Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 14

Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ALÞINGI Íslendinga, 138. löggjaf- arþingið, var sett í gær. Fyrstu daga þingsins munu fjárlögin setja mestan svip á þingstörfin ásamt umræðum um Iceasave-samning- inn, ef að líkum lætur. Þá bíða Al- þingis ákveðin verkefni í umsókn- arferlinu að Evrópusambandinu, eins og forseti Alþingis nefndi í ræðu sinni. Venju samkvæmt hófst þingsetn- ingarathöfnin með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem Jón Á. Baldvinsson, víglubiskup á Hólum, predikaði. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti þingið. Forseti nefndi í upphafi ræðu sinnar að vonandi færi senn að ljúka erfiðasta skeiði í síðari tíma sögu okkar Íslendinga. „Margir hjallar eru að baki, að- gerðir sem urðu deiluefni og erfitt reyndist að hrinda í framkvæmd, sársaukafullar fyrir flesta, ekki að- eins þá sem sýndu gáleysi eða glannaskap heldur líka fjölmarga sem gættu hófs, fóru með gát en bera nú saklausir þungar byrðar sem hóflaus sjálftaka og græðgi annarra leggur þeim á herðar. Enn glíma þúsundir heimila við djúpstæðan vanda, atvinnuleysi, greiðsluþrot. Óvissa, jafnvel ótti, móta víða morgunstund og eigna- missir, tekjutap og skuldabyrði setja svip á daglegt líf. Deilan við tvö nágrannalönd hefur ekki verið til lykta leidd og aðrar þjóðir bíða átekta með að efna gefin fyrirheit. Allt er þetta þungbær reynsla. Ábyrgð okkar sem vorum og erum þjóðkjörnir fulltrúar ótvíræð og ör- lagarík,“ sagði Ólafur Ragnar meðal annars í ræðu sinni. Áfram hélt forsetinn: „Rannsókn- arnefndin sem Alþingi kaus mun senn skila skýrslu; sérstakir sak- sóknarar leggja fram ákærur og dómstólar úrskurða um sök. Áfram þarf þó þjóðin öll að glíma við afleið- ingar ófaranna og mikilvægt að Al- þingi veiti þá forystu sem kallað er eftir, nái að leggja til hliðar flokka- drætti þegar þjóðarheill krefst víð- tækrar samstöðu.“ Í síðari hluta ræðunnar setti for- setinn í bjartsýnisgírinn. Atvinnu- leysi væri minna en óttast var, unga fólkið hefði trú á landinu, hinir hefð- bundnu atvinnuvegir færðu björg í bú og ferðaþjónustan hefði á liðnu sumri skilað meiri arði en oftast áð- ur. Orðspor Íslands væri áfram gott á mörgum sviðum og virðing borin fyrir árangri okkar. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði að mikil verkefni biðu haustþingsins og hvatti ráð- herra til að hraða sem mest fram- lagningu þeirra mála, sem þeir hygðust fá afgreidd. Samskipti við þjóðþing ESB Forseti Alþingis sagði m.a. að í byrjun næsta árs myndu formlegar viðræður væntanlega hefjast milli Íslands og Evrópusambandsins um umsókn Íslands um aðild að sam- bandinu. Þó að þær viðræður séu af hálfu Íslands á hendi ríkisstjórn- arinnar bíði Alþingis eigi að síður ákveðin verkefni í umsóknarferlinu. Þá sé ljóst að þetta umsóknarferli muni setja sterkan svip á alþjóða- samstarf Alþingis á næstu miss- erum. „Það kemur t.d. í hlut Alþing- is að sinna samskiptum við Evrópuþingið, bæði við forustu þess og nefndir svo og þingflokkana á Evrópuþinginu sem eru mikilvægir valdahópar innan þingsins. Þá verð- ur það Alþingis að sinna tengslum við þjóðþing einstakra ríkja Evr- ópusambandsins í þessu ferli,“ sagði Ásta R. Jóhannesdóttir. Morgunblaðið/Ómar Einn á kvennabekk Kynjaskipting er nú jöfn í ríkisstjórninni en ekki er hægt að segja með sanni að skipting kynja á ráðherrabekkina sé jöfn. Össur Skarphéðinsson situr einn meðal fimm kvenna og hinum megin við forsetastólinn situr nýr ráðherra, Álfheiður Ingadóttir, ein með fimm körlum. Ábyrgðin er ótvíræð  Forseti Íslands sagði við þingsetningu að ábyrgð þjóðkjörinna fulltrúa væri ótvíræð og örlagarík  Hóflaus sjálftaka og græðgi hefur lagt þungar byrðar Morgunblaðið/Ómar Gengið til kirkju Forseti Íslands, biskupar, ráðherrar og forseti Alþingis ganga til Dómkirkjunnar við upphaf þingsetningar síðdegis í gær. BJARNI Bene- diktsson, formað- ur Sjálfstæðis- flokksins, hefur sent forsætisráð- herra og fjár- málaráðherra bréf og óskar eft- ir því að haldinn verði fundur án tafar þar sem upplýst verði hvaða áform ríkisstjórnin hefur uppi varðandi lyktir Icesave-deilunnar. „Ég óska eftir því að fundurinn eigi sér stað nú þegar og alls ekki eftir að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað samkomulag eða viljayfirlýsingu um lausn deilunnar við Bretland og Holland, hafi rík- isstjórnin uppi áform um slíkt. Þetta tel ég mikilvægt í ljósi þeirr- ar atburðarásar sem í hönd fór eftir að ríkisstjórnin staðfesti samkomu- lag við Bretland og Holland án stuðnings Alþingis. Einnig og ekki síður er þetta mikilvægt í ljósi þess að Alþingi Íslendinga hefur þegar tekið ákvörðun um með hvaða hætti Icesave-málið skuli til lykta leitt. Sú ákvörðun hefur verið lögfest og gild- ir sem lög í landinu.“ Vill fund um Icesave án tafar Ákvörðun um Ice- save fest í lögum Bjarni Benediktsson ÞINGMENN drógu í gær um sæti í sal Alþing- is. Eins og venju- lega ríkti nokkur spenna um það hver hreppti sæti númer 13, en þeir sem það draga hafa oftar en ekki átt vísan frama í þinginu. Magnús Orri Schram, hinn ungi þingmaður Samfylkingarinnar, dró fyrstur, og upp kom talan 13. Meðal þingmanna sem þarna hafa setið eru Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Sólveig Pétursdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Kristján Möller, Katrín Júl- íusdóttir og Jón Bjarnason, en þau hafa öll gegnt ráðherraembættum. Magnús Orri dró sæti númer 13 Magnús Orri Schram RÁÐHERRASKIPTI urðu á ríkis- ráðsfundi á Bessastöðum í gærmorg- un. Álfheiður Ingadóttir tók við embætti heilbrigðisráðherra af Ög- mundi Jónassyni, sem sagði af sér í fyrradag. Formleg lyklaskipti urðu síðdegis í gær, þegar Álfheiður tók við lyklunum að ráðuneytinu úr hendi Ögmundar. „Ég er að taka við þessu embætti á óvenjulegum tímum.“ sagði Álf- heiður eftir að hafa tekið við lykl- unum. „Ég er að taka við embættinu í miðjum klíðum, sama daginn og fjárlagafrumvarpið er lagt fram á Al- þingi með miklum niðurskurði. Þetta verður erfitt en það sagði enginn að verkefni þessarar ríkisstjórnar yrðu auðveld.“ Hún segir að stuðningsmenn rík- isstjórnarinnar og raunar þjóðin öll geri sér grein fyrir því að þetta verði mjög erfiður vetur en ef þjóðinni takist að fara í gegnum hann ættum við geta séð fram á betri tíma; snúið þróuninni við úr vörn í sókn. Ákvörðun um að Álfheiður tæki við sem heilbrigðisráðherra var tek- in á þingflokksfundi Vinstri grænna í fyrrinótt. Álfheiður segir að það hafi komið flatt upp á hana, hún hafi alls ekki átt von á því. Hún hafi engan umhugsunartíma fengið. Álfheiður segir að það sér alltaf ögrandi að taka við nýju verkefni og hún sé alveg tilbúin til þess. „En ég neita því ekki að þetta verður ekki auðvelt.“ Álfheiður ætlar að hefjast handa strax í dag. Hennar fyrsta verkefni verður að eiga fundi með starfsfólki ráðuneytisins. „Þetta er gríðarlega stórt ráðu- neyti með mjög öflugt starfslið. Ég er svo heppinn að þekkja þarna nokkra öfluga einstaklinga og á eftir að kynnast hinum,“ segir nýbakaður heilbrigðisráðherra. sisi@mbl.is „Þetta verður ekki auðvelt“ Álfheiður Ingadóttir tók við embætti heilbrigðisráðherra af Ögmundi Morgunblaðið/Ómar Lyklaskipti Álfheiður tekur við lyklunum úr hendi Ögmundar Jónassonar. Álfheiður Ingadóttir er 20. konan sem gegnir ráðherra- embætti á Íslandi. Auður Auð- uns varð fyrst kvenna ráðherra er hún tók við embætti dóms- málaráðherra í ráðuneyti Jó- hanns Hafstein 10. október ár- ið 1970. Þá verða þau tímamót með ráðherraskiptunum að kynja- skipting í ríkisstjórninni verður jöfn, 6 konur og 6 karlar. Kynjaskipting var jöfn í fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurð- ardóttur, sem tók við í febrúar s.l. Hins vegar varð skiptingin 7 karlar og 5 konur í öðru ráðuneyti Jóhönnu, sem hún myndaði eftir kosningarnar í vor. Næsti kvenráðherrann var Ragnhildur Helgadóttir, sem varð menntamálaráðherra í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar 1983. Jóhanna Sigurðardóttir varð sú þriðja í röðinni, er hún settist í stól fé- lagsmálaráðherra í öðru ráðu- neyti Steingríms 1987. Kynjaskipting jöfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.