Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 29
jafn mikið, ef ekki aukið, bygging- armagn frá því sem nú er.“ Miðað við það sem Þórður segir má því segja að áformin um niðurrif lifi áfram, en á öðrum forsendum en áður. Einkennilegar hugmyndir Þórður segir miðborgina vera gamlan bæ og þar ætti að reyna að halda í það sem enn er til og hefja það til vegs og virðingar. Hug- myndin sé hinsvegar ekki endilega sú að vernda húsin í því ástandi sem þau eru núna. Torfusamtökin hafa ekki slíkt á sinni stefnuskrá, segir Þórður. „Það er kannski verra að húsin séu rifin en stöðnun er líka mjög slæm þar sem hún hefur áhrif á ímynd gamalla húsa á Íslandi. Göm- ul hús hafa mörg verið lengi í svo vondu ásigkomulagi að það hefur áhrif á hvernig fólk lítur á þau. Hins- vegar geta timburhús tekið miklum breytingum á sinni ævi án þess að það sé endilega af hinu verra og við höfum oft bent á að það er ekki bara ein leið fær, hvernig unnið er með gömul hús. Með hús eins og á Lauga- vegi 67 höfum við jafnvel stungið upp á því að þeim sé lyft upp á kjall- ara. Það getur verið ein leið. Þá er svipnum haldið á götunni en einnig stórum verslunargluggum sem myndu þá koma á jarðhæðina. Á næstu hæð, sem þá væri orðin að- alhæðin, væri svo hægt að halda upprunalegum gluggum. Við höfum stundum bent á lausnir af þessu tagi, t.d. fyrir Laugaveg 4-6 á sínum tíma.“ Þórður nefnir fleiri lausnir t.d. eins og þá sem borgin valdi í Aðal- stræti. „Minjavernd tók að sér að gera upp Aðalstræti 16 en reiturinn var í heild sinni samvinnuverkefni fleiri aðila. Minjavernd er verktaka- fyrirtæki í eigu ríkis og borgar og hefur fullt af topp arkitektum á sín- um snærum og tók verkefnið að sér. Þetta finnst mér að vissu leyti vera til fyrirmyndar og maður hefði viljað sjá þetta gert víða á Laugaveginum. Menn mega hinsvegar ekki rugla þessu saman við húsafriðun, það er bara verið að reyna að halda í viss umhverfisgæði en við erum hins- vegar alveg opin fyrir þessu.“ Aðalstræti hefur orðið nokkuð heilsteypta götumynd enda hefur endurgerð húsa verið beitt til jafns við að gamaldags framhliðar hafa verið settar á ný hús. Þó er mikill missir að Fjalakettinum, sem var elsta kvikmyndahús í heimi þegar húsið var rifið 1985, en kvikmynda- sýningar hófust þar árið 1906. Í dag er framhlið á hótelinu í Aðalstræti eftirlíking af Fjalakettinum. „Það sem við erum að vonast eftir núna er að það verði hugarfarsbreyt- ing. Eins og er þá er óljóst hvort kreppan veldur því að fólk fer að hugsa um þessa hluti dýpra eða ekki. Það eru mjög margir sem kveikja ekkert á perunni hvað það varðar að niðurrifið sé hluti af sömu vitleys- unni sem hér hefur viðgengist. Við höfum verið föst í viðjum hugarfars- ins, þess að það sé þess virði að losna við allt gamalt og fá bara allt nýtt, líkt og kannski tíðkaðist í kringum 1960. Í þessu höfum við verið föst í 50 ár á meðan löngu hætt er að hugsa svona í borgum í Evrópu. Í Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn var hverfum rutt í burtu í heilu lagi og nýtt byggt og í dag sjá menn að þessi hugmyndafræði gengur ekki.“ Arfur til framtíðar Þórður segir að enn sé möguleiki að forða húsunum frá niðurrifi svo þau geti endurheimt fyrri reisn. „Ef tekin er ákvörðun um að rífa ekki ákveðin hús opnast möguleiki fyrir það að húsin verði gerð upp. Sagan segir okkur að það taki yfirleitt í mesta lagi þrjú til fjögur ár frá því að hús er friðað þangað til að einhver er búinn að taka það að sér og gera það upp og þetta er eitthvað sem maður hefur séð um allt land. Þegar það er óvissa á bakvið hús og fólk veit ekki hvort á að rífa það eða halda í það þá er það mesta eyðingaraflið. Þegar búið er að taka ákvörðun, eins og þegar Húsafriðun- arnefnd tekur sig til og friðar hús, þá líða ótrúlega fá ár þangað til einhver tekur húsið að sér.“ Þórður segir að kostnaðurinn við að gera upp gamalt hús geti aldrei verið hærri en kostnaðurinn við að byggja sambærilegt hús í gæðum, þrátt fyrir nýjar byggingaraðferðir og tækni. „Það er oftast þannig að þegar verðið er slegið niður þá er verið að slá niður gæðin í leiðinni. Góð hús kosta því oftast svipað og að gera upp. Það er búið að vinna stór- an hluta vinnunnar sem kostar mikið í nýbyggingum, eins og að greiða arkitekt, verkfræðingi, grafa grunn og slíkt.“ Hafa verður í huga að ekki eru ýkja mörg ár síðan að húsafriðun var mörkuð skýr stefna á Íslandi. Sum húsanna sem um ræðir eru jafnvel ekki sérlega gömul, sérstaklega ekki á mælikvarða meginlandsþjóðanna. Það hafa þó verið færð sannfærandi rök fyrir því að forðast beri að gera sömu mistök og gerð voru með Fjalaköttinn og því sé skynsamlegt að fara sér varlega í niðurrifi gam- alla hús því betur fari á því að kom- andi kynslóðir fái einhverju um það ráðið en þær kynslóðir sem deili um varðveislugildi húsanna. argaði? 29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Bandaríski sjónvarpspredik-arinn Jim Bakker varákærður 4. október 1988fyrir fjárdrátt og samsæri. Þá höfðu fjölmiðlar vestra mánuðum saman rakið alls konar hneykslis- mál, sem tengust starfsemi Bakkers og konu hans, Tammy Faye. James Orson Bakker, eins og hann heitir fullu nafni, fæddist árið 1940. Hann hóf að predika í sjón- varpssal árið 1966, ásamt eiginkonu sinni. Þau fengu síðar eigin þátt í Virginíuríki, The Jim and Tammy Show. Upp úr 1970 fluttu hjónin til Kali- forníu og tóku að sér stjórn á nýjum þætti, Praise the Lord (Lofið Drott- in). Þau hurfu fljótlega á braut og að þessu sinni til Norður-Karólínu. Þar sendu þau út þáttinn The PTL Club, en PTL vísaði til Praise the Lord. Þátturinn varð fljótt mjög vinsæll og var sýndur á hartnær hundrað sjón- varpsstöðvum um öll Bandaríkin. Í upphafi níunda áratugarins voru Bakker-hjónin orðin að stórveldi. Þau ráku kristilega skemmtigarðinn Heritage USA í Suður-Karólínu og hann varð fljótt þriðji vinsælasti skemmtigarður Bandaríkjanna, á eftir skemmtigörðum Disney í Flór- ída og Kaliforníu, með sex milljónir gesta árlega. Þá komu þau hjón sér upp búnaði til útsendinga á þáttum sínum um gervihnött allan sólar- hringinn um gjörvöll Bandaríkin. Í þáttunum fóru þau fram á fjár- framlög frá áhorfendum og til þeirra streymdi um ein milljón dala í viku hverri. „Ég trúi því að ef Jesús væri á lífi í dag væri hann í sjónvarpinu,“ sagði Jim. Krabbamein í andliti kristni Bakker-hjónin lifðu engu mein- lætalífi, heldur nutu alls þess besta sem hægt var að fá fyrir peninga. Dagblaðið The Charlotte Observ- er hóf rannsókn á söfnunum PTL á árunum 1984 til 1987. Þar kom m.a. fram, að hjónin seldu eins konar lífs- tíðaráskrift að PTL-klúbbnum, sem átti m.a. að tryggja félögum þriggja nátta gistingu einu sinni á ári á lúx- ushóteli í skemmtigarðinum. Tugir þúsunda borguðu þúsund dali fyrir aðild, en aðeins var byggt eitt 500 herbergja hótel, sem engan veginn annaði eftirspurn. Bakker-hjónin söfnuðu fé, sem hefði dugað fyrir mörgum slíkum hótelum, en settu peningana í rekstur skemmtigarðs- ins og fengu sjálf 3,4 milljóna bónus- greiðslu. Jim hélt tvöfalt bókhald til að reyna að fela allar misfellur. Þá kom í ljós að kona að nafni Jessica Hahn hafði fengið tæpa 280 þúsund dali í greiðslu fyrir að skýra ekki frá því að Jim hefði nauðgað henni. Eftir að þær upplýsingar lágu fyrir sagði Jim Bakker af sér sem forstöðumaður PTL. Eftirmaður hans var Jerry Fal- well, sem síðar afneitaði Jim harka- lega, kallaði hann lygara, sem drægi sér fé og væri kynferðislega afbrigðilegur, „mesta hrúður og krabbamein í andliti kristninnar í tvö þúsund ára sögu kirkjunnar“. Ekki að furða að Bakker-hjónin hafi talið sig illa svikin, enda héldu þau að Falwell myndi hjálpa þeim að ná aftur völdum í PTL. Alræmdir samfangar Jim Bakker var dæmdur í 45 ára fangelsi og til greiðslu hálfrar millj- ónar dala sektar. Sú refsing var síð- ar milduð í átta ára fangelsi. Í fangelsinu deildi Bakker klefa með öðrum frægum mönnum. Þar var Lyndon LaRouche, sem ítrekað reyndi að ná útnefningu sem for- setaefni demókrata, en var dæmdur fyrir fjársvik og undanskot á skött- um, þótt hann og fylgismenn hans hefðu ávallt haldið því fram að um pólitískar ofsóknir væri að ræða. Og þarna var líka fallhlífarstökkvarinn Roger Nelson, sem hafði sett fjöl- mörg met í fagi sínu, en sat inni vegna skattsvika. Hann ku hafa sleppt því að gefa upp tekjur af um- fangsmiklu fíkniefnasmygli. Tammy Faye og Jim skildu og hún giftist aftur, þeim manni sem tekið hafði að sér að greiða Jessicu Hahn fyrir þögn hennar. Tammy Faye lést árið 2007. Jim er hins vegar enn hinn sprækasti, með nýja og töluvert yngri konu upp á arminn, Lori Bakker. Þau halda nú úti daglegum sjónvarpsþætti, Jim Bakker Show. Þrátt fyrir að hafa afplánað fang- elsisvist sína skuldar Jim Bakker skattinum enn sex milljónir dala. En þótt hann sé farinn að búa um sig ríkmannlega og sjónvarpsþætti hans vaxi fiskur um hrygg, þá eru engar eignir skráðar á hans nafn, svo lík- lega fær skatturinn að bíða um sinn. rsv@mbl.is Á þessum degi … Fjölskylduskemmtun Trúarlegi skemmtigarðurinn Heritage USA var engin smásmíði, eins og sést á þessu korti. Trúboðar Jim og Tammy Faye Bakker þegar allt lék í lyndi. 4. OKTÓBER 1988 PREDIKARINN ÁKÆRÐUR Bjargað Það voru ekki mörg hús sem stóð til að rífa í tengslum við Barónsstígs- verkefnið þar sem lóðin er svo stór en Laugavegur 67 átti að fara. BARÓNSREITUR Morgunblaðið/Jakob Fannar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.