Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Össur Skarphéðinsson hefur ekk-ert gert til að upplýsa landa sína um Icesave-málið. Ekki lyft litla fingri fyrir hagsmuni þeirra.     Hann hefur pukrast um málið,bæði fyrir og eftir miðnætti.     Það er skiljanlegt. Bæði vantarhann rök, og svo vill hann ekki spilla fyrir póli- tískum sjálfs- morðstilraunum Steingríms J. Sigfússonar.     En nú geturhann ekki lengur orða bundist. Hann hefur ekki bara loksins fundið rök, hann hefur fundið rökin einu, hin hinstu rök. Þau svínvirka á mig, hugsaði hann. Þau hljóta að svín- virka á Hollendinga og Breta. Loks- ins hafa fundist málsbætur fyrir illa stadda íslenska þjóð.     Össur bíður ekki boðanna. Eng-inn getur sakað hann um heig- ulshátt eftir þetta.     Hann vindur sér að Hollendingumog Bretum. Það gneistar af ráðherranum. Mun hann hrópa svo hátt að heimurinn heyri: „Við mót- mælum allir,“ það þótti gott einu sinni. „Hollendingar og Bretar,“ segir hetjan, „kröfur ykkar gætu kollvarpað ríkisstjórninni. Ráð- herrastóllinn minn er í hættu.“ Nú eiga Bretar og Hollendingar litlar varnir.     Þeir þurfa að meta: Hvers virði erÖssur? Þyngdar sinnar virði í gulli? Eða lofti?     Hvað segir helsti samningamaðurBreta og Hollendinga? Nú velt- ur allt á hverju Indriði svarar sín- um mönnum. Össur Skarphéðinsson Gildustu rökin í Icesave-málinu Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 2 léttskýjað Lúxemborg 6 heiðskírt Algarve 19 heiðskírt Bolungarvík 2 alskýjað Brussel 11 skýjað Madríd 12 heiðskírt Akureyri 1 slydda Dublin 12 skýjað Barcelona 18 léttskýjað Egilsstaðir 1 rigning Glasgow 11 skúrir Mallorca 15 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 4 alskýjað London 13 alskýjað Róm 16 heiðskírt Nuuk 0 léttskýjað París 6 heiðskírt Aþena 21 skýjað Þórshöfn 8 skúrir Amsterdam 13 skýjað Winnipeg 7 alskýjað Ósló -1 skýjað Hamborg 10 skúrir Montreal 10 skúrir Kaupmannahöfn 10 skúrir Berlín 7 skýjað New York 17 alskýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Vín 9 léttskýjað Chicago 9 alskýjað Helsinki -2 léttskýjað Moskva 3 þoka Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 4. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.12 0,4 6.15 4,0 12.25 0,4 18.28 4,0 7:47 18:47 ÍSAFJÖRÐUR 2.19 0,2 8.14 2,1 14.31 0,3 20.23 2,1 7:55 18:49 SIGLUFJÖRÐUR 4.26 0,2 10.39 1,2 16.34 0,2 22.52 1,3 7:38 18:32 DJÚPIVOGUR 3.29 2,1 9.40 0,4 15.45 2,0 21.48 0,4 7:17 18:16 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið SPÁ KL. 12.00 Í DAG Slydda eða rigning við suður- ströndina og él á annesjum fyr- ir norðan, annars úrkomulítið. Hiti í kringum frostmark í dag en frost 1 til 8 stig í nótt. HÓPFERÐAFYRIRTÆKIÐ Bílar og fólk, sem rekur hópferðabíla und- ir merkjum TREX, og samgöngu- ráðuneytið hafa hrint af stað átaki sem miðar að því að lækka til muna verð á ferðum með áætlunarbílum fyrirtækisins. Kynning fór fram á átakinu á BSÍ í gær að viðstöddum Kristjáni L. Möller samgöngu- ráðherra, forsvarsmönnum Bíla og fólks og fulltrúum Öryrkjabanda- lags Íslands og Landssambands eldri borgara. Átakið felur í sér að Bílar og fólk munu lækka öll fargjöld um helming fram til áramóta. Helstu leiðir sem fyrirtækið ekur á eru frá Reykjavík til Snæfellsness, Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og í Dalina, auk fleiri leiða. Þeir farþegar, sem nú njóta af- sláttarkjara, eins og öryrkjar, ellilíf- eyrisþegar, börn og skólafólk, munu héðan í frá greiða eingöngu helming af því sem þeir hafa greitt fram til þessa. Þannig munu öll fargjöld lækka um helming og til greina kem- ur að framlengja þetta átak til næsta vors. Svo dæmi sé tekið þá mun einn farmiði fyrir framhaldsskólanema frá Reykjavík til Akureyrar kosta 3.350 krónur. Samgönguráðherra seldi fyrsta farmiðann á BSÍ í gær. Við það tæki- færi sagði hann þetta vera góðar fréttir fyrir þá sem þyrftu að nýta sér áætlunarferðir. bjb@mbl.is Bílar og fólk lækka fargjöld um helming Sérstöku átaki hrundið af stað í sam- vinnu við samgönguráðuneytið Átak Kristján L. Möller hrinti átakinu af stað á BSÍ í gær. ÍSLENSKIR atvinnuflugmenn ætla að sýna evrópskum starfsfélögum sínum samstöðu á mánudag með því að vera á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli og kynna breytingar á regluverki Evrópusam- bandsins um flug-, vakt- og hvíld- artíma flugáhafna. Á mánudag hyggst Evrópusamband flugmanna standa fyrir mótmælum þegar Evr- ópuþingið kemur saman í Brussel, auk mótmæla á flugvöllum í álfunni. Fyrir ári birti ESB skýrslu vís- inda- og læknanefndar helstu stofn- ana sambandsins. Þar kom m.a. fram að núverandi reglur um há- marksvaktir og fleira varðandi vinnutíma væri ekki í lagi. Þrátt fyr- ir þessa vitneskju hefur ESB ekki tekið tillit til skýrslunnar. Flugmenn sýna samstöðu Á mánudag Austan 5-10 og víða dálítil snjó- koma eða él, en samfelld slydda eða rigning suðaust- anlands seinni partinn. Hiti um og rétt yfir frostmarki að deg- inum. Á þriðjudag Vaxandi norðaustanátt og rign- ing eða slydda SA-lands, en él fyrir norðan. Víðast 10-15 m/s síðdegis, en hægari suðvest- anlands. Hiti 0 til 5 stig, en í kringum frostmark á norð- anverðu landinu. Á miðvikudag og fimmtudag Útlit fyrir norðanátt með élja- gangi með ströndum landsins, síst þó vestantil. Kalt í veðri. Á föstudag Austlæg átt og slydda eða rign- ing sunnanlands, en annars úr- komulítið. Heldur hlýnandi veð- ur. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.