Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Mannauður Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Verðmætasta auðlind allra fyrirtækja er mannauðurinn. Sá sem hefur besta fólkið stendur best að vígi. Í sérblaðinu Mannauðurinn skoðar Viðskiptablað Morgunblaðsins leiðir til að bæta starfsandann og styrkja starfsfólkið. • Hvernig má efla hópinn á erfiðum tímum? • Hvað þurfa stjórnendur að temja sér til að ná því besta úr starfsfólkinu? • Hvaða námskeið og hópeflislausnir eru í boði? • Hvernig getur símenntun og sjálfsstyrking bætt mannauð fyrirtækisins? • Hvað í vinnuumhverfi og kjörum skiptir mestu máli? • Hvernig má laða að - og halda í - hæfasta fólkið? Mannauðsmálin verða krufin til mergjar í veglegu sérblaði 8. október. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 5. október. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir 569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is Námsaðstoð Vantar þig grunn í einhverri námsgrein? Við bjóðum grunn- og framhaldsskólanemum námskeið til að rifja upp námsefnið svo þeir geti fylgst með frá byrjun. Réttindakennarar Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is SLYSAVARNA- FÉLAGIÐ Lands- björg var stofnað hinn 2. október árið 1999, eða fyrir tíu ár- um. Þetta gerðist með formlegri sam- einingu Slysavarna- félags Íslands og Landsbjargar – landssambands björgunarsveita. Á slíkum tímamótum er vert að líta um öxl og ígrunda þörfina fyr- ir slíkt félag bæði í fortíð og nútíð. Einnig er okkur hollt á þessum tímamótum að hugleiða hvort við höfum gengið til góðs við stofnun félagsins og eins hvort félagið mæti þeim kröfum sem Íslend- ingar gera til slíks félags. Allt frá fyrstu árum Íslands- byggðar hafa Íslendingar misst fjölda einstaklinga af slysförum, bæði á sjó og landi. Svipleg dauðs- föll og slysfarir voru hluti af til- veru okkar framan af öldum. Það er engu líkara en að þjóðin hafi vaknað úr dvala hvað þennan málaflokk varðar um aldamótin þarsíðustu. Ástæður þess eru m.a. þær að það er einmitt á þeim tíma sem bátaeign þjóðarinnar fer vax- andi og um leið sjósóknin við strendur landsins. Það þarf því engan að undra að það var m.a. að stórum hluta að þakka þeim fjölda kvenna sem misst höfðu eig- inmenn, feður eða bræður, að um- ræðan um úrbætur og slysavarnir tekur að vaxa um og eftir alda- mótin 1900. Það er því ekki til- viljun að fyrsta björgunarfélagið á landinu skuli hafi verið stofnað í Vestmannaeyjum einni af stærstu verstöð á Íslandi, en Björg- unarfélag Vestmannaeyja var stofnað 1918. Þegar fram líða stundir er síðan stofnað landsfélag hinn 29. janúar 1928 sem hlaut nafnið Slysavarnafélag Ís- lands. Framan af beindust verkefni hins nýja móðurfélags að mestu að slysavörnum á sjó, en aðstoð á landi var þó ætíð til taks þegar þörf var á. Starfsemi Slysavarna- félags Íslands byggð- ist m.a. á fjölda slysa- varnadeilda úti um allt land og síðan björgunarsveitum sem settar voru á stofn í flestum byggðarlögum. Skátar stofna síðan sína fyrstu björgunarsveit Hjálparsveit skáta í Reykjavík árið 1932 og síðan fjölgar skátasveitum næstu árin. Síðar varð til Landssamband hjálparsveita skáta, sem varð þá móðurfélag allra hjálparsveita skáta líkt og Slysavarnafélagið var fyrir sínar einingar. Árið 1950 er síðan stofnuð fyrsta flugbjörg- unarsveitin, en það var Flugbjörg- unarsveitin í Reykjavík. Þróun þessara mála varð síðar eins og kunnugt er að fyrst sameinuðust Hjálparsveitir skáta og Flugbjörg- unarsveitirnar haustið 1991 í Landsbjörg, sem síðar sameinaðist Slysavarnarfélagi Íslands hinn 2. október 1999 eins og áður segir og heitir félagið eftir það Slysavarna- félagið Landsbjörg. Hið nýja félag er í dag móðurfélag tæplega 100 björgunarsveita, 70 slysavarna- deilda og um 50 unglingadeilda. Innan félagsins eru nú um 18.000 félagar. En hvað hefur nú áunnist með sameiningu þessara félaga? Því er helst til að svara að árangurinn af sameiningunni er gríðarlega mikill og mælanlegur á mörgum sviðum. Hann má m.a. sjá af þeirri miklu hagræðingu sem orðið hefur í rekstri félagsins. Í dag er einungis um að ræða eina rekstrareiningu og einar höfuðstöðvar í stað tvennra áður. Af þeim sökum hef- ur verið mögulegt að fækka starfsmönnum verulega eða nán- ast um helming. Eining má nefna að ein yfirstjórn málaflokksins gefur björgunar- og slysavarna- starfi mun meiri skilvirkni heldur en áður var. Öll stefnumótun, áætlanagerð og úrvinnsla er nú unnin af einu félagi í einum höf- uðstöðvum. Einu má ekki gleyma en það er að samskiptin við aðra viðbragðsaðila og samstarfið við opinberar stofnanir er í dag mun auðveldara og markvissara heldur en áður var. Opinberir aðilar þurfa nú einungis að eiga í sam- skiptum við einn aðila í stað þriggja. Óhætt er að fullyrða að reynsl- an af þeirri sameiningu sem átti sér stað fyrir tíu árum er góð og hefur í rauninni skilað mun betri og meiri árangri heldur enn bjart- sýnustu menn þorðu að vona. Skil- virkni í störfum félagsins er meiri en áður og einkennist í dag af mikilli fagmennsku og góðum fé- lagsanda. Félagar í Slysavarna- félaginu Landsbjörg eru á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóð- félagsins, þeir hafa það að leið- arljósi með sjálfboðaliðastarfi sínu að vera ætíð reiðubúnir til að koma samborgurunum til hjálpar þegar þörf er á. Höfum við gengið til góðs? Eftir Sigurgeir Guðmundsson » Á slíkum tímamótum er vert að líta um öxl og ígrunda þörfina fyrir slíkt félag, bæði í fortíð og nútíð. Sigurgeir Guðmundsson Höfundur er skólastjóri og formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. NÚ ER liðið um hálft ár frá síðustu kosn- ingum til Alþingis og eftir minni bestu vitund er enn ekki búið að skipa nýtt jafnréttisráð. Að loknum kosningum ber ráðherra jafnrétt- ismála að kalla saman nýtt jafnréttisráð en eft- ir að ný jafnréttislög tóku gildi 2008 eiga 11 fulltrúar sæti í ráðinu. Þar sem ég hef mikinn áhuga á jafnréttismálum, störfum og framgangi jafnréttisráðs fer ég með reglulegu millibili inn á heimasíðu ráðsins. Eftir því sem ég best fæ séð er þar að finna lítið af nýlegum upplýsingum um starf og stefnu ráðsins. Raun- ar sakna ég þess að sjá ekki á heimasíð- unni fundargerðir jafnréttisráðs, en með því að birta þær eins og áður var gert gefst áhugasömum tæki- færi til að fylgjast með störfum ráðsins – það eykur einnig nauðsynlegt gegnsæi. Ég veit að þeir sem koma að jafnréttisráði hafa áhuga og metnað þegar kemur að jafnréttismálum og því leitt að sjá að lítið hefur gerst að undanförnu sk. heimasíðunni. Því velti ég því fyrir mér hvernig starfi ráðsins sé háttað þessa dagana. Ég hef áhuga á að vita hvernig ráðherra sér fyrir sér starf jafnréttisráðs, ekki síst í ljósi þess að núverandi ríkisstjórn hefur sagt að hún leggi sérstaka áherslu á jafnréttismál. Því finnst mér það skjóta skökku við að draga svona úr hömlu að kalla sam- an nýtt ráð. Ég vona að ráðherra bregðist skjótt við. Einnig er eðlilegt að stefna og verkefni ráðsins verði aðgengileg. Lögboðnar skyldur ráðsins eru að standa að jafnrétt- isþingi innan árs frá kosningum, veita yfirvöldum ráðgjöf í jafnrétt- ismálum, vinna að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og sam- þættingu fjölskyldu- og atvinnulífs – allt verðug verkefni. Við aðstæður eins og nú eru í samfélaginu má ekki draga saman seglin í jafnrétt- ismálum, kynbundinn launamunur er alls ekki að minnka, atvinnu- öryggi kvenna er eitt af því sem þarf að fylgjast með og þegar fjárhagur versnar og kvíði og vonleysi festir rætur verður sérstaklega að horfa til aukinnar hættu á ofbeldi gagnvart konum. Hlutverk jafnréttisráðs er skýrt í lögum og undir engum kring- umstæðum má lama starf þess. Því verður ráðherra að skipa strax nýtt ráð sem setur sér sýnileg markmið og heldur áfram að vinna að auknu jafnrétti kynjanna á Íslandi. Hvað er að frétta af jafnréttisráði? Eftir Fannýju Gunnarsdóttur » Því hefur ráðherra ekki kallað saman nýtt jafnréttisráð eins og honum ber að gera eftir alþingiskosningar? Fanný Gunnarsdóttir Höfundur er fv. formaður jafnréttisráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.