Morgunblaðið - 02.10.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 02.10.2009, Síða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 ✝ Svanhildur Sum-arrós Leósdóttir (Rósa) fæddist á Akureyri 4. ágúst 1940. Hún lést á gjör- gæsludeild Sjúkra- húss Akureyrar 18. september sl. For- eldrar hennar voru Leó Guðmundsson og Þóra Friðriksdóttir. Fósturforeldrar Svanhildar voru Guð- mundur Jónsson og Anna Jónsdóttir, bú- sett á Mýrarlóni við Akureyri. Alsystkin Svanhildar voru fjögur, hún átti 14 hálfsystk- ini, sex sammæðra og átta sam- feðra. Svanhildur giftist 17. maí 1959 Kristjáni Þórðarsyni frá Sílastöð- um, f. 18 nóvember 1932. Þau eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Guðmundur, f. 26. desember 1960, maki Manevan Yothakong, hann á þrjú börn og eitt barnabarn. 2) Laufey, f. 20. apríl 1962, maki Jós- ep Hallsson, hún á þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Ingvar, f. 2. október 1964, hann á fjögur börn og þrjú barnabörn. 4) Arnar, f. 7. janúar 1974, maki Katrín Eiðsdóttir, hann á tvö börn. 5) Brynjar, f. 22. nóvember 1975, maki Freydís Gunn- arsdóttir, hann á tvö börn. Eftir hefðbundna skólagöngu fór Svan- hildur einn vetur í Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skaga- firði. Hún vann ýmis störf um ævina, lengst af hjá Sambandsverksmiðj- unum á Akureyri og einnig á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Svanhildur starfaði mikið við tónlist, var með eigin hljóm- sveitir, söng í kórum og var félagi í harmonikufélögum. Hún var stofnfélagi í Söngfélaginu Gígjum á Akureyri og einnig í Félagi Harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Einnig samdi Svanhildur bæði lög og texta. Útför Svanhildar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 2. október, kl. 13.30. Elsku mamma. Nú skiljast leiðir og þú ert farin til fallegri heima. Margar minningar koma upp í huga mér á stundu sem þessari. Frá því ég man eftir mér hefur þú staðið mér við hlið og stutt mig í einu og öllu og þakka ég þér fyrir það. Ég minnist þess svo vel þegar við bárum út Moggann saman þegar við bjuggum í Bakkahlíðinni og hversu oft þú minntist á það hversu gaman var alltaf hjá okkur. Svo man ég hvað það var alltaf gaman þegar ég, þú Arnar og pabbi fórum í hesthúsin og gáfum hestunum og þar á meðal Mána, hestinum sem þú gafst mér. Svo leyfðirðu mér alltaf að keyra þegar farið var upp í hesthús þó bílprófsaldurinn hafi nú ekki verið komin. Svo gafstu mér trommusett þegar ég var átta ára gamall og alltaf fékk ég að æfa mig í herberginu mínu í gegnum árin og svo urðu þau nú ófá böllin sem við spiluðum saman á í hljómsveit þinni. Svo liðu árin og ég bjó mér mitt eigið heimili en alltaf var samt gott að koma í Krossanes og spjalla við þig um heima og geima og rifja upp gamla tíma og alltaf gátum við hlegið saman að gömlum góðum sögum. Mér mun alltaf þykja vænt um það að hafa náð að syngja inn á diskinn þinn í fyrrasumar og fengið að spila inn á þá báða. Nú ætla ég að fara að læra á gítar og þá get ég sungið og spilað lög eins og þú gerðir. Þú varst alltaf svo umhyggjusöm og ef við Freydís fórum í ferðalög hringdir þú alltaf til að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Þetta varst svo mikið þú, mamma mín. Nú er svo skrítið að fara í Krossanes og sjá þig ekki sitja í stólnum þínum og prjóna og spyrja hvernig ég hafi það í dag eins og þú varst vön. Elsku mamma, nú líður þér vel á góðum stað en ég veit að þú verður samt alltaf hjá okkur. Takk fyrir að hafa verið eins og þú varst, yndisleg mamma. Þín verður sárt saknað og ég mun alltaf elska þig. Þinn sonur, Brynjar Kristjánsson. Elsku Rósa. Það er svo skrítið að skrifa minningarorð um svona fal- lega, sterka, hressa og góða konu eins og þú varst. Þegar ég fór að vera með Brynjari fyrir um sjö árum og kynntist ykkur Kristjáni tókuð þið mér opnum örmum frá fyrsta degi. Það var svo yndislegt að búa hjá ykkur fyrst þegar við byrjuðum saman en svo var alltaf svo gott að kíkja í heimsókn eftir að við fórum í litlu íbúðina okkar og spjalla því allt- af áttirðu einhverjar skemmtilegar sögur að segja mér hvort sem var af börnunum þínum þegar þau voru yngri eða yndislegu dýrunum þínum. Þú varst svo mikill dýravinur og mannvinur og varstu mér vinur jafnt sem tengdamóðir. Alltaf gat ég leitað til þín ef mér leið illa og eftir gott spjall við þig leið mér alltaf betur. Manneskju með jafn stórt hjarta og þú hafði ég aldrei áður kynnst. Þú varst mér alltaf svo góð og þakka ég þér fyrir það og tímann sem við átt- um saman. Þótt þú sért horfin okkur frá get- um við alltaf skoðað allar fallegu myndirnar af þér og hlustað á fal- legu röddina þína þegar við spilum geisladiskana þína og hugsað um all- ar fallegu minningarnar um þig. Elsku Rósa takk fyrir að hafa ver- ið mér alltaf svona yndisleg og á ég eftir að sakna þín sárt. Ég veit að nú ertu á góðum stað og vakir yfir okk- ur ástvinum þínum. Þangað til við hittumst aftur hvíldu í friði elsku tengdamamma mín. Þín tengdadóttir, Freydís Gunnarsdóttir. Svanhildur Sumarrós Leósdóttir ✝ Haukur Hall-grímsson fæddist á Reyðarfirði 20. ágúst 1932. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala föstudag- inn 18 september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Karl Daní- el Pétursson, f. 4.6. 1909, d. 8.3. 1979, og Hallbjörg Sigmars- dóttir, f. 27.7. 1912, d. 12.1. 2002. Kjörfor- eldrar Hauks eru Guðleif Helgadóttir, f. 27.12. 1909 og Hallgrímur Jóns- son, f. 21.4. 1898, d. 13.8. 1937. Sonur þeirra var Jón Hall- grímsson, f. 1937, d. 1945. Fóst- urfaðir Hauks var Greipur Kjartan Kristjánsson, f. 31.3. 1914, d. 4.10. 1988. Stjúpsystkini Hauks eru Hall- grímur Greipsson, f. 9.5. 1943, Kristján Helgi Greipsson, f. 17.2. Ingveldur M. Tryggvadóttir, f. 22.1. 1959, börn þeirra eru: a) Ása Vilborg, f. 9.12. 1980, maki Finnur K. Ólafsson, f. 8.12. 1979, dóttir þeirra Inga Rós, f. 4.8. 2006. b) Daníel Heiðar, f. 26.6. 1984. 3) Ása Hauksdóttir, f. 10.10. 1959, maki Benóný Ægisson, f. 29.8. 1952, dætur þeirra eru Birta, f. 31.10. 1986 og Sóley Anna, f. 11.3. 1997. Haukur hóf nám hjá Landsmiðj- uni í Reykjavík í ketil- og plötu- smíði 1954 og útskrifaðist úr Iðn- skólanum í Reykjavik með sveinspróf hinn 16. júlí 1961 og starfaði þar til ársloka 1962. Einn- ig starfaði hann við iðngrein sína í Svíþjóð á árunum 1968 til 1973. Hann starfaði hjá Landvirkjun við hinar ýmsu virkjanir á árunum 1975 til 1978 og vann hann við iðn sína allan sinn starfsaldur. Hann var málmsuðukennari hjá Iðn- tæknistofnun Íslands frá 27.8. 1988 til 31.8. 2002, er hann lét af störf- um sökum aldurs. Útför Hauks fer fram frá Laug- arneskirkju í dag, 2.október, og hefst athöfnin kl. 14. 1948 og Guðbjörg Greipsdóttir, f. 11.11. 1949. Hinn 10. desember 1955 kvæntist Hauk- ur Pálínu A. Lórenz- dóttur, f. 14.9. 1928. Foreldrar hennar voru Ingolf Lórenz Halldórsson, f. 23.2. 1904, d. 25.1. 1995 og Aðalheiður Antons- dóttir, f. 2.1. 1907, d. 29.8. 1978. Börn Hauks og Pálínu eru: 1) Aðalheiður G. Hauksdóttir, f. 7.8. 1955, maki Ágúst V. Árnason, f. 7.2. 1961. Son- ur Aðalheiðar og Jóns Ólafssonar er Haukur Ingi, f. 17.12. 1975, maki Hafdís Þorleifsdóttir, f. 24.7. 1964. Sonur Hauks Inga og Önnu Þórunnar Sigurðardóttur er Aron Freyr, f. 20.9. 1995. 2) Hallgrímur L. Hauksson, f. 15.3. 1957, maki Elsku pabbi minn, nú er baráttu þinni lokið við þann illvíga sjúkdóm sem þú greindist með í vor. Stríðið var ekki langt en erfitt fyrir þig að kyngja. En það má ekki gleyma því að við fengum rúm 19 góð ár eftir að þú greindist fyrst með krabba- mein og það á raddböndum sem hlýtur að vera hverjum manni erfitt að takast á við, og tókst því með miklu æðruleysi og byrjaðir bara strax að reyna að tala og það eru ekki allir svo heppnir. Ég fylgdi þér í gegnum það ferli og ef þú ætlaðir þér eitthvað þá fórstu oft áfram meira af vilja en mætti fyrst á eftir . Eftir að þú fórst að fara á fætur hringdir þú í mig mörgum sinnum á dag og slóst alltaf í símtólið og þá vissi ég hver það var. Þú varst keppnismaður mikil og eins og læknirinn sagði: Þetta geta ekki nema gamlir box- arar. Ég vil minnast þín sem góðs föð- ur og hvað þú varst alltaf góður við hana mömmu, hún hefur spjarað sig svo vel en þú hafðir alltaf áhyggjur. Og að sjá ykkur þegar hún kom í heimsókn til þín, þá voruð þið eins og nýtrúlofuð og mamma sagði allt- af láttu þér nú batna, gamli minn, ég sakna svo tuðsins í þér og þá brostir þú út undir eyru. Þú og mamma voruð samrýmd hjón og ferðuðust mikið til Spánar jafnvel tvisvar á ári og komuð end- urnýjuð til baka. Ég var svo hepp- inn að eiga ykkur sem foreldra þeg- ar ég fékk þá flugu að fara að sigla, einstæð móðir, og fór að sigla á Norrænu, það héldu allir að ég væri nú orðin galin að fara burt frá syni mínum, Hauk Inga, en það varð ekki aftur snúið. Hann var í góðum höndum hjá ykkur. Það má segja að þú hafir gegnt tveimur hlutverkum fyrir hann, þú varst honum sem faðir og afi og hafið þið alltaf verið mjög nánir og er söknuður hans mikill. Hann var ekki gamall þegar hann fór sína fyrstu utanlandsferð með þér þar sem þið fóruð með gamla Volvo og fóruð af í Skotlandi og keyrðuð um í tvær vikur útbúnir tjaldi og veiðigræjum og var þetta hið mesta ævintýri og hafið þið hlegið mikið að þessu. Eitt árið komuð þið til Færeyja þar sem ég var og voruð þar í nokkra daga og skoðuðuð ykkur um og var það skemmtilegur tími hjá okkur en svo skrítið sem það virðist var aldrei neitt kynslóðabil á milli ykkar Hauks Inga, þið töluðuð sama tungumál. Svo var það heimleiðin, vélin lendir í loftgati og hrapar nið- ur um fleiri hundruð metra og sáuð þið bara sjóinn og hélduð að þetta væri ykkar síðasta en svo fór nú ekki. Þrátt fyrir þetta atvik hættuð þið ekki að ferðast. Síðar fór hann margar ferðir til Spánar og svo allar veiði-, eggja- og berjatínsluferðirnar á vorin og haustin sem hafa verið ómetanlegar. Skrítið hvernig hlutirnir gerast. Ég var mikið hjá ömmu og afa og Haukur Ingi mikið hjá ykkur og svo kemur Aron Freyr og fer með afa í veiðiferðir. Eplið fellur ekki langt frá eikinni. Þú varst mjög handlaginn maður og eru ófáir hlutirnir sem þú hefur smíðað og sýnir það glöggt hvað þú varst vandvirkur. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Þú varst semsagt með hlutina á hreinu. Ég kveð þig með söknuði. Guð geymi þig. Þín dóttir, Aðalheiður Guðrún. Ég kynntist Hauki Hallgrímssyni snemma á níunda áratugnum þegar ég og Ása dóttir hans hófum sam- búð og okkur Hauki varð strax vel til vina. Haukur var afar handlaginn og kunni vel til verka og var bón- góður þegar fjölskyldumeðlimir þurftu á góðum ráðum eða hjálp að halda. Hann hafði líka gaman af að grúska í vélum og ég treysti engum betur til að vera ráðgjafi minn þeg- ar ég þurfti að kaupa mér notaðan bíl. Haukur var afar félagslyndur maður og mikill spjallari, alltaf áhugasamur um hvað væri á seyði hjá fjölskyldunni og hvað við værum að fást við. Það varð honum því mik- ið áfall þegar hann vegna sjúkdóms missti röddina. En honum tókst þó að yfirvinna þann missi, því hann lærði að tala á nýjan leik, svo vel að hann gat kennt öðrum sem líkt var komið fyrir og miðlað þeim af reynslu sinni. Svo gat hann líka allt- af skemmt dóttur okkar, Sóleyju Önnu, þegar hún var smábarn með sinni skrítnu rödd. Það er alltaf sárt að sjá starfsama og lífsglaða menn beygða af sjúkdómum. Síðust æviár Hauks voru honum mjög erfið en nú hefur hann fengið hvíldina. Ég hef sjaldan kynnst samrýndari hjónum en Hauki og Pálínu tengdaforeldrum mínum og ég sendi Pálínu hugheilar samúðar- kveðjur því missir hennar er mikill. Benóný Ægisson. Elsku afi. Nú kallið er komið og þú hefur kvatt þennan heim. Það er söknuður í huga mér en líka léttir því ég veit að þú hefur það miklu betra núna. Þegar ég kvaddi þig í sumar vonaði ég innilega að það yrði ekki síðasta kveðjustundin okkar en mig grunaði samt að þú ættir ekki langt eftir. Þegar maður býr í öðru landi þá reynir maður sitt besta að búa sig undir svona tíðindi svo þegar sú stund rennur upp reynist hún ávallt þung í hjarta. Þó heimsóknirnar hafi ekki verið margar eftir að ég flutti út þá varst þú ávallt hress og kátur þegar við kíktum í heimsókn á Kleppsveginn. Og í sumar skipti engu máli þó þú værir veikur, þú tókst á móti okkur með bros á vör. Ég gleðst yfir því að Inga Rós fékk tækifæri til að kynnast þér. Henni fannst þú stórmerkilegur kall og þó að heimsóknirnar væru fáar þá var hún fljót að átta sig á að langafi átti alltaf smákökur handa henni. Þú varst svo hrifinn af henni og ekki skemmdi það að hún var rauðhærð eins og þú á yngri árum. Ég á margar góðar minningar um þig elsku afi sem ég mun ávallt varðveita í hjarta mínu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig og varðveiti, elsku afi minn. Ása Vilborg. Þar sem ég er hérna í Frakklandi að taka sveifluna, eins og þú kallaðir það, þá á ég svo erfitt með að ímynda mér að næst þegar ég kem heim þá verður þú ekki lengur þar. Eggjatínslurnar og veiðiferðirnar verða ekki fleiri en allar þær minn- ingar sem ég á með þér munu aldrei gleymast. Ein af mín fyrstu minn- ingum er þegar þú dreifst okkur krakkana upp að Heklu sem var að gjósa, að þínu mati máttum við sko ekki missa af þessu. Ekki náðum við þó alla leið og ég er ekki viss hvort við sáum mikið af gosinu en fyrir barnssálina var þetta alveg svaka- legt. Þetta var nú bara fyrsta ferðin af mörgum. Alltaf ég í aftursætinu, þú við stýrið og amma prjónandi við hliðina. Sumarið byrjaði ekki án þess að fara allavega í 2 eggja- tínslur með þér. Þarna löbbuðum við tímunum saman í víðáttunni og ég var alltaf hálfhrædd um að týn- ast og því hafði ég auga með bílnum þar sem amma beið með ástarpung- ana. Þú fannst alltaf fleiri egg en ég, mér til hálfgerðar gremju þó ég léti það ekki í ljós. Mér er alltaf minn- isstætt þegar goggað var í þig þann- ig að þú fékkst gat á hausinn og þegar eitt eggið brotnaði, þú vildir þú ekki að það færi til spillis og saugst bara innan úr því. Þá fannst mér þú nú meira en lítið skrítinn! Síðustu þrjú ár hef ég ekki komist í eggjatínsluna og fæ þessi rosalegu fráhvarfseinkenni og hugsa og dreymi bara um þig og eggin. Jafnvel þó að þú hafir verið orð- inn svo ofboðslega veikur undir lok- in skein húmorinn og þrjóskan í gegn. Einn daginn þegar ég kom að heimsækja þig á spítalann og við fórum að hreyta bröndurum í hvert annað þá varð einni hjúkkunni að orði að ég væri sko greinilega skyld þér. Það gladdi mig mikið þar sem ekki er leiðum að líkjast. Birta Benónýsdóttir. Jæja gamli, þá er þessi hluti bú- inn. Þetta var nú ekki planið hjá okkur. Við vorum svo sem búnir að fara yfir þetta hjá okkur því þegar við vorum að stúdera lífið, það er að segja við, þá sagðir þú alltaf við mig að þegar þú færir þá væri þetta búið og ekkert við því að gera. Því hef ég alltaf trúað en svo þegar við erum komnir þangað, þú farinn og ég hérna megin, þá er þetta allt svo óraunverulegt og allt í lausu lofti, ég er hér og þú ert þar, og þannig verður það þar til við hittumst næst og þá getum við aftur farið að veiða og ferðast eins og við gerðum. Jafn- vel farið að smíða eitthvað járnadót eins og við vorum að gera nánast allar helgar, þú að bjarga hinum og þessum, alltaf að sjóða og brenna stál. Ég hefði átt að vera með stimp- ilkort á Iðntæknistofnun, alltaf að Haukur Hallgrímsson Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.