Morgunblaðið - 02.10.2009, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 02.10.2009, Qupperneq 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið/Kristinn Lýðveldið við lækinn Pólitísk verk, húmorísk verk og ljóðræn verk; allskonar verk sem kveikja ýmsar kenndir og hugmyndir eru sýnd á Álafossi. „Þetta er táknrænt fyrir ástandið sem við lifum,“ segir Bryndís Jónsdóttir. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAR sem starfsmenn ullarverk- smiðja Álafoss snæddu hádegisverð á árum áður, í Þrúðvangi við Álafoss, hefur nú risið nýtt lýðveldi; Lýðveld- ið við lækinn. Lýðveldið er í raun myndlistarsýning; samstarfsverkefni átta myndlistarkvenna og Bryndís Jónsdóttir er talsmaður þeirra. „Ein úr hópnum, Ólöf Oddgeirsdóttir, býr í Þrúðvangi. Fyrir fimm árum kvikn- aði hjá henni löngun að bjóða nokkr- um myndlistarkonum að sýna með sér, þar sem hún var búin að gera salinn upp. Við kölluðum sýninguna Lýðveldið Ísland, en þá voru 60 ár frá stofnun lýðveldisins. Sýningin bar sterkan keim af hugmyndum okkar um stöðu lýðveldisins, um náttúruna og landið. Þá gerði ég gjörning við húsið sem byggt er yfir ána, hellti málningu í fánalitunum út í ána, sem bjó til úr þeim mjög falleg mynstur og bar með sér.“ Tíminn leið og Bryndís var orðin óþreyjufull að halda samstarfinu áfram. Tækifærið kom á þessu ári og listamennirnir ákváðu að gera eitt- hvað skemmtilegt. Þetta „skemmti- lega“ varð að stóru verkefni, með sýningum í þremur landshlutum sem allar voru byggðar á lýðveld- ishugmyndinni. „Ég ákvað að bjóða þeim í hús mitt í Reykjahlíð í Mý- vatnssveit og fór að leita að sýning- arstað. Ég fann hlöðu sem var tóm og lá vel við. Þar sýndum við í sum- arbyrjun, Lýðveldið við vatnið, og vorum líka með örsýningu í Reykja- hlíðarkirkju. Hlaðan var full af áburðarpokum þegar við mættum en þegar búið var að fjarlægja þá og við byrjaðar að hengja upp þá var það eins og við manninn mælt að þar spratt upp þessi dásamlega sýning þar sem veggirnir og umhverfið spiluðu sér- staklega skemmtilega með verk- unum. Þarna voru ljósmyndir, teikn- ingar, málverk, konsept-verk, draumagildrur og fleira og sýningin varð mjög fjölbreytt en ólík því sem við eigum að venjast úr uppstríluðum sýningarsölum. Hlíf Ásgrímsdóttir bakaði einstakan gjörning í hlöðunni; rauðar og bláar lýðveldisvöfflur skreyttar með hvítri rjómarönd.“ Annað Lýðveldi á Ströndum Frá Mývatni fóru konurnar norður í Ingólfsfjörð á Ströndum, þar sem Hildur Margrétardóttir gat hýst hópinn í gamalli síldarverbúð. „Þar settum við upp sýningu sem varð allt öðru vísi en sú í hlöðunni, fyrst og fremst vegna þess að umhverfið var allt öðru vísi.“ Bryndís segir að á sýn- ingunni á Ströndum, sem fékk heitið Lýðveldið við fjörðinn, hafi verið ör- tröð af fólki. „Það komu held ég allir ábúendur úr nærliggjandi fjörðum, sumarhúsafólk, gönguhópar og fleiri. Við ákváðum að loka hringnum og sýna aftur á Álafossi, og þar erum við nú.“ Sýningin á Álafossi hefur að sögn Bryndísar að geyma bæði pólitísk verk, húmorísk verk og ljóðræn verk – allskonar verk sem kveiki ýmsar kenndir og hugmyndir. „Sýning hef- ur tekið breytingum frá einum stað til annars og við sýnum ekki endilega sömu verkin. Ólöf málar fyrstu ís- lensku fjallkonumyndina yfir sitt eig- ið málverk sem hún gerði af gömlum íslenskum dúkamunstrum. Anna Jóa sýnir ljósmyndir sem hún kallar Vallamál, en þær eru annars vegar af Þingvöllum og hins vegar af Aust- urvelli í búsáhaldabyltingunni. Hild- ur sýnir draumagildrur fyrir mar- traðir Íslendinga og hengir í þær þorskhausa og aðra táknræna hluti. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá sýnir vatnslitaverk sem hún kallar Vötn, en það er unnið út frá minningu hennar um það þegar hún flaug í fyrsta sinn yfir Ísland og sá vötnin á Arnarvatnsheiði. Þjóð á brauðfótum Ég sýni ljósmyndaröð sem ég kalla Þjóð á brauðfótum, og það er mín út- færsla á ástandi þjóðarinnar. Guð- Átta myndlistarmenn ljúka sýningaþrennu byggðri á hugmyndinni um lýðveldið með sýningu á Álafossi Pólitískt og ljóðrænt í Lýðveldinu við lækinn GUÐMUNDUR Eggerts- son, sem kallaður er faðir erfðafræðinnar á Íslandi, heldur erindi um uppruna lífsins í stofu 132 í Öskju á morgun kl. 13 í tilefni af 200 ára afmæli Darwins. Erind- ið er öllum opið. Líf á jörð- inni er allt af sömu rót, en stærstu spurningunni er ósvarað. Hvernig varð lífið til? Kviknaði líf á jörðinni, einhvern tímann aftur í grárri forneskju, eða kemur það frá öðrum hnöttum? Guðmundur hefur rýnt í margar ólíkar tilgátur, tilraunir og röksemdir um tilurð lífsins. darwin.hi.is. Vísindi Guðmundur ræðir upphaf lífs á jörðu Guðmundur Eggertsson Á SÝNINGU sem opnuð verður í Listasal Mosfells- bæjar á morgun sýnir Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson Orgone-boxið. Það er smíðað eftir teikn- ingum Wilhelms Reich sem var austurrísk-amerískur sálgreinandi og þróaði Or- gone-boxið til að safna or- gone sem hann taldi grund- vallarlífsorku alheimsins. Á sýningunni verða einnig teikningar eftir Stein- grím en gestir eru hvattir til að taka þátt í sýn- ingunni með því að setjast inn í Orgone-boxið og skrá reynsluna af dvölinni þar. Myndlist Býður gestum í Orgone-boxið Orgone-box Steingríms ÍRSK menningarhátíð hefst í Kópavogi í dag. Þrjár sýn- ingar verða opnaðar í Gerðarsafni; sýning á kúrrökkum, skinnbátum frá vesturströnd Írlands, og sýningin Aftur heim til Írlands, þar sem sýnd eru veggspjöld frá þriðja fjórðungi síðustu aldar sem ætlað var að laða gesti á þekkta írska ferðamannastaði. Þau sýna írskar stað- almyndir svo sem fagurt fjallalandslag, hús með stráþök- um, rústir, hringturna og keltneska krossa. Þriðja sýn- ingin heitir Opinberun. 29 þekktum listamönnum af ýmsu þjóðerni var boðið að gera grafíkverk sem skyldu sækja innblástur í listaverkaeign Listasafns Írlands. Á morgun kl. 17 heldur írski píanóleikarinn John O’Connor tónleika í Salnum, og á föstudag eftir viku, dansar Ragús danshópurinn írska dansa á sama stað. Írland í Kópavoginum Morgunbalðið/RAX UM þessar mundir eru 150 ár frá fæðingu norska rit- höfundarins Knut Hamsun, en bækur hans hafa verið ákaflega vinsælar á Íslandi. Í Noregi hefur Hamsun verið umdeildur og varðar afstaðan til hans öll meg- insvið í tilveru okkar; póli- tík, siðfræði, fegurð og sam- kennd, svo nokkuð sé nefnt. Málþing um Hamsun verð- ur haldið á sunnudag í Norræna húsinu, en á morgun verða sýndar þar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir bókum hans, Gróður Jarðar kl. 15 og Pan kl. 17. Bókmenntir Hamsun-hátíð í Norræna húsinu Knut Hamsun MENNINGAR- hátíðin Regnbog- inn hefst í Vík í Mýrdal í dag og stendur yfir helgina. Meðal at- riða á dagskrá Regnbogans er kórakeppni, með þátttöku fjölda kóra, en sá besti þeirra, að mati dóm- nefndar, hreppir Regnbogastjörnuna, en verð- launin, 100 þúsund krónur, renna til Einstakra barna. Á morgun verður Regnbogamarkaður í bænum þar sem hægt er að kaupa ýmiss konar listmuni, handverk og fleira og í hátíðardag- skrá um kvöldið verða leiklist, myndlist og söngur í öndvegi. Listir Regnboginn rís yfir Vík í Mýrdal Frá Vík í Mýrdal ÞÆR Hrafnhildur Hagalín leikskáld og Eva María Jónsdóttir sjónvarps- kona hafa hvor í sínu lagi unnið að nýjum verkum undanfarið sem eiga það sameiginlegt að þar hafa þær verið samvistum við nokkra okkar elstu og ástsælustu leikara. Verk- efnin verða opinberuð á sunnudag, því klukkan 14 hefst flutningur á leikritaflokknum Einförum eftir Hrafnildi í Útvarpsleikhúsinu á Rás eitt. Um kvöldið hefst ný þáttaröð Evu Maríu og Hauks Haukssonar í sjónvarpinu sem kallast á við leikrit Hrafnhildar. Sjónvarpsþættirnir heita Persónur og leikendur og eru einskonar portrett af leikurum, þar sem Eva María heimsækir þá og tal- ar við þá um starfið og lífið. Leikararnir eru Erlingur Gísla- son, Herdís Þorvaldsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Steindór Hjörleifsson og Margrét Ólafsdóttir, Árni Tryggvason og Róbert Arnfinnsson. Brot úr mörgum þeirra verka, sem leikararnir hafa unnið við, verða sýnd í þættinum. Leikritin verða send út á rás eitt kl. 14 næstu sunnudaga, en á eftir flutningi hvers verks verður fluttur sérstakur útvarpsþáttur sem ber heitið Í aðalhlutverki. Þar verða flutt ýmis hljóðbrot úr verkum sem viðkomandi aðalleikarar hverju sinni hafa tekið þátt í á löngum ferli sínum í Útvarpsleikhúsinu. Umsjón með þáttunum hefur Viðar Eggertsson. Einfarar og Per- sónur og leikendur Hrafnhildur Hagalín Eva María Jónsdóttir Þær sem sýna eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Mar- grétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jóns- dóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 14-18 til 11. október. Liðsmenn Lýðveld- isins við lækinn björg Lind sýnir meðal annars minn- ingasafn, undirskálar með leifum af kaffi. Þetta eru minningar um ósýni- legar sögur, eins og fólk hafi staðið upp og gengið út. Kristín Geirsdóttir spilar með liti umhverfis og náttúru og spáir í litrænt gildi sýningarstað- anna. Hlíf og Ólöf sýna vídeóverk. Hlíf safnaði plasti – hún er eins og gull- grafari og finnur plast á ólíklegustu stöðum í náttúrunni en Ólöf tók mynd- ina og klippti. Innst í herbergi sýni ég vídeó sem ég kalla Holskeflu, þar sem sjórinn fellur yfir landið úr mörgum áttum í holskeflum og kaffærir það næstum því. Þetta er táknrænt fyrir ástandið sem við lifum og holskefl- urnar verða eflaust fleiri.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.