Morgunblaðið - 04.09.2009, Page 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
✝ Óli Andri Har-aldsson bóndi,
fæddist 19. janúar
1933 á Seyðisfirði.
Hann lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands
fimmtudaginn 27.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Haraldur Jó-
hannesson vélstjóri, f.
22.10. 1903 á Eyr-
arbakka, d. 24.6. 1982
og Kristín Sveins-
dóttir saumakona, f.
18.2. 1905 í Viðfirði,
d. 23.11. 1991. Alsystkini Óla eru
Elín Sveindís, f. 23.11. 1929, Ólöf
Ingibjörg, f. 8.7. 1931, Hreinn, f.
9.6. 1935, d. 10.8. 1985, Þórfríður
Soffía, f. 22.2 1937, Rósa, f. 27.6.
1938, Guðrún Elísabet, f. 6.10. 1939,
Jóhannes, f. 14.6. 1942 og Guðríður,
f. 22.4. 1944, samfeðra er Sigrún
Klara, f. 3.7. 1927. Óli ólst upp á
Seyðisfirði þar til fjölskyldan flutt-
ist í Kópavog þegar hann var 11 ára
gamall. Hann útskrifaðist sem bú-
fræðingur frá Bændaskólanum á
Hvanneyri árið 1954. Óli kvæntist
árið 1960 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Helgu Hermannsdóttur, f.
15.7.1940, frá Langholti í Flóa. For-
eldrar hennar voru Guðbjörg J.
Pétursdóttir og Hermann Þor-
steinsson. Börn Óla og Helgu eru:
1) Hermann, verkfræðingur í
Reykjavík, f. 11.8. 1960, maki Sig-
rún Sigurðardóttir, börn þeirra eru
a) Óli Andri, f. 1988, b) Svana Rún,
f. 1993, c) Helga Rún, f. 2001, 2)
Haraldur, húsasmíðameistari á
Eyrarbakka, f.
13.8.1961, maki Inga
Björk Emilsdóttir,
börn þeirra eru a)
Emil Ingi, f. 1984, b)
Hólmfríður Lilja, f.
1985, c) Ólöf Helga, f.
1990, 3) Steingrímur,
sjómaður og smiður á
Eyrarbakka, f. 6.12.
1962, maki Arnheiður
Björg Harðardóttir,
börn þeirra eru a)
Hörður Andri, f.
1982, b) Sævar, f.
1985, c) Agnes Helga,
f. 1989, 4) Sveinn, dýralæknir á Sel-
fossi, f. 28.4. 1971, maki Sigurdís
Lilja Guðjónsdóttir, börn þeirra eru
a) Viktor Ingi, f. 2004, b) Óli Freyr,
f. 2009, 5) Anna Kristín, sameinda-
líffræðingur í Danmörku, f. 24.8.
1980, maki Kristján Helgi Haf-
steinsson. Barnabarnabörn Óla og
Helgu eru 7. Óli og Helga hófu bú-
skap að Nýja-Bæ í Árborg (áður
Sandvíkurhreppi) árið 1960 þar
sem þau bjuggu myndarbúi allt til
ársins 2002. Óli hafði alla tíð dálæti
á sveitum landsins, hafði mikinn
áhuga á landbúnaði og rækt-
unarstörfum og var hann einn af
brautryðjendum í svínarækt á Ís-
landi. Hann var einnig sérlegur
áhugamaður um íslenska hestinn
og ræktun hans. Óli gegndi trún-
aðarstörfum fyrir Hrossaræktar-
samband Suðurlands og sat um ára-
bil í hreppsnefnd Sandvíkurhrepps.
Útför Óla verður gerð frá Sel-
fosskirkju föstudaginn 4. sept-
ember og hefst athöfnin kl. 13.30.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Saman höfum við siglt saman í
gegnum lífsins sjó; gengið hönd í
hönd, treyst á hvort annað, stuðst við
hvort annað.
Saman höfum við byggt upp ást-
kæra fjölskyldu. Alið upp fimm börn
með öllum þeim gleðistundum sem
þau hafa gefið okkur. Fjölskyldan
hefur síðan stækkað með yndislegum
barnabörnum og barnabarnabörnum
sem vekja upp hlýju og gleði.
Saman höfum við ræktað okkar
lífsins garð. Byggt upp okkar bú og
bústofn með samvinnu og eljusemi.
En nú skiljast leiðir. Komið er að
kveðjustund.
Hvíl í friði, minn ástkæri eigin-
maður.
Takk fyrir samveruna í gegnum
lífið. Þín minning mun alltaf lifa.
Þín eiginkona,
Helga Hermannsdóttir.
Það er svo skrýtið að maður skuli
halda að sumir verði alltaf hér til
staðar í þessu lífi, maður getur ekki
einhvern veginn séð tilveruna án
fólksins sem skiptir svo miklu máli í
lífinu. Þannig var það með tengda-
föður minn Óla í Nýjabæ, hann var
einn af þeim sem ég hélt að yrðu allt-
af hér en svo er ekki og nú hefur
hann kvatt okkur.
Það var á vormánuðum árið 1981
sem ég hitti Óla fyrst, þegar ég fór að
venja komur mínar að Nýjabæ með
Steingrími syni hans og Helgu og
strax við fyrstu kynni líkaði mér vel
við tilvonandi tendaföður minn.
Hann var mjög ættfróður maður
og hafði gaman af því að glugga í ætt-
ir fólks svo hann vissi meira um ættir
mínar en ég sjálf.
Hann var dugmikil og sterk per-
sóna, sagði það sem hann meinti og
meinti það sem hann sagði, hann
hafði alltaf skoðanir á öllu sem skipti
máli en fór vel með það hvernig hann
kom þeim á framfæri.
Hestar voru hans líf og yndi og þar
bjó hann yfir mikilli visku. Hann átti
margan gæðinginn í gegn um árin og
hugsaði vel um hrossin sín, hann
þreyttist aldrei á að horfa á og tala
um hesta.
Óli var fyrst og fremst bóndi.
Hann fór ungur að árum í Bænda-
skólann á Hvanneyri, hóf síðan bú-
skap í Nýjabæ ásamt Helgu sinni,
það var alltaf gott að koma til þeirra
hjóna og gaman að hlusta á sögur
sem tengdapabbi átti til og virtust
óþrjótandi, hann var góður sögumað-
ur og hafði gaman af því að sitja með
okkur og segja okkur frá ferðum sín-
um, hann hafði reynt margt og
mundi tíma tvenna, sjómennskan á
Hermóði, ferðir um allar sveitir þeg-
ar hann vann við sæðingar, fjalla-
ferðir og veiðiferðir.
Óli hafði mikinn áhuga á hvers-
kyns veiðimennsku og naut þess að
vera úti í náttúrunni sem hann bar
virðingu fyrir, hann var fróður um
landið sitt og hafði komið víða við.
Ferðin okkar í Veiðivötn s.l sumar
var góð og þar naut hann sín með
stórfjölskyldu sinni. Hann var eng-
inn eftirbátur þeirra sem yngri voru
hvað varðaði veiðimennskuna.
Hann hafði alltaf gaman af því þegar
eitthvað var um að vera hjá fjölskyld-
unni, hvort sem það voru matarboð,
afmælisveislur, útilegur eða veiði-
ferðir.
Óli var alltaf höfuð fjölskyldunnar
og hugsaði vel um sína. Hann hafði
áhuga á því hvað hverjir tóku sér fyr-
ir hendur hvort sem það var við nám
eða störf.
Eflaust var lífið ekki alltaf auðvelt
hjá honum en aldrei heyrði ég hann
kvarta né kveina og þegar veikindin
fóru að herja á hann mætti hann
þeim yfirvegaður og fullur af baráttu
vilja. „Svona er þetta bara,“ sagði
hann nokkuð oft sína síðustu daga.
Óli í Nýjabæ. Afi í Nýjabæ tapaði
sinni baráttu þrátt fyrir mikinn bar-
áttuvilja og við kveðjum hann með
söknuði í hjarta, en minningarnar
sem við eigum eru margar og lifa
áfram með okkur.
Ég er þakklát fyrir öll árin sem ég
átti með tengdaföður mínum, hann
kenndi mér og mínum svo margt
gagnlegt og gott.
Ég bið góðan Guð að styrkja þá
sem eiga erfitt.
Arnheiður Harðardóttir
(Addý).
Nú kveð ég Óla tengdaföður minn,
með miklum söknuði.
Óli var öndvegismaður og okkur
kom strax vel saman. Hann varð mér
fljótt bæði mikil fyrirmynd og í senn
góður vinur.
Við bárum mikla virðingu hvor
fyrir öðrum þrátt fyrir að vera að
mörgu leyti ólíkir. Hann var í senn
bæði fimur og sterkur. Og hafði gam-
an af öllum metingi í léttum tón.
Hann var meinstríðinn og hafði
gaman af öllu glensi, því var alltaf
stutt í brosið þegar maður var í sam-
floti með Óla. Hann hafði lag á að
halda góða skapinu og gleðinni á lofti
hvar sem hann kom.
Sjálfur er ég stríðinn og veit að því
fylgir oft lítið þol gagnvart stríðni en
Óli hafði alltaf lag á stríðninni, kunni
sér mörk í henni og hafði lag á snúa
henni frá sér ef að honum var skotið.
Óli hafði mjög gaman af að segja
frá og einstaklega laginn við að gera
alla frásögn skemmtilega. Hann
sagði vel frá og líkaði vel að hafa orð-
ið. Þær eru ófáar sögurnar sem hann
sagði við eldhúsborðið; af; veiði, sigl-
ingum, hestaferðum, tamningum að
ógleymdum fjallferðum. Sannkallað-
ur sagnabrunnur var hann.
Hann hafði mikinn áhuga á hest-
um og öllu því sem þeim viðkemur.
Reyndar hafði hann áhuga á öllum
dýrum, hegðun og atferli þeirra.
Hann var náttúrubarn að lesa í
umhverfið og dýrin. Veiðieðlið var
sterkt og ótrúlegt hvað hann var
naskur að fiska á stöng, þar naut
hann sín í botn og ófáar veiðiferð-
irnar sem við fórum saman í. Hann
var veiðimaður góður og aflaði iðu-
lega vel. Einungis einu sinni man ég
eftir að við komum heim og höfðum
ekki orðið varir við fisk. Það líkaði
honum illa enda alls ekki vanur því
að finna ekki fiskinn. Að sjálfsögðu
var gert betur í næstu veiðiferð.
Óli hafði mikinn áhuga á ræktun
dýra og áhuginn skilaði sér vel í bú-
stofni þeirra hjóna. Sama hvort um
svín, kindur, hesta eða hunda var að
ræða. Allt kapp var lagt á að ná í góð
gen til að framrækta stofninn sem
fyrir var. Óli lagði mikinn metnað í
ræktunina og reyndi iðulega að nota
vel dæmda kynbótagripi þó hann
mæti þá stundum á annan hátt en
hinn opinberi dómskali.
Margar góðar minningar sitja eft-
ir um þær stundir þegar hann var að
velta fyrir sér hvaða stóðhesta ætti
að nota á merarnar um sumarið.
Hann hafði skoðun á öllum hestum,
rækunarlínum og ræktunarbúum.
Allir höfðu sitthvað fram að færa en
það passaði ekki allt hans merum.
Yfirleitt var hann frekar vandlátur á
valið en hafði gríðarlega gaman af
rökræðum um hestana og þeirra
kosti. Hann var vel að sér í ættfræði
hesta og var ágæti hesta rakið beint
til forfeðra þeirra, iðulega marga
ættliði aftur.
Hann var hreinskiptinn, samdi vel
við flesta en ef honum mislíkaði eitt-
hvað lá hann ekki á skoðunum sínum
með það. Hann vildi gera allt vel,
ekkert var svo gott að ekki mætti
bæta.
Nú skilja leiðir okkar. Minningin
um vininn og höfðingjann Óla mun
ávallt fylgja mér. Hvíl í friði.
Kristján H. Hafsteinsson.
Elsku afi minn.
Þú munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu og ég mun alltaf muna eftir
þér. Þú átt stóran þátt í því hver ég
er í dag. Það var fátt skemmtilegra
en að fara út í sveit til ömmu og afa.
Fara út í móa að kíkja á folöldin eða
grúska úti í hesthúsi og ég að spyrja
þig endalausra spurninga og ekki má
gleyma öllum reiðnámskeiðunum.
Þessum minningum mun ég aldrei
gleyma. Þú varst alltaf góður og vild-
ir öllum vel. Ég er ekki bara búin að
missa þig sem afa, heldur líka sem
góðan vin. Ég mun alltaf sakna þín
og hugsa til þín.
Blessuð sé minning þín.
Svana Rún Hermannsdóttir.
Kveðja til afa
Við viljum rita niður hve kær hann
afi var okkur, afi okkar góði sem guð
nú fær. Hann gerði svo margt en því
miður getum við ekki nefnt það allt.
Það var gaman að tala við hann og
það var svo gaman á þeim stundum
sem við eyddum saman. Hann var
fróður um hesta, kindur og svín. En í
huga okkar verður hann alltaf afi
sem við unnum. Hann fer nú til
himnaríkis, þar mun honum líða vel,
það er okkar trú. Þar mun hann vaka
yfir okkur dag og nótt og hann mun
ávallt vernda okkur og senda okkur
vináttu og hlýju.
Elsku afi, guð geymi þig, þú munt
vaka yfir okkur en við viljum að þú vit-
ir að okkar allra besti afi ert þú.
Blessuð sé minning þín.
Emil Ingi og Ólöf Helga.
Það er bæði ljúft og sárt að minnast
Óla í Nýja-Bæ, en hann lést eftir erf-
iða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann
glímdi við veikindi sín af miklu æðru-
leysi og lagði mikið á sig til að standast
þá áraun sem að lokum hafði yfirhönd-
ina.
Óli var einstakur maður; gegnheill,
frændrækinn, jákvæður og velviljaður
í alla staði. Hann var þriðji í röð níu al-
systkina sem lifa bróður sinn fyrir ut-
an Hrein sem lést árið 1985 langt um
aldur fram. Óli fór snemma að vinna,
var á sjó á Skaftfellingi og síðar á vita-
skipinu Hermóði. Hann kom í Laug-
ardæli árið 1952 og það var í Flóanum
sem hann fann ástina sína, hana
Helgu, sem síðar varð förunautur
hans í gegnum lífið.
Óli var sjaldnast einn á ferð og þeg-
ar hans er minnst er Helga kona hans
ávallt nærri en þar fóru saman afskap-
lega samhent hjón. Óli var íhugull,
minnugur og fróður um flesta hluti.
Rólegt yfirbragð, yfirvegun og kímni
einkenndi hann. Hann var hófsamur,
friðsemdarmaður og hafði afar þægi-
lega nærveru. Óli hafði gaman af um-
ræðum og gaf sér tíma í samræðuna,
bætti við og dró fram jákvæða þætti í
fari fólks – ef þess var einhver kostur.
Kátínan var þó aldrei langt undan og
þegar honum var skemmt hallaði hann
aðeins undir flatt og hló sínum dillandi
hlátri. Óli var umfram allt bóndi og
bar það starfsheiti með miklum sóma.
Óli og Helga voru ræktendur og flest
lék í höndum þeirra, hvort heldur sem
um garð- og blómarækt, sauðfjár-,
hrossa- eða svínarækt var að ræða.
Þau keyptu Nýja-Bæ árið 1960 og
hófu búskap. Í hönd fór mikil upp-
bygging, þau byggðu upp allan húsa-
kost og náðu góðum árangri í rækt-
unarstarfinu. Þekking Óla á
hrossarækt var umfangsmikil og átti
hann góð hross. Það var ekki annað
hægt en að hrífast af áhuga hans og
gaman var að heimsækja hann í hest-
húsin þar sem hann ræddi um trippin
sín og spurði þá gjarnan „og hvað líst
ykkur nú best á strákar“ og í fram-
haldi spunnust ótal vangaveltur um
möguleika og upplegg trippanna. Það
var gaman og gefandi að koma í Nýja-
Bæ og þau hjón höfðingjar heim að
sækja. Óli hafði gaman af veiði og
veiðisögum eins og reyndar flestir
karlmenn í fjölskyldunni. Veiðin var
liður í lífsbjörginni og þeir voru ekki
háir í loftinu bræðurnir Óli, Hreinn og
Jói þegar þeir fóru að draga björg í bú,
ýmist skjóta fugl eða veiða fisk. Veiði-
sögurnar voru órjúfanlegur hluti
veiðiferðanna, mikið var hlegið og
hent gaman að ef mönnum urðu eitt-
hvað mislagðar hendur við veiðarnar.
Óli og Helga seldu Nýja-Bæ árið
2002 og fluttu á Selfoss. Jörðin togaði
þau þó til sín. Þau létu draum sinn
rætast að nýju þegar þau byggðu ný-
býlið Nýjabæ 1 og fluttust í sveitina
um síðustu áramót. Óla verður sárt
saknað en hugur okkar og samúð á
þessari stundu er fyrst og fremst hjá
Helgu, systkinunum frá Nýja-Bæ og
fjölskyldum þeirra. Guð blessi minn-
inguna um góðan dreng.
Haraldur og Ólafur Jónssynir.
Meira: mbl.is/minningar
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þú munt lifa í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Blessuð sé minning þín.
Hólmfríður Lilja, Arnar Elí
og börn.
Óli Andri Haraldsson
✝ Guðmundur Jóns-son var fæddur á
Ytri-Húsabakka í
Skagafirði 16. april
1931. Hann lést að-
faranótt 28. ágúst sl.
Foreldrar: Jón Þor-
grímsson, f. 24.12.
1883, d 1960 og María
Hjálmarsdóttir, f.
13.11. 1906, d. 1994.
Maki: S. Halla
Hansdóttir, f. 16.11.
1935. Börn: Smári, f.
28.11. 1959, d. 25.9.
2006. Óg. og barn-
laus. Jónína, f. 2.8. 1961. Fyrri maki
Haraldur Ragnarsson. Börn: Halla
Ósk Haraldsdóttir, Sigrún Elín
Haraldsdóttir. Seinni maki Brynj-
ólfur Erlingsson. Þröstur Ingi, f.
26.8. 1963. Maki Unnur Heim-
isdóttir. Ástþór Óðinn, f. 22.6. 1966.
SambýliskonaValgerður Jóns-
dóttir. Börn: Hrönn Dís, Eygló, Jó-
hanna Kristrún, Eva Rún. Systkini
Guðmundar: Hjálmar,
f. 14.9.1927, d.1955.
Ógiftur og barnlaus.
Gísli, f. 18.1. 1930.
Ógiftur og barnlaus.
Páll, f. 26.9. 1935.
Ógiftur og barnlaus.
Fjóla, f. 28.3. 1938.
Maki Þorsteinn Krist-
jánsson. Guðrún, f.
26.3. 1940. Maki
Gunnar Guðmunds-
son. María, f. 5.4.
1944. Hálfbræður
Guðmundar: Þor-
grímur Jónsson, f.
8.9. 1914, d. 2.5.1987. Ásgrímur
Jónsson, f. 8.6. 1917, d. 25.3. 1986.
Maki Þorbjörg Eiríksdóttir.
Guðmundur ólst upp á Ytri-
Húsabakka. Hann var lærður vél-
virki en starfaði lengst af sem bíl-
stjóri.
Jarðarför Guðmundar fer fram
frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag kl.
11.
Í dag verður til moldar borinn
mágur minn, Guðmundur Jónsson.
Það var um hvítasunnuna 1956
að ég sá hann í fyrsta sinn koma
akandi í sveitina ásamt Höllu syst-
ur minni, myndarlegur ungur
maður á flottri drossíu, eins kom-
ist var að orði í þá daga. Þetta var
fermingardagur Ástu systur okkar
og ferðin í Álftártungukirkju var
talsvert ævintýri, eins og vegir
voru þá til sveita, eitt moldarflag
og bílferðir fátíðar í minni fjöl-
skyldu.
Alltaf var notalegt að koma í
heimsókn til þeirra hjóna og hann
elskulegur við foreldra okkar. Mér
er minnisstætt þegar við mamma
komum suður eitt sinn og hann var
þá leigubílstjóri hjá Steindóri. Ók
hann okkur í útréttingar um alla
borg eins og hefðarfólki í leigubíl.
Síðar, þegar ég flutti til Reykja-
víkur til náms, átti ég alltaf nota-
legt athvarf á Skólavörðustígnum.
Stoltari föður og meiri barnagælu
hef ég sjaldan þekkt. Börnin urðu
fjögur en einn son misstu þau árið
2006.
Seinustu ár voru Guðmundi erfið
og vona ég að honum líði betur þar
sem hann er nú.
Við hjónin sendum Höllu og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Halldór og Sigríður.
Guðmundur Jónsson