Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 27
prófi. Árum hans í Illinois, þar sem hann staðfesti ráð sitt og setti upp lögfræðistofu. Hann þótti sérkenni- legur, viðskiptavinirnir flestir fátæk- ir, jafnvel litaðir. Eitt frægasta málið sem hann vann var að bjarga tveimur blökkumönnum frá því að verða teknir af lífi án dóms og laga. Það þótti ekki góð pólitík um miðja 19. öldina, en veitti Lincoln brautargengi á þing og framhaldið er letrað stórum stöfum í mannkynssöguna. Henry Fonda fer snilldarlega með hlutverk þessa unga hugsjónamanns sem átti eftir að verða einn virtasti og ástsæl- asti forseti Bandaríkjanna. Beau Geste (William A. Wellman) Samvinna Wellmans og handrits- höfundarins Roberts Carsons er skráð í sögubækurnar og sjaldan tókst þeim jafn vel upp í bestu kvik- myndagerð bókarinnar af mörgum. Aukinheldur var Beau Geste ein mest sótta mynd ársins, en hún er æsispennandi ævintýramynd um hetjudáðir Frönsku útlendinga- herdeildarinnar. Þótt þeir líti ekki út fyrir að vera breskir, og því síður bræður, fara Gary Cooper, Ray Mill- and og Robert Preston myndarlega með aðalhlutverk Geste-bræðranna, sem berjast eins og hetjum sæmir við arabískan ótrosalýð og yfirmann deildarinnar, sadistann Markoff lið- þjálfa (Brian Donlevy), sem var af einhverjum ástæðum sniðgenginn af starfsfélögum sínum á tökustað. Hann náði fram hefndum er hann var einn tilnefndur til Óskars árið eftir. Klassísk ævintýramynd með grimmi- legum bardagaatriðum, eldheitum ástamálum og fífldjörfum demant- aþjófnaði, en „Sahara“ var reyndar sandöldurnar í Imperial-héraði í Kaliforníu. The Hunchback of Notre Dame (William Dieterle) Vafalaust ein besta mynd litla ris- ans í Hollywood, RKO, sömuleiðis talin besta kvikmyndagerð klassíkur- innar eftir franska rithöfundinn Vic- tor Hugo. Myndin gerist í Frakk- landi á tímum Loðvíks XI. og þung áhersla lögð á óánægjuna og óstöð- ugleikann sem var farinn að ríkja í þjóðfélaginu. Bilið á milli ríkra og snauðra var skelfilegt og óx með hverjum deginum, kröfur um frelsi og menntun tókust á við fáfræði og miðaldamyrkur. Meðferðin á íbúun- um grimmdarleg, engum þó sýnd ámóta niðurlæging og kroppin- baknum í Notre Dame-kirkjunni, sem er eftirminnilega leikinn af Charles Laughton. Leikhópurinn er glæsilegur, líkt og tónlist Alfreds Newmans. Rándýr, vönduð og stór- fengleg í alla staði. Mr. Smith Goes to Washington (Frank Capra) Capra gerði margar og snjallar sí- gildar gamanmyndir með alvarlegu ívafi og er myndin um heiðarlega meðaljóninn, hr. Smith, með þeim bestu. James Stewart leikur Smith af kunnri rósemi, einlægni og skop- skyni og gerir frábæra mynd enn betri. Hann er dálítið barnalegur hugsjónamaður sem er kosinn á þing þar sem á að kveða hann í kútinn í dyragættinni. En Smith tekur eft- irminnilega á pólitískri spillingu og valdahroka sem er allsráðandi innan dyra. Sagan af hinum þrjóska og stál- heiðarlega hr. Smith er þörf lexía á öllum tímum. Of Mice and Men (Lewis Milestone) Fátt er tilkomumeira en að lesa meistaraverk Johns Steinbecks, hvort sem menn kjósa frummálið eða snilldarþýðingu Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Myndin hans Milestones fangar frábæra aðlögun Eugenes Solows á einni af perlum heims- bókmenntanna. Kreppan mikla er í algleymingi, tveir vinir og far- andverkamenn eru að leita að vinnu í Salinas-dalnum. George (Burgess Meredith) er sá sterki og heldur hlífi- skildi yfir vini sínum, fáráðnum Lenny (Lon Chaney jr.). Að lokum reynist það honum ofviða og George verður að bjarga vini sínum á þann eina hátt sem er fær. Átakanleg, fal- leg og ógleymanleg í allri sinni dýrð og áhrifamikla einfaldleika. The Women (George Cukor) Cukor var talinn bera höfuð og herðar yfir aðra karlleikstjóra þegar kom að því að stjórna kvenleikurum. Um það ber The Women klassískt vitni og víst er að fá verk voru betur fallin til að sanna þessa hæfileika Cu- kors. Myndin fjallar um konur á gamansaman og alvarlegan hátt; hnyttin og andrík, byggð á þekktu leikriti um hjónabönd, samskipti kynjanna, framhjáhald, tryggð, deil- ur og uppgjör. Leikhópurinn er stór- kostlegur með Normu Shearer, Joan Crawford, Rosalind Russell, Paulette Goddard og Joan Fontaine, svo þær helstu séu nefndar. Þær, ásamt sterkri sögu, gera myndina ógleym- anlega. Wuthering Heights (William Wyler) Sögur segja að John Huston eigi meira en lítið í aðlögun þessarar frægu ástarsögu Emily Brontë um sígaunadrenginn Heathcliff (Lord Laurence Olivier), sem er tekinn inn á heimili Earnshaw-fjölskyldunnar á Viktoríutímanum. Ástin kemur til sögunnar með öllum sínum vanda- málum því Heathcliff og Cathy Earnshaw (Merle Oberon) verða ást- fangin þarna í fásinninu. Hesta- sveinninn og heimasætan á auð- mannssetrinu fá ekki að elskast en piltur á eftir að spjara sig. Cathy gift- ist öðrum (David Niven), sem verður til þess að Heathcliff kvænist systur Cathy. Ástin á óteljandi hliðar í harmrænum ástamálum Brontë- systra. 1939 og 2009 Það er forvitnilegt að bera saman stærstu myndir þessara tveggja ára en ekki mjög sanngjarnt. Tímarnir breytast og myndirnar með, þær endurspegla tíðarandann hverju sinni en hvað sem því líður eru þær eins og dagur og nótt í samanburð- inum. Það er auðsætt að bakgrunnur bestu myndanna fyrir sjö áratugum er traustur og þéttur; í flestum til- fellum kvikmyndagerðir heims- kunnra bókmennta. Í dag leita fram- leiðendur fyrst og fremst í teikni- myndasögur og ævintýrabálka fyrir börn og unglinga. Árið 1939 var framhaldsmynd ekki til í orðabókum, nú er sæmilega heppnuð kvikmynd uppspretta fjölda eftirlíkinga og end- urgerðir eru árvissar í fleirtölu. Árið 1939 var vissulega miklu betra kvik- myndaár en 2009, sem dregur hug- ann að 2039, að ekki sé talað um 2079! Hvað þá verður efst á blaði hefur maður takmarkaðan áhuga á að vita. Eintómar kínverskar kung-fu- myndir? Hver veit. en síungar Hrífandi Judy Garland lék stúlkuna Dórótheu í Galdrakarlinum í Oz. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 TB W A\ RE YK JA VÍ K \S ÍA 09 59 10 Námsstyrkir til blindra og sjónskertra stúdenta Þórsteinssjóður auglýsir eftir umsóknum Ákveðið hefur verið að veita styrk úr Þórsteinssjóði á árinu 2009. Tilgangur Þórsteinssjóðs er að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands og að efla rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2009. Í ár verða veittir námsstyrkir til blindra og sjónskertra stúdenta sem stunda nám eða hyggja á nám við Háskóla Íslands. Styrkurinn er fyrir háskólaárið 2009–2010. Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er 1.000.000 kr. Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að finna á heimasíðu Háskóla Íslands, www.hi.is. Einnig hjá Helgu Brá Árnadóttur, verkefnisstjóra styrktarsjóða og hollvina, helgab@hi.is, sími 525 5894. STYRKTARSJÓÐIR STYRKTARSJÓÐIR Bólusetning gegn árlegri inflúensu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu (ekki svonefndri svínainflúensu) hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 5. október 2009. Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig? Öllum sem orðnir eru 60 ára Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald samkvæmt reglugerð nr. 1204 / 2008. Í síðasttalda hópnum eru það þó einungis heilbrigðisstarfsmenn sem ekki greiða fyrir bóluefnið. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mismunandi milli heilsugæslustöðva. Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is, eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð. Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800 Heilsugæslan Efra-Breiðholti , Reykjavík s: 513 1550 Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800 Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði s: 540 9400 Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800 Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300 Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600 Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500 Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300 Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400 Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600 Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500 Heilsugæsla Mosfellsumdæmis s: 510 0700 Heilsugæslan Seltjarnarnesi s: 561 2070 Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600 Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300 Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900 Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er bent á sína heilsugæslustöð. Frekari upplýsingar er að finna á vef Heilsugæslunnar, www.heilsugaeslan.is Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is Reykjavík, 4. október 2009 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Álfabakka 16, 109 Reykjavík sími 585 1300 www.heilsugaeslan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.