Morgunblaðið - 04.09.2009, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009
Vertu yfir og allt um
kring
með eilífri blessun
þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þetta er ein af bænunum sem
amma kenndi mér þegar ég var lítil
stelpa, en sem barn dvaldi ég nokk-
ur sumur fyrir vestan hjá ömmu og
afa á Suðureyri. Þar var margt
brallað og mjög ljúft að fá að dvelja
hjá þeim. Amma var alltaf eitthvað
að stússast, ýmist að steikja klein-
ur, baka eða elda. Hún var líka
mikil hannyrðarkona og lét það
ekkert á sig fá þótt hún hafi misst
framan af nokkrum fingrum í slysi
fyrir mörgum árum síðan. Hún var
alltaf prjónandi eða föndrandi á
meðan sjónin leyfði. Höfum við
barnabörnin og síðan langömmu-
börnin notið góðs af því, það var
gott að fá prjónaða ullarsokka, vett-
linga, trefla og húfur frá ömmu. Ég
vona að ég verði einhvern tímann
jafn myndarleg í höndunum og hún
amma.
Amma hafði gaman af ferðalög-
um og ferðuðust þau afi mikið um
landið. Fékk ég að fara með í
nokkrar ferðir með þeim. Í þessum
ferðum þá var ekkert verið að
stoppa í einhverri vegasjoppu til að
fá sér hamborgara, nei, amma var
ávallt búin að smyrja nesti og síðan
var stoppað einhversstaðar á leið-
inni, fundin fín laut, breytt út teppi
og nestið borðað. Mér eru líka
minnisstæðar allar sumarbústaða-
ferðirnar sem farnar voru með stór-
fjölskyldunni í Húsafell og Mun-
aðarnes, amma alltaf búin að baka
kræsingar til að hafa meðferðis.
Það var ætíð gaman þegar amma
og afi komu suður í frí og dvöldu
hjá okkur. Amma alltaf til í að spila
við okkur systkinin og hafði hún
einstaka þolinmæði við að kenna
okkur að spila, við til að byrja með
ekki há í loftinu. Árið 1993 fluttu
amma og afi að vestan á Sólvangs-
veginn í Hafnarfirði og bjuggu þau
þar allt þar til þau fluttu á Hrafn-
istu fyrir rúmum 2 árum síðan. Mér
þykir mjög vænt um að amma hafi
náð að lifa það að sjá frumburð
minn, hann Áka Val. Það var ljúft
að sjá hana kyssa hann og knúsa.
Ég mun fara með og kenna syni
mínum bænirnar sem hún amma
mín kenndi mér.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
amma.
Þín,
Alma.
Elsku amma Finney hefur nú
fengið hvíldina.
Ég á ótal margar góðar minn-
ingar um ömmu Súg, eins og ég
kallaði hana svo lengi, sem ylja
hjartanu og vekja þær margar bros
þó ég sakni hennar mikið.
Taktarnir hennar eins og hvernig
hún blikkaði mann, glotti og nikkaði
í mann þegar hún var að stríða eða
atast í afa eða einhverjum öðrum
og hvernig hún lyfti enninu óra-
langt þegar hún var að velta ein-
hverju fyrir sér.
Hún var svo hlý og svo ótrúlega
mjúk.
Aldrei man ég eftir að hafa séð
ömmu reiða. Hún var alltaf svo ró-
leg og yfirveguð að dást má að.
Hún var líka ótrúlega fær og þó
hún hafi misst af fingrunum lét hún
það ekki stoppa sig og var ótrúlega
klár og fjölhæf handverkskona.
Hún heklaði, prjónaði og saumaði
út í margskonar skraut. Ég nýt
Finney Árnadóttir
✝ Finney Árnadótt-ir fæddist á Sæ-
bóli í Aðalvík 8. jan-
úar 1919. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 13. ágúst sl. og
var jarðsungin frá
Víðistaðakirkju 24.
ágúst.
Meira: mbl.is/minningar
góðs af því og hef án
efa erft eitthvað af
handavinnugenunum
hennar.
Hún sat með mér
góða stund fyrir
nokkrum árum inni í
herbergi á Sólvangs-
vegi. Hún gaf af sér
mikla þolinmæði í að
kenna mér að hekla
teppi eins og hún
gerði ótal mörg því ég
var ekki alveg að
skilja þetta strax en
það hafðist þó. Þessi
stund er mér ómetanleg og ég
geymi vel minninguna í hjartanu
mínu. Mín teppi verða þó seint jafn
falleg og hennar.
Minningarnar um ömmu eru ótal
fleiri og renna ljúfar í gegnum hug-
ann á meðan tárin falla við hugs-
unina um hana.
Hvíldu í friði, elsku amma Súg.
Takk fyrir allt og allt.
Þú hefur án efa fengið far í fal-
legum gullvagni þegar þú fékkst
friðinn.
Gullvagni líkum þessum sem
sungið er um í laginu sem þér þótti
svo fallegt.
Ég bið þig, sendu nú vagninn þinn
að
sækja mig.
Já, herra, sendu nú gullvagninn að
sækja mig.
Gættu mín, geymdu mig, gefðu mér
friðinn.
Langt hef ég farið og mig langar
heim.
(J.F. Guðnason.)
Guð geymi þig.
Þín,
Rakel.
Þegar leiðir skiljast finn ég fyrir
djúpu þakklæti að hafa átt þig að
ömmu. Ég á sterkar minningarnar
um þig úr barnæsku minni. Sér-
staklega úr eldhúsinu á Eyrargöt-
unni heima á Suðureyri. Og þegar
ég loka augunum finnst mér varla
lengra en í gær að ég sat við borðið
og stuttir fæturnir dingluðu undir
stólnum og þú komst með mjólk-
urglas og kleinur til mín. Og út um
gluggann sá ég mávana fyrir utan í
harðri baráttu og ég hrósaði happi
meðan þú gafst í einn rakka. Þú
hafðir allt sem prýddi góða ömmu,
hlýleika og stríðnislegt bros og það
varð enginn svekktur á því að kom-
ast í veitingarnar þínar. Það voru
ófáir sunnudagarnir eftir að við
fluttum öll suður sem við pabbi
komum í heimsókn til þín og Guðna
afa á Sólvangsveginn. Þetta varð að
ómissandi þætti í lífi mínu sem mér
þykir vænt um í dag þegar þú og
pabbi eruð bæði búin að kveðja
þennan heim.
Ég kveð þig að sinni amma mín
og ég veit að þú og pabbi hafið hist
á ný.
Heimsins þegar hjaðnar rós
og hjartað klökknar.
Jesús gefðu mér eilíft ljós
sem aldrei slökknar.
(Höf. ókunnur.)
Þín „nabba“
Finney Rakel Árnadóttir.
Á kveðjustund hef ég margt að
þakka þér,
þakka allt hið góða er sýndir mér.
Þökk fyrir samleið þína og hreina
dyggð,
þakka fasta vináttu og tryggð.
(Höf. ók.)
Þegar ég kveð mína kæru vin-
konu, Finneyju Árnadóttur, vil ég
sérstaklega þakka henni árin sem
við áttum saman á Eyrargötu 4 í
Súgandafirði. Við á efri hæðinni
hefðum ekki getað átt betra sam-
býlisfólk en þau hjónin. Vinátta
þeirra og greiðasemi var ómetanleg
og áttu yngri dætur mínar alltaf at-
hvarf hjá þeim. Finney var ein-
staklega hlý og góð kona, sannur
vinur vina sinna. Hún var ljúf og já-
kvæð og með hátterni sínu sýndi
hún umhverfinu og því fólki sem
hún umgekkst ætíð fyllstu virðingu.
Hún var kona sem gott var að hafa
nálægt sér.
Gull er það sem býr í góðu hjarta,
gull er það sem mildu augun skarta,
gull er mannsins gæfa, mikill sjóður,
gull er barnsins ljúfa hjal við móður.
Gullið skín við handtak góðra vina,
gull er þegar huggun sorg vill lina,
gull er þegar góður dagur kveður,
gull er það sem hug og anda seður.
(Sigurjón Ari Sigurjónsson.)
Við Þórhallur og fjölskylda okkar
sendum fjölskyldu Finneyjar okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Sigrún Sturludóttir.
Það er bjart yfir Súgandafirði í
dag. Fjöllin skarta sínu fegursta og
fjörðurinn spegilsléttur. Staðardal-
ur angar af síðsumarsgróðri. Nú
mætti sannarlega taka sér hrífu í
hönd. Já það er líka mikil birta yfir
minningunum um hana vinkonu
mína Finneyju eða Finnu eins og
faðir minn kallaði hana gjarnan.
Var hún gift Guðna bróður hans,
þeim einstaka ljúflingi. Og hún Fin-
ney tók sér sannarlega hrífu í hönd
ef hjálpa þurfti jafnt í eiginlegri
sem óeiginlegri merkingu. Ófá voru
sporin sem hún átti fyrir Spilli til
að leggja hönd á plóg. Á vorin voru
þær amma Jóna ómissandi við rún-
inguna. Þá var nú fjörið í réttunum
og í hvíta tjaldinu sem jafnan var
sett upp. Amma Jóna með sína
léttu lund stóð við prímusinn og jós
upp kakóinu og bakkelsið bráðnaði í
munni er Finney og mamma lögð-
ust á eitt. Síðan þurfti að þvo ullina
í hlóðarpotti við Undirtúnslækinn.
Og þá var það hrífan og heyskap-
urinn, sérstaklega engjaheyskapur-
inn sem þurfti meiri mannskap. Og
oftast var Finney mætt, oft með
hala með sér. Oft kom hún með
kaffibrauð og þóttu kleinurnar
hennar listagóðar. Já, það lék allt í
höndunum á henni og hjálpsemin
var einstök. Þær amma Jóna
bjuggu í sama húsi og eftir því sem
börnunum fjölgaði hjá yngri kon-
unni flugu hin úr hreiðrinu. En það
var oft setinn Svarfaðardalurinn og
á fárra færi að búa við þessar að-
stæður en það tókst þeim frábær-
lega vel.
Var heimilið að Eyrargötu 17 ein-
stæður griðastaður allra sem þang-
að leituðu, ungra sem aldinna. Og
öll sú aðstoð sem þær veittu Stað-
arbúinu er ómetanleg, en þar var
jafnan miðstöð mjólkurpóstanna.
Það var sama hvort flutt væri á
klakk í klakabrynju vetrarins eða á
hestakerru sumarblíðunnar. Alltaf
fengu mjólkurpóstarnir einstaka
aðhlynningu og aðstoð við að skipta
niður mjólkinni og þvo brúsana.
Þannig hélst það fram eftir öllu,
löngu eftir að gamli Land Roverinn
kom til sögunnar. Og þegar við
börnin fórum burtu í skóla var það
sama hvort við kæmum köld og
hrakin úr póstbátnum eða kviðum
fyrir margra mánaða aðskilnaði,
alltaf var það jafn notalegt að koma
að Eyrargötu 17. Þegar ég byrjaði
að vinna var ég í fæði hjá Finneyju
og eins naut ég hennar vel þegar ég
stúlkukind sá um ókunnugt heimili í
smátíma.
Gaf hún mér mörg góð ráð og
laumaði að mér kökum. Já, það var
alltaf mjög hlýtt á milli Staðar og
Eyrargötunnar, jafnt í gleði sem
sorg en bæði heimilin urðu fyrir
þeirri þungbæru reynslu, með
stuttu millibili, að missa lítinn sól-
argeisla. Á þannig stundum er
ómetanlegt að eiga góða að. Já,
Finney mín, ekki var síðri hjálp-
semi þín við andlát og útför for-
eldra minna. Ég veit ekki hvernig
ég hefði annars farið að. Þá var nú
allt bakað heima og mjög fjölmennt
í bæði skiptin. Fæ ég aldrei full-
þakkað þína hjálp við mig og mína.
Elsku Guðni frændi, það var allt-
af jafn yndislegt að sækja ykkur
heim, bæði fyrr og síðar. Það er
mikil Guðsgjöf að fá að lifa svona
langa og gifturíka ævi saman og
gefur okkur hinum trú á hið fagra í
lífinu. Guð geymi þig og alla ykkar
afkomendur. Ykkar
Þóra.
V i n n i n g a s k r á
18. útdráttur 3. september 2009
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 3.000.000 kr. 6.000.000 (tvöfaldur)
5 0 8 9 1
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
6 9 4 8 2 4 9 6 9 7 5 0 6 2 7 7 2 4 6
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
720 16107 19201 22021 46784 56600
13178 19027 20808 35677 55468 71817
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
3 4 4 1 2 3 7 7 2 4 6 5 6 3 5 2 3 4 4 6 0 7 7 5 3 4 4 5 6 3 3 1 6 7 0 4 5 2
7 2 9 1 4 0 6 6 2 4 6 7 2 3 5 8 9 6 4 6 5 2 0 5 3 9 2 5 6 3 8 6 1 7 1 0 0 3
3 0 7 9 1 6 2 0 0 2 6 9 9 5 3 6 2 0 9 4 7 1 0 9 5 3 9 5 5 6 3 8 8 9 7 3 4 1 1
3 4 0 5 1 6 7 7 4 2 7 4 0 8 3 6 2 2 3 4 7 8 1 2 5 5 9 9 1 6 5 1 8 7 7 6 7 6 1
5 2 3 9 1 9 8 3 0 2 8 0 0 4 3 7 3 8 9 4 8 0 6 9 5 6 9 4 7 6 5 7 5 6 7 7 1 3 1
5 7 8 4 2 0 4 8 5 3 1 2 9 4 3 7 8 7 5 4 9 0 2 0 5 7 2 8 1 6 7 0 5 2 7 7 5 0 2
5 9 4 5 2 2 8 3 9 3 1 4 6 2 3 9 2 3 5 5 0 1 2 8 5 9 0 8 9 6 7 1 9 5 7 8 0 3 5
6 0 7 1 2 2 9 6 8 3 2 1 2 5 4 1 7 8 7 5 0 4 9 9 5 9 2 4 4 6 7 2 8 8 7 8 3 9 3
6 2 3 6 2 3 0 4 9 3 2 3 0 2 4 2 0 1 8 5 1 7 4 4 5 9 5 2 7 6 7 2 9 7 7 9 0 7 1
6 2 9 0 2 3 5 6 5 3 2 5 9 8 4 2 8 0 5 5 2 1 2 2 6 0 5 1 9 6 7 3 7 0
6 7 4 5 2 3 7 2 1 3 3 6 0 1 4 4 2 6 3 5 2 3 2 7 6 1 2 2 6 6 8 0 7 1
1 0 7 6 8 2 4 2 0 6 3 4 6 7 0 4 4 9 1 5 5 2 9 5 2 6 1 6 1 9 6 8 7 4 2
1 1 5 9 3 2 4 2 7 4 3 5 0 6 9 4 6 0 7 3 5 3 4 2 6 6 2 2 9 6 6 9 2 9 1
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
5 3 9 9 0 3 1 9 0 6 8 2 8 3 1 3 4 4 0 4 8 5 4 3 3 2 6 5 1 4 5 7 3 1 0 0
5 9 0 1 0 6 4 8 1 9 8 7 3 2 9 4 1 6 4 4 3 2 4 5 4 7 8 2 6 5 1 7 6 7 3 3 9 3
5 9 2 1 0 9 5 7 1 9 9 8 3 3 0 0 3 6 4 4 5 8 0 5 4 9 5 0 6 5 3 5 0 7 3 5 7 7
7 4 2 1 1 3 0 6 2 0 0 3 7 3 0 1 0 8 4 5 2 4 8 5 5 3 6 8 6 5 8 9 2 7 4 2 4 2
8 1 4 1 1 4 0 9 2 0 1 6 0 3 0 2 8 5 4 5 4 0 3 5 5 8 1 0 6 6 0 0 4 7 4 2 6 2
1 3 1 5 1 1 4 6 4 2 0 6 9 5 3 0 5 9 0 4 6 9 0 8 5 6 0 5 6 6 6 1 4 3 7 4 8 8 0
1 4 9 1 1 1 9 9 9 2 0 8 4 9 3 1 2 1 0 4 6 9 1 4 5 6 6 3 4 6 6 2 8 6 7 6 0 3 9
1 5 0 9 1 2 2 0 6 2 0 9 6 4 3 1 8 6 3 4 6 9 1 9 5 6 6 9 7 6 6 6 5 2 7 6 1 5 6
1 7 1 2 1 2 3 3 5 2 1 7 2 5 3 2 4 9 7 4 7 0 8 4 5 6 9 9 5 6 7 1 7 8 7 6 5 9 3
1 7 3 7 1 2 8 1 5 2 2 2 0 7 3 2 8 0 7 4 7 1 7 1 5 7 0 2 4 6 7 2 3 9 7 6 6 2 8
1 8 2 5 1 3 0 4 3 2 2 2 5 5 3 3 3 6 9 4 7 5 2 8 5 7 1 3 3 6 7 4 0 6 7 6 6 7 3
2 1 5 9 1 3 1 9 0 2 2 2 5 9 3 3 4 9 9 4 7 9 3 7 5 8 4 5 9 6 7 4 4 5 7 7 2 1 1
2 1 8 6 1 3 6 5 4 2 2 2 8 2 3 4 4 8 8 4 8 1 5 2 5 8 4 7 8 6 7 7 4 9 7 7 2 3 5
2 1 9 7 1 3 8 8 3 2 3 0 9 4 3 4 8 1 2 4 8 5 3 4 5 8 6 5 7 6 7 9 5 7 7 7 2 7 5
2 5 8 2 1 4 1 1 5 2 4 0 6 2 3 4 9 7 7 4 8 7 5 9 5 8 8 3 7 6 8 0 3 5 7 7 5 3 6
3 3 0 0 1 4 1 5 4 2 4 4 1 2 3 5 2 5 5 4 9 2 8 9 5 8 8 4 9 6 8 1 0 1 7 7 6 1 6
3 4 9 1 1 4 3 5 4 2 4 9 3 2 3 5 4 4 7 4 9 2 9 0 5 9 2 1 3 6 8 1 7 2 7 7 9 0 6
3 5 0 1 1 4 4 2 3 2 5 2 0 7 3 6 0 3 5 4 9 6 0 9 5 9 2 2 3 6 8 3 4 4 7 7 9 7 3
3 5 0 9 1 4 6 9 0 2 5 4 6 4 3 6 6 7 9 5 0 1 1 9 5 9 5 6 3 6 8 6 7 7 7 8 1 2 7
3 5 3 4 1 5 0 3 9 2 5 5 2 1 3 6 7 1 6 5 0 2 3 0 5 9 9 5 2 6 8 9 7 3 7 8 1 3 7
3 6 7 2 1 5 3 1 1 2 5 7 9 5 3 6 9 1 9 5 0 8 2 1 6 0 0 4 1 6 9 0 8 4 7 8 1 4 5
3 9 0 1 1 5 6 9 0 2 5 8 6 1 3 8 1 3 9 5 0 9 5 4 6 0 6 9 8 6 9 1 3 6 7 8 5 9 1
4 1 8 6 1 5 8 2 5 2 6 0 6 3 3 8 5 6 6 5 1 0 4 5 6 0 8 8 8 6 9 6 7 8 7 8 9 3 3
4 5 0 2 1 6 0 5 0 2 6 3 4 7 3 8 8 4 1 5 1 4 3 9 6 1 9 5 4 7 0 4 2 0 7 9 3 3 5
4 6 5 2 1 7 2 9 4 2 6 4 1 7 3 8 8 6 7 5 1 4 4 3 6 2 0 6 7 7 0 5 1 1 7 9 4 1 3
4 7 6 3 1 7 6 3 7 2 7 0 0 5 3 8 9 0 9 5 1 9 9 2 6 2 5 1 9 7 1 0 8 5 7 9 4 9 2
4 9 5 8 1 7 9 5 6 2 7 1 1 0 4 0 3 9 8 5 2 7 3 6 6 2 8 3 5 7 1 3 2 7
5 0 8 4 1 8 5 8 9 2 7 1 3 3 4 0 5 7 3 5 3 1 8 7 6 3 9 0 3 7 1 7 1 9
6 8 8 3 1 8 7 8 3 2 7 2 6 3 4 1 0 8 8 5 3 5 9 2 6 4 2 3 6 7 1 9 7 7
7 1 6 5 1 8 9 0 2 2 7 4 7 0 4 1 3 9 3 5 3 7 7 9 6 4 5 3 5 7 2 4 0 8
8 2 5 2 1 8 9 3 7 2 8 1 7 3 4 2 1 3 8 5 3 8 4 8 6 4 5 3 7 7 2 4 3 3
8 7 7 9 1 9 0 0 7 2 8 1 8 4 4 2 6 7 6 5 4 0 4 7 6 4 8 9 5 7 2 9 6 7
Næstu útdrættir fara fram 10. sept, 17. sept, 24. sept & 1. okt 2009
Heimasíða á Interneti: www.das.
AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN
Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey.
Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar
í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim
degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst
af stærð blaðsins hverju sinni.
Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag,
verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á
vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu.
Netgreinarnar eru öllum opnar.
Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu,
er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi
tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.:
Birtingardagur Skilatími
Mánudagsblað Hádegi föstudag
Þriðjudagsblað Hádegi föstudag
Miðvikudagsblað Hádegi mánudag
Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag
Föstudagsblað Hádegi miðvikudag
Laugardagsblað Hádegi fimmtudag