Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið/Golli Öryggisnet „Á velferðarkerfið er litið sem öryggisnet sem fólkið í landinu geti treyst á, ef þörf krefur, um lengri eða skemmri tíma.“ Þ egar gera á betur en vel fer oft ver en illa.“ Yfirskrift bréfsins er þessi, því það fjallar um málaflokka og ákvarðanir, sem menn hafa nálgast af góðvild og fullir af réttlætiskennd en niðurstaðan sem fæst verður einatt í reynd önn- ur en til var stofnað. Í flestum löndum eiga menn sín stóru deilumál. Útlendingar botnuðu vísast lítið í endalausum og tilfinningaþrungnum deilum Íslendinga um kvótamál, línutvöföldun, veiðileyfagjöld og annað í undraveröld pólitískrar umræðu um ís- lensk sjávarútvegsmál. Stærsta samtímamálið í Bandaríkjunum snýst hins vegar um heil- brigðisþjónustu og fjármögnun hennar, og hef- ur sú umræða staðið með litlum hléum í ára- tugi þar í landi og við eigum satt best að segja erfitt með að botna til fulls í þeim. Öflugustu stjórnmálamenn þessa mikla ríkis hafa skellt sér af afli í slaginn um heilbrigðismálin og oft- ar en ekki komið frá honum skaddaðir og jafn- vel kalnir á hjarta. Í upphafi forsetatíðar Bills Clintons stóð mikið til og forsetafrúin sjálf, Hillary Rodham, var sett í forystu öflugs hóps, sem gæti loks komið þessu helsta baráttumáli demókrata í höfn. Forsetinn sjálfur var ekki langt undan í baráttunni, þótt hann vildi ekki setja allt sitt pólitíska eiginfé að veði. En þótt Hillary væri kostum búin og fylgin sér og öllu hafi verið tjaldað til urðu hún og forsetinn að láta í minnipokann. Eftir þau úrslit hafði hún sig lítt í frammi í pólitísku vafstri það sem eftir lifði forsetatíðar bóndans en sinnti hefðbundnu drottningarlíku hlutverki bandarískrar for- setafrúar. Óvíst hvort Obama fær sitt fram Obama, núverandi Bandaríkjaforseti, er með traustvekjandi meirihluta í þinginu og byrjaði feril sinn með myndarlega pólitíska eiginfjár- stöðu. Þótt nokkuð hafi úr vinsældum hans dregið er lítill vafi á að demókratar hafa ekki lengi átt svo gott tækifæri til að koma helsta hugðarefni sínu áfram. Þó er alls ekki víst að forsetinn og hans lið í þinginu hafi sitt fram því andstaðan er mikil og að hluta byggð á hug- sjónum og viðhorfum repúblikana og all- margra demókrata, en að hluta á áróðurs- og fjármagnsstyrk afla, sem hafa ríka hagsmuni af óbreyttu eða lítt breyttu ástandi. Hér á landi er engum stjórnmálaflokki alveg sama um heilbrigðismálin, en þau eru ekki deilumál í líkingu við það sem að framan var lýst. Reyndar er það svo að íslensku stjórn- málaflokkarnir eiga fullt í fangi með að fá kjós- endur sína til að trúa því að bullandi ágrein- ingur sé um velferðarmál. Í því efni virðist mörgum að einkum sé deilt um tittlingaskít þótt látið sé sem umræðan snúist um kúadellu, svo snúið sé út úr orðum stórskáldsins. Vissu- lega eru vinstrimenn í stjórnarandstöðu mjög útgjaldavænir í velferðarmálum en svo rennur á þá raunsæishamur lendi þeir óvænt í ríkis- stjórn. Sama gildir með öfugum formerkjum um þá sem eru hægra megin við félagshyggju- mennina. Auðvitað má með pólitísku stækkun- argleri sjá áherslumun, þótt stundum þurfi pólitíska smásjá til að greina hann. Enginn grundvallarágreiningur er um að velferðar- þjónusta eigi að vera öflug og helst jafngóð og gerist hjá þeim, sem hafa efni á að bjóða best. Þetta sameiginlega markmið gerir miklar kröfur til ríkissjóðs og er snúið við aðstæður eins og þjóðin býr við núna. Og þar sem þessi markmið hafa forgangsstöðu þrengja þau mjög að öðrum málaflokkum, sem teljast þýð- ingarmiklir, en eru þó ekki fast að því pólitískt heilagir. Deiluefnin sem hægt er að ná upp um velferðarmálin lúta fyrst og fremst að því, hvort hægt sé að veita þjónustuna með hag- kvæmari hætti en gert er, hvort einkarekstur geti verið þjónustuaðili við ríkisreksturinn í meiri mæli og þar fram eftir götunum. Í Bandaríkjunum deila menn um hvort hverfa eigi að nokkru frá einkarekstri sjúkrakerfisins og eins því fyrirkomulagi, að vilji menn eiga rétt á öðru en miðlungs eða minniháttar þjón- ustu verði þeir að tryggja stöðu sína í framtíð með greiðslum til einkarekinna trygginga- félaga. Íslenska skipanin ekki án agnúa En þótt fullyrt skuli hér að langflestir Íslend- ingar mundu ófúsir að skipta á sínu velferðar- kerfi og því bandaríska er ekki þar með sagt að hin íslenska skipan sé agnúalaus. Á velferð- arkerfið er litið sem öryggisnet sem fólkið í landinu geti treyst á, ef þörf krefur, um lengri eða skemmri tíma. Enginn vill að þetta örygg- isnet breytist í veiðinet, sem fólk festist í þegar öryggisþátturinn er ekki lengur nauðsynlegur. Nýverið upplýsti Vinnumálastofnun að upp hefðu komið grunsemdir um, að það fyrir- komulag, að umsækjendur um atvinnuleys- isbætur gætu komið umsóknunum á framfæri við viðkomandi sjóð með rafrænum hætti, hefði verið misnotað í töluverðum mæli. Er- lendir starfsmenn, sem farnir væru frá landinu og væru þess vegna hugsanlega í vinnu annars staðar, hefðu orðið sér úti um atvinnuleysis- bætur hér á landi með þessari aðferð. Vinnu- málastofnun brást við með því að setja það skilyrði að hin rafrænu boð yrðu að fara um ís- lenska tölvu. Og nú áttu bótasvindlararnir næsta leik og fólu kunningjum sínum hér á landi að sækja fyrir sig rafrænt um bætur með íslenskri tölvu! Og enn höfðu þeir töluvert upp úr krafsinu frá vinnumálayfirvöldum, sem senda þann reikning auðvitað umsvifalaust til íslenskra skattgreiðenda, sem hafa nóg á sinni könnu um þessar mundir. Þá var gripið til þess ráðs að kalla 600 „bótaþega“ óvænt til fundar við vinnumálastofnunarmenn með skömmum fyrirvara og duttu þá margir úr skaftinu. Þetta er auðvitað óskemmtileg saga og vonandi flögrar ekki að Vinnumálastofnun að hún sé búin að komast fyrir svindlið. En svo vont sem svindlið er, þá er annað verra og það er vel- ferðargildran í atvinnumálum sem saklaust fólk hefur fallið í og sér ekki leið til að losna úr. Minnkandi hvati til að vinna Ekki er hægt að halda því fram að atvinnuleys- isbætur séu háar og stundum er sagt að þær séu ekki mannsæmandi, svo lágar sem þær eru. Og vel meinandi stjórnmálamenn úr öllum flokkum áttu því bágt með að horfa upp á það ástand svo atvinnuleysisbætur voru hækkaðar í áföngum á nokkrum árum. Svo var loks kom- ið að munur þeirra og lægstu taxtalauna var því sem næst enginn orðinn. Þó voru þessar bætur auðvitað ekki nein ósköp og fáir þeir sem sæmilegu voru vanir hefðu átt auðvelt með að framfleyta sér á þeim. Vandinn var bara sá, að það sama er auðvitað hægt að segja um allra lægstu taxtalaun, bæði hér á landi og í öðrum ríkum löndum. En meðan hin pólitísku góðmenni voru að mjaka upp kaupmætti at- vinnuleysisbóta gerði þetta ekki mikið til, því vinnuaflseftirspurnin var slík, að það voru sárafáir á strípuðum taxtalaunum. Nú er öldin að verða nokkuð önnur. Hvatinn af því að hverfa frá bótalífinu og yfir í atvinnulífið hefur því minnkað mikið. Geðfelldasta leiðin út úr þessu vandamáli er auðvitað sú að hækka laun- in. En það er ekki auðvelt eins og staða at- vinnulífsins er og í annan stað verður ekki auð- velt að ná sátt um að bætur skuli sitja eftir þegar loks skapast skilyrði til að hækka laun á ný skref fyrir skref. Víða mikið atvinnuleysi í Evrópu Atvinnustig hefur verið mjög hátt á Íslandi síðustu tvo áratugi. Nú í hinni íslensku kreppu er líklegt að atvinnuleysi verði um hríð næst- um því jafnmikið og það er að jafnaði í Evrópu- sambandslöndum. Jafnvel svonefndir Evrópu- sérfræðingar, sem virðast því miður næsta undantekningarlítið jafnframt vera sanntrúað- ir rökheldir Evrópusambandssinnar, geta þó varla fagnað þeim árangri Íslendinga að vera komnir með ESB-atvinnuleysi því sá árangur kann að verða aðeins tímabundinn. Víða í Evr- ópu, til að mynda í Bretlandi, er ekki óalgengt að þrjár kynslóðir atvinnuleysingja búi saman á heimili. Þetta hefur ekkert breyst til batn- aðar, þótt töluverður efnahagslegur upp- gangur hafi verið þar síðustu ár fyrir banka- kreppu. Þá skapaðist mikill fjöldi starfa, en þau fóru einkum til innflytjenda leitandi að betra lífi. Atvinnuleysingjarnir sáu ekki nægi- legan ávinning af því að fara af sófum og leita út á vinnumarkaðinn og berjast fyrir bættum kjörum. Góðærið hafi eingöngu birst þeim í ör- lítið hærri bótum til þess að munurinn á milli þeirra og allra lægstu taxta minnkaði ekki. Ekkert af því sem hér að framan er nefnt er sagt atvinnuleysisbótaþegum til hnjóðs. Þeir hafa ekkert til saka unnið. Þeir bera saman þá kosti sem þeim bjóðast og sjá ekki leið út úr þeim ógöngum sem pólitískir velgerðarmenn almennings hafa komið þeim í. „Þegar á að gera betur en vel er stundum gert ver en illa.“ Þegar gera á betur en vel … Reykjavíkurbréf 031009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.