
1960. Hann lést þann
17. ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Hinrik Vídalín Jóns-
son, f. 25.8. 1932 og
Hulda Magnúsdóttir,
f. 18.3. 1934.
Bræður Ágústs eru:
1) Jón Svavar Vídalín,
f. 6.12. 1952, maki
Guðrún Júlíusdóttir.
Dætur þeirra eru
Brynja Björk og Kristín María. 2)
Magnús Jónatan, f. 5.11. 1954, maki
Guðríður Aadnegard. Börn þeirra
eru Óli Bjarkar, Hulda og Sigrún.
Fyrri eiginkona Ágústs er Guð-
björg Jónsdóttir, f. 5.10. 1961. Þau
skildu. Synir þeirra eru: 1) Örn
Ingi, f. 18.8. 1983, í sambúð með
Hildi Ársælsdóttur. 2) Hinrik Þór, f.
5.5. 1989, unnusta hans er Hulda
Magnúsdóttir. Árið 2002 kvæntist
Ágúst Margréti Stein-
grímsdóttur, f. 24.4.
1967. Börn Margrétar
og stjúpbörn Ágústs
eru: 1) Íris Tinna
Margrétardóttir, f.
8.11. 1985. 2) Þor-
steinn Bjarni Við-
arsson, f. 22.2. 1990.
Ágúst ólst upp í
Hafnarfirði og bjó
þar alla tíð. Fyrstu
skólaár sín gekk hann
í Öldutúnsskóla en
lauk grunnskólanámi
sínu í Víðistaðaskóla.
Ágúst útskrifaðist úr Flensborg-
arskólanum sem stúdent árið 1980.
Árið 2007 lauk hann meistaranámi í
vélvirkjun og pípulögn. Hann
stundaði í fjöldamörg ár sjó-
mennsku en undanfarin ár hefur
hann unnið við vélvirkjun og pípu-
lagnir.
Ágúst Björn verður jarðsunginn í
dag, 4. september, frá Hafnarfjarð-
arkirkju og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku drengurinn okkar.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farinn þú sért,
og horfinn ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Megi allir englar himins vernda
þig og geyma, elsku vinur.
Mamma og pabbi.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Nú hefur kvatt allt of fljótt þessa
jarðvist bróðir, mágur og frændi
okkar, Ágúst Björn Hinriksson. Þeg-
ar ástvinur í blóma lífsins kveður
vegna ótímabærs fráfalls verður
okkur orða vant, því sorgin er sár.
Við eigum erfitt með að skilja af
hverju Gústi hlaut þetta hlutskipti
og munum aldrei skilja það. Vegir
Guðs eru órannsakanlegir og máttur
okkar dauðlegra manna lítill og
skilningur enn minni svo ekki dugir
að spyrja hvers vegna, því það fæst
ekkert svar. Við teljum okkur vita og
neitum stundum að viðurkenna að
sumar gátur lífsins verða aldrei
ráðnar.
Við eigum erfitt með að trúa því að
Gústi sé farinn frá okkur. Okkur
þykir það óraunverulegt að sitja hér
og skrifa minningargrein um hann.
Þegar við hugsum til baka á þessari
sorgarstundu er margt sem kemur
upp í hugann og eftir standa dýr-
mætar minningar sem munu lifa og
þannig lifir Gústi áfram með okkur.
Gústi var mikill athafnamaður, af-
ar dagfarsprúður og hæglátur og
kom fram við alla af virðingu og
hlýju og var traustur vinur vina
sinna. Hann var sérstaklega barn-
góður og vildi öllum vel, greiðvikinn
og hjálpsamur og ávallt reiðubúinn
að rétta hjálparhönd ef eftir því var
leitað. Jafnaðargeð og góðmennska
var eitthvað sem allir gátu lært af í
samskiptum við Gústa og í samvist-
um við hann var andrúmsloftið af-
slappað. Við minnumst með gleði
þeirra stunda sem við áttum saman.
Við þökkum samfylgdina af heil-
um hug og allt það góða sem Gústi
veitti inn í líf okkar og þær dýrmætu
minningar munum við varðveita til
æviloka.
Kæri vinur,
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Megi blessun Guðs hvíla yfir
minningu Ágústar B. Hinrikssonar
Jón Vídalín (Onni), Guðrún
(Gunna), Brynja Björk og
Kristín María, Magnús,
Guðríður (Guja), Óli Bjark-
ar, Hulda og Sigrún.
Nú er lífsför þín á enda, kæri vin-
ur. Það er í raun einfalt að lýsa því
hvaða mann þú hafðir að geyma, þú
varst jákvæður, glaðlyndur og for-
dómalaus, það var alltaf stutt í húm-
orinn, þú fórst þínar eigin leiðir,
stundum svolítið óvenjulegar, þú
varst góður drengur.
Þegar við núna hugsum til baka,
streyma fram óteljandi minningar.
Við 15 ára á skellinöðrum, frjálsir,
með stjórnina, með kraftinn, ósigr-
andi. Við 17 ára með kærustur. Við
20 ára að stofna heimili og að eignast
börn. Þið eignist tvo stráka, Örn
Inga og Hinrik Þór, við tvær stelpur,
Ágústu og Klöru. Við skiptum um
gír, mótorhjól og kraftmiklir bílar
voru lagðir á hilluna, við urðum
ábyrgir foreldrar, fórum saman í
sumarbústaði þar sem rólur og leik-
tæki voru á næstu grösum. Manstu,
þú áttir gula vw-bjöllu sem var nú
orðin svolítið lúin, farþegasætið var
laust og í hvert skipti sem beygt var
lyftist sá sem þar sat upp öðrum
megin og lagðist annað hvort á hurð-
ina eða á bílstjórann eftir því í hvaða
átt var beygt, hvað við hlógum að
þessu. Manstu þegar við fengum þá
flugu að byggja okkur sumarbústað,
þar dugði ekkert minna en tveir bú-
staðir hlið við hlið, við fórum út á
örkina og fyrir valinu urðu lóðir í
landi Eyvindartungu við Laugar-
vatn, þú varst fljótur að finna nafn á
þinn bústað, hann átti að heita Ey-
vindareyra. Sem betur fer hættum
við við þetta þá, enda ekki tímabært
fyrir þess háttar fjárfestingu, en
kvöldin sem fóru í útreikninga voru
óborganleg og oft höfum við hlegið
að Eyvindareyranu síðan.
Þú komst til okkar beygður og
brotinn eftir að leiðir ykkar hjóna
skildi, við reyndum að hjálpa þér að
púsla tilverunni saman á ný, þú lagð-
ir á þig mikla vinnu við að raða sam-
an brotunum, þú stóðst sterkur eftir.
Nú þurfa ástvinir þínir að feta í fót-
spor þín, púsla saman brotunum
þegar tilveran brotnar í þúsund
mola. Þú fannst ástina á ný og þinn
besta vin, hana Möggu, þið stofnuð-
uð heimili, þar sem börn ykkar
beggja áttu hlýju og öruggt athvarf.
Þið lögðuð af stað í nýtt nám og nýj-
an starfsvettvang. En gamalt áhuga-
mál gerði vart við sig hjá stútung-
skörlum á ný, nú voru það engar
skellinöðrur, heldur fullvaxta mótor-
hjól sem áttu hug okkar allan.
Haustið 2007 komst þú til mín sama
kvöld og þú fékkst hjólið þitt, það var
komið myrkur, stjörnubjart og frost.
Við fórum út að hjóla, ferðinni var
heitið suður með sjó, þegar komið
var í Voga var okkur orðið svo kalt
að við fórum inn á bensínstöð til að
hlýja okkur, konan sem var að af-
greiða rak upp stór augu og sagði
hvað eru þið að gera á hjólum í þess-
um kulda? Svarið hjá þér var einfalt
„Þetta er svo gaman.“ Við snérum
svo við og héldum heim og skemmt-
um okkur yfir því hvaða uppátæki
það væri að standa í þessu frekar en
að vera inni í hlýjunni, en þarna vor-
um við orðnir strákar aftur, frjálsir,
með kraftinn, ósigrandi.
Elsku vinur, nú ert þú farinn og
eftir stöndum við hnípin og sigruð.
Þín er sárt saknað, þú varst góður
drengur. Við sendum fjölskyldu
þinni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þínir vinir,
Hjörtur og Hrönn.
Kær vinur er fallinn frá langt um
aldur fram, Gústi eins og hann var
kallaður.
Leiðir okkar Gústa lágu saman
fyrir nær 40 árum þegar við vorum
bekkjarfélagar í Víðistaðaskóla. Þar
var samhentur hópur sem líktist
helst stórum systkinahópi og er
Gústa nú sárt saknað úr þeim hópi.
Hann var afbragðsnemandi á öllum
sviðum, eins og sannaðist best er
hann bætti við sig pípulögnum fyrir
fáum árum.
Góður vinskapur varð með okkur
Gústa frá upphafi, þær voru ófáar
stundirnar sem við eyddum saman
þegar ég fékk mér framköllunar-
græjur, þar naut Gústi sín vel. Þol-
inmæðin átti vel við hann þar. Áhuga
á bílum hafði hann alla tíð eins og
reyndar við allir félagarnir og eru
margar minningarnar sem koma upp
í hugann ef horft er til baka. Við urð-
um síðan nábúar þegar við Júlía
fluttum á Lækjargötuna. Þar bjugg-
um við saman í 7 ár, strákarnir okkar
á svipuðum aldri og náðist með þeim
vinskapur sem varir enn. Eitt sinn
kallar Gústi á mig og segir við verð-
um að fara upp á þak. Það geri ég
ekki, sagði ég, eins lofthræddur og
ég er. Hann taldi mig nú samt á það
en er kom að niðurleiðinni hjá mér
þá fraus ég og Gústi, löngu kominn
niður, kemur upp aftur og segir: „Á
ég þá að kalla á slökkviliðið?“ og
glottir svona góðlátlega eins og hann
var vanur. „Nei, Smári minn, við
löbbum bara niður stigann,“ sagði
hann með sinni rósemd eins og hon-
um var lagið og hjálpaði mér síðan
niður.
Fyrir nokkrum árum þegar Gústi
fékk sér sitt fyrsta stóra mótorhjól
leitaði hann til mín um vitneskju um
hvernig best væri að þrífa það og við-
halda því, sem mér fannst hann nú
varla þurfa eins laghentur og hann
var. Nokkra hjólatúra tókum við
saman og var gott að hjóla með hon-
um þar sem tillitssemin var framar
öðru, enda vissi maður alltaf hvar
maður hafði hann.
Þegar litið er til baka er eins og
þessi 40 ár hefðu gerst í gær.
Að endingu þakka ég Gústa fyrir
þennan tíma.
Margréti, börnum og fjölskyld-
unni votta ég samúð mína.
Smári Kristjánsson.
Okkur langar að minnast þín, kæri
Gústi, með fáeinum línum.
Það er svo ótrúlegt að þú sért far-
inn fyrir fullt og allt, en minningarn-
ar um þig lifa áfram í hugum okkar.
Það var árið 2004 sem þú gekkst til
liðs við okkur og stuttu síðar ákvaðst
þú að læra pípulagnir, sem þú gerðir
að sjálfsögðu eins og allt annað með
glæsibrag og braust blað í sögu
sveinsprófa með því að fá 10 á próf-
inu. Oft voru skemmtilegar og heitar
umræður á kaffistofunni, mörgu velt
upp og oftast sást þú aðra hlið á mál-
unum sem fékk hina til þess að sjá
hlutina í öðru samhengi.
Það hafa verið forréttindi að hafa
átt þig sem félaga og samstarfs-
mann, þakka þér fyrir allt.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Við sendum þér, elsku Magga og
börn, Hinrik, Örn Ingi, foreldrar og
bræður, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi algóður Guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Andrés, Sif og börn.
Kæri vinur og samstarfsfélagi.
Okkur setti hljóða þegar við kom-
um til vinnu og fengum þá harma-
frétt að þú hefðir látið lífið af slysför-
um á hjólinu þínu sem þú hafðir svo
gaman af að hjóla á. Stórt skarð er
höggið í hópinn hjá AH-pípulögnum
sem verður vandi að fylla. En stærri
er missirinn hjá fjölskyldu þinni. Við
sendum Möggu, drengjunum, stjúp-
börnum, foreldrum þínum, bræðrum
og öðrum ástvinum okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir
allt, kæri vinur.
Með kveðju,
f.h. núverandi og fyrrverandi sam-
starfsfélaga AH pípulagna,
Karel Karelsson.
Ágúst Björn
Hinriksson