Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 28
28 Skipulag MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is M innisvarðar um góð- ærið standa víða á höfuðborgarsvæð- inu í formi tóms skrifstofuhúsnæðis og hálfkaraðra bygginga. Þar sem hið meinta góðæri stóð sem hæst hefur uppbyggingin verið hvað mest, þó oft án forsjár og oft með miklu niðurrifi sem skilið hefur eftir svöðu- sár þegar fjármagn til fram- kvæmdanna þurrkaðist upp. Mörgum hefur þótt nokkuð sér- kennilegt, að á þeim tímapunkti þeg- ar mest var af peningum í þjóðfélag- inu, hafi meira verið rifið en endur- nýjað. Sú aðferðafræði er kannski í takt við hugmyndir snýtubréfskyn- slóðarinnar en öllum má vera ljóst að ef gamalt og virðulegt húsnæði er ekki endurnýjað í góðæri heldur rif- ið, þá má vera ólíklegt að húsnæðið verði endurnýjað í niðursveiflunni – eða hvað? Nokkur gömul hús í Reykjavík hafa fengið gálgafrest enda tilgangs- lítið að rífa húsin eins og stendur, þar sem feikinóg er til af íbúðar- og skrifstofuhúsnæði sem stendur autt. Forðað frá niðurrifi Það liggur í loftinu að breytinga er að vænta í þjóðfélaginu – eða það segja margir í það minnsta eftir sviptingar vetrarins þar sem fólk setti loksins niður fótinn og fylkti sér að baki breytingum. Það er talað um að nú sé kærkomið tækifæri til að taka ærlega til hendinni og breyta því sem miður hefur farið síðastliðin ár. Það kann að hljóma kaldhæðn- islega að nú sé einmitt tækifæri til að kasta hugsunarhætti sem byggist á hinu einnota út fyrir göfugri þanka- gang þar sem samfélaginu er leyft að þróast, hægt og rólega, í þá átt að rými skapist fyrir fjölbreytni sem er allri sköpun svo mikilvæg. Slíkar óskir bera þeir sem vilja vernda gömul hús í Reykjavík í brjósti en sá hópur fólks hefur háð vonlitla baráttu síðustu árin við öfl sem hafa viljað rífa niður til að byggja upp, í stað þess að þróa. Upp- kaup hafa verið stunduð í Reykjavík á lóðum og húsum sem á þeim standa, með það að leiðarljósi að rífa húsin og byggja eins stór hús í stað- inn og mögulegt er. Áherslan hefur verið á að auka byggingarmagnið, fremur en að hugsa út í fagurfræði. Þessi þróun hefur verið áberandi og má sjá mörg dæmi um það hvernig kassalagaðar en fremur líflausar byggingar fylla upp í reiti sem aðrir töldu nauðsynlega til að skapa mik- ilvæga og sögulega götumynd sem markaði Reykjavík sérstöðu. Byggt fyrir hverja? Þórður Magnússon hefur látið sig þessi mál varða, en hann er stjórn- armaður í Torfusamtökunum. „Yf- irleitt byggjast borgir þannig upp að hús tekur við af húsi og samræmi er á milli húsanna. Borgirnar stækka en gera það smátt og smátt. Hug- myndafræðin hjá fólki sem stóð í nið- urrifinu í Reykjavík var sú að það var ekki í sátt við byggingarnar sem voru fyrir á svæðinu og því vildi það helst losna við allt heila klabbið. Ef fólk hefði gert kröfu um að nýbygg- ing hefði þurft að taka mið af húsinu sem var fyrir, þá hefðu verktakarnir upplifað það sem tapað byggingar- magn.“ Þórður segir að áformin um nið- urrif séu öll enn til staðar þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu þó öllum megi vera ljóst að ekki þurfi að byggja meira að sinni. „Fólkið sem á eignirnar, hvert sem það nú er, er í mun að halda bókfærðu verðmæti eignanna stöðugu. Það er verið að reyna að sýna fram á að einhver verðmæti séu inni í fyrirtækjunum, með því að hafa lóðirnar sem dýr- astar. Það er gert með því að hafa Húsin sem kreppan bja Laugavegur 33, 35 og 33b, framhús við Vatnsstíg sem er skráð sem bakhús við Laugaveginn og nokkuð sérstakt með steinsteyptu þaki og Vatns- stígur 4 sem kviknaði í um daginn. Borgarminja- vörður lagði á sínum tíma til að 33b yrði verndað en svo fór að ákveðið var á síðustu stundu að heim- væri ódýrt að byggja. Í þessu áttu aðallega að vera íbúðir þar sem verslunarpláss er ekki eins dýrt og íbúðarpláss. Upprunalega hugmyndin á bakvið allt niðurrifið var að auka verslunarpláss en þetta hef- ur þróast þannig að verslunarplássið er oftar en ekki bara eins.“ ila niðurrif. „Það stóð til að rífa þessi hús og byggja eitt stórt hús þar í staðinn,“ segir Þórður. „Það er að mínu mati varhugavert að byggja eitt stórt hús í stað margra lítilla því þá ertu að breyta byggða- mynstrinu. Það sem verra er: það var enginn metn- aður lagður í hönnunina og einblínt á hönnun sem VATNSSTÍGS- OG LAUGAVEGSREITUR: Morgunblaðið/Jakob Fannar Í dag Húsaröðin Laugavegur 33, 35 33b, framhús við Vatnsstíg. Torg Svipuð nýbygging og á tillögunni að ofan en að auki yfirbyggt torg. Einfalt Húsaröðin eins og hún liti út gerð upp á sem einfaldastan hátt Tillaga Svona mætti vinna með þessi sömu hús án þess að rífa þau. Þórður segir að húsið á Hljómalindareitnum sé gott dæmi um hús sem einhver hafi talið að borg- aði sig að rífa og byggja annað í staðinn sem væri tveimur metrum hærra. Allt snerist um það að blása upp verkefnin. Húsið hefur alltaf verið í góðri rýnir í það þá getur maður séð hvernig húsið leit út, það sést betur á bakhlið hússins. Þak hússins var til að mynda með Mansard-stíl, en þá er einni hæð í viðbót laumað inn í þakbygginguna og nán- ast öll París er byggð í svona Mansard-stíl. notkun og aldrei skort leigjendur eða líf. Annað hús á Hljómalindarreitnum stendur við Laugaveginn og hefur alltaf staðið til að rífa það. „Þetta hús var stórglæsilegt einu sinni en það er náttúrulega ekki svipur hjá sjón í dag. Ef maður HLJÓMALINDARREITURINN: Morgunblaðið/Jakob Fannar Núna Húsaröðin Laugavegur 15-17 eins og hún lítur út í dag. Framtíðin? Einföld tillaga sem færir húsin til fyrri virðugleika.Fortíðin Nánast sama sjónarhorn og á myndinni hér að ofan. Morgunblaðið/Jakob FannarBjargað Circus eins og hann lít- ur út í dag og Klapparstígur 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.