Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 ÍS L E N SK A SI A. IS FL U 47 40 0 09 .2 00 9 1 kr. aðra leiðina + 990 kr. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Gildir 1.– 31. október – bókaðu á www.flugfelag.is Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þ röngir hagsmunir einstakra ríkja eða ríkjahópa grafa oft undan trúverð- ugleika sumra stofnana Sameinuðu þjóðanna og líklega er Mannrétt- indaráðið besta dæmið um vandann. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri SÞ, beitti sér ákaft fyrir því að gamla Mannrétt- indanefndin var lögð niður, sagði hana rúna trausti vegna hlutdrægi og ófaglegra vinnu- bragða. 2006 tók við Mannréttindaráð (UNHRC) með 47 aðildarríki en þau eru kosin til þriggja ára á allsherjarþingi SÞ. Aðildarríki ráðsins verða að „hafa í heiðri ströngustu við- mið í viðleitni sinni til að efla og verja mann- réttindi“ eins og það er orðað. Fögur orð duga ekki alltaf, þess má geta að fyrir fáeinum árum gegndi fulltrúi Gaddafis Líbíuleiðtoga forsetaembættinu; viðmiðin virð- ast vera afar teygjanleg. Ríki SÞ virðast ráða því í reynd sjálf hvernig þau túlka samþykkt- irnar göfugu sem starfið á að byggjast á. Og stórþjóðir eins og Kínverjar og Rússar sleppa við hnýsni sérstakra rannsakenda sem stundum eru látnir gera skýrslu um ákveðin mál. Þessi stórveldi tryggja yfirleitt með sam- vinnu við ríkjahópa eins og Samtök íslamskra ríkja og Afríkusambandið í UNHRC að flestir stórsyndararnir sleppi við óþægilega athygli á fundunum. Pólitíkin ræður, ekki mannréttindin. Vestræn lýðræðisríki mótmæla oft hræsninni en eru í minnihluta og Bandaríkin drógu sig út úr ráðinu um hríð til að mótmæla vinnubrögð- unum en hafa nú aftur tekið þar sæti. Stundum er um menningarlegra árekstra að ræða. Í fyrra var kynnt yfirlýsing í ráðinu frá nokkrum mannúðar- og menntasamtökum þar sem fordæmd voru viss atriði í fornum lögum íslams, sharia. Var minnt á að sú hefð að grýta konur til dauða fyrir framhjáhald og einnig hjónabönd stúlkna á barnsaldri væru brot á mannréttindum. Fulltrúar múslímaríkja mót- mæltu. „Þetta ráð mun ekki krossfesta íslam,“ sagði fulltrúi Egypta, Amr Roshdy Hassan – og forseti ráðsins ákvað að taka málið af dagskrá. Í mars var svo samþykkt tillaga íslamskra ríkja í Mannréttindaráði SÞ þar sem aðildarríkin voru hvött til að berjast gegn mismunun gagn- vart trúarhópum þar sem beitt væri þeirri að- ferð að sverta trúarbrögð og æsa til haturs. „Ranglega bendlað við hryðjuverk“ „Íslam er oft og ranglega bendlað við mann- réttindabrot og hryðjuverk,“ sagði í tillögunni. Vestræn ríki voru á móti eða sátu hjá á þeirri forsendu að tillögunni væri aðallega stefnt gegn tjáningarfrelsinu. Líklega er erfitt að nota rök um tjáning- arfrelsi gagnvart aðildarríkjum eins og Kína, Sádi-Arabíu og Kúbu sem allir vita að brjóta stöðugt mannréttindi borgara sinna. En oftast næst samstaða um að fordæma Ísrael og mætti halda að varla séu framin mannréttindabrot annars staðar í heiminum en á svæðum Palest- ínumanna. Kofi Annan gagnrýndi í nóvember 2006 ráðið fyrir „hlutfallslega allt of mikla áherslu á brot af hálfu Ísraela“ á meðan hund- suð væru alvarlegri brot í öðrum hlutum heims- ins eins og í Darfur í Súdan. Reuters Hásæti hræsninnar? Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna er harðlega gagnrýnt fyrir að taka með silkihönsk- um á brotum fjölmargra aðildarríkja en gera Ísrael stanslaust að skotspæni Reuters Vígvöllur Palestínumenn við hús á Gaza, kúlna- götin eru eftir átök Ísraelshers og Hamas-liða. Flótti Kona í Súdan með tvö börn sín á flótta undan víga- mönnum. Stjórnvöld í Karthum hafa verið sökuð um þjóðarmorð á blökkumönnum í Darfur. SUÐUR-AFRÍSKI dómarinn Richard Goldstone (á myndinni með mann- réttindafulltrúa SÞ, Navi Pillay) skil- aði nýlega skýrslu á vegum UNHRC um brot Ísraela og Hamas á Gaza 2008-2009. En Ísraelar höfnuðu öllu samstarfi við Goldstone, sögðu ráðið og forvera þess ávallt hafa sýnt óvið- unandi hlutdrægni í samþykktum sínum um brot Ísraela. Vestræn ríki hafa tekið undir andmæli Ísraela sem segja skýrsluna hvítþvo að mestu Ha- mas. UNHRC hefur á undanförnum þrem árum 25 sinnum fordæmt harð- lega ríki fyrir mannréttindabrot. Í 20 skipti var um Ísrael að ræða. Umdeild skýrsla BANDARÍKJAMENN hafa verið hart gagnrýndir vegna fangabúðanna í Guantanamo-herstöðinni. Þangað voru send mörg hundruð manns sem handtekin höfðu verið i Afganistan, grunuð um að berjast með talíbön- um og al-Qaeda. Bush forseti und- irritaði tilskipun um að halda mætti föngunum í ótímabundnu fangelsi væri ekki um að ræða bandaríska borgara. Bent er á að um sé að ræða brot á grundvallarréttindum; fangar eigi rétt á að koma fyrir dómara og svara til saka. Bandaríkin geti varla gagnrýnt brot annarra ríkja ef þau hunsi sjálf mannréttindi. Brotið á föngum TILRAUNIR þjóðarbrota í Kína til að öðlast aukið sjálfstæði eru brotnar á bak aftur með miklu harðræði. Hugleiðslusamtökin Falun Gong voru stofnuð 1992 og talið er að yfir 100 milljónir manna um allan heim, einkum í Kína, iðki æfingar samtak- anna. Liðsmenn Falun Gong í Kína láta nú lítið á sér bera opinberlega enda eru þeir oft fangelsaðir og sumir myrtir. Margir enda í þrælk- unarvinnu, líffæri eru tekin úr öðr- um og þau seld. Dæmi er um að fólk- ið sé læst inni á geðsjúkrahúsi. Andóf læst inni Ákveðnar siðareglur urðu smám saman til íEvrópu á síðustu öldum varðandi hernað ogþau takmörk sem stríðandi aðilar ættu að setja sér. Hefðir riddaramennsku voru rifjaðar upp. Ein reglan var að hlífa skyldi eftir mætti óbreyttum borgurum. Þeir höfðu löngum verið fórnarlömb í vopnuðum átökum í álfunni, sultu oft í hel á miðöld- um vegna þess að herir lifðu á landinu, þ.e. þeir rændu sér mat auk þess sem hermenn gerðust marg- ir sekir um nauðganir og hrottaskap. En er hryðjuverkamaður í einhverjum skilningi hermaður? Staðlaðir einkennisbúningar voru teknir upp í Evrópuherjum fyrir um 300 árum: Sá sem var í einkennisbúningi var auðvitað réttdræpur í bardaga, hann átti rétt til lífs ef hann var tekinn til fanga – en þá varð hann að vera enn í einkennisklæðum sínum, ella mátti yfirleitt taka hann af lífi sem njósnara. Gömlu viðmiðin enduróma enn í Genfarsáttmálanum um réttindi stríðsfanga. Í loftárásum í seinni heimsstyrjöld gerðu sprengj- urnar ekki greinarmun á hermönnum og saklausum borgurum; allir voru skotmörk. Talsmaður Ísr- aelshers sagði fyrir nokkrum árum að allir sem tengdust hryðjuverkum á vegum Hamas á einhvern hátt, beint eða óbeint, væru réttmæt skotmörk og hraus mörgum hugur við þeim grimmdarlegu orð- um. Hamas hefur sagt að þar sem flestir Ísraelar gegni reglulega herskyldu séu tilræði á borg- aralegum svæðum ríkisins réttlætanleg. Talíbanar hunsa einkennisbúninga, hver er þá óbreyttur borgari í Afganistan og hver ekki? Börn eru ekki hermenn en fantar í Afríkuríkjum þvinga þau til að berjast með sér. Sama gerðu Rauðu khmer- arnir í Kambódíu. Um 40 nýliðar í herlögreglu Ha- mas féllu í sprengjuárás Ísraela 2008, mátti ráðast á þá? Einnig er spurt hvort vopn og skotfærageymslur séu ekki lögleg skotmörk en málið vandast ef vopna- búnaður er settur upp eða geymdur á þéttbýlu svæði. Almenningi ekki hlíft Greinarmunur á her og óvopnuðum borgurum á útleið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.