Morgunblaðið - 20.10.2009, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2009
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
HAFINN er undirbúningur að gerð
heimildarmyndar um Melavöllinn
en þaðan eiga margir Reykvíkingar
góðar minningar. Íþróttabandalag
Reykjavíkur stendur að baki verk-
inu og framleiðandi myndarinnar
og kvikmyndagerðarmaður er Kári
G. Schram.
Að sögn Kára er hann búinn að
viða að sér gríðarlega miklu efni af
íþróttaviðburðum og öðrum við-
burðum sem fram hafa farið á vell-
inum í gegnum tíðina.
„Líklega hefur á fáum stöðum í
Reykjavík verið myndað jafn mikið
og á Melavellinum,“ segir Kári.
„Þarna gerðist eiginlega allt. Þarna
fóru fram kappleikir í knattspyrnu
og handknattleik, frjálsíþróttamót,
17. júní hátíðahöld, álfabrennur,
hnefaleikar, tennis og á veturna
renndi fólk sér á skautum.“ Auk
þess hefur Kári tekið viðtöl við
fjölda manna sem unnu íþrótta-
afrek á vellinum eða voru þar
starfsmenn.
Enn vantar myndefni
En þótt Kári hafi fundið mikið
efni, bæði ljósmyndir og lifandi
myndir er hann enn að leita að efni.
Sérstaklega hefur hann áhuga á því
að komast í samband við fólk sem á
myndir innan úr húsunum á vell-
inum, t.d. af búnings- og sturtuklef-
um, baðkerinu fræga, nudd-
herbergi Eðvalds Hinrikssonar
(Mikson), skrifstofu Baldurs vall-
arstjóra, söluskúrum og öðru slíku.
Er fólk sem á efni í fórum sínum
beðið að hafa samband við Kára eða
Stein Halldórsson hjá ÍBR.
Melavöllurinn var reistur af
Íþróttasambandi Reykjavíkur á
Melunum (Skildinganesmelum)
sunnan Hringbrautar árið 1911.
Völlurinn var vígður 11. júní og
fyrsta mótið sem var haldið þar var
vikulangt íþróttamót Ungmenna-
félags Íslands í tilefni af hundrað
ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17.
júní 1911.
Upphaflega lá völlurinn samsíða
Hringbraut og var með 400 metra
hlaupabraut, malarknattspyrnu-
velli í miðju og aðstöðu fyrir frjáls-
ar íþróttir aftan við mörkin.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Melavöllurinn Þarna fóru helstu íþróttaviðburðir bæjarins fram. Knattspyrnumenn unnu frækna sigra í lands-
leikjum og íslenskir frjálsíþróttamenn, sem voru í fremstu röð í heiminum, unnu glæsileg íþróttaafrek.
Undirbúa gerð heimildar-
myndar um Melavöllinn
Hafa áhuga á að komast í samband við fólk sem á myndefni
Árið 1926 fauk nánast öll girðingin
í kringum Melavöllinn í ofsaveðri
og var þá ákveðið að gera nýjan,
betur útbúinn völl á sama stað en
sem lægi meðfram Suðurgötu.
Þessi völlur, sem margir þekkja,
var girtur með bárujárni líkt og sá
fyrri. Á þeim árum var gríðarleg
íþróttastarfsemi í nágrenni Mela-
vallar annars staðar á Melunum og
íþróttamannvirkin náðu alls yfir
7,5 hektara svæði.
1935 var nýtt íþróttasvæði
skipulagt í Nauthólsvík og voru
Melarnir þá skipulagðir undir íbúð-
ir og skóla. 1959 var síðan Laug-
ardalsvöllurinn opnaður og þar
með var helsta hlutverki Melavall-
ar lokið. Völlurinn þjónaði þó
áfram margvíslegu hlutverki, m.a.
undir rokktónleika. Völlurinn var
ekki formlega lagður niður fyrr en
árið 1984 og síðar reis Þjóð-
arbókhlaðan á svæðinu.
Girðingin fauk í ofsaveðri árið 1926
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Kr. 11.900,-
Hlýjar jakkapeysur
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
og
Hlýjar
peysur frá
Str. 42-56
Sundföt í úrvali
Hæðasmára 4 • 201 Kópavogur
Sími 555 7355 • www.selena.is
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Mikið úrval af ódýrum
skóm á alla fjölskylduna
LAGERSALA
Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík
Allar upplýsingar í síma 517-2040
Herraskór
Loðfóðruð
stígvél á
börnin
Loðfóðruð
dömukuldastígvél
Úrval af skóm í leikfimina
Öryggisskór
Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00