Morgunblaðið - 04.10.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.10.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Össur Skarphéðinsson hefur ekk-ert gert til að upplýsa landa sína um Icesave-málið. Ekki lyft litla fingri fyrir hagsmuni þeirra.     Hann hefur pukrast um málið,bæði fyrir og eftir miðnætti.     Það er skiljanlegt. Bæði vantarhann rök, og svo vill hann ekki spilla fyrir póli- tískum sjálfs- morðstilraunum Steingríms J. Sigfússonar.     En nú geturhann ekki lengur orða bundist. Hann hefur ekki bara loksins fundið rök, hann hefur fundið rökin einu, hin hinstu rök. Þau svínvirka á mig, hugsaði hann. Þau hljóta að svín- virka á Hollendinga og Breta. Loks- ins hafa fundist málsbætur fyrir illa stadda íslenska þjóð.     Össur bíður ekki boðanna. Eng-inn getur sakað hann um heig- ulshátt eftir þetta.     Hann vindur sér að Hollendingumog Bretum. Það gneistar af ráðherranum. Mun hann hrópa svo hátt að heimurinn heyri: „Við mót- mælum allir,“ það þótti gott einu sinni. „Hollendingar og Bretar,“ segir hetjan, „kröfur ykkar gætu kollvarpað ríkisstjórninni. Ráð- herrastóllinn minn er í hættu.“ Nú eiga Bretar og Hollendingar litlar varnir.     Þeir þurfa að meta: Hvers virði erÖssur? Þyngdar sinnar virði í gulli? Eða lofti?     Hvað segir helsti samningamaðurBreta og Hollendinga? Nú velt- ur allt á hverju Indriði svarar sín- um mönnum. Össur Skarphéðinsson Gildustu rökin í Icesave-málinu Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 2 léttskýjað Lúxemborg 6 heiðskírt Algarve 19 heiðskírt Bolungarvík 2 alskýjað Brussel 11 skýjað Madríd 12 heiðskírt Akureyri 1 slydda Dublin 12 skýjað Barcelona 18 léttskýjað Egilsstaðir 1 rigning Glasgow 11 skúrir Mallorca 15 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 4 alskýjað London 13 alskýjað Róm 16 heiðskírt Nuuk 0 léttskýjað París 6 heiðskírt Aþena 21 skýjað Þórshöfn 8 skúrir Amsterdam 13 skýjað Winnipeg 7 alskýjað Ósló -1 skýjað Hamborg 10 skúrir Montreal 10 skúrir Kaupmannahöfn 10 skúrir Berlín 7 skýjað New York 17 alskýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Vín 9 léttskýjað Chicago 9 alskýjað Helsinki -2 léttskýjað Moskva 3 þoka Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 4. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.12 0,4 6.15 4,0 12.25 0,4 18.28 4,0 7:47 18:47 ÍSAFJÖRÐUR 2.19 0,2 8.14 2,1 14.31 0,3 20.23 2,1 7:55 18:49 SIGLUFJÖRÐUR 4.26 0,2 10.39 1,2 16.34 0,2 22.52 1,3 7:38 18:32 DJÚPIVOGUR 3.29 2,1 9.40 0,4 15.45 2,0 21.48 0,4 7:17 18:16 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið SPÁ KL. 12.00 Í DAG Slydda eða rigning við suður- ströndina og él á annesjum fyr- ir norðan, annars úrkomulítið. Hiti í kringum frostmark í dag en frost 1 til 8 stig í nótt. HÓPFERÐAFYRIRTÆKIÐ Bílar og fólk, sem rekur hópferðabíla und- ir merkjum TREX, og samgöngu- ráðuneytið hafa hrint af stað átaki sem miðar að því að lækka til muna verð á ferðum með áætlunarbílum fyrirtækisins. Kynning fór fram á átakinu á BSÍ í gær að viðstöddum Kristjáni L. Möller samgöngu- ráðherra, forsvarsmönnum Bíla og fólks og fulltrúum Öryrkjabanda- lags Íslands og Landssambands eldri borgara. Átakið felur í sér að Bílar og fólk munu lækka öll fargjöld um helming fram til áramóta. Helstu leiðir sem fyrirtækið ekur á eru frá Reykjavík til Snæfellsness, Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og í Dalina, auk fleiri leiða. Þeir farþegar, sem nú njóta af- sláttarkjara, eins og öryrkjar, ellilíf- eyrisþegar, börn og skólafólk, munu héðan í frá greiða eingöngu helming af því sem þeir hafa greitt fram til þessa. Þannig munu öll fargjöld lækka um helming og til greina kem- ur að framlengja þetta átak til næsta vors. Svo dæmi sé tekið þá mun einn farmiði fyrir framhaldsskólanema frá Reykjavík til Akureyrar kosta 3.350 krónur. Samgönguráðherra seldi fyrsta farmiðann á BSÍ í gær. Við það tæki- færi sagði hann þetta vera góðar fréttir fyrir þá sem þyrftu að nýta sér áætlunarferðir. bjb@mbl.is Bílar og fólk lækka fargjöld um helming Sérstöku átaki hrundið af stað í sam- vinnu við samgönguráðuneytið Átak Kristján L. Möller hrinti átakinu af stað á BSÍ í gær. ÍSLENSKIR atvinnuflugmenn ætla að sýna evrópskum starfsfélögum sínum samstöðu á mánudag með því að vera á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli og kynna breytingar á regluverki Evrópusam- bandsins um flug-, vakt- og hvíld- artíma flugáhafna. Á mánudag hyggst Evrópusamband flugmanna standa fyrir mótmælum þegar Evr- ópuþingið kemur saman í Brussel, auk mótmæla á flugvöllum í álfunni. Fyrir ári birti ESB skýrslu vís- inda- og læknanefndar helstu stofn- ana sambandsins. Þar kom m.a. fram að núverandi reglur um há- marksvaktir og fleira varðandi vinnutíma væri ekki í lagi. Þrátt fyr- ir þessa vitneskju hefur ESB ekki tekið tillit til skýrslunnar. Flugmenn sýna samstöðu Á mánudag Austan 5-10 og víða dálítil snjó- koma eða él, en samfelld slydda eða rigning suðaust- anlands seinni partinn. Hiti um og rétt yfir frostmarki að deg- inum. Á þriðjudag Vaxandi norðaustanátt og rign- ing eða slydda SA-lands, en él fyrir norðan. Víðast 10-15 m/s síðdegis, en hægari suðvest- anlands. Hiti 0 til 5 stig, en í kringum frostmark á norð- anverðu landinu. Á miðvikudag og fimmtudag Útlit fyrir norðanátt með élja- gangi með ströndum landsins, síst þó vestantil. Kalt í veðri. Á föstudag Austlæg átt og slydda eða rign- ing sunnanlands, en annars úr- komulítið. Heldur hlýnandi veð- ur. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.