Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 af því að geta staðið í skilum á meðan mestu erf- iðleikarnir ganga yfir, að sögn Agnars. „Skuld- arinn vill ekki missa húsið eða koma sér í vand- ræði sem vinda upp á sig. Hann er í mörgum tilfellum tilbúinn að færa þá fórn að þurfa hugs- anlega að greiða meira til framtíðar gegn því að lækka greiðslubyrði á næstu árum.“ Agnar segir afar ólíklegt að launavísitalan vinni upp þá 30% verðbólgu, sem verið hefur frá ársbyrjun 2008, á næstu árum eða áratug. „Það er ólíklegt að hækkun á raunlaunum verði mikil á næstu árum, sem þýðir að þrátt fyrir að greiðslubyrði skuldara léttist, þá er líklegt að eigið fé margra verði áfram neikvætt. Það verð- ur hægfara ferli að vinda ofan af því.“ Óvíst að krónan styrkist Þrátt fyrir að ólíklegt sé að stórar fjárhæðir standi út af í lok lánstímans, segir Agnar ekki hægt að ganga út frá því sem vísu. „Það hefur verið viðmið að launavísitalan hækki að jafnaði um 2% umfram verðtryggingu. En við höfum ekki langt tímabil til viðmiðunar og ég held að menn ættu að fara varlega í að framlengja slíkri þróun út í hið óendanlega. Það er ekki erfitt að halda því fram að nú standi öll hagkerfi á tíma- mótum og allt geti gerst.“ Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa lagt tileru skiljanlegt útspil af hálfu bankanna,sem standa frammi fyrir óvissu um greiðslugetu og greiðsluvilja skuldara, að sögn Agnars Tómasar Möllers hjá GAM Management. „Bankarnir hafa því mikla hagsmuni af því að koma til móts við skuldara með því að lækka greiðslu- byrðina og auka um leið greiðsluviljann. Enda geta lánin vel haldið verðgildi sínu, þótt þó lækki á einu tímabili, ef þau hækka seinna á móti. Það sem bankarnir veðja á með því að lækka greiðslu- byrðina á fyrri hluta lánstímans, er að laun hækki umfram verðlag til lengri tíma, og að skertar greiðslur í dag skili sér því á seinni hluta lánstímans. Og með því að gefa þennan slaka í upphafi, auka þeir líkur á því að skuld- arar borgi á endanum lánin til fulls, og því má vel vera að verðmæti lánasafns bankanna aukist í raun við þessa aðgerð. Erfitt er þó að meta það með neinni vissu.“ En hagsmunir skuldarans ráðast aftur á móti Fyrir þá sem geta staðið í skilum og eru með gengistryggð lán, segist Agnar frekar mæla með 25% afskrift á höfuðstól og skuldbreytingu yfir í óverðtryggð krónulán, en Íslandsbanki hefur gefið út að til standi að gera við- skiptavinum slíkt tilboð. „Það verður hver að meta fyrir sig, en ég held að menn séu of kokhraustir þegar þeir tala um að krónan muni styrkjast meira en 25% á næstu árum. Margir hafa jafnframt áhyggjur af því að krónan geti veikst umtalsvert þegar gjaldeyr- ishöftum verður létt. Ég held að fólk vilji gjarn- an losna við þessa óvissu og með 25% lækkun á höfuðstól, þá fer gengisvísitalan úr 230 í 172. Ég held að það sé frekar sterkt gengi miðað við mikla verðbólgu og önnur áföll sem dunið hafa yfir. Og sterkara gengi myndi þýða óhagstæð- ari vöruskipti og kæmi niður á samkeppn- ishæfni landsins og getu til þess reisa nýjar undirstöður og stuðla að hagvexti til fram- búðar.“ Gjaldþrotalög gölluð En ef krónan styrkist þá eru líkur á því að óverðtryggðir vextir lækki, þannig að það felur líka í sér kjarabætur fyrir skuldara, að sögn Agnars. „Allar áætlanir stjórnvalda, hags- munaaðila og Steðlabankans miðast við að styrkja krónuna og ná vöxtum niður. Ef vextir hækka, þá er aftur á móti líklegt að það sé vegna þess að krónan sé að veikjast, og þá er fólk betur komið með krónulán, því annars verður það fyrir gengistapi.“ – Er kannski best fyrir mjög skuldugt fólk að lýsa sig gjaldþrota og byrja upp á nýtt? „Íslendingar eru bara með þannig gjald- þrotalög, að ef þeir geta ekki staðið í skilum, þá fylgir það þeim næstum yfir dauða og gröf,“ segir Agnar. „Það er óheppilegt að bankar hafi getið boðið upp á allt að 100% verðtryggð eða gengisbundin lán með þau gjaldþrotalög sem gilda á íslandi. Þegar ábyrgð lánvetenda í lög- um er ekki meiri eru slík lán í raun stórhættu- legir afleiðusamningar þar sem skuldarinn hef- ur enga stjórn á atburðarásinni. Þetta er ekki hægt í löndum, þar sem fasteignakaupendur geta bara skilað lyklunum ef þeim tekst ekki að standa í skilum, því þá lendir tapið á bönkunum. Þeim dettur því ekki í hug að lána yfir 60-70% veðsetningu því þeir verða að hafa borð fyrir báru. Það ætti að vera mönnum augljóst að slíkt fyrirkomulag er mun æskilegra, þar sem það eykur stöðugleika fjármálakerfisins og dregur úr yfirskuldsetningu.“ Hagur banka að koma til móts við skuldara Agnar Tómas Möller Ó hætt er að segja að slag- urinn muni standi um það hvort aðgerðir Árna Páls Árnasonar félagsmálaráð- herra séu nægilegar sem fyrsta skref eða hvort ganga hefði átt lengra í að færa niður höfuðstól húsnæðis- og bílalána með almennum aðgerðum. Gagnrýni á almenna niðurfærslu skulda hefur meðal annars falist í því, að hún feli í sér „skatt á landsbyggð- ina“, þar sem húsnæðisverð þar hækkaði ekki eins mikið og á höf- uðborgarsvæðinu, „skatt á eignir líf- eyrisþega“, sem búi flestir í skuldlitlu húsnæði, og „skatt á ungt fólk“ sem eigi engar eignir og njóti því ekki góðs af niðurfærslunni. Ljóst er þó að ekki verður hjá umtalsverðu tapi komist og að það lendir að hluta á þjóðinni. En talsmenn niðurfærslu skulda eða „leiðréttingar“ telja sig ekki síður hafa réttlætið sín megin. Gróf mis- munun hafi átt sér stað þegar ríkið bjargaði fjármagnseigendum með því að ábyrgjast innstæður þeirra. Ekk- ert hafi hinsvegar verið gert fyrir skuldara, þrátt fyrir að algjör for- sendubrestur hafi orðið í banka- hruninu. Ekki aðeins hafi höfuðstóll lána hækkað og þar með greiðslu- byrðin, heldur hafi fasteignaverð lækkað, kaupmáttur rýrnað, laun lækkað og atvinnuleysi aukist. Við það bætist að verðtryggingin tryggi hag fjármagnseigenda en leggist af fullum þunga á skuldsettustu kyn- slóðirnar. „Það myndast auðvitað togstreita í svo stóru hagsmunamáli,“ segir Árni Páll. „Fólk sér þetta með ólíkum hætti og sú umræða hefur verið gagnleg. Það er auðveldast að leggja þetta þannig upp að réttlætisrök skipti engu máli. En hinsvegar reyndum við að nálgast þetta út frá hinum einu raunverulegu réttlæt- isrökum: Hvernig getum við hjálpað þeim sem að óbreyttu stefna hraðbyri í gjaldþrot en hafa ekki orðið fyrir neinu tekjufalli? Það fólk er sann- arlega að upplifa óréttlæti og við hljótum öll að geta sameinast um að mæta þeim réttlætisrökum. Réttlæt- isrökin byggjast á því, að sögn Árna Páls, að gera það sem er mikilvægast fyrir allflesta, án þess að það leiði til óbærilegs kostnaðar fyrir aðra. „Svo var mikilvægast að sannfæra lána- stofnanir um að þetta væri sameig- inlegt hagsmunamál – að það væri ósjálfbær hugsun að innheimta skuldirnar til eilífðarnóns með góðu eða illu.“ Þak á greiðslubyrði Tillögur félagsmálaráðherra fela í sér að afborganir verðtryggðra hús- næðis- og bílalána miðast við greiðslubyrðina eins og hún var 1. janúar árið 2008, en greiðslur af gengistryggðum lánum miðast við 2. maí 2008. Lækkun greiðslubyrði er fundin út með svonefndri „greiðslujöfn- unarvísitölu“ og er notuð sama reikningsformúlan á öll lán og gildir þá einu hvort lánunum hefur verið skuldbreytt, þau hlaðið ofan á sig eða greitt hefur verið inn á þau. Ljóst er að aðgerðirnar fela í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði fyrstu árin, en reiknað er með að hún þyngist er á líður og að greiðslutími lánsins lengist að hámarki um þrjú ár. Ef lánið hefur ekki verið að fullu greitt að því loknu falla eftirstöðv- arnar niður. Þriggja ára lengingin er meðal annars hugsuð til þess að draga úr afskriftum á lánum til skamms tíma, til dæmis bílalánum. „Með þessum almennu aðgerðum fækkar þeim verulega sem annars stefndu í þrot, en tölur benda til að það gætu að óbreyttu orðið 20 þús- und manns á næstu mánuðum,“ segir Árni Páll. „Svo horfum við til þess, sem var vel lýst í úttekt á hag fjöl- skyldna eftir hrun í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, að sótt er að fjöl- skyldum úr öllum áttum. Útgjöld hafa vaxið á sama tíma og fólk hefur lækkað í launum og margir misst vinnuna.“ Útreikningurinn Afborgun lána er tengd greiðslu- jöfnunarvísitölu, sem er samsett úr þróun launa og atvinnustigs. Greiðslubyrðin eykst því með hækk- andi launum og auknu vinnu- framboði, en verði stöðnun eða frek- ari samdráttur stendur hún í stað. Sé litið til sögunnar, þá er yfirleitt gengið út frá því að launavísitala hækki að jafnaði um 2% hraðar en vísitala neysluverðs, sem verðtrygg- ingin byggist á. Af þeim sökum er áætlað að greiðslubyrðin vaxi hraðar til langs tíma litið en höfuðstóllinn og er gert ráð fyrir því í útreikningum félagsmálaráðuneytisins að verð- tryggð lán innheimtist að fullu og kostnaður falli ekki á Íbúðalánasjóð eða ríkissjóð. Ef fólk lækkar greiðslubyrði með þeim hætti sem tillögurnar gera ráð fyrir, er líklegt að það mildi höggið vegna samdráttarins á næstu árum og dragi úr óvissu. En það gæti reynst dýru verði keypt, því ef lánið greiðist að fullu, má reikna með að í lok lánstímans verði heildarláns- fjárhæðin mun hærri en ella, þar sem hærri höfuðstóll hefur safnað á sig vöxtum og verðtryggingu, auk þess sem lánstíminn hefur lengst um þrjú ár. Samkvæmt Yngva Erni Krist- inssyni sérfræðingi í félagsmála- ráðuneytinu er gert ráð fyrir að greiðslujöfnunarvísitalan verði nán- ast óbreytt árið 2010, en sígi fram úr lánskjaravísitölunni árið 2011, og er þá miðað við forsendur fjárlagafrum- varpsins. Sé litið til baka hefur hækkun verðtryggingar hinsvegar verið 20,3% meiri en hækkun greiðslujöfnunarvísitölu frá janúar 2008 til síðustu mánaðamóta. Gengisáhættan Ekki er gerð krafa um að gengis- tryggðum lánum sé skipt yfir í krónulán og frekari veiking krón- unnar hækkar því ekki greiðslubyrð- ina. „Við tökum áhættuna af frekara gengissigi af fólki og færum hana yf- ir á bankana,“ segir Árni Páll. „Ef krónan fellur áfram, þá hækkar að- eins fjárhæðin á biðreikningunum. Fólk getur því valið að vera áfram með myntkörfulán og beðið styrk- ingar krónunnar.“ Að vísu er alls ekki útilokað að fólk greiði á endanum fyrir það svigrúm. En mestar líkur eru á afskriftum íbúðarlána sem eru í jenum og sviss- neskum frönkum, því þar hefur mis- gengið orðið mest á tímabilinu og greiðslubyrðin hækkað sem því nem- ur. Það safnast því mest inn á jöfn- unarreikningana þar og þarf mesta leiðréttingu til að það gangi til baka. Á blaðamannafundi í vikunni tók félagsmálaráðherra dæmi um 10 milljóna gengistryggt lán í jenum og frönkum til 30 ára, sem tekið var 1. júlí árið 2007. Upphaflega var mán- aðarleg afborgun 45.400, en um síð- ustu mánaðamót var hún komin í 99.800. Eftir greiðslujöfnun lækkar hún í 70.400 eða um tæpar 30 þúsund krónur. Einnig var tekið dæmi um gengiskörfu, þar sem afborganir höfðu hækkað úr 53.700 í 67.200, en í því lækka mánaðarlegar afborganir um 13.700 krónur. En þar sem áætlað er að greiðslu- byrðin þyngist jafnt og þétt, kann að vera varhugavert fyrir fólk komið á efri ár að fara þessa leið, á sama tíma og tekjur fara að dragast saman. „En þetta hentar mjög vel fólki á miðjum aldri sem er með háar tekjur,“ segir Árni Páll. „Ég vonast til að þetta verði frágengið um næstu mánaðamót, þannig að þetta fólk geti nýtt sér það frá og með 1. nóv- ember.“ Hver borgar hvað hvenær? ‘‘GREIÐSLUBYRÐI EYKSTÞVÍ MEÐ HÆKKANDILAUNUM OG AUKNUVINNUFRAMBOÐI, EN VERÐI STÖÐNUN EÐA FREKARI SAMDRÁTTUR STENDUR HÚN Í STAÐ. Forsendur greiðslujöfnunar fyrir heimilin Launavísitala og vísitala til verðtryggingar 8000 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 1979 2009 Hlutfall launavísitölu og verðtryggingavísitölu 140 130 120 110 100 90 80 70 1979 2009 Dæmi 1 Par með 20milljóna gengistryggt lán og einn bíl með 2 milljóna gengistryggðu láni. Karfa, Karfa, Yen Greiðslubyrði gengisvog og svissn. franki Fyrir aðgerðir 212.900,- 274.600,- Eftir aðgerðir 179.700,- 190.500,- Dæmi 2 Par með 25 milljóna verðtryggt lán og tvö 2 milljóna gengistryggð bílalán. Karfa, Karfa, Yen Greiðslubyrði gengisvog og svissn. franki Fyrir aðgerðir 255.200,- 287.000,- Eftir aðgerðir 204.600,- 213.000,- Dæmi 3 Par með 25 milljóna verðtryggt lán, 5 milljóna gengistryggt lán og tvö 2 milljóna bílalán. Karfa, Karfa, Yen Greiðslubyrði gengisvog og svissn. franki Fyrir aðgerðir 293.600,- 336.900,- Eftir aðgerðir 238.200,- 248.800,- Launavísitala Vísitala til verðtryggingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.