Morgunblaðið - 04.10.2009, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.10.2009, Qupperneq 47
Velvakandi 47 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 2009 Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr ÞESSI mynd af tveimur börnum á hestvagni, sem líklega hefur verið „mjólkurvagn“, birtist í blaðinu NATIONAL GEOGRAPHIC MAGAZINE á stríðsárunum. Ef einhver ber kennsl á börnin þá eru upplýsingar vel þegn- ar. Vinsamlega hafið samband við Sævar Þ. Jóhannesson á netfangið iceba- com@mmedia.is eða í síma 553-0717. Stríðsáramynd Guð blessi Ísland ÞAÐ er sunnudags- kvöld í júní 1968. Tíu ára drengur situr við eldhúsborðið á heimili sínu í Reykjavík og hlustar á útvarpið. Gunnar Thoroddsen er að ávarpa þjóðina eftir að hafa tapað forseta- kosningunum. Öllum á heimilinu er brugðið, enda höfðu foreldrar hans kosið Gunnar. Ávarpið er stutt en áhrifamikið. Gunnar endar það með því að segja: „Guð blessi Ís- land.“ Þessi orð brenna sig inn í minni drengsins. Árið 1968 var Geir H. Haarde 17 ára og hefur vafalaust hlustað á þetta sama ávarp. Það er síðdegis einn haustdag 40 árum síðar. Forsætisráðherra þjóð- arinnar Geir H. Haarde er að halda ávarp á mjög erfiðum tímum í sögu þjóðarinnar. Drengurinn sem var tíu ára árið 1968 er nú orðinn fimm- tugur. Þegar líður á ávarpið minnist hann ávarps Gunnars Thoroddsen 40 árum fyrr og hugsar með sér: Skyldi hann biðja Guð að blessa Ís- land í lok ávarpsins? Og það gerði hann. Einar Örn Thorlacius, Hvalfjarðarsveit. Varðandi rannsóknina á Kumbaravogi HVENÆR á þessi kjánaskapur að taka enda? Af hverju er verið að láta viðvaninga hvítþvo þetta mál á skýrslu? Er ekkert réttlæti til fyrir þessi börn sem illa var farið með? Flestir foreldrarnir brugðust þeim, barnaverndarnefnd brást þeim grát- lega, ríkið brást þeim, Kumb- aravogur brást þeim. Þessum börn- um var misþyrmt andlega, líkamlega og sumum kynferðislega og enn þann dag í dag hefur engum verið refsað. Það grátlegasta af öllu er að þessi börn eru fullorðin núna og geta barist fyrir rétt- læti, en samt er ríkið að misþyrma og nauðga þeim aftur. Skömm á ykkur í stjórn sem geta gert rétt fyrir þessi börn en gera það ekki. Bára Helena Millard. Lausn vandans FYRIR rúmum tvö þúsund árum gaf Jesús Kristur uppskrift að fyr- irmyndar samfélagi manna með þessum orðum sínum: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Mikið kæmi sú forskrift sér vel fyrir ís- lenskt samfélag á þessum tímum. Best hefði þó reynst, ef þeir menn, sem ollu hinum efnahagslegu hryðjuverkum á Íslandi fyrir einu ári síðan hefðu haft orð Krists í heiðri og breytt eftir þeim. Einar Ingvi Magnússon. Eyrnalokkur tapaðist EYRNALOKKUR tapaðist fyrir u.þ.b. 10-14 dögum á Laugavegi, ein- hvers staðar á milli nr. 30-80. Lokk- urinn er sérkennilegur, silfurlituð kúla, útskorin, með grænum steini þar sem hann smellur í eyrað. Eyrnalokkurinn hefur mikið tilfinn- ingagildi og er sárt saknað. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 892-5216, eða 551-5219.          Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.