Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is „ÞÚ lýgur!“ Þessi orð bergmála nú í pólitískri um- ræðu í Bandaríkjunum. Tvö orð hrópuð í miðri ræðu Baracks Obamas Bandaríkjaforseta um heil- brigðismál á þinginu þykja bera vitni þeirri heift, sem nú einkennir umræðuna á hægri væng banda- rískra stjórnmála. Joe Wilson, þingmaður repú- blikana, segir að hann hafi ekki kallað Obama lyg- ara að yfirlögðu ráði. Wilson segir að orðin hafi sprottið ósjálfrátt af vörum sér og nú keppast fréttaskýrendur við að greina frammíkallið; búa kynþáttafordómar að baki eða ofbauð þingmann- inum einfaldlega málflutningur Obama í heilbrigð- ismálum? Víst er hins vegar að stuðningsmönnum hans mislíkaði ekki stimpillinn, sem hann gaf for- setanum. Eftir hrópið hafa milljón dollarar flætt í kosningasjóði hans. Venjan er sú að þegar forsetar ávarpa Banda- ríkjaþing eru þeir aðeins truflaðir með lófataki, en ekki svívirðingum, sama hvað grunnt er á því góða milli þeirra og þingheims. En frammíkallið end- urspeglar þá harkalegu umræðu, sem beinist gegn stjórn Obama – og reyndar stjórnkerfinu öllu. Hægri menn hafa hingað til ekki verið at- kvæðamiklir í fjöldamótmæladeildinni ef frá eru taldir andstæðingar fóstureyðinga. Fjöldamótmæli hafa verið látin vinstri vængnum eftir – þar til 12. september þegar tugir þúsunda manna söfnuðust saman í Washington til að mótmæla því að „sósíal- ismi“ væri að ná yfirhöndinni í Bandaríkjunum. Reiði mótmælenda beindist að því að óheyrilegu fé hefur verið mokað í að bjarga bönkum og bíla- framleiðendum. Þeir eru andvígir breytingum á heilbrigðiskerfinu og finnst fjárlagahallinn kominn úr böndum. Á einu skilti stóð skrifað „Yf- irsníkjudýrið“ við mynd af Obama í ræðupúlti, á annað var letrað „Obammúnismi er kommúnismi“. Fjöldamótmælin í Washington eiga rætur sínar í borgara- og mótmælafundum, sem hófust í vor og eru afsprengi umræðu sem hefur átt sér stað lengi á vefsíðum og blöðum íhaldsmanna. Hreyfingunni hefur verið gefið nafnið Teveislan og er þar vísað til þess þegar andstæðingar breskrar skattheimtu hentu nokkrum teförmum í höfnina í Boston árið 1773. Sennilega má ætla að þessi málstaður eigi hljómgrunn hjá um fjórðungi kjósenda. Þessi hóp- ur leitar í málflutning fjölmiðlamanna á borð við Glenn Beck og Rush Limbaugh. Stjórnmálamenn repúblikana leiða ekki umræðuna heldur fylgja henni. Öfugt við vinstri hreyfingar þarf þessi hópur ekki að kvarta undan skorti á peningum. Eru dæmi um auðmenn, sem láta margar milljónir dollara af hendi rakna. Gjafmildi hagsmunaafla hefur orðið andstæðingum Teveislunnar tilefni til að halda því fram að hér sé ekki um grasrótarhreyfingu að ræða heldur gervigrasrótarhreyfingu. Það væri hins vegar misskilningur að ætla að andstaðan við Obama sé óekta. Reuters Af hörku gegn Obama  Hægri menn grípa til fjöldamótmæla  Í augum tugþúsunda manna sem mótmæltu í Washington 12. september er Barack Obama yfirsníkjudýrið og sósíalismi á næsta leiti Reuters Lygari Obama ræðir heilbrigðismál á þingi. Mótmæli Tugþúsundir hægri manna mótmæltu 12. sept- ember í Washington. Á einu skiltanna er Barack Obama í gervi varmennisins Joker, helsta andstæðings Leð- urblökumannsins. Samtökin ACORN hafa verið ein helsta skotskífa hægri manna í Bandaríkjunum. Samtökin berj- ast gegn fátækt, en myndskeið, sem tekin voru á laun, hafa komið þeim í veruleg vandræði. Á mynd- skeiðunum sjást maður og kona, sem þykjast vera melludólgur og vændiskona, fá ráð um það hvern- ig þau eigi að sniðganga lögin til að koma á fót vændishúsi með börnum frá Suður-Ameríku og komast undan skatti. ACORN hefur veitt fólki aðstoð við að fylla út skattframtöl án endurgjalds, en bandarísk skatt- yfirvöld hafa nú slitið samstarfi við þau. Starfsmennirnir, sem veittu ráðin, hafa verið reknir og sam- tökin segjast vera að taka til í sínum ranni, en það gildir einu. Gamlir stuðningsmenn samtak- anna halda að sér höndum og fjárframlögin þorna upp. Á þingi er þess krafist að farið verði ofan í saumana á starfsemi ACORN og skorað hefur verið á stjórnvöld að ekkert fé, sem rennur til félags- mála, endi í vösum samtakanna. Repúblikanar hafa löngum haft horn í síðu ACORN, sem hefur að- stoðað þá, sem minna mega sín, frá 1970. Samtökin hafa meðal annars lagt áherslu á að fá kjósendur til að skrá sig á kjörskrá og er talið að í fyrra hafi þau skráð eina milljón nýrra kjósenda. Und- irliggjandi er að þessi skráning- arherferð hafi hjálpað Barack Obama. Hægri menn hafa gagn- rýnt þetta framtak og nú hefur verið hrint af stað rannsókn á því hvort allt hafi verið með felldu í skráningunni. Verjendur ACORN segja að starfsmennirnir hafi verið leiddir í gildru og um rógsherferð sé að ræða, en erfitt er að verja fárán- leika ráðgjafarinnar til hins dul- búna pars. Tilhneiging stóru fjölmiðlanna í Bandaríkjunum til að gera lítið úr málinu hefur verið vatn á myllu hægri manna. Þeir telja að þetta staðfesti fullyrðingar sínar um að helstu fjölmiðlarnir hallist til vinstri og hagi fréttaflutningi sínum eftir því. Ráðgjöf um lögbrot  Glenn Beck hefur virkjað óánægju manna á hægri vængnum í bandarískri pólitík. Suma daga fara áhorfendur á þátt hans á sjónvarps- stöðinni Fox yfir þrjár milljónir. Út- varpsþættir hans eru sendir út á 400 stöðvum og rúmlega átta millj- ónir hlusta. Fimm milljónir manna fara inn á vefsíðu hans á mánuði. Bækur hans rjúka út. Ný bók, sem heitir Deilt við fífl, er væntanleg og búist er við að hún verði sú þriðja eftir hann, sem fer í efsta sæti bók- sölulista The New York Times. Tímaritið Forbes reiknaði út í júní að árið á undan hefði Beck þénað 23 milljónir dollara (2,8 milljarða króna). „Ég er hræddur,“ segir Beck iðulega. „Þú ættir að vera hræddur líka.“ Við hvað? Beck tel- ur að allir pólitíkusar séu spilltir, jafnt repúblikanar sem demókrat- ar. Nú er stjórn Baracks Obamas í eldlínu Becks, sem lætur gamminn geisa, spyrðir saman staðreyndir og gefur til kynna að allsherj- arsamsæri búi að baki, sem hann þó trúir ekki endilega á. Og aðdá- endur hans geta ekki fengið nóg. „Ég er hræddur, þú ættir að vera hræddur líka“  Skömmu áð- ur en Barack Obama settist í forsetastól sagði Rush Limbaugh, ljósvakastjarna hægri manna í Bandaríkjunum, í viðtali að hann hefði verið beðinn um að skrifa 400 orða grein um væntingar sínar til hins nýja forseta og bætti við að hann þyrfti miklu færri orð: „Ég vona að honum mistakist.“ Um 20 milljónir manna hlusta á hann í hverri viku. Limbaugh er óvæginn og meinhæðinn, en um leið ákaf- lega viðkvæmur fyrir sjálfum sér og þingmenn repúblikana hafa neyðst til að biðja hann afsökunar þegar þeir hafa stigið á tær hans. Limbaugh á harðan kjarna aðdá- enda, en hann hrindir einnig frá sér. Ef Limbaugh er ein rödd af mörgum í Repúblikanaflokknum sýnir það breidd, en verði hann eina röddin er það áhyggjuefni. Óvægin og meinhæðin rödd á öldum ljósvakans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.