Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009
Þetta helst ...
● Actavis gerir
ráð fyrir að selja
hjartalyfið Ator-
vastatin Magn-
esium fyrir 30
milljónir evra eða
tæpa 5,5 milljarða
króna í ár sam-
kvæmt upplýs-
ingum frá Hjördísi
Árnadóttur sviðs-
stjóra ytri samskipta fyrirtækisins. Er
það heildarsala allra sölusviða á
fimmtán mörkuðum.
Í gær tilkynnti Actavis að flogið
hefði verið með þrjátíu milljón töflur
af sama hjartalyfi til Spánar. Það er
verðmætasti lyfjafarmur sem fluttur
hefur verið frá fyrirtækinu í einni
sendingu í meira en fimm ár. Pill-
urnar voru framleiddar í verksmiðju
Actavis í Hafnarfirði. bjorgvin@mbl.is
Actavis selur hjartalyf
fyrir 5,5 milljarða króna
Hjördís Árnadóttir
● Gengisvísitalan hækkaði um 0,7% í
gær og veiktist krónan sem því nemur.
Kostar evran þá 182 krónur, pundið rétt
tæpar 200 krónur og Bandaríkjadalur
125 krónur.
Lítil velta var með skuldabréf í Kaup-
höllinni eða rétt 3,2 milljarðar króna.
Pundið kostaði í lok
dags tæpar 200 krónur
var fyrir embætti sérstaks sak-
sóknara. Við skýrslugerðina ein-
beitti franski endurskoðandinn sér
að því að bera framsett virði eigna í
árs- og árshlutareikningum bank-
anna fyrir bankahrun saman við
mat skilanefnda þeirra á sömu
eignum. Þar skeikar afar miklu og
snýst rannsókn sérstaks saksókn-
ara um það hvort stjórnendur
Kaupþings, Landsbanka og Glitnis,
ásamt endurskoðendum bankanna,
hafi birt rangar upplýsingar um
stöðu þeirra til að fela raunveru-
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
GÖMLU viðskiptabankarnir þrír,
Kaupþing, Glitnir og Landsbanki,
eru grunaðir um að hafa vísvitandi
birt rangar upplýsingar um virði
eigna sinna í skýrslum til mark-
aðarins, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Þeir eru grunaðir
um að hafa sýnt virðið mun hærra
en það raunverulega var til að dylja
þá stöðu sem þeir voru komnir í.
Vegna þessara grunsemda fram-
kvæmdi embætti sérstaks saksókn-
ara húsleitir í höfuðstöðvum endur-
skoðunarskrifstofanna KPMG og
PriceWaterhouseCoopers (PWC) í
gærmorgun. Alls tóku 22 þátt í að-
gerðunum sem hófust klukkan tíu
og stóðu fram eftir degi.
Skýrsla erlends
endurskoðanda
Heimildir Morgunblaðsins herma
að húsleitirnar hafi verið fram-
kvæmdar á grundvelli skýrslu
fransks endurskoðanda sem unnin
legt ástand þeirra. Ástæðan fyrir
því að farið var inn í KPMG og
PWC en ekki önnur endurskoð-
unarfyrirtæki er sú að þessi tvö
sáu um endurskoðun reikninga
gömlu viðskiptabankanna þriggja.
PWC sá um endurskoðun fyrir
Landsbankann, og reyndar Glitni
fram til ársins 2005, en KPMG end-
urskoðaði fyrir Kaupþing og Glitni.
Þess utan var verið að leggja hald
á gögn vegna annarra mála sem
eru í rannsókn hjá sérstökum sak-
sóknara, meðal annars mála sem
tengjast meintri markaðs-
misnotkun og sýndarviðskiptum
með hlutabréf.
Komu vegna Evu Joly
Sex erlendir sérfræðingar, í
tveimur þriggja manna hópum, á
sviði endurskoðunar aðstoðuðu við
húsleitirnar í gær. Annar hópurinn
er franskur og fór hann inn í
KPMG. Hinn hópurinn var sam-
ansettur af þremur norskum end-
urskoðendum og leitaði hjá PWC.
Embætti sérstaks saksóknara
komst í kynni við endurskoðend-
urna í gegnum Evu Joly og þeir
starfa allir samkvæmt samningi við
embættið.
Þessir sömu endurskoðendur
munu vinna áfram úr þeim upplýs-
ingum sem lagt var hald á í gær
þar sem ekki ríkir nægjanlegt
traust til neinna íslenskra endur-
skoðenda til að inna þá vinnu af
hendi vegna tengsla þeirra flestra
við þau fyrirtæki sem verið er að
rannsaka.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er þáttur endurskoð-
enda í bankahruninu einnig undir í
vinnu rannsóknarnefndar Alþingis,
en hún hefur meðal annars fengið
Sigurð Þórðarson, fyrrum ríkisend-
urskoðanda, til starfa vegna þessa.
Bankarnir taldir hafa
fegrað efnahagsreikninga
Morgunblaðið/Sverrir
Húsleitir Á þriðja tug manna framkvæmdu húsleit hjá KPMG og Price-
WaterhouseCoopers í gær. Fyrirtækin voru endurskoðendur bankanna.
Erlendir sérfræð-
ingar munu koma að
rannsókninni
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
TELJI Seðlabankinn nú hagkvæmt
að sækja allt að sextíu milljarða
króna í aukið lánsfé fyrir hönd rík-
issjóðs gefur það vísbendingar um
að vextir fari ekki lækkandi. Annars
væri hagstæðara fyrir ríkissjóð að
fjármagna hallarekstur og gjald-
daga ríkisbréfa á næsta ári ef vextir
yrðu lækkaðir, eins Jóhanna Sigurð-
ardóttir hefur talað fyrir.
Lánasýslan tilkynnti síðastliðinn
þriðjudag að til stæði að gefa út rík-
isskuldabréf fyrir allt að sextíu
milljarða til að leggja inn á reikning
ríkissjóðs í Seðlabankanum.
„Að einhverju leyti má lesa útúr
þessu væntingar um þróun stýri-
vaxta í náinni framtíð. Það hefur
klárlega verið harðlínutónn í Seðla-
bankanum varðandi stýrivextina. Að
einhverju leyti endurspeglast þær
væntingar í því að ákveðið er að fara
í þessa útgáfu núna með þeim fyr-
irvörum að markaðsaðstæður verði
hagstæðar,“ bendir Ingólfur Bender
forstöðumaður Greiningar Íslands-
banka á.
Stóraukin kostnaður
Gísli Hauksson, framkvæmda-
stjóri GAM Management, hélt því
fram í viðskiptablaði Morgunblaðs-
ins í gær að ákvörðun Lánasýsl-
unnar muni kosta skattgreiðendur
marga milljarða í formi hærri vaxta-
kostnaðar ríkissjóðs.
„Þótt látið sé að því liggja að að-
gerðin sé fegrunaraðgerð á sviði rík-
isfjármála er allt útlit fyrir að hún sé
þvert á móti hugsuð til að herða á
vaxtastiginu í landinu. Aðgerðin
lyktar af því að hér sé verið að draga
lausafé úr umferð til að gera stýri-
vexti Seðlabankans áhrifameiri og
lyfta jafnframt upp langtímavöxt-
um,“ segir í markaðspunktum grein-
ingardeildar Kaupþings.
Markmið að hækka vexti
Með öðrum orðum er Seðlabank-
inn að reyna að fylgja eftir orðum
seðlabankastjóra við síðustu vaxta-
ákvörðun að toga þurfi vexti á Ís-
landi upp. Hann sagði innlánsvexti
til dæmis of langt frá virkum vöxt-
um Seðlabankans.
Til þess að ná þessum mark-
miðum Seðlabankans, sem margir
viðmælendur Morgunblaðsins segja
gert að kröfu Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins, er ríkissjóður látinn
sækja sér milljarða króna á mark-
aðinn í raun án sýnilegs tilgangs.
Með þessari aðgerð tekur rík-
isstjórnin þátt í því að halda vöxtum
uppi sem er augljóslega í andstöðu
við vilja ráðherra. Þeir hafa talað
fyrir því að vextir lækki og sagt há-
vaxtastefnuna tefja uppbyggingu at-
vinnulífsins.
„Ef þetta gengur eftir þá verður
gríðarlegu magni af ríkisskuldabréf-
um dælt á markaðinn á síðasta árs-
fjórðungi. Til að setja þessa tölu í
samhengi þá eru iðgjöld lífeyr-
issjóða umfram útborgun um 80-90
milljarðar á ári,“ segir Snorri Jak-
obsson hagfræðingur hjá IFS ráð-
gjöf.
Vaxtastig í
landinu hert
þvert á vilja
Þversögn milli orða
og athafna ríkissjóðs
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
ÁÆTLAÐ markaðsvirði eigna skilanefndar Kaupþings
nam 1.705 milljörðum króna um mitt þetta ár sam-
kvæmt efnahagsreikningi sem gerður var opinber í
gær.
Eignirnar hafa aukist um rúma 113 milljarða króna
frá síðustu áramótum. Alls eru um 878 milljarðar
króna af þessum eignum veðsettir og forgangskröfur
nema um 53 milljörðum króna. Þegar búið er að draga
þær frá nema hreinar eignir skilanefndarinnar 774,5
milljörðum króna.
Ljóst er á efnahagsreikningnum að verðmat skila-
nefndarinnar á eignum sínum, sérstaklega lánum til
viðskiptavina, hækkaði töluvert á fyrri hluta ársins
2009 en áætlað virði þeirra eigna sem eru ekki veðsett-
ar né forgangskröfur hækkaði um 16% á tímabilinu.
Greiðslur af lánum miklar
Þá hafa uppgreiðslur lána, greiðslur inn á höfuðstól
þeirra og vaxtagreiðslur af þeim skilað um 102 millj-
örðum króna til skilanefndarinnar frá 21. október síð-
astliðnum.
Þar fyrir utan fengust 27,6 milljarðar króna fyrir
sölu á dótturfélagi bankans í Svíþjóð.
Virði eigna Kaupþings eykst
Hækkun Steinar Guðgeirsson er
formaður skilanefndar Kaupþings.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ÞJÓÐHAGSSPÁ sem kynnt var í
gær gerir ráð fyrir að kaupmáttur
ráðstöfunartekna á mann rýrni um
10,4 prósent á þessu ári og 11,4
prósent á árinu 2010 og verður
hann þá svipaður kaupmætti ár-
anna 1999-2000.
„Við erum að reikna með um-
talsverðum samdrætti í landsfram-
leiðslu sem er samt minni sam-
dráttur en kynntur var í vor. Þetta
endurspeglar gífurlegan samdrátt
í innlendri eftirspurn en það mild-
ar höggið að það er mikill viðsnún-
ingur í utanríkisviðskiptum,“ sagði
Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofu-
stjóri efnahagsskrifstofu fjármála-
ráðuneytisins í gær þegar hann
kynnti spána fyrir árin 2009-2014.
8,4 prósent samdráttur
Áætlað er að samdráttur í lands-
framleiðslu nemi 8,4 prósentum á
árinu 2009 sem endurspeglar
fimmtungslækkun innlendrar eft-
irspurnar. Árið 2010 mun einkenn-
ast af atvinnuleysi, og neikvæðum
hagvexti. Jákvæðu hliðarnar í
spánni eru að viðskiptajöfnuður
verður jákvæður og að samdráttur
í hagvexti verður mun minni á
næsta ári en í ár.
Áætlað er að halli verði á rík-
issjóði sem nemi 17,2 prósentum af
landsframleiðslu á þessu ári. Efna-
hagsáætlun ríkisstjórnarinnar og
AGS gerir ráð fyrir miklu aðhaldi
á komandi árum svo að ríkissjóður
skili afgangi árið 2013 og að lækk-
un skulda ríkissjóðs verði hraðað.
Gert er ráð fyrir að fjárfesting
hins opinbera dragist saman á yf-
irstandandi ári vegna strangra að-
haldsaðgerða ríkissjóðs og sveitar-
félaga.Verður samdrátturinn 32,5
prósent.
Áætlað er að atvinnuleysi verði
að meðaltali 8,6 prósent af vinnu-
afli á þessu ári og að það nái 10,6
prósentum árið 2010 en lækki síð-
an í 9,0 prósent árið 2011. Fram
kom í máli Þorgeirs í gær að út-
lendingum á vinnumarkaði myndi
fækka um tvö þúsund manns á
þessu ári og Íslendingum um rúm-
lega þúsund.
Krónan veikist enn meira
Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að
krónan veikist um 4,5 prósent á
næsta ári. Margir óvissuþættir eru
í spánni. M.a. afnám gjaldeyris-
hafta, Icesave-málið og lánafyrir-
greiðsla AGS, svo aðeins fátt eitt
sé nefnt.
2010 mun einkennast af atvinnuleysi og neikvæðum hagvexti
Kaupmáttur rýrnar og við
förum tíu ár aftur í tímann
Morgunblaðið/Heiðar
Aftur til fortíðar Kaupmáttur Ís-
lendinga mun skerðast um 11,4%.