Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.10.2009, Blaðsíða 47
Velvakandi 47 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr ÞESSI mynd af tveimur börnum á hestvagni, sem líklega hefur verið „mjólkurvagn“, birtist í blaðinu NATIONAL GEOGRAPHIC MAGAZINE á stríðsárunum. Ef einhver ber kennsl á börnin þá eru upplýsingar vel þegn- ar. Vinsamlega hafið samband við Sævar Þ. Jóhannesson á netfangið iceba- com@mmedia.is eða í síma 553-0717. Stríðsáramynd Guð blessi Ísland ÞAÐ er sunnudags- kvöld í júní 1968. Tíu ára drengur situr við eldhúsborðið á heimili sínu í Reykjavík og hlustar á útvarpið. Gunnar Thoroddsen er að ávarpa þjóðina eftir að hafa tapað forseta- kosningunum. Öllum á heimilinu er brugðið, enda höfðu foreldrar hans kosið Gunnar. Ávarpið er stutt en áhrifamikið. Gunnar endar það með því að segja: „Guð blessi Ís- land.“ Þessi orð brenna sig inn í minni drengsins. Árið 1968 var Geir H. Haarde 17 ára og hefur vafalaust hlustað á þetta sama ávarp. Það er síðdegis einn haustdag 40 árum síðar. Forsætisráðherra þjóð- arinnar Geir H. Haarde er að halda ávarp á mjög erfiðum tímum í sögu þjóðarinnar. Drengurinn sem var tíu ára árið 1968 er nú orðinn fimm- tugur. Þegar líður á ávarpið minnist hann ávarps Gunnars Thoroddsen 40 árum fyrr og hugsar með sér: Skyldi hann biðja Guð að blessa Ís- land í lok ávarpsins? Og það gerði hann. Einar Örn Thorlacius, Hvalfjarðarsveit. Varðandi rannsóknina á Kumbaravogi HVENÆR á þessi kjánaskapur að taka enda? Af hverju er verið að láta viðvaninga hvítþvo þetta mál á skýrslu? Er ekkert réttlæti til fyrir þessi börn sem illa var farið með? Flestir foreldrarnir brugðust þeim, barnaverndarnefnd brást þeim grát- lega, ríkið brást þeim, Kumb- aravogur brást þeim. Þessum börn- um var misþyrmt andlega, líkamlega og sumum kynferðislega og enn þann dag í dag hefur engum verið refsað. Það grátlegasta af öllu er að þessi börn eru fullorðin núna og geta barist fyrir rétt- læti, en samt er ríkið að misþyrma og nauðga þeim aftur. Skömm á ykkur í stjórn sem geta gert rétt fyrir þessi börn en gera það ekki. Bára Helena Millard. Lausn vandans FYRIR rúmum tvö þúsund árum gaf Jesús Kristur uppskrift að fyr- irmyndar samfélagi manna með þessum orðum sínum: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Mikið kæmi sú forskrift sér vel fyrir ís- lenskt samfélag á þessum tímum. Best hefði þó reynst, ef þeir menn, sem ollu hinum efnahagslegu hryðjuverkum á Íslandi fyrir einu ári síðan hefðu haft orð Krists í heiðri og breytt eftir þeim. Einar Ingvi Magnússon. Eyrnalokkur tapaðist EYRNALOKKUR tapaðist fyrir u.þ.b. 10-14 dögum á Laugavegi, ein- hvers staðar á milli nr. 30-80. Lokk- urinn er sérkennilegur, silfurlituð kúla, útskorin, með grænum steini þar sem hann smellur í eyrað. Eyrnalokkurinn hefur mikið tilfinn- ingagildi og er sárt saknað. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 892-5216, eða 551-5219.          Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.