Morgunblaðið - 04.09.2009, Page 56

Morgunblaðið - 04.09.2009, Page 56
Í HNOTSKURN »Á þeim völlum sem nýta sér skrán-ingarkerfið á golf.is geta kylfingar valið sér tíma 3 dögum fyrir leikdag. »Félagar í Golfklúbbi Reykjavíkureru um 2.750 talsins. » Í sumar hafa kylfingar leikið umeða yfir 70 þúsund hringi á golf- völlum GR og tengdum völlum. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÓPRÚTTNIR og óþolinmóðir kylf- ingar hafa í einhverjum tilvikum í sumar farið framhjá vörnum skrán- ingarkerfis golfhreyfingarinnar og náð að skrá sig og sína á eftirsóttustu tímum dagsins. Í skráningarkerfinu geta menn valið sér tíma 3 dögum fyrir leikdag. Garðar Eyland, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja- víkur, segir að klúbburinn muni taka hart á þessu og loka á skráningar þessara aðila og spilamennsku þeirra á völlum klúbbsins. „Það er deginum ljósara að menn hafa gert þetta og það er nokkuð sem við sættum okkur ekki við,“ segir Garðar. Hann sagði ekki vitað hvern- ig þetta hefði verið framkvæmt, en allir eigi að sjálfsögðu að sitja við sama borð hvað skráningu varðar. Nánast hefur verið fullbókað á velli GR alla daga milli kl. 14 og 18. Ótvíræðar sannanir Hörður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Golfsambands Ís- lands, segir að í júnímánuði hafi fengist ótvíræðar sannanir fyrir því að einhverjir hefðu stytt sér leið til að skrá sig. Skrifaður hefði verið for- ritunarbútur til að komast inn fyrir varnir á skráningarsíðunni. Tekist hefði að loka á þessa leið, en eflaust hefðu einhverjir tölvufærir menn haldið leiknum áfram. Hörður sagði að þetta hefði ekki verið vanda- mál fyrr en nú í sumar samfara gríð- arlegri aðsókn á golfvelli landsins. Tölvuþrjótar stytta sér leið í golfinu Kylfingar sitji við sama borð í skrán- ingarkerfinu FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 247. DAGUR ÁRSINS 2009                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-./ +01-* **.-1, +.-+/* +0-23+ *1-3.2 **2-.1 *-4,/* *21-/3 */0-1, 5 675 4# 89 6 +002 *+,-1/ +01-, **3-* +.-43+ +*-0*. *1-, **2-/ *-41+* *2/-.. */*-+1 +4.-,/,3 &  :8 *+1-0/ +0/-* **3-.. +.-.+4 +*-01, *1-,3* *+0-*4 *-41,* *22-04 */*-1/  Albert Sævarsson, markvörður knatt- spyrnuliðs ÍBV, var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til skoðunar eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið undir lok leiks gegn Grindavík í gærkvöldi. Albert lék lokamínútur leiksins, á sínum gamla heimavelli í Grindavík, með mikinn vafning um höfuðið til að stöðva blæðingu. Sjúkraflutningamönnunum tveim- ur sem mættu á staðinn gekk þó erf- iðlega að fá markvörðinn til að stíga upp í sjúkrabílinn eftir leikinn. Þeir þurftu að bíða á meðan Albert sinnti skyldustörfum við að gefa ungum aðdáendum eiginhandaráritanir. Á meðan stóð annar þeirra og hélt um höfuð markvarðarins með sára- grisju, til að halda blæðingunni í skefjum. Leikurinn endaði 1:1 og þar með féll Þróttur í 1. deild. Áritun við sjúkrabílinn »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»  Óvenjuleg messa verður sungin í Graf- arvogskirkju á sunnu- daginn. Eins og flestir vita eru landsmenn þessa dagana að taka upp kartöflur og á sunnudag verður haldin sérstök kartöflumessa í kirkjunni og þakkað fyrir gjafir Guðs. Félagar úr Kart- öflufélaginu lesa ritningarlestra og Árni Johnsen syngur lagið „Í kart- öflugörðunum heima“. Lagið hefur notið vinsælda en hefur ekki áður verið sungið við messu svo vitað sé. Fyrir messu ætlar Hildur Há- konardóttir að flytja stuttan fyrir- lestur um kartöfluna í sögu og sam- tíð. Árni syngur kartöflulagið Heitast 13° C | Kaldast 5° C Hvessir með SV- ströndinni og bætir í vætu. Hlýjast S-lands en hlýnar heldur fyrir norðan á morgun. » 10 Victoria Beckham hannar föt fyrir þvengmjóar útivinn- andi ofurmömmur og keppalausar mjónur. »51 AF LISTUM» Hannar fyrir þær mögru ÍSLENSKUR AÐALL » Gunnlaugur Egilsson vill fara til Putalands. »50 „Það vantar staði fyrir fólk til að koma og dansa,“ segir Helena Eyjólfs- dóttir sem fær fólk til að tjútta. »52 TÓNLIST» Sígilt á Kringlukrá KVIKMYNDIR» Brjálaður morðingi og harður ritstjóri. »53 TÓNLIST» Megas flytur Millilend- ingu í heild sinni. »48 Menning VEÐUR» 1. „Þetta er bara allt farið í steik“ 2. Flugvél ekið á kyrrstæðan bíl 3. Þrýstnar línur vekja fögnuð 4. Lúxusbílar skemmdir  Íslenska krónan veiktist um 0,17% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Tónlistarmaðurinn og leikarinn Helgi Björnsson er afar áberandi um þessar mundir. Helgi leikur eitt af aðalhlutverk- unum í spennutryll- inum Reykjavík Whale Watching Massacre sem frumsýndur verður í kvöld, en þar fer hann með hlutverk snarbrjálaðs hvalveiðimanns. Þar að auki fer Helgi með feluhlutverk í undarlegu en jafnframt stór- skemmtilegu myndbandi við nýjasta lag GusGus, sem sjá má á netsíðum. Þar leikur Helgi þó engan brjál- æðing, heldur lækni. Læknir og brjálæðingur „FLEST verk sem við fáum í sölu koma inn vegna þess að það er verið að skipta búum og eldra fólk er að minnka við sig, en við finnum auðvitað fyrir því líka að fólk selur núna til að losa um aura,“ segir Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gall- erís Foldar, spurður að því hvort fólk selji verk í meira mæli eftir efnahagshrunið til að losa um pen- ing en áður. Hann segir eitthvað vera um það og bætir því við að verðlækkun hafi líka orðið á mál- verkum. „Verðið síðasta vetur lækkaði töluvert og það má alveg sjá 40% lækkun á sumum listamönnum mið- að við hvernig þetta var í hæstu hæðum 2006-2007. Ég veit ekki hvort sú lækkun heldur áfram enda ekki viss um hvort þeir sem selja eru tilbúnir að láta verkin fara neð- ar,“ segir Jóhann. | 47 Dæmi um 40% lækkun Jóhann Ágúst Hansen „ÞAÐ er gaman að fá loksins að gera mynd þar sem maður er með alvöru fólk í hverri stöðu, og peninga í það,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Júlíus Kemp um kvikmyndina Reykjavík Whale Watching Massacre sem frumsýnd verður í ís- lenskum kvikmyndahúsum í kvöld. Óhætt er að segja að um sé að ræða einhverja blóðugustu kvikmynd Ís- landssögunnar og slær hún marga víkingamyndina út í þeim efnum. „Þessi mynd er bara það sem hún er – stundum gerir maður barna- eða fjölskyldumynd og stundum svona mynd,“ segir Júlíus, en mikið var lagt í myndina og nemur kostnaður við framleiðslu hennar 268 millj- ónum króna. jbk@mbl.is | 48 Blóðið flæðir um bíósali Íslenskur spennu- tryllir frumsýndur Hvalaskoðun Pihla Viitala og Ay- men Hamdouchi leika í R.W.W.M. Uppskerutími blómkáls stendur nú sem hæst og því er annatími hjá mörgum garðyrkjubændum. Meðal þeirra eru hjónin Þröstur Jónsson og Sigrún Pálsdóttir á Flúð- um sem í gær nutu aðstoðar hvuttanna Emblu og Bangsa við uppskerustörfin. Á meðan húsbændurnir yf- irfara garðana í leit að þeim kálhöfðum sem eru tilbúin stökkva ferfætlingarnir stöku mús eða rollu á flótta og þannig hafa allir sínu hlutverki að gegna. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Önnum kafin við blómkálsskurð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.