Morgunblaðið - 04.09.2009, Page 48

Morgunblaðið - 04.09.2009, Page 48
48 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2009  Það virðist ætla að rætast að kreppu fylgir aukin virkni í listum. Tónleikaröðin Réttir, sem fram fer 23. - 26. september samhliða RIFF og You Are in Control ráðstefnunni hefur nú bætt við sig tónleikastöð- um (Jakobsen og Grand rokk) og áhugasamar sveitir geta sent inn umsóknir á info@faxafloi.is. Tónleikaröðin Réttir breiðir rækilega úr sér Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞANN 10. september verða aðrir tónleikar í tón- leikaröðinni Manstu ekki eftir mér haldnir á NASA en röðin er samstarfsverkefni Reykjavík Grapevine og Rafskinnu. Hugmyndafræðin er sú að listamaður eða hljómsveit komi fram og spili eitthvert meistaraverk úr dægurtónlistarsögunni í heild sinni. Ensími reið á vaðið 11. júní sl. og lék nafntogaðan frumburð sinn, Kafbátamúsík, fyrir troðfullu húsi. Og það er engin smáræðis kanóna sem kemur fram þann 10., sjálfur Megas sem ætlar að spila plötu sína Millilendingu (sem Demant hf. gaf út 1975). Platan var önnur plata meistarans og var unnin með hljómsveitinni Júdas. Á plötunni má finna þekkt lög eins og „Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig“, „Ég á mig sjálf (söngurinn hennar Diddu)“ og „Ragnheiður biskupsdóttir“. Platan kom út þremur árum eftir frumburð Meg- asar en sú plata kom aðeins út í nokkur hundruð eintökum og það í Noregi. Á Millilendingu var hins vegar búið að rafmagna sig upp og vakti plat- an talsverða athygli á Megasi hér heima, og var stjarna hans, eins umdeild og hún varð, farin að rísa svo um munaði. Það eru Senuþjófarnir, nú- starfandi sveit Megasar, sem munu sjá um undir- leik á tónleikunum en samstarf þessara aðila hef- ur verið með afbrigðum gjöfult undanfarin ár og gefið af sér þrjár hljómplötur til þessa. Miðasala á tónleikana er á midi.is og í verslunum Skífunnar. Megas spilar Millilendingu í heild sinni  Enn bætist við Iceland Airwaves- flóruna en tilkynnt hefur verið um átján erlendar sveitir sem bætast við þær 48 sem þegar hafa verið staðfestar. Helst ber að nefna Kings of Convenience frá Noregi, The Drums, sjóðandi heita sveit frá Brooklyn og síðast, en ekki síst, Jessica 6, nokkurs konar samstarfs- sveit nýdiskósveitarinnar stórkost- legu Hercules and Love Affair, en söngkona þar er hin íðilfagra Nomi Ruiz. Alls bárust hátíðinni 800 um- sóknir í ár, 500 erlendis frá og heilar 300 héðan af Fróni sem ku vera met. Tilkynnt verður um fleiri sveitir á næstu dögum. 800 sveitir sóttu um á Iceland Airwaves  Snillingurinn Dr. Gunni gaf út plötuna Inniheldur á árinu og nú er komið að því að kynna hana á tón- leikum – í fyrsta og mögulega eina skipti. Tónleikarnir fara fram á Grand Rokk í kvöld og leika Insol, Hellvar og Blóð. Dr. Gunni kynnir nýja plötu sína (loksins) Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG lagði upp með að gera trúverð- uga mynd um venjulegt fólk sem lendir í óþægilegum aðstæðum,“ seg- ir Júlíus Kemp, leikstjóri spennu- tryllisins Reykja- vík Whale Watch- ing Massacre sem frumsýndur verð- ur í Reykjavík, Keflavík, á Ak- ureyri og á Sel- fossi í kvöld. Myndin segir í stuttu máli frá hópi ferðamanna sem fara í hvala- skoðun en lenda í miklum ógöngum þegar þeir hitta snarbrjálaða hval- veiðimenn. Þótt töluvert af blóði flæði í mynd- inni, og ofbeldið sé mikið, segir Júlíus að þetta sé ekki „splatter“ eða svo- kölluð B-mynd, eins og margir hafa haldið. „Orðið spennutryllir er miklu nær. B-myndir eru oft soðnar saman á stuttum tíma og fyrir litla peninga. Menn hendast í tökur í fimm eða tíu daga og reyna að gera sem mest ógeð á sem stystum tíma. Þetta er allt öðruvísi, myndin er dýr og meira að segja mjög dýr á íslenskan mæli- kvarða því hún kostaði 268 milljónir í framleiðslu. Við ákváðum því að gera mjög vandaða mynd eftir góðu hand- riti og finnst ekki við hæfi að tengja okkur við þessa tegund mynda, splat- tera og B-myndir.“ Júlíus segir að myndin eigi því fremur lítið skilt við B-myndina frægu, Texas Chainsaw Massacre, fyrir utan nafnið og þá staðreynd að Gunnar Hansen fer með stór hlutverk í báðum myndum. „Gunnar er hins vegar að leika gæðablóð í okkar mynd – íslenskan sjómann en ekki Leatherface. Hann hefur leikið í fullt af myndum og fær alltaf tilboð um að leika skrímsli. Ég held hins vegar að engum hafi áður dottið í hug að fá hann til að leika góða gæjann,“ segir leikstjórinn. Aðspurður segir Júlíus að hann hafi ekki átt sér neina sérstaka fyrirmynd þegar hann gerði R.W.W.M. en „vondi gaurinn“ í áströlsku hrollvekjunni Wolf Creek eigi þó margt sameig- inlegt með illmennunum í sinni mynd. „Eins og þeir er hann allt að því „venjulegur“ maður sem vinnur á bif- reiðaverkstæði, maður sem þú þekkir þegar þú ferð með bílinn þinn í við- gerð. Sú var hugmyndin með sjó- mennina, að ef þú færir niður á Kaffi- vagn þá væri þetta fólk sem Helgi, Guðrún og Stebbi leika eins og hver annar þar inni og ekkert öðruvísi, hvorki í útliti né atgervi.“ Góð stemning Júlíus segist afar sáttur við útkom- una, enda sé R.W.W.M. klárlega hans besta mynd hingað til. „Það er gaman að fá loksins að gera mynd þar sem maður er með alvöru fólk í hverri stöðu og peninga í það. Þær tvær myndir sem ég hef áður gert voru gerðar af vanefnum, við höfðum lítið til að spila úr,“ segir hann og bætir því við að hann sé hvað sátt- astur við þá stemningu sem mynd- aðist á tökustað og skilar sér á hvíta tjaldið. „Það er ekki sjálfgefið að mönnum takist að búa slíka stemn- ingu til. En þú veist ekki fyrr en í lok- in hvort það hefur tekist, þegar búið er að klippa, litgreina, setja hljóð og tónlist, þá veistu hvort þetta er að smella. Það þarf nefnilega ekki nema einn liður af tuttugu að klikka til þess að allt falli.“ Það þarf ekki að koma neinum á óvart að R.W.W.M. sé bönnuð börn- um yngri en 16 ára, enda ansi óhugn- anleg á köflum. Júlíus segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að missa þar með út stóran hluta hugsanlegra bíógesta. „Það er ekkert við þessu að gera, við höfðum heldur ekki áhuga á að leyfa hana fyrir yngra fólk því það hefði bara skapað okkur vandræði. Þessi mynd er bara það sem hún er – stundum gerir maður barna- eða fjöl- skyldumynd og stundum svona mynd. Það er bara þannig,“ segir Júlíus, en eins og áður kom fram kostaði mynd- in 268 milljónir króna og því ljóst að marga bíógesti þarf til þess að borga hana upp. „Myndin mun ekki borga sig upp á Íslandi, það er alveg ljóst. Þannig að við þurfum að selja þessa mynd til út- landa og erum byrjaðir á því. En við værum mjög kátir með að fá 30 til 40 þúsund manns á Íslandi.“ Að lokum má því hvetja sem flesta til að drífa sig í bíó – að því gefnu þó, að þeir séu orðnir 16 ára og lausir við hjartasjúkdóma. Hvorki „splatter“ né B-mynd  Spennutryllirinn Reykjavík Whale Watching Massacre frumsýndur í kvöld  Kostaði 268 milljónir  „Vönduð mynd eftir góðu handriti,“ segir leikstjórinn Júlíus Kemp Eigi skal höggva! Helgi Björnsson mundar öxina, Stefán Jónsson og Guðrún Gísladóttir fylgjast spennt með. Aðalhlutverk: Helgi Björnsson, Stefán Jóns- son, Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir, Guðrún Gísladóttir, Pihla Viitala, Þorvaldur Davíð Krist- jánsson, Snorri Engilbertsson, Terrence Anderson, Nae Yuki og Aymen Hamdouchi. Handritshöfundur: Sjón, byggt á hugmynd eftir Torsten Metalstein Hvas og Sjón. Leikmynd: Eggert Ketilsson. Klipping: Sigurbjörg Jónsdóttir. Kvikmyndataka: Jean Noel Mustonen. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Leikstjóri: Júlíus Kemp. Framleiðendur: Ingvar H. Þórðarson, Júlíus Kemp og Gísli Gíslason. Reykjavík Whale Watching Massacre Guðrún Gísladóttir í hlutverki sínu. Ballett Byrjendur (yngst 3ja ára) og framhaldsnemendur. Innritun í síma 567 8965 Ballettskóli Sigríðar Ármann Reykjavík, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.