Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 16
16 Myndaalbúmið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Rauðkolla Æfing Brúðkaupsdagurinn 24. júní 2006 giftist Dísella Teddy Kernizan í litlu kirkjunni í Mosfellsdal. Ásamt „litlu“ hundunum sínum, Raskal og Boris. Knapi Tveggja ára fékk hún fyrst að fara á bak Bjössa sem var fyrsti reiðskjóti allra systranna þriggja. „Þá var ekki aftur snúið.“ Hjördís Elín Lárusdóttir sópransöngkona, betur þekkt semDísella, fæddist í Reykjavík 12. mars 1977. Hún er dóttirhjónanna Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu og Lárusar heitins Sveinssonar, trompetleikara hjá Sinfóníuhljómsveitinni, en systur hennar eru Þórunn leikkona og Ingibjörg flugfreyja og lögfræðinemi en þær systur ólust upp í Mosfellssveit. Dísella útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík árið 2002 og fór þaðan í meistaranám við Westminster Choir College, Rider Univer- sity í Princeton í Bandaríkjunum, þaðan sem hún útskrifaðist í maí 2005. Árið 2006 sigraði hún í Astral Artist-tónlistarkeppninni, komst í undanúrslit í Lauren S. Zachary-söngkeppninni og í undanúrslit í söngkeppni Plácidos Domingos. Árið eftir sigraði hún svo í Greenfield-keppni Fíladelfíuhljóm- sveitarinnar og í kjölfarið bauðst henni að koma fram með hljóm- sveitinni á árlegum galatónleikum hennar ásamt fjölda þekktra listamanna. Stuttu síðar komst hún í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions og í framhaldi af því fékk hún starfssamning hjá Metropolitan-óperunni. Í apríl 2008 hélt hún debúttónleika sína í New York og fékk einróma lof fyrir. Eiginmaður Dísellu er Teddy Kernizan og eru þau búsett í Washington DC í Bandaríkjunum. ben@mbl.is Dísella Lárusdóttir Heima Í Washington „DC Mamma kom að heimsækja okkur Tedda í fyrra.“ Síðustu áramót Í miklu stuði ásamt systrum sínum. Hvítkollur „Ég og fífurnar erum eiginlega alveg eins.“ Um sjö ára aldur. Í Grikklandi á ný Ég fór aftur út í heim- sókn þegar ég var 18 ára og kom þá við í gömlu íbúðinni okkar. Í sólinni Fjölskyldan bjó í Grikklandi í um hálft ár þegar Dísella var tíu ára. Rabbabaraprinsessa Þórunn systir dressaði Dísellu litlu upp með „fatnaði“ úr garðinum. „Ég veit ekki alveg til hvers sundgler- augun voru.“ Ellefu ára Dísella stalst til að rækta kanínur í kofanum í garðinum og það uppgötvaðist ekki fyrr en þær voru orðnar 14 talsins. Fjölskyldan Íbyggin í myndatöku með Lárusi pabba, stóru systrunum Ingibjörgu og Þórunni og Sigríði mömmu. Jólastelpa Þessum kjól varð mamma að henda og segja mér að hann væri týndur því þetta var eini kjóllinn sem ég vildi vera í. Ég og pabbi að spila á trompetinn, sem er klárlega hljóðfæri sálar minnar. Pabbi átti til að vekja okkur með trompetinum ef við vorum erfiðar fram úr. Á fyrsta ári í hoppurólunni og dýra- ástríðan strax farin að láta á sér kræla. Þrettán ára „Ég hef einu sinni unnið til verðlauna í íþróttakeppni og það var á þessum hesti, Bjarti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.