Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 22
22 Dauðarefsing MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Þ að er ekki skortur á góð- um ástæðum fyrir því að afnema dauðarefsingu í Bandaríkjunum; flestar vestrænar þjóðir telja hana siðlausa, hún hindrar ekki aðra í því að fremja morð og reynslan hef- ur sýnt að hún mismunar minni- hlutahópum. Leiðarahöfundur The New York Times á þó ekki í vand- ræðum með að benda á eina góða ástæðu til viðbótar – hún kostar fé- vana ríki stjarnfræðilegar fjárhæðir. Það kemur ekki af engu að ýmsir löggjafar í Bandaríkjunum eru nú tvístígandi vegna gríðarlegs kostn- aðar sem hlýst af dauðarefsingunni. Ríki landsins verja ómældum upp- hæðum í að ná fram sigri fyrir dóms- stólum í sakamálum þar sem farið er fram á dauðarefsingu. Það kostar tvöföld réttarhöld með því sem til- heyrir; nýjum vitnum og löngum kviðdómasetum. Þá kalla dauða- deildirnar í fangelsunum á aukna ör- yggisgæslu og mikinn viðhalds- kostnað. Áfrýjunarferlið tekur 15 til 20 ár en að leggja það af væri bæði siðlaust og yki hættuna á að saklaust fólk yrði tekið af lífi. Leiðarahöfundur bendir á að sam- kvæmt Upplýsingamiðstöð vegna dauðarefsingar (Death Penalty In- formation Center) kostar dauða- deildin Flórídaríki 51 milljón banda- ríkjadala (um 6,3 milljarða króna) meira á ári en ef fangarnir fengju lífstíðardóm án möguleika á reynslu- lausn. Kostnaður Norður-Karólínu við hverja aftöku er 2,16 milljónir dala (um 233 milljónir króna) en frá árinu 1976 hafa 43 fangar verið tekn- ir þar af lífi. Áætlað er að þær fimm aftökur sem fóru fram í Maryland á árunum 1978 til 1999 hafi kostað samtals um 186 milljónir dollara (eða um 23 milljarða króna). Aftaka á 31 milljarð Ýktasta dæmið er þó án efa Kali- fornía, en dauðadeildin kostar skatt- greiðendur í ríkinu 114 milljónir dollara (um 14,2 milljarða kr.) árlega umfram það sem það myndi kosta þá að dæma fangana þar til lífstíð- arfangavistar. Ríkið hefur tekið 13 manns af lífi frá árinu 1976 og hefur hver aftaka kostað að meðaltali um 250 milljónir dala (um 31 milljarð króna). Á sama tíma eru fangelsi rík- isins yfirfull og búið er að boða gríð- arlegan niðurskurð á fjármagni til félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfisins í ríkinu. Ekki er langt síðan ríkisstjóri Kansas lagði til að dauðarefsingin, sem þar var endurvakin árið 1994, yrði afnumin á ný enda hafa stjórn- völd þar ekki tekið neinn af lífi í yfir 40 ár. Engu að síður strandaði frum- varp hans. Svipuð umræða hefur farið fram í ríkjum á borð við New Hampshire, Maryland og Colorado, án þess þó að hún hafi leitt til breyt- inga. Á þessu ári hefur aðeins Nýja- Mexíkó gengið alla leið en þar var dauðarefsingin afnumin í mars síð- astliðnum. ben@mbl.is Reuters Dauðadeildin Fangavörður í Livingston í Texas, við klefa dauðamanns. Dýr er dauðinn allur Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Æ tli aumingja Jamie Carragher og Mart- in Skrtel hafi ekki liðið eins og þeir væru staddir í miðri auglýsingu fyrir undraefnið Ajax í Flórens í vikunni. Svartfellska ungstirnið Stevan Jovetić var eins og stormsveipur í kringum þá. Áður en yfir lauk hafði hann gert tvö prýðileg mörk fyrir heima- menn í Fiorentina og Rauði herinn frá Liverpool lá emjandi í valnum. Fyrir vikið er allt upp í loft í E-riðli Meistaradeildar Evrópu. „Þetta var einstakt kvöld,“ sagði Jovetić, sem verður tvítugur eftir mánuð, við heimasíðu Knattspyrnu- sambands Evrópu eftir leikinn. „Við unnum frábært lið Liverpool, 2:0, hirtum þrjú stig og lékum ljómandi vel. Hefðum við tapað værum við í afar erfiðri stöðu í riðl- inum.“ Jovetić, sem sagður er svar Svartfellinga við Lionel Messi, gerði ekki mikið úr eigin frammistöðu en við- urkenndi að hann væri í framför. „Vonandi ber ég gæfu til að halda áfram á sömu braut.“ Þetta er ekki fyrsta hetjudáðin sem Jovetić drýgir fyrir þá fjólubláu en fyrr í haust fleytti mark hans gegn Sporting Lisbon Fiorentina inn í riðlakeppni Meist- aradeilarinnar. En hver er þessi eldsnögga og kraftmikla skytta, sem gárungarnir halda fram að sé óskilgetið afkvæmi Brians May og Jays Leno? Sló ungur í gegn Stevan Jovetić fæddist 2. nóvember 1989 í Titograd í Júgóslavíu. Þar heitir nú Podgorica og er borgin höf- uðborg Svartfjallalands. Hann hóf knattspyrnuferil sinn hjá heimaliðinu FK Mladost en hélt fjórtán ára gamall sem leið lá til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, þar sem Partizan tók hann upp á sína arma. Jovetić þreytti frumraun sína með aðalliði Partizan aðeins sextán ára gamall í deildarleik gegn Vozdovac. Hann vann sér fljótt fast sæti í liðinu og lék stórt hlut- verk veturinn 2006-07. Hápunkturinn var þrenna í Evr- ópuleik gegn króatíska félaginu Zrinjski. Eftir það var ljóst að hið serbneska sparksvið var of lítið fyrir Jovetić enda drógust stórlið álfunnar að honum eins og býflug- ur að hunangi. Manchester United, Real Madrid, Ajax og hvað þau nú öll heita. Sjö milljónir sterlingspunda voru nefndar í því sambandi. Af því tilefni lýsti Dejan Savićević, fyrrverandi leik- maður AC Milan og núverandi formaður knattspyrnu- sambands Svartfjallalands, því yfir að Jovetić yrði ekki utan gátta hjá neinu stórliði í Evrópu. „Manchester United myndi gera kjarakaup ef félagið greiddi sjö milljónir punda fyrir hann,“ sagði Savićević. Átján ára fyrirliði Þrátt fyrir athyglina ákvað Jovetić að vera um kyrrt í Belgrad – um sinn. Partizan launaði honum með því að gera hann að fyrirliða liðsins í janúar 2008, þegar leik- maðurinn var átján ára og tveggja mánaða. Geri aðrir betur! Leiðtogahæfileikar Jovetić eru raunar augljósir en hann var gerður að fyrirliða landsliðs Svartfellinga skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri aðeins sautján ára. Sumarið 2008 sá Partizan sæng sína uppreidda. Jove- tić var seldur til Fiorentina fyrir 7,3 milljónir punda. Pilturinn var blóðgaður snemma í ítölsku A-deildinni og átti þokkalegt tímabil í fyrra. Fyrsta markið lét þó á sér standa, kom úr vítaspyrnu gegn Atalanta í apríl á þessu ári. Menn ganga út frá því að þau muni hlaðast upp á næstu árum. Varla þarf að taka fram að Jovetić er lykilmaður í landsliði Svartfellinga en hann tók þátt í fyrsta op- inbera landsleik þjóðar sinnar gegn Ungverjum í mars 2007. Hann hefur gert sex mörk í ellefu landsleikjum. Með landsliðinu leikur Jovetić jafnan við hlið fóstra síns og fyrirmyndar, Mirko Vucinić, leikmanns Roma á Ítalíu. Þrátt fyrir að hafa þetta svaðalega tvíeyki innaborðs hafa Svartfellingar átt erfitt uppdráttar í undankeppni heimsmeistaramótsins á næsta ári, aðeins hlotið fimm stig úr átta leikjum. Þannig einhver bið verður á því að Jovetić troði upp á allra stærsta sviðinu. En það er nægur tími til stefnu. Svartfelldi Rauða herinn Reuters Sprækur Stevan Jovetić hefur skipað sér á bekk með efnilegustu sparkendum álfunnar. Hann er efni í mikið séní. Stevan Jovetić, nítján ára nýstirni frá Svart- fjallalandi, stal senunni í Meistaradeild Evrópu í vikunni með tveimur mörkum fyrir Fiorent- ina gegn Liverpool OFNAR - VERKFÆRASKÁPAR MÁLNING - VÖRUTRILLUR - HILLUEFNI BÍLSKÚRSHURÐAROPNARAR HILLUREKKAR - STÁLVASKAR FLÚRLJÓS OG MARGT FLEIRA TAX FREE! BÍLSKÚRINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.