Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 8

Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „ÞAÐ er mjög einstaklingsbundið hvernig fólk bregst við því að greinast með krabbamein. Í mínu tilfelli var þetta mest þroskandi skeið í lífi mínu og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að ganga í gegnum þetta. Ég er allt annar og betri maður en ég var áður en ég greindist. Ég fór að skoða sjálfan mig og tók mig í gegn, bæði líkamlega og andlega. Núna legg ég mig fram um að vera góð manneskja og standa mig vel í því sem ég er að gera. Ég geri mér líka grein fyrir að það er ekkert sjálfsagt að fá að vera á lífi,“ segir Jóhannes Þorleiksson sem greindist með eitlakrabbamein fyrir þremur árum þegar hann var aðeins 21 árs. „Það skiptir svo miklu máli hvernig maður tekst á við hlutina. Ég tókst á við krabbameinið og lyfjameðferðina sem ögrandi verkefni. Ég upplifði þetta ekki sem eitthvað hræðilegt og ég gekk ekki í gegnum sorgarferli. Fyrir mér var þetta tækifæri. Þetta var prófsteinn á persónu- leika minn. Upplifun annarra í sömu stöðu er svo kannski allt önnur. Hver og einn tekst á við vandamálin með sínum hætti.“ Sköllóttur hélt hann sínu striki Jóhannes segist vera heppinn hversu krabba- meinið greindist fljótt hjá honum. „Ég bólgnaði á hálsi og öxlum en þar sem ég spila á trompet hélt ég að þetta væri algengur álagssjúkdómur sem fylgir því. Ég skrapp yfir til læknis sem býr hér í götunni hjá mér og er vinur pabba míns og hann sá strax að þetta væri ekki álags- sjúkdómur. Hann sendi mig í blóðprufur upp á spítala daginn eftir. Seinna þann dag var ég sendur til blóðmeinafræðings sem sagði að ég væri að öllum líkindum með krabbamein. Ég var sendur í sneiðmyndatöku sem staðfesti að sú var raunin.“ Hjá Jóhannesi tók við átta mán- aða lyfjameðferð. „Ég greindist vorið eftir að ég hafði lokið stúdentsprófi. Ég hafði einbeitt mér að tónlistarnámi um veturinn og var að vinna hálfan daginn í byggingarvinnu. Um sum- arið þegar ég var í lyfjameðferðinni vann ég sem tónlistarmaður í skapandi sumarstörfum hjá Hinu húsinu. Ég missti auðvitað hárið en leit ekkert sérstaklega illa út og ég reyndi að halda mínu striki,“ segir Jóhannes en bætir við að vissulega hafi þetta tekið heilmikið á. Tepokarnir tóku tillit Jóhannes þurfti að takast á við marga slæma fylgikvilla lyfjameðferðarinnar. „Mér var alltaf flökurt og ég var mjög þreyttur og máttlítill. En ég tók strax þá ákvörðun að stunda hreyf- ingu, mæta tvisvar í viku til sjúkraþjálfara, borða holla fæðu og gera allt sem ég gæti til að halda sem mestu þreki. Þetta hélt mér gang- andi en auðvitað gat ég ekki tekið fullan þátt í öllu sem ég vildi. Strákarnir í Tepokunum, hljómsveitinni sem ég spila með, tóku fullt tillit til þess að ég var frá þrjá daga í senn, tvisvar í mánuði, þegar ég fékk lyfjaskammtinn minn, enda kemst maður þá nánast ekki fram úr rúm- inu.“ Salsadansinn breytti lífinu Jóhannes segir þunglyndi vera einn af verstu óvinum krabbameinssjúklinga og hann hafi því verið mjög ákveðinn í að láta það ekki buga sig. „Vissulega gekk ég til sálfræðings vegna þess að maður er eðli málsins samkvæmt í klessu andlega. En ég hóf nám í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands um haustið, af því að ég vildi vera þokkalega upptekinn, þá hefur maður minni tíma til að velta sér upp úr því að maður sé með krabbamein. Þetta gekk ótrúlega vel, með góðri hjálp samnemenda og annarra. Auð- vitað var mætingin slök en kennararnir gáfu mér svigrúm með skilafrest verkefna og annað slíkt. Ég var líka í tónlistarskólanum með nám- inu og vissulega komu dagar þar sem ég gat ekki spilað á trompetið, slímhúðin þornaði upp vegna lyfjanna, ég fékk sár í munninn og var- irnar voru svo þurrar að ég gat ekki blásið tón úr hljóðfærinu.“ Um jólin lauk lyfjameðferð og þá hófst end- urhæfingin. „Fyrst fór ég í jóga en síðan sneri ég mér að dansi. Ég fór að dansa salsa hjá Salsa Iceland og það breytti lífi mínu. Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ári eftir að lyfjameðferð lauk og ég dansa enn salsa nokkr- um sinnum í viku.“ Jóhannes situr nú í stjórn Krafts, stuðnings- félags fyrir ungt fólk með krabbamein og að- standendur þess. „Því miður kom ég ekki þar inn fyrr en eftir að ég náði bata. Ég hefði sann- arlega viljað njóta góðs af því frábæra starfi sem þar fer fram á meðan ég var í meðferðinni. Ég fór með vini mínum þangað í sumargrill og þá komst ég að því hvað þetta eru frábær sam- tök, þarna var svo margt gott og skemmtilegt fólk. Ég mætti á næsta aðalfund, bauð mig fram í stjórn og hef verið þar síðan. Ég reyni að leggja mitt af mörkum. Það er mjög gefandi. Og það er gríðarlega mikil þörf fyrir svona fé- lag, því ungt fólk með krabbamein er í svolítið sérstakri stöðu. Sá sem er kannski rétt skriðinn yfir tvítugt og nýfluttur úr foreldrahúsum verð- ur svolítið í lausu lofti í öllu því róti sem fylgir því að fá krabbamein.“ Djasshátíð í Berlín framundan „Kraftur er með frábært stuðningsnet, fólk getur hringt og rætt við mjög hæfa ein- staklinga. Við erum líka með ráðgjafarmiðstöð sem nýtist vel fyrir bæði þá sem eru með krabbamein og aðstandendur. Þegar einhver fær krabbamein hefur það nefnilega áhrif á alla í fjölskyldu hans. Þegar ég var veikur hafði fólkið mitt til dæmis meiri áhyggjur af mér en ég sjálfur. Þau voru miklu óttaslegnari en ég,“ segir Jóhannes sem horfir björtum augum til framtíðar. Hann lýkur rafmagnsverkfræðinni um næstu jól og fer í fullt starf við kerfisþróun hjá Landsneti eftir áramót, en þar hefur hann verið í hlutastarfi með náminu. Hann heldur áfram að njóta þess að spila tónlist með Tepok- unum sem nú eru orðnir salsahljómsveit en hann er líka að spila með stórsveit Samma og framundan er spilamennska á djasshátíð í Berl- ín. Ekki sjálfsagt að fá að lifa Morgunblaðið/Kristinn Tónelskur Trompetið fær sjaldan hvíld hjá Jóhannesi enda var hljóðfærið eitt af því sem hélt honum gangandi í baráttunni.  Trompetleikarinn Jóhannes Þorleiksson greindist með krabbamein þegar hann var 21 árs  Hann hafði sigur og segist betri maður eftir prófraunina Stuðningsfélagið Kraftur var stofnað 1. októ- ber 1999 og hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða þá sem þurfa á stuðningi að halda. Leitast er við að aðstoða þá einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur og miðla upplýs- ingum sem auðvelda þeim að takast á við sjúk- dóminn. „Við viljum nýta þá breytingu sem varð á lífi okkar og þá reynslu sem við höfum öðlast í baráttunni við krabbamein til að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda. Kraftur stendur fyrir margskonar starfsemi og beitir sér fyrir málefnum sem stuðla að betri líðan þeirra sem kynnst hafa sjúkdómnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir m.a. á síðu félagsins. Stuðningsfélagið Kraftur Á ÁRSFUNDI Norræna endur- skoðenda- sambandsins, sem haldinn var í Gautaborg ný- verið, var Mar- grét G. Flóvenz kjörin forseti sambandsins til næstu tveggja ára. Margrét er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi og einn eigendA KPMG á Íslandi. Hún hef- ur að auki verið formaður Félags löggiltra endurskoðenda sl. tvö ár. Formaður norrænna endurskoðenda Margret G. Flóvenz BORGARAHREYFINGIN styður þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar að taka ekki þátt í ríkisstjórn blekkinga og þvingana. Ekki sé við það að una að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn segi réttkjörnum fulltrúum fyrir verkum og taki hagsmuni Breta og Hollendinga fram yfir hagsmuni Íslendinga. Styðja Ögmund ÞINGMENN Hreyfingarinnar hafa farið fram á að ekki verði skrifað undir nokkra samninga né skjöl tengd Icesave-deilunni fyrir Íslands hönd fyrr en málið hafi hlotið þing- lega meðferð og viðkomandi samn- ingar kynntir fyrir þeim þing- nefndum sem um málið hafa fjallað. Morgunblaðið/Ómar Stopp Þingmenn Hreyfingarinnar. Ekki verði skrifað undir Icesave VIÐSKIPTARÁÐ hefur sent frá sér ályktun þar sem úrskurður um- hverfisráðuneytisins á mánudag sl. er harmaður. Auk þess að setja framkvæmdir við álver í Helguvík og gagnaver í Reykjanesbæ í skað- lega óvissu er ljóst að úrskurðurinn er sjálfur ólögmætur þar sem ráðu- neytið stóð ekki við lögbundinn tveggja mánaða frest til að úr- skurða í málinu. Auk alls þessa sé ósamræmið gagnvart markmiðum stöðugleikasáttmálans augljóst. Morgunblaðið/RAX Álverið Óvissa er um Helguvík. Segja úrskurðinn vera ólögmætan NÚ þegar gerð fjárlaga fyrir árið 2010 stendur yfir vilja Barnaheill á Íslandi beina því til ríkisstjórnar og sveitarfélaga að þau standi vörð um réttindi barna og skerði alls ekki þjónustu við þau og fjölskyldur þeirra á sviði menntamála, heil- brigðisþjónustu og félagsþjónustu. Samkvæmt Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna, sem íslensk stjórnvöld hafa staðfest, skulu öll börn njóta sömu réttinda óháð stöðu þeirra og foreldra þeirra. Verja þarf börnin STUTT Í tilefni af 10 ára afmæli Krafts verður málþing í dag kl. 13-17 í Skógarhlíð 8, í húsi Krabba- meinsfélagsins. Yfirskriftin er Lífið er núna, og meðal þess sem þar verður rætt er hug- myndakraftur, gildi stuðnings, sókn í krabba- meinslækningum, hvernig sjúklingarnir geta sjálfir haft áhrif á krabbamein og vangaveltur um hamingjuna. Á morgun, laugardag, verður Sólarganga þar sem Kraftsfélagar hvetja fólk til að ganga sól- armegin með þeim í lífinu. Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl.14:00 niður á Ingólfstorg þar sem verður hátíðardagskrá í tilefni afmæl- isins. Nánari upplýsingar: www.kraftur.org Málþing og Sólarganga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.