Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 21
ramb Morgunblaðið/Golli Þeir kunna báðir að segja sögur þótt formið sem þeir hafa valið sér til þess sé ólíkt. Feðgarnir Pétur Gunn- arsson rithöf- undur og Dagur Kári Pétursson, tónlistar- og kvikmyndagerðar**OSET** maður, segja hér hvor frá öðrum. 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Dagur: „Ég myndi segja að pabbi væri hlýr, með ríka kímnigáfu, vandvirkur, vanafastur og karl- mannlega dulur. Vinnustofan hans hefur alla tíð verið inni á heimilinu og ég er því alinn upp við að hann sé alltaf til taks. Þó svo að hann hafi til- einkað sér mjög ákveðna vinnurútínu leið mér aldrei eins og ég væri að trufla hann. Ef ég leitaði til hans var hann iðulega tilbúinn að taka sér hlé og sinna mér. Og jafnvel leggja niður störf heilu og hálfu dagana ef ég var með krefjandi spurn- ingar um lífið og tilveruna. Pabbi er snilldar sögumaður og ég man eftir löngum framhaldsbálkum sem hann spann við rúmstokkinn á kvöldin. Fyrst í stað hétu sögu- persónurnar Nippagat og Ljónið, en þegar ég elt- ist tóku við sögur um Sigga Palla og Sturlu. Sem krakki suðaði ég mikið í honum að gefa út barna- bækur en það var ekki fyrr en eftir að hann varð afi sem maður sá hilla undir að sá draumur rætt- ist. Það var líka mikið lesið fyrir svefninn og í því sambandi er sérstaklega Sálmurinn um blómið eftir Þórberg Þórðarson ógleymanlegur. Bækur hafa auk þess verið mjög fyrirferð- armiklar í jólapökkum og ég hef á tilfinningunni að pabba finnist þær gjafir sem ekki eru bækur varla teljast með. Það er því sjaldan vandamál að velja fyrir hann gjafir. Hvað áhugamál varðar eru þau að langmestu leyti samofin starfinu. Hann hefur alla tíð verið mikill grúskari og hefur sú árátta síst rénað með árunum. En hann er líka mikið fyrir útivist og brýtur vinnudaginn reglulega upp með göngu- túrum, auk þess að hjóla mikið. Jú, og svo er knattspyrnan sameiginlegt áhugamál okkar feðga. Þau eru teljandi á þumalfingrum annarar handar þau skipti sem hann hefur sýnilega misst stjórn á skapi sínu, en það er helst yfir drama- tískum knattspyrnuviðureignum sem maður sér glitta í eitthvað í ætt við æsing. Þegar ég var yngri dvöldum við oft í útlöndum; mörg sumur í Suður-Frakklandi, en einnig í Kali- forníu og víðar. Þá upplifði ég aðeins aðrar hliðar á pabba en venjulega. Þegar hann kemur til út- landa losnar örlítið um vanafestuna og við gerum aðra hluti saman. Förum meira á kaffihús, út að borða, á ströndina eða í bíó. Það er nánast óhugs- andi að við myndum mæla okkur mót yfir bjór- glasi á bar þegar við erum á Íslandi, en í París getur slíkt orðið daglegur viðburður. Viðamikið möppusýstem og þvottasnúrur Á hinn bóginn er rútínan aldrei langt undan og það er einkennandi fyrir pabba hvað honum tekst að halda sínu striki, óháð því hvar hann er nið- urkominn. Hann er sérfræðingur í að koma sér upp vinnuaðstöðu úr engu. Það er sama hvar hann er; á hótelherbergi eða í ókunnugum húsum – það má ekki líta af honum og þá er hann búinn að raða einhverjum spýtum og kössum á þann veg að hann er kominn með nákvæmlega eins fyr- irkomulag og er heima fyrir. Að vísu er vinnuað- staðan hans heima dálítið eins og henni hafi verið snarað upp á tíu mínútum. Þótt ritstörf séu hans ævistarf hefur pabbi aldrei fjárfest í einhverjum skrifstofuhúsgögnum. Ólíkt Halldóri Laxness sem lét sérsmíða innréttingar úr harðviði inn í vinnuherbergið sitt, þá er aðstaðan hjá pabba spilaborg af tilfallandi fjölum, kössum og dóti sem fljótt á litið á fátt skylt við húsgögn. En þetta er engu að síður háþróað kerfi sem hann einn kann á. Allt er flokkað og geymt í viðamiklu möppu- sýstemi en þau skjöl sem hann er að vinna með hverju sinni eru fest með þvottaklemmum á snúr- ur. Pabbi var að ég held fyrsti rithöfundurinn á Ís- landi sem fékk sér tölvu og það varð forsíðufrétt í Þjóðviljanum. Ekki nóg með það, heldur eignaðist hann líka fyrstu fartölvuna en það var einmitt tölva sem með einbeittum brotavilja var hægt að færa úr stað. Hann þótti því ákveðinn brautryðj- andi í tölvumálum sem er ekki alveg laust við að vera hlægilegt tilhugsunar í dag því tölvukunn- átta hans hefur nánast staðið í stað síðan þá. Ég vildi oft að ég hefði getað tileinkað mér vanafestu hans og aga í vinnubrögðum en við er- um gjörólíkir þegar kemur að því. Hann vinnur alltaf jafnt og þétt, vaknar klukkan sex á morgn- ana og skrifar til eitt eða tvö á daginn en les og viðar að sér efni að skriftum loknum. Ég get hins vegar ráfað um göturnar heilu og hálfu mánuðina án þess að koma nokkru sýnilegu í verk áður en ég sest niður og helli mér út í brjálaða vinnutörn. Ég hef í mörg ár verið með samviskubit yfir mínu vinnulagi samanborið við sjálfsagann hjá honum en í seinni tíð hef ég tekið sjálfan mig í sátt hvað þetta varðar og komist að því að þegar minnst er í gangi á yfirborðinu er oftast allt á fullu undir niðri og fyrir mig er hangsið því nauðsynlegur hluti af sköpunarferlinu. Pabbi er sennilega vand- virkasti maður sem ég þekki og gefur sig allan í þau verk sem hann tekur sér fyrir hendur, alveg óháð því hvort hann fær greitt fyrir eða ekki. Skiptir um múslítegund á 20 ára fresti Eins og á flestum sviðum eru matarvenjur pabba niðurnjörvaðar í ákveðna rútínu og hann borðar á ákveðnum tímum yfir daginn og yfirleitt alltaf það sama. Hann virðist aldrei fá leið á þeim venjum sem hann hefur tamið sér og til dæmis hefur hann borðað AB-mjólk með múslíi og ban- önum svo langt sem ég man, en á 20 ára fresti skiptir hann hugsanlega um múslítegund. Pabbi er ekki mikill kokkur að upplagi en hefur farið mjög fram á því sviði hin síðari ár og eldar reglu- lega kvöldmat. Þá fer hann mjög nákvæmlega eft- ir uppskriftum og vegur öll hráefni upp á gramm. Orðalag á borð við „kryddið eftir smekk“ er ekki að hans skapi. Ég hef alltaf fundið fyrir miklum stuðningi við það sem ég hef tekið mér fyrir hendur og mér hefur aldrei fundist ég vera beittur þrýstingi í einhverja ákveðna átt, heldur hef ég fengið að þroskast á eigin forsendum. Þó kemur mér strax í hug ein undantekning, því pabbi er fanatískt á móti sælgæti og gosi og hefur ávallt barist hat- rammlega gegn slíkri neyslu á heimilinu. Ég hugsa að það væri auðveldara fyrir mig að taka inn eiturlyf fyrir framan hann en að drekka úr kókflösku. Þegar ég tók þá ákvörðun að gerast kvik- myndagerðarmaður var það dálítið eins og að koma út úr skápnum því atvinnuhorfur innan greinarinnar voru vægast sagt hörmulegar á þeim árum og auk þess voru sögusagnir um að mörg hundruð íslendingar væru að læra kvik- myndagerð í Los Angeles. Ég fann samt aldrei fyrir efa hjá foreldrum mínum þótt aðrir reyndu að koma varnaðarorðum áleiðis. Mér var einfald- lega alltaf treyst sjálfum til að finna mína hillu.“ Vanafastur grúskari og alltaf til taks Jeff Taylor er þekktur bandarískur frum- kvöðull, vinsæll fyrirlesari um allan heim og höfundur metsölubóka. Hann er þekktastur fyrir að hafa stofnað vinnumiðlunarvefinn Monster.com sem er nú starfandi í meira en 30 löndum. Dómnefnd í hugmyndasamkeppninni Start09 vinnur nú hörðum höndum að því að velja vinningshugmyndirnar úr þeim mikla fjölda sem barst í keppnina. Úrslitin verða kynnt á hug- myndafundi sem haldinn verður í Iðnó, mánudaginn 5. okt. kl. 16:00. Húsið opnar kl. 15:30. Á fundinum mun bandaríski frum- kvöðullinn Jeff Taylor miðla af reynslu sinni og leiða almennar umræður um hugmyndir og umbreytingu þeirra í fyrirtæki. Einnig býðst höfundum valinna hugmynda í samkeppninni tækifæri til að kynna þær stuttlega og þróa með hjálp Jeff Taylor, Guðmundar Odds Magnússonar, Guðjóns Más Guðjónssonar og fundargesta. Allir eru velkomnir á fundinn. Skráðu þig á skraning@n1.is F í t o n / S Í A HUGMYNDA- FUNDUR Mánudag5. október kl. 16:00 Málþing fyrir frumkvöðla í Iðnó Allir velkomnir á málþing með Jeff Taylor í Iðnó www.n1.is/start
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.