Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 The IMF, the Credit Crunch and Iceland: a New Fiscal Saga? Dr. Sheetal K. Chand frá Háskólanum í Osló mun halda opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands, Háskólatorgi stofu HT-105, mánudaginn 5. október kl. 12-13. Iceland was badly hit by the global credit crunch, with severe consequences for the welfare of the population. The country now has an IMF program. The country’s fiscal and monetary policy stance will be discussed, several problems identified and some solutions proposed. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. HAGFRÆÐIDEILD ÚRGANGUR er sá hluti aflaðs varnings, sem eftir stendur þegar sá sem aflaði hefir tínt úr honum valin efni. Eftirstöðv- arnar – fast sam- félagssorp, skamm- atafað FSS – eru þekktar á heimsvísu sem Municipal Solid Waste skammstafað MSW. Skipulögð meðferð á FSS felst í að minnka tilurð þess við upptökin, flokka til endurvinnslu, jarðgera og farga í urð eða brennslu. Þó er urðun ekki förg- un, heldur ákveðið form af geymslu. Þegar FSS verður til er verðið á því neikvætt – skuld á máli bók- ara – því nú kostar að losa sig við úrgang. Og skuldin vex við með- ferð á úrgangi – söfnun, flutninga, flokkun, endurvinnslu, jarðgerð – þar til honum er komið í verð eða fargað. En úrgangur inniheldur efni, sem hægt er að nýta, og orku, sem vinnst ef brennt er. Skuldina þarf að afskrifa þegar er urðað er, en hún greiðist niður ef er brennt, hvorttveggja á reikning fólksins í landinu. Flæði efna gegnum samfélög má líkja við óhreinan árfarveg um blómlegan búgarð. Byggingarefni – steinsteypa, stál, timbur, gler, gerviefni – verða eftir um skeið, en slithlutir, t.d. fatnaður, hjól- barðar og veiðarfæri, staldra skemur við. Einnota efni – hrein- lætisvörur og umbúðir – fara rak- leiðis í gegn. Ef farvegurinn er stíflaður flæðir áin yfir bakka sína, út um allt eins og raun ber oft vitni um. Framleiðslutækni ræður ferð- inni í framboði. Heimurinn hefir ánetjast allsnægtum líkt og fíkni- efnum. Kreppan, sem talið var að draga myndi úr tilurð FSS, stóð ekki undir væntingum, því hún er ekki efnahagskreppa, heldur óreiða í fjármálum. Þegar það er lagað fer framleiðslan aftur á fulla ferð. Erfitt er að komast að upp- tökum tilurðar, því hún er dreifð um allan heiminn og hann er stór. Því er líklegt að við verðum að lifa við þetta. Göfugar hugsjónir um að hefta tilurð úr- gangs við upptökin virðast eiga langt í land. Reglugerð ESB ákveður stærð um- búða fyrir smáhluti. Varahlutir í heim- ilistæki og tölvur eru seldir hver fyrir sig í umbúðum, sem rúma myndu tugi þeirra. Önnur reglugerð heimilar að skilja um- búðirnar eftir í versl- uninni, en kaupandinn fer enn með kassana heim því það er þægilegra að henda þeim í ruslið. Erlendis hefir flokkun til end- urnýtingar verið reynd á hundr- aðfalt stærri svæðum en á Íslandi. Oftar en ekki stöðvast ferlið að flokkun lokinni og þá myndast al- ræmd flokkuð fjöll. Á meginlandi Evrópu var reynt að lauma ófögn- uðinum til þróunarlanda gegn gjaldi. Þar var honum komið fyrir í yfirgefnum námum eða hann skilinn eftir á víðavangi. Þetta var stöðvað af heilbrigðisyfirvöldum. Meðalhitastig í jörðu á Íslandi eru rétt yfir frostmarki, ámóta og í ísskáp. Fróðir fullyrða að hita- stig í urð sótthreinsi hrúgaldið, en greinir á um hvert hitastigið er. Pasteur áleit það verða að vera a.m.k. 88°C í dágóða stund. En í jöðrum hrúgaldsins verður kæling og þar falla hitastigin í átt að ríkjandi ástandi umhverfis urðina. Þetta kom vel í ljós þegar jaðar á tíu ára gamalli urð fyrir slát- urúrgang á söndunum sunnan jökla var rofinn vegna stækkunar. Þar ultu fram heillegar vambir, sem minntu helst á götóttar nær- brækur. Í jarðgerð er hrúgaldið minna um sig en í stórri urð og yfirborð- ið miðað við rúmmál mun stærra. Þar verður meiri kæling og ekki líklegt að sótthreinsun verði. Líf- seigar pestir – bifstafur (salmon- ella, veldur taugaveiki), milt- isbrandur (anthrax), gin- og klaufaveiki (food-and-mouth di- sease), stífkrampi (tetanus), svína- flensa (swine flu, H1N1 virus) og riða (Creutzfeldt-Jakob disease eða scrapie) – þrífast vel við þessi skilyrði. Þegar sauðfé er skorið niður vegna riðu eru skrokkarnir urðaðir, en þó skýtur riðu sífellt upp. Í BNA verður krabbameins oftar vart í hverfum, sem reist eru á eða nærri urðunarsvæðum. Og þess eru dæmi að þegar fornleifa- fræðingar róta í mörg hundruð ára gömlum grafreitum veikist þeir af taugaveiki eða stífkrampa. Umhverfisvæn förgun FSS með brennslu takmarkar flæði brennslulofts við 1⁄3 af því, sem op- inn eldur tekur til sín. Bruninn er sveltur. Þarna verða til ófullkomin gös – metan, etan og kolsýrlingur, sem eiga frekari hvörf við súrefni eftir – í stað koltvísýrlings og vatnsgufu þegar bruni á sér stað í frjálsu loftflæði. Þessum gösum er svo brennt í eftirbrennslu. En ef FSS er látið á jörðina undir ber- um himni ráðast skordýr á allt líf- rænt, en annað rotnar og fúnar; ruslið breytist í sömu gastegundir og sömu föstu efnin og ef það fuðrar upp í eldi. Þarna verður m.ö.o. hægur bruni, sem ekki er sveltur og skilar út í umhverfið sömu gróðurhúsalofttegundum og opinn eldur. Hið sama skeður í urð. Reykhreinsibúnaður í sorporku- verum skilar gösum frá brennsl- unni umhverfisvænum út í and- rúmsloftið. Búnaðurinn hefur þróast ört á undanförnum árum og er nú minni fyrirferðar og ódýrari en áður. Á sama tíma hef- ir FSS orðið mikið hreinna en það var á síðustu áratugum liðinnar aldar. Umræða síðari ára hefir þvingað framleiðendur til að koma í veg fyrir að óheppileg efni fari út í verslunarumhverfið. Hugleiðingar um sorp Eftir Ingvar Níelsson » Þetta kom vel í ljós þegar jaðar á tíu ára gamalli urð fyrir slát- urúrgang á söndunum sunnan jökla var rofinn vegna stækkunar. Þar ultu fram heillegar vambir, sem minntu helst á götóttar nær- brækur.Ingvar Níelsson Höfundur er verkfræðingur, sérhæfð- ur í sorporkuvinnslu. EINS og öllum er kunnugt lagði Ísland fram formlega aðild- arumsókn að Evrópu- sambandinu í lok júlí að undangenginni mikilli umræðu um allt þjóðfélagið og á Alþingi. Ýmis samtök og hagsmunaaðilar hafa fjallað mikið um málið og tekið afstöðu, ýmist með eða á móti. Samtök bænda hafa einnig rætt Evrópumálin. Þau hafa komist að þeirri niðurstöðu að ESB sé ekkert fyrir íslenska bændur. Þau hafa einnig ákveðið að taka ekki þátt í umræðunni meðan á umsóknarferli stendur. Bændasamtökin vilja því ekki einu sinni ræða ESB. Samtökin nota Bændablaðið til þess að koma boðskap sínum á framfæri. Er þeim stætt á þessari afstöðu? Íslenskur landbúnaður er sá land- búnaður sem nýtur hvað mestra styrkja á byggðu bóli, samkvæmt OECD og tölum landbúnaðarsam- takanna. Árið 2005 var þetta um 10 milljarðar króna. Framlag landbún- aðar til landsframleiðslunnar var 1,1% árið 2006 og í greininni störf- uðu 3,8% vinnuafls í landinu (voru 38% árið 1940). Til samanburðar má geta þess að rekstrargjöld Hafn- arfjarðarbæjar árið 2007 námu svip- aðri upphæð. Þetta er því eins og að íslenskur almenningur myndi greiða fyrir allan rekstur Hafnarfjarð- arbæjar. Laun bænda eru einnig sér kapít- uli útaf fyrir sig. Meðallaun þeirra eru með þeim lægstu á almennum vinnumarkaði. Vitað er að bú- mennskan dugar mörgum ekki til að ná endum saman. Grípa því margir til alls kyns aukavinnu. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu, Litróf bú- skapar og byggða, sem Háskóli Ís- lands gaf nýlega út. Þar kemur fram að 70% fjölskyldna, „hafa ein- hverjar tekjur af launavinnu eða verktakastarfsemi utan býlisins. Þetta er með því hæsta sem gerist í Evrópu,“ segir í skýrslunni. Í henni kemur einnig fram að áhyggjur vegna nýliðunar í landbúnaði eru of- arlega í huga bænda. Meðalaldur bænda árið 2006 var 52 ár. Þá eru margir bændur gríðarlega skuldsettir, sérstaklega mjólk- urbændur. Fyrir skömmum voru fréttir í fjölmiðlum þess efnis að um 10% þeirra glímdu við mjög alvarleg fjárhagsvandræði og stefnir nokkur fjöldi þeirra í gjaldþrot. Hvað varðar styrki er það athygl- isverð staðreynd að íslenskir bænd- ur fá tvöfalt meiri styrk en bændur innan ESB, sem hlutfall af verð- mæti framleiðslunnar. Um er að ræða 30% innan ESB, en yfir 60% hér á landi. Þetta má lesa í Hag- tölum bænda árið 2007. Af þessu má því draga eftirfarandi ályktun: Hér er um litla grein að ræða, en mikilvæga, allir ís- lenskir neytendur vilja jú íslenskar landbún- aðarafurðir og bera traust til landbúnaðar- ins. Það hafa kannanir sýnt. En hún kostar, svo um munar. Staða greinarinnar vekur einnig þá spurningu hvort bændur hljóti ekki að velta fyrir sér nýjum kostum? Eða er óbreytt ástand óskastaðan? Á íslenskur almenningur (styrk- veitandinn) ekki þá kröfu gagnvart samtökum bænda að þau verði með í þeirri lýðræðislegu umræðu sem þarf að fara fram um Evrópumál, þar sem hagsmunir bænda skipta miklu máli? Geta samtökin verið „stikkfrí“ í þessu dæmi? Er þessi krafa óeðlileg? Þess má geta að Bændasamtökin fengu yfir hálfan milljarð á fjárlögum í fyrra frá hinu opinbera, sem er inni í heildarstuðn- ingi til stéttarinnar. Er ekki hægt að líta á það sem „þegnskyldu“ bændasamtakanna að taka þátt, en ekki segja sig frá þessu með þeim hætti sem samtökin hafa gert? Ef hægt er að dæma „lýðræðisþroska“ samtaka á borð við Bændasamtökin, hvaða álykt- anir er þá hægt að draga af þessari afstöðu? Er þetta ábyrg afstaða samtaka, sem telja sig hafa það hlutverk að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar? Það er ekki lítið eða léttvægt hlutverk í nútíma sam- félagi! Væntanlega mun innan ákveðins tíma liggja fyrir aðildarsamningur fyrir okkur Íslendinga að taka af- stöðu til. Hvernig ætla bænda- samtökin sér að koma að ferlinu fram að því að samningurinn liggur fyrir? Hvað ef samningurinn verður hagstæður fyrir bændur og íslensk- an landbúnað? Hvað gera bændur þá? Verður svarið nei? Hvað gera bændur þá? Eftir Gunnar Hólm- stein Ársælsson Gunnar Hólmsteinn Ársælsson » Bændasamtökin hafna aðildarvið- ræðum við, og aðild að ESB. Hvað gerist ef aðild- arsamningur verður hagstæður íslenskum landbúnaði? Hvað gera bændur þá? Höfundur er stjórnmálafræðingur. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.