Morgunblaðið - 02.10.2009, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009
Yfir skjáinn renna myndir í fögrum lit-um. KodaChrome. Við erum stödd áfenjasvæði í suðurríkjum Bandaríkj-
anna. Litirnir minna á ljósmyndir sem sólin
hefur skinið á of lengi, sumir þeirra að hverfa
en sá blái lifir lengst. Tveir naktir kvenlík-
amar þjóta hjá, filman er rispuð og götótt.
Hrörleg hús í ónefndum bæ birtast, þeldökk-
ar gospelsöngkonur, sveitakrá sem þarf að
mála, svart/hvítar fréttamyndir af átökum
mótmælenda og lögreglu, kirkjugarður úr
fókus. Það er engu líkara en að filman sé að
bráðna í hitasvækjunni. Fönguleg kona í æs-
andi undirfötum otar rassinum að skjánum,
eiturslanga ræðst til atlögu, bílhræ leynist í
fenjagróðri. Ungur drengur horfir saklaus-
um, spyrjandi augum í myndavélina, íklædd-
ur Ku Kux Klan-búningi. Kátir drengir troða
í sig jarðarberjum, verða berjarauðir í fram-
an líkt og varirnar á þeim hafi sprungið.
Filman bráðnar, kynæsandi kona á nærfötum
liggur á rúmi í myrkvuðu herbergi, dauð
rotta á vegi. Prestur stekkur hæð sína í loft
upp, fólk eðlar sig leiftursnöggt, hræ af ref er
étið upp til agna af hundruðum maðka.
Reykur smýgur inn um blóðrauðar varir,
skjárinn flýtur í blóði. Upp úr því rísa tvö
orð: True Blood. Raunverulegt blóð. Und-
ir ómar kúrekaseiður, „Bad Things“.
Söngvarinn Jace Everett segist ætla að
gera eitthvað ljótt. Eitthvað uggvænlegt
er í uppsiglingu.
Hér er ekki einkennilegt ljóð eftir und-irritaðan á ferð heldur lýsing á
mögnuðum inngangi vampíruþáttanna
True Blood, enn einnar stórafurðar HBO-
sjónvarpsstöðvarinnar. Þáttaraðirnar eru
orðnar tvær og sú þriðja á leiðinni. True
Blood eru einkennilegir þættir. Líkt og
blóðsugur búa þeir yfir sérstöku aðdrátt-
arafli. Undirritaður hefur nú horft á fimm
þætti úr fyrstu þáttaröð og forvitnin búin
að ná á honum tökum. Kynþokkinn er
keyrður í botn, aðalleikararnir eru ungir
og föngulegir, óseðjandi á allan mögu-
legan hátt og yfirborðskenndir. Sögusvið-
ið er smábærinn Bon Temps í Louisiana.
Þar ætlar sumarhitinn allt að drepa og
vöðvastælt ungmenni svolgra í sig bjór,
böðuð í svita. Vampírur búa meðal manna í
þáttunum og eru lítið fyrir að blanda geði við
mannkynið enda fordómarnir miklir í garð
hinna lifandi dauðu. Minnir nokkuð á ofsókn-
ir hvítra á hendur þeldökkum í suðurríkj-
unum um aldabil. Vampírurnar sækja sína
bari, lifa þar í synd og fá sér bita af mann-
eskju af og til. Blóðið úr ungum og óspjöll-
uðum meyjum og sveinum er eftirsótt.
Það merkilega við True Blood er að þó svoað þættirnir fjalli um ósköp lítið og séu í
raun ekkert annað en enn ein vampíru-
fantasían, hálfgerð froða, þá halda þeir
manni við efnið. Vampírufantasíur eru alltaf
heillandi, ekki síst þegar þær eru í fallegum
umbúðum. Þetta daður við dauðann og hug-
myndin um ofurmannlegan styrk. Blóð, of-
beldi, kynlíf og fallegt fólk, framleiðandinn
Alan Ball veit hvað selst. Skellum svo smá-
morðgátu inn í og fólk heldur áfram aðhorfa.
Brauð og leikar. En er það ekkert áhyggju-
efni að áhorfendur á borð við þann sem hér
skrifar sætti sig við innihaldslítið sjónvarps-
efni? Dáist að umbúðunum? Nei, líkt og hver
önnur sumarmynd er afþreying bara af-
þreying, henni er ekki ætlað að rista djúpt.
Herslumuninn vantar vissulega upp á að
True Blood geti talist merkilegir sjónvarps-
þættir, menn hefðu mátt vanda sig meira í
handritsskrifum. En skiptir það nokkru máli?
Neeeeeeee …
Í æðum ólgar blóð
» Vampírufantasíur eru alltafheillandi, ekki síst þegar
þær eru í fallegum umbúðum.
Sookie og vampíran Bill Anna Paquin og
Stephen Moyer sjóðandi heit í Suðurríkjunum
í vampíruþáttunum True Blood.
AF LISTUM
Helgi Snær Sigurðsson
47.000 manns í aðsókn!
HHHHH
- H.G.G,
Poppland/Rás 2
HHHH
„Gargandi snilld
allt saman bara.“
Þ.Þ – DV
Uppgötvaðu
ískaldan
sannleikann
um karla
og konur
Fyndnasta rómantíska
gamanmynd ársins
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins
Uppgötvaðu ískaldan sannleikann um karla og konur
Sýnd m/ ísl. tali kl. 4 (650 kr.)
Sýnd kl. 4, 7 og 10
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 7 og 10
Frá leikstjóra 40 Year Old Virgin og Knocked Up
Stórkostleg grínmynd með þeim
Seth Rogen, Eric Bana og Adam Sandler.
SÝND Í SMÁRABÍÓI
VINSÆLASTA
MYNDIN
Á ÍSLANDI
Í DAG!
HHHH – S.V. MBL
HHH
„Ef þú sást fyrstu myndina
og fílaðir hana, þá máttu
alls ekki sleppa þessari!“
T.V. – Kvikmyndir.is
HHH
„Skylduáhorf fyrir alla
aðdáendur Larssons,
– sannarlega eldfim
spennumynd.”
MMJ – kvikmyndir.com
Mikil grimmd og logandi
frásögn. Lisbeth Salander
er orðin klassísk og ein
eftirminnilegasta persóna
glæpabókmenntana.
F.E. Rás 2
HHHH – VJV, FBL
„Öllu því svalasta,
magnaðasta og flottasta
úr þykkri spennusögu er
þjappað saman í alveg
hreint frábæra
spennumynd.“
HHHH – ÞÞ, DV
650kr.
Uppáhalds
BIONICLE®-hetjurnar
vakna til lífsins
í þessari nýju
og spennandi mynd
Íslens
kt
talSÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is
Þú færð 5%
endurgreitt
í Smárabíó
þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 Lúxus Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Jennifer‘s Body kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:45 LEYFÐ
Bionicles kl. 4 LEYFÐ