Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Ég ætla að setja ljóð eftir þig, Vin- atraust, sem var í uppáhaldsljóða- bókinni þinni sem heitir Fallnir engl- ar og var tileinkað minningu Áslaugar heitinnar, sem var þér dýr- mæt. Þú saknaðir hennar mikið, þarna hafðir þú misst þinn besta vin en hún mun taka vel á móti þér. Ég vona það okkar vegna að á milli okkar sé sterkur strengur því annars hefur það engu að gegna því að vera í sambandi lengur Ég kveð þig með sorg, en veit að við hittumst aftur. Ég elska þig. Þín mamma. Elsku yndislegi bróðir minn, hvernig kem ég orðum niður á blað. Kl. eitt um nótt hinn 17. september vaknaði ég við upphringingu frá Ella bróður. Honum var mikið í mun að fá að tala við mig og sagðist vera fyrir utan ásamt mömmu. Vitaskuld brá mér mikið og ég fann að ekki var allt með felldu þó að mig hafi ekki órað fyrir því hvaða fregnir ég fengi. Hann tilkynnti mér síðan að þú værir dáinn. Ég ætlaði ekki að trúa þessu og geri varla enn. Ég hafði reynt að ná í þig fyrr um kvöldið því ég vildi koma bláa miðanum til þín áður en þú færir í greininguna morguninn eftir. Þarna varstu farinn frá okkur til annarra heimkynna. Elsku bróðir, ég veit ekki hversu marga tíma það tók okkur síðast að slá nýtt met í gegnum símann en við gátum talað saman um alla mögulega hluti. Þú áttir alltaf ráð við öllu og stappaðir í mig stálinu ef það var eitt- hvað sem bjátaði á hjá mér en oftast voru það jákvæðir, fróðlegir og skemmtilegir hlutir sem við ræddum saman um enda varst þú afar mikill fróðleiksmoli. Að missa þig, Einar minn, er mér gríðarlegt áfall. Þú varst ekki aðeins bróðir minn heldur einnig minn besti trúnaðarvinur. Við vorum í sambandi á hverjum degi og ef 1-2 dagar liðu án samskipta gengum við oftar en ekki úr skugga um að allt væri í lagi. Bara það að geta ekki hringt í þig núna finnst mér svo óraunverulegt. Ég átti allra síst von á því að þú myndir falla frá svona snemma, elskan mín. Ég á endalaust af jákvæðum minn- ingum, allar bíóferðirnar okkar, víd- eókvöldin, verslunarferðirnar, að elda saman, bókasöfnin og síðast en ekki síst hún Elísa mín sem þú hélst svo mikið upp á. Henni fannst svo gaman að heimsækja þig og ég hlæ í gegnum tárin þegar ég hugsa til sporanna sem þú tókst fyrir okkur eins og Michael Jackson sjálfur fyrir skömmu. Ótrúlegt hvað þú gast verið léttur á þér. Mikið gat ég hlegið að þér og það yljar mér um hjartarætur að hugsa til þess. Ég veit að þú vilt sjá mig hamingjusama og ganga áfram menntaveginn, enda varstu svo stoltur af mér og Elísu Björt og varst ekki feiminn við að segja það. Hún saknar þín, Einar minn, og næstum allt á veggjunum í herberg- inu hennar eru fallegar englamyndir og ljóð frá þér. Þú varst virkilega gott skáld og ljóðabækurnar þínar eru merki þess hvernig þér leið og hvernig sýn þín á lífið var. Þú hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni, hjartans bróð- ir minn, og bera mörg þín bestu ljóð merki um það. Þú varst gömul og fal- leg sál í ungum líkama en samt sem áður ung og falleg sál í þreyttum lík- ama. Ég sakna þín óendanlega mikið, ástarengillinn minn, ég veit að þú munt vaka yfir okkur og vernda þangað til við sjáumst aftur. Ég gæti skrifað endalaust en ætla að staldra við hér. Elsku pabbi, Ólöf, systkini, ætt- ingjar og vinir, Guð gefi okkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ég ætla að láta þetta ljóð, Kveðju, eftir þig sjálfan fylgja hér. Ég legg blómvönd að leiði þínu og kveð þig nú með tárum, þú engill sem lifðir í hjarta mínu lifir núna í mínum sárum. (Ort 27. desember 1997.) Þín elskandi systir, Eva Kristjánsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Elsku bróðir. Ég trúi varla að þú sért virkilega farinn. Ég hlakkaði svo til að hitta þig aftur þegar ég kæmi heim til Ís- lands og styrkja sambandið okkar sem dofnaði mikið vegna aðstæðna okkar en þú varst minn eini bróðir og náðum við mjög vel saman þar sem við erum mjög lík. Þegar mamma talaði við mig úti og sagði mér að þú værir látinn barst ég í ótrúlega sársaukafullan grát. Þú varst alltof yndislegur strákur til að fara svona snemma, áttir alla framtíðina fyrir þér. Við slitum sambandi árið 2006 en um síðustu jól ákvað ég að skrifa þér bréf og bað þig að fyrirgefa mér. Ég skrifaði bréf og jólakort og kom með það heim til þín þar sem þú komst til dyra, tókst við kortinu en sagðir lítið. Mamma sagði mér svo að þú hefðir sent mér jólakort til baka og er ég svo ótrúlega fegin að ég hafi tekið þessa ákvörðun að reyna að hitta þig og færa þér þetta kort. Okkar síðustu samskipti voru þá allavega í góðu, elsku Einar minn. Það sem er mér efst í huga þegar ég hugsa til þín er hvað þú varst greindur og gott ljóðskáld. Ávallt er þú sendir mér bréf fylgdi eitthvert fallegt ljóð með. Ég veit að núna ertu kominn á betri stað og hættur að kveljast. Ég vildi óskað þess að ég gæti hitt þig bara einu sinni enn til að knúsa þig og kyssa. Þegar ég fékk bréf frá mömmu sem innihélt bréf frá þér þar sem þú segir að hugur þinn sé hjá mér og að þú hafir fyllst sorg í hjarta við þær aðstæður sem ég var komin í. Ég var að fara skrifa þér bréf til baka til að segja þér að það væri óþarfi að vera sorgmæddur. Það væri allt í lagi með mig. Því miður kemst ég ekki í útförina, elsku bróðir, en ég fór í kapelluna í dag bað til Guðs og kveikti á kerti handa þér. Ég mun aldrei gleyma þér, ég elska þig afskaplega mikið og sakna þín ennþá meira. Nú ertu hjá Guði og veit ég að þér líður vel og ert á góðum stað. Minn- ing þín mun ætíð lifa í hjarta mínu. Ég elska þig að eilífu. Þín yngsta systir, Aldís Ósk. Ég vil þakka Einari fyrir hversu natinn hann var við mig við fráfall dóttur minnar, Áslaugar Perlu. Hann kom reglulega til mín eða hringdi. Hann bað um mitt leyfi til að útbúa leiði hennar, sem ég var hon- um þakklát fyrir. Þegar ég loksins kom mér upp í garð sá ég hversu fal- lega hann hafði gert það. Hann girti það af með falllegu grindverki. Keypti lukt sem hann skreytti í kringum með glerperlum og tvo hvíta fallega stóra engla. Allt þetta stendur enn. Þetta valdi hann af ótrúlegri smekkvísi. Það var ekki við það komandi að fá að borga honum kostnaðinn. Það er ekki langt síðan ég hugsaði til hans. Ætlaði mér að hringja, en í langan tíma hefur símtólið virkað á mig eins og heilt tonn á þyngd. Ég hringdi ekki og finnst það miður. Elsku Einar þakka þér fyrir allt. Ég vildi óska þess að þú hefðir átt ánægjulegra og lengra líf. Gerður Berndsen. Kæri vinur, takk fyrir að standa með mér í gegnum súrt og sætt sem dyggur stuðnings- maður. Það er leitt að ég fékk ekki að hitta þig og það er sorg- legt hvernig lífið hefur leikið þig, en vonandi ertu núna ham- ingjusamur á betri stað. Ég vildi óska að ég væri þarna til að geta verið viðstödd athöfnina. Knús Ásdís Rán Gunnarsdóttir. HINSTA KVEÐJA Jóhannes S. Sigvaldason ✝ Jóhannes S.Sigvaldason fæddist í Reykjavík 20. september 1921. Hann lést á Drop- laugarstöðum 10. september sl. Foreldrar hans voru Sigvaldi Sveinbjörnsson, f. 5.9. 1888 og Karítas Jónsdóttir, f. 24.12. 1895. Bræður Jóhannesar voru Einar Björn, f. 1916, d. 1996, Jón Vikar, f. 1917, d. 1939, Jóhannes, d. 6 mán- aða, og Sveinbjörn Vilmar, f. 1926, d. 1956. Jóhannes kvæntist 20.9. 1941, Kristbjörgu Ólafsdóttur, ættaðri frá Bergvík á Kjalarnesi og voru for- eldrar hennar Ólafur Finnsson og Jakobína Björnsdóttir. Jóhannes og Kristbjörg eignuðust 6 börn. Þau eru: Sigvaldi, f. 1.2. 1942. Karítas Erla, f. 8.12. 1944, gift Guðmundi Hafsteins- syni, börn þeirra eru 5, og barnabörn 14. Jakobína Jóhanna, f. 8.7. 1946, gift Ólafi Hlyni Steingrímssyni, börn þeirra eru 3, og barnabörn 7. Dóra Steinunn, f. 3.9.1951, í sambúð með Fáfni Frostasyni. Dóra Steinunn á 3 börn með fyrrverandi eiginmanni sín- um Jónasi Jóhannssyni, barnabörn þeirra eru 4. Ólafur Þorkell, f. 4.7. 1955, kvæntur Andreu Ingibjörgu Gísladóttur, þau eiga 3 syni og 1 barnabarn. Sveinbjörn Vilmar, f. 22.11. 1958, kvæntur Sigrúnu Jónu Héðinsdóttir, þau eiga 4 dætur og 6 barnabörn. Fyrir hjónaband eignaðist Kristbjörg soninn Jón Vikar Jónsson, f. 13.6. 1939, sem ólst upp hjá móð- urforeldrum sínum. Faðir hans var Jón Vikar Sigvaldason, f. 1.12. 1917, d. 10.11. 1939. Jón Vikar Jónsson er í sambúð með Maríu Guðmundsdóttur. Með fyrrverandi eiginkonu sinni, Ing- unni Guðmundsdóttur, á hann 7 börn, barnabörnin eru 18 og barna- barnabörnin 3. Jóhannes var pípu- lagningameistari og starfaði lengst af hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Útför Jóhannesar fór fram 18. september í kyrrþey að ósk hins látna. Meira: mbl.is/minningar Ægir Benediktsson ✝ Ægir Benedikts-son fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1938. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 5. september síðastlið- inn. Foreldar hans voru Benedikt Hall- dórsson, trésmíðameistari í Reykjavík og kona hans Sigríður Björnsdóttir. Systur Ægis: Ingibjörg og Árdís. Ægir kvæntist Ester Jónsdóttur árið 1975 en þau slitu samvistum 1992. Eftirlifandi sambýliskona Ægis er Sigríður H. Arndal. Ægir ólst upp í Reykjavík og ól þar allan sinn aldur. Hann stundaði nám við Skildinganesskóla og síðar við Mela- skóla og lauk þaðan fullnaðarprófi. Hann stundaði síðar trésmíðanám við Iðnskólann í Reykjavík, þaðan sem hann lauk sveinsprófi í iðn sinni. Ægir var til marga ára til sjós á flutningaskipum Eimskipa hér sem erlendis. Eftir að hann hætti til sjós hóf hann störf á tré- smíðaverkstæði Reykjavíkurhafnar og lauk starfsferli sínum hjá Reykjavík- urhöfn eftir þrjá áratugi, síðast sem umsjónarmaður Hafnarhúsins við Tryggvagötu. Útför hans fór fram í kyrrþey frá Laugarneskirkju þann 15. september síðastliðinn að ósk hins látna. Meira: mbl.is/minningar ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL HAUKUR GÍSLASON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðviku- daginn 23. september. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. október kl. 13.00. Steinunn Unnur Pálsdóttir, Einar Hörður Þórðarson, Halldóra Pálsdóttir, Sigurður Pálsson, Jóhanna Skúladóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HREFNA MARKAN, Arnarheiði 5, Hveragerði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 18. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Öllum þeim sem önnuðust hana í veikindum hennar eru færðar alúðarþakkir. Ólöf Guðrún Hermannsdóttir, Jón Magnússon, Hörður Hermannsson, Margrét B. Sigurðardóttir, Kristbjörg Hermannsdóttir, Sigurbjartur Loftsson, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Elskuleg frænka okkar og mágkona mín, GUÐNÝ KRISTINSDÓTTIR, Sléttuvegi 23, Reykjavík, varð bráðkvödd mánudaginn 28. september. Jarðsungið verður frá Neskirkju þriðjudaginn 6. október kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Rakel Viggósdóttir, Kristín Viggósdóttir, Ágústa Þórey Haraldsdóttir og Áslaug Jensdóttir.                                                   AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.